Amorolfin Alvogen (Amorolfin ratiopharm) Lyfjalakk á neglur 5 %

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
09-08-2021

Virkt innihaldsefni:

Amorolfinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Alvogen ehf.

ATC númer:

D01AE16

INN (Alþjóðlegt nafn):

Amorolfinum

Skammtar:

5 %

Lyfjaform:

Lyfjalakk á neglur

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

485303 Glas Gulbrúnt glerglas (gerð III) með HDPE loki, PTFE þétti- og innsiglishring

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2014-03-20

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
AMOROLFIN ALVOGEN 5% LYFJALAKK Á NEGLUR
amorolfin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Þetta lyf er fáanlegt án lyfseðils. Engu að síður er
nauðsynlegt að nota Amorolfin Alvogen á réttan hátt
til að ná sem bestum árangri.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Amorolfin Alvogen og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Amorolfin Alvogen
3.
Hvernig nota á Amorolfin Alvogen
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Amorolfin Alvogen
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM AMOROLFIN ALVOGEN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
-
Amorolfin Alvogen er notað til meðferðar við sveppasýkingum í
nöglum sem áður hafa verið
greindar af lækni eða til meðferðar á endurteknum
sveppasýkingum.
-
Amorolfin Alvogen inniheldur virka efnið amorolfin (sem
hýdróklóríð), sem tilheyrir flokki
lyfja sem kallast sveppalyf.
-
Það drepur margs konar sveppi sem geta valdið sýkingu í nöglum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA AMOROLFIN ALVOGEN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA AMOROLFIN ALVOGEN
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Amorolfin
Alvogen er notað.
-
ef þ
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Amorolfin Alvogen 5% lyfjalakk á neglur.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml inniheldur 55,74 mg af amorolfinhýdróklóríði (sem jafngildir
50 mg af amorolfini).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Lyfjalakk á neglur.
Tær, litlaus til ljósgul lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sveppasýkingar í nöglum af völdum húðsveppa, gersveppa og myglu
án áhrifa á gunnbyggingu naglar.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
SKAMMTAR
Bera skal lyfjalakkið á sýkta fingur- eða táneglur einu sinni í
viku. Í sumum tilfellum getur verið
gagnlegt að bera það á tvisvar í viku.
Sjúklingurinn á að bera lyfjalakkið á neglunar á eftirfarandi
hátt:
1.
Áður en Amorolfin Alvogen er borið á í fyrsta sinn er
nauðsynlegt að viðkomandi svæði
(sérstaklega yfirborð naglarinnar) sé þjalað niður eins vel og
hægt er. Síðan á að hreinsa
yfirborð naglarinnar með alkóhólgrisju. Við endurtekna notkun
Amorolfin Alvogen skal þjala
sýktar neglur eins og áður og síðan skal þrífa neglurnar með
hreinsigrisju til að fjarlægja allar
leifar af lakki sem gætu verið á nöglunum.
_Varúð:_
Naglaþjalir sem notaðar eru á sýktar neglur má ekki nota á
ósýktar neglur.
2.
Notið einn af endurnýtanlegu plastspöðunum til að bera
lyfjalakkið á allt yfirborð sýktu
naglanna. Leyfið lakkinu að þorna í 3-5 mínútur. Eftir notkun
skal hreinsa spaðann vel með
sömu hreinsigrisju og var notuð áður til að hreinsa neglurnar.
Geymið glasið vel lokað.
Dýfa skal spaðanum í lyfjalakkið fyrir hverja nögl, án þess að
þurrka nokkuð lakk af við brún
flöskunnar.
2
Meðferð skal haldið áfram óslitið þar til nöglin hefur
endurnýjað sig og viðkomandi svæði er læknað.
Tími og lengd meðferðar ræðst af því hversu svæsin sýkingin
er og staðsetningu hennar. Venjuleg
meðferðarlengd er sex mánuðir (fingurneglur) og 9-12 mánuðir
(táneglur). Endurmeta skal meðferð
með reglulegu millibili, 
                                
                                Lestu allt skjalið