Alvofen Express Mjúkt hylki 400 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-02-2024

Virkt innihaldsefni:

Ibuprofenum INN

Fáanlegur frá:

Alvogen ehf.

ATC númer:

M01AE01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ibuprofenum

Skammtar:

400 mg

Lyfjaform:

Mjúkt hylki

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

427075 Þynnupakkning Ál/PVC

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2013-06-21

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
ALVOFEN EXPRESS 400 MG MJÚK HYLKI
íbúprófen
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 10 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Alvofen Express og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Alvofen Express
3.
Hvernig nota á Alvofen Express
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Alvofen Express
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ALVOFEN EXPRESS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Virka innihaldsefnið (sem veldur verkun lyfsins) er íbúprófen.
Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast
bólgueyðandi gigtarlyf sem ekki eru sterar (
_e. Non-Steroidal Anti-inflamatory Drugs:_
NSAID).
Bólgueyðandi gigtarlyf gefa verkjastillingu með því að breyta
viðbrögðum líkamans við verkjum,
þrota og háum hita. Alvofen Express er notað við:
-
Höfuðverkjum og mígreni.
-
Tann- og taugaverk.
-
Tíðaþrautum.
-
Gigtar-, vöðva og bakverk.
-
Hita og einkennum kvefs og flensu.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ALVOFEN EXPRESS
EKKI MÁ NOTA ALVOFEN EXPRESS:
-
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir íbúprófeni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6) eða asetýlsalisýlsýru og öðrum verkjalyfjum.
-
Ef þú ert með (eða hefur fengið tvö eða fleiri tilvik um) sár,
rof eða blæðingu í maga.
-
Ef astmi hefur versnað, útbrot komið fram á húð, nefrennsli
ásamt 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Alvofen Express 400 mg mjúk hylki
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert mjúkt hylki inniheldur 400 mg af íbúprófeni.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hvert hylki inniheldur 16,97 mg af sorbitóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mjúkt hylki.
Glær sporöskjulaga mjúk gelatínhylki sem innihalda litlausan til
fölgulan, gegnsæjan, seigan vökva,
með „400“ prentað í svörtum lit á hylkið sjálft.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Alvofen Express er ætlað til notkunar hjá fullorðnum og börnum
eldri en 12 ára.
Alvofen Express er ætlað til meðferðar gegn einkennum gigtar- eða
vöðvaverkja, bakverks,
taugaverkja, mígrenis, höfuðverks, tannverks, tíðaþrauta, kvefs
með hita og inflúensu.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Fullorðnir, aldraðir og börn eldri en 12 ára:
Nota skal minnsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er til
að ná stjórn á einkennum (sjá kafla
4.4).
Sjúklingurinn skal leita til læknis ef einkennin eru viðvarandi
eða versna, eða ef nota þarf lyfið í meira
en 10 daga.
Unglingar (≥ 12 ára): ef nauðsynlegt er að nota lyfið lengur en
í 3 daga eða ef einkennin versna skal
ráðfæra sig við lækni.
Taka skal 1 hylki með vatni, allt að þrisvar sinnum á dag eftir
þörfum.
Láta skal líða a.m.k. 4 klst. á milli skammta.
Ekki má taka meira en 3 hylki á sólarhring.
Lágmarka má aukaverkanir með því að nota lægsta virkan skammt
í eins stuttan tíma og nauðsynlegt
er til þess að ná stjórn á einkennum (sjá kafla 4.4).
Lyfjagjöf
Til inntöku og aðeins til notkunar í stuttan tíma.
2
4.3
FRÁBENDINGAR
-
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
-
Fyrri ofnæmisviðbrögð (t.d. astmi, nefslímubólga, ofsabjúgur
eða ofsakláði) við
asetýlsalisýlsýru eða öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum sem ekki
eru sterar.
-
Virkt sár/blæðing í meltingarvegi eða saga um endurtekin
sár/blæðingar í 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru