Alphagan Augndropar, lausn 2 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
04-04-2022

Virkt innihaldsefni:

Brimonidinum tartrat

Fáanlegur frá:

AbbVie A/S

ATC númer:

S01EA05

INN (Alþjóðlegt nafn):

Brimonidinum

Skammtar:

2 mg/ml

Lyfjaform:

Augndropar, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

174433 Dropaílát ; 174664 Dropaílát V0368

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2002-07-19

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ALPHAGAN 0,2 % (2
MG/ML) AUGNDROPAR, LAUSN
brimonidintartrat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4..
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um ALPHAGAN og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota ALPHAGAN
3.
Hvernig nota á ALPHAGAN
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á ALPHAGAN
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ALPHAGAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
ALPHAGAN er notað til að lækka augnþrýsting. Virka
innihaldsefnið í ALPHAGAN er
brimonidintartrat sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast alfa-2
viðtakaörvar og verkar með því að draga
úr augnþrýstingi.
Það má nota annaðhvort eitt sér, þegar ekki er unnt að nota
beta-blokka, eða til viðbótar við aðra
augndropa, þegar eitt lyf nægir ekki til að lækka hækkaðan
augnþrýsting, sem meðferð við
gleiðhornsgláku eða hækkuðum þrýstingi í auga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ALPHAGAN
EKKI MÁ NOTA ALPHAGAN
•
ef þú ert með ofnæmi fyrir brimonidintartrati eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
•
ef þú notar einnig monoaminoxidasa-hemla (MAO-hemla) eða sum önnur
lyf gegn þunglyndi. Þú
verður að láta lækninn vita ef þú tekur einhver þunglyndislyf.
•
ef þú ert með barn á brjósti
•
handa ungbörnum (frá fæðingu til 2 ára aldurs).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið r
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Alphagan 0,2% (2 mg/ml) augndropar, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Einn millilítri af lausn inniheldur 2,0 mg brimonidintartrat jafngilt
brimonidini 1,3 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun
Inniheldur benzalkonklóríð 0,05 mg/ml.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Augndropar, lausn.
Tær, græn-gulleit til ljósgræn-gulleit lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til að lækka hækkaðan augnþrýsting hjá sjúklingum með
hægfara gláku (open angle glaucoma) eða
hækkaðan augnþrýsting.
-
Til notkunar eitt sér þegar notkun beta-blokka í auga er
frábending.
-
Sem viðbótarmeðferð með öðrum lyfjum sem lækka augnþrýsting,
þegar ekki næst tilætluð
lækkun augnþrýstings með einu lyfi (sjá kafla 5.1).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Ráðlagðir skammtar handa fullorðnum (þ.m.t. öldruðum)_
_ _
Ráðlagður skammtur er einn dropi af Alphagan í sjúkt auga/sjúk
augu tvisvar sinnum á sólarhring, á
um það bil 12 klst. fresti. Ekki þarf að breyta skömmtum hjá
öldruðum.
_Notkun samfara skertri nýrna- og lifrarstarfsemi_
_ _
Notkun Alphagan hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með
skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi (sjá
kafla 4.4).
_Börn_
_ _
Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á unglingum (12 til
17 ára).
Ekki er mælt með notkun Alphagan handa börnum yngri en 12 ára og
notkun Alphagan er frábending
handa nýburum og ungbörnum (undir 2 ára aldri) (sjá kafla 4.3, 4.4
og 4.9).
Þekkt er að alvarlegar aukaverkanir geta komið fram hjá nýburum.
Öryggi og verkun Alphagan hefur ekki verið staðfest hjá 2 til 12
ára börnum.
2
Lyfjagjöf
Eins og á við um alla augndropa, er mælt með því að þrýst sé
á innri augnkrókinn í eina mínútu, til að
draga úr hugsanlegu frásogi inn í blóðrásina (systemic). Þetta
á að gera strax eftir að hverjum dropa
fyrir sig hefur verið dreypt í auga. Þetta getur dregið úr
altækum aukaverkunum og auki
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru