Allopurinol Alvogen (Allonol) Tafla 300 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
07-08-2020

Virkt innihaldsefni:

Allopurinolum INN

Fáanlegur frá:

Alvogen ehf.

ATC númer:

M04AA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Allopurinolum

Skammtar:

300 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

190715 Þynnupakkning PVC/álþynnur

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2014-03-21

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ALLOPURINOL ALVOGEN 100 MG OG 300 MG TÖFLUR
allopurinol
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Allopurinol Alvogen og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Allopurinol Alvogen
3.
Hvernig nota á Allopurinol Alvogen
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Allopurinol Alvogen
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ALLOPURINOL ALVOGEN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Allopurinol Alvogen tilheyrir flokki lyfja sem kallast ensímhemlar,
sem verka með því að
stjórna hraðanum á ákveðnum efnabreytingum í líkamanum.

Allopurinol er notað sem langtíma, fyrirbyggjandi meðferð við
þvagsýrugigt og getur einnig
verið notað við öðrum kvillum sem tengjast of miklu magni af
þvagsýru í líkamanum, þar með
talið nýrnasteinum og öðrum nýrnasjúkdómum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ALLOPURINOL ALVOGEN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA ALLOPURINOL ALVOGEN:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir allopurinoli eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi á
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Allopurinol Alvogen 100 mg töflur.
Allopurinol Alvogen 300 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
_Allopurinol Alvogen 100 mg töflur _
Hver tafla inniheldur 100 mg af allopurinoli.
_Allopurinol Alvogen 300 mg töflur _
Hver tafla inniheldur 300 mg af allopurinoli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
_Allopurinol Alvogen 100 mg töflur _
Hvít, kringlótt, tvíkúpt tafla með deiliskoru á annarri
hliðinni. Þvermál 9 mm.
_Allopurinol Alvogen 300 mg töflur _
Hvít, kringlótt, tvíkúpt tafla með deiliskoru á annarri
hliðinni. Þvermál 12 mm.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fullorðnir

Allar gerðir þvagsýrudreyra (hyperuricaemia) sem ekki næst stjórn
á með mataræði, þ.m.t.
afleiddur þvagsýrudreyri (secondry hyperuricaemia) af mismunandi
uppruna og klínískir
fylgikvillar þvagsýrudreyra, sérstaklega í tengslum við framkomna
þvagsýrugigt, nýrnakvilla
af völdum þvagsýru og til að leysa upp og koma í veg fyrir
þvagsýrusteina.

Meðhöndlun á endurteknum blönduðum kalsíumoxalat-steinum
samhliða þvagsýrudreyra,
þegar vökvagjöf, mataræði og sambærileg úrræði hafa ekki
virkað.
Börn og unglingar

Afleiddur þvagsýrudreyri af mismunandi uppruna.

Nýrnakvilli vegna þvagsýru á meðan á meðferð með hvítblæði
stendur.

Arfgengar ensímraskanir (ensímskortur), Lesch-Nyhan heilkenni
(skortur á hýpóxanthin
gúanín fosforíbósýltransferasa, að hluta til eða alger) og
skortur á adenín
fosfóríbósýltransferasa.
2
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir _
Gefa skal allopurinol í litlum skammti, t.d. 100 mg á dag, til að
draga úr hættu á aukaverkunum og
auka skammtinn aðeins ef svar þvagsýru í sermi er ófullnægjandi.
Gæta skal sérstakrar varúðar ef
nýrnastarfsemi er léleg (sjá
_skert nýnastarfsemi_
).
Eftirfarandi skammtaáætlun er ráðlögð:
100 til 200 mg á dag í vægum tilfellum,
300 til 600 mg á dag í miðlungi alvarle
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru