Adrenalin Mylan Stungulyf, lausn 1 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
26-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Adrenalinum bítartrat (Epinephrinum bítartrat)

Fáanlegur frá:

Viatris Limited

ATC númer:

C01CA24

INN (Alþjóðlegt nafn):

Adrenalín (epinephrinum INN)

Skammtar:

1 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

130286 Lykja

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2009-03-16

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ADRENALIN MYLAN 1 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
adrenalín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Adrenalin Mylan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Adrenalin Mylan
3.
Hvernig nota á Adrenalin Mylan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Adrenalin Mylan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ADRENALIN MYLAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Adrenalin Mylan er notað á bráðadeildum til að bregðast við
astma, hjarta- og lungnabilun
(hjartastoppi) og ofnæmi (ofnæmisviðbrögðum og
bráðaofnæmislosti).
Adrenalín, sem er að finna í Adrenalin Mylan, gæti einnig verið
samþykkt til notkunar við öðrum
kvillum sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Ef spurningar
vakna um notkun lyfsins á að beina
þeim til lækna, lyfjafræðinga eða annarra heilbrigðisstarfsmanna
og fara eftir leiðbeiningum þeirra.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ADRENALIN MYLAN
EKKI MÁ NOTA ADRENALIN MYLAN
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir adrenalíni,
natríummetabísúlfíti (rotvarnarefni) eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Vegna aukinnar hættu á aukaverkunum skal gæta sérstakrar varúðar
þegar lyfið er notað handa
sjúklingum með:
-
hjarta- og æðasjúkdóma (svo sem æðakrampa, hjartavöðvakvilla,
hjartsláttartruflanir, lungna- og
hjartakvilla, æðakölkun og hækkaðan blóðþrýsting)
-
ofvirkan skjaldkirtil
-
æxli í nýrnahettum
-
þ
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Adrenalin Mylan 1 mg/ml stungulyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml inniheldur 1,82 mg/ml af adrenalíntartrati, sem svarar til 1
mg/ml af adrenalíni.
Hjálparefni með þekkta verkun
Natríummetabísúlfít (E223) 0,5 mg/ml
Natríumklóríð
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Astmi, hjartastopp, ofnæmisviðbrögð, ofnæmislost.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_ _
_Fullorðnir _
Einstaklingsbundin skömmtun
_Astmi, einkum gegn köstum: _
0,3-0,5 mg með inndælingu í vöðva (í utanvert læri). Endurtaka
má inndælinguna eftir þörfum með 5-
10 mínútna millibili þar til áhrif nást. Ef hjarta- eða
æðasjúkdómar eru einnig til staðar skal gæta
mikillar varúðar.
_Hjartastopp (endurlífgun): _
Adrenalín skal gefa í samræmi við gildandi
meðferðarráðleggingar. Eftirfarandi skömmtun adrenalíns
er byggð á ráðleggingum ERC (European Resuscitation Council) 2010.
1 mg gefið hratt (bolus) með inndælingu í bláæð á 3-5
mínútna fresti.
Ef lyfið er gefið í gegnum útlægan æðalegg verður að blanda
því í a.m.k. 20 ml af 0,9%
natríumklóríðlausn fyrir inndælingu (til að auðvelda aðgengi
að miðlægri blóðrás).
Ef ekki er aðgengi að bláæð er mælt með gjöf í bein.
_Ofnæmisviðbrögð _
_Ofsakláði og Quinckes bjúgur: _
0,3-0,5 mg í vöðva (ekki í viðkomandi svæði). Endurtekið eftir
þörfum.
_ _
2
_Astmi vegna ofnæmisviðbragða: _
0,5-0,8 mg í vöðva, helst í endurteknum hlutaskömmtum ef
ástandið er ekki hættulegt. Gegn alvarlegri
viðbrögðum skal gefa 0,1-0,25 mg í bláæð, helst eftir
þynningu. Þennan skammt má endurtaka á 10-20
mínútna fresti ef nauðsyn krefur.
_Bráðaofnæmislost: _
Ef ekki er aðgengi að bláæð: 0,5 mg af adrenalíni gefið beint
í vöðva.
Ef aðgengi að æð er til staðar eða ef bati er enginn: Lausnin
þynnt í 0,1 mg/ml: 1 ml af 1 mg/ml lausn
(1 mg af adrenalín
                                
                                Lestu allt skjalið