Acetylcystein Mylan Freyðitafla 200 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-12-2019

Virkt innihaldsefni:

Acetylcysteinum INN

Fáanlegur frá:

Mylan AB*

ATC númer:

R05CB01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Acetylcysteinum

Skammtar:

200 mg

Lyfjaform:

Freyðitafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

159672 Töfluílát ; 159683 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2009-12-09

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ACETYLCYSTEIN MYLAN 200 MG FREYÐITÖFLUR
acetýlcystein
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Acetylcystein Mylan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Acetylcystein Mylan
3.
Hvernig nota á Acetylcystein Mylan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Acetylcystein Mylan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ACETYLCYSTEIN MYLAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Acetylcystein Mylan leysir upp seigt slím þannig að það verður
þynnra og því auðveldara að hósta því
upp. Acetýlcystein er notað við langvinnum öndunarfærakvillum sem
fylgir seigt slím (langvinn
berkjubólga).
Acetýlcystein sem er í Acetylcystein Mylan gæti einnig verið
ætlað til að meðhöndla aðra sjúkdóma
sem ekki eru nefndir í þessum fylgiseðli. Spyrjið lækninn,
lyfjafræðing eða annað heilbrigðis- eða
sjúkrahússtarfsfólk ef þið þarfnist frekari upplýsinga og
fylgið ávallt leiðbeiningum þess.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ACETYLCYSTEIN MYLAN
EKKI MÁ NOTA ACETYLCYSTEIN MYLAN
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir acetýlcysteini eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Láttu lækninn vita ef þú ert með astma og/eða hefur fengið
krampa í öndunarveg, áður en þú byrjar að
nota Acetylcystein Mylan.
NOTKUN ANNARRA LYFJ
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Acetylcystein Mylan 200 mg freyðitöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Ein freyðitafla inniheldur 200 mg af acetýlcysteini.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver freyðitafla inniheldur 75 mg af laktósa, 25 mg af sorbitóli og
99,3 mg af natríum.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Freyðitafla.
Flöt, kringlótt, hvít með sítrónubragði og 18 mm í þvermál.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Langvinn berkjubólga.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
1 freyðitafla er leyst upp í ½-1 glasi af vatni 2-3 sinnum á
sólarhring. Ekki hefur enn verið sýnt fram á
verkun við lengri meðferð en 6 mánuði.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Gæta skal varúðar við notkun Acetylcystein Mylan hjá
einstaklingum með astma og einstaklingum
sem hafa fengið berkjukrampa.
Acetylcystein Mylan inniheldur laktósa og sorbitól. Sjúklingar með
einhvern eftirtalinna sjaldgæfra
arfgengra sjúkdóma skulu ekki nota lyfið: frúktósaóþol,
galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog
glúkósa-galaktósa.
Hafa skal í huga samlegðaráhrif lyfja sem notuð eru samhliða og
innihalda sorbitól (eða frúktósa) og
inntöku sorbitóls (eða frúktósa) úr fæðu. Sorbitól í lyfjum
sem tekin eru inn getur haft áhrif á aðgengi
annarra lyfja sem tekin eru inn samtímis.
Lyfið inniheldur 99,3 mg af natríum í hverri freyðitöflu, sem
jafngildir 5% af ráðlögðum dagskammti
fyrir fullorðna sem er 2 g skv.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).
Ráðlagður hámarksdagskammtur af lyfinu jafngildir 15% af
ráðlögðum dagskammti fyrir fullorðna
skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.
2
4.5
MILLIVERKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR
Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.
4.6
MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF
Meðganga
Klínísk reynsla af notkun á meðgöngu er ta
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru