Zonnic Mint Munnholspúði 4 mg

Country: Իսլանդիա

language: իսլանդերեն

source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

buyitnow

PIL PIL (PIL)
12-07-2023
SPC SPC (SPC)
12-07-2023

active_ingredient:

Nicotinum

MAH:

Niconovum AB

ATC_code:

N07BA01

INN:

Nicotinum

dosage:

4 mg

pharmaceutical_form:

Munnholspúði

prescription_type:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

leaflet_short:

399210 Krukka 20 posar í plastkrukku með skrúfloki (pólýprópýlen) - eða 20 posar í plastkrukku með skrúfloki (pólýprópýlen), pakkað í ytri álpoka. ; 029867 Krukka 20 púðar í plastkrukku með skrúfloki (pólýprópýlen) - eða 20 púðar í plastkrukku með skrúfloki (pólýprópýlen), pakkað í ytri álpoka.

authorization_status:

Markaðsleyfi útgefið

authorization_date:

2017-07-14

PIL

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ZONNIC MINT 4 MG MUNNHOLSPÚÐI
nikótín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita
um allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef ekki tekst að hætta að reykingum eftir
meðferð með Zonnic Mint í 6 mánuði.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Zonnic Mint og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Zonnic Mint
3.
Hvernig nota á Zonnic Mint
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Zonnic Mint
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ZONNIC MINT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Nikótínið í Zonnic Mint dregur úr löngun í nikótín og úr
fráhvarfseinkennum þegar hætt er að reykja
og minnkar þannig hættu á að reykingafólk sem vill hætta að
reykja, byrji aftur að reykja eða
auðveldar þeim sem vilja ekki eða geta ekki hætt alveg að reykja,
að draga úr reykingum.
Þegar þú hættir snögglega að útvega líkamanum nikótín úr
tóbaki finnur þú fyrir ýmis konar vanlíðan
sem kallast fráhvarfseinkenni. Með Zonnic Mint getur þú komið í
veg fyrir eða a.m.k. dregið úr
þessari vanlíðan með því að halda áfram að útvega líkamanum
lítið magn af nikótíni í stuttan tíma.
Ráðgjöf og stuðningur eykur hlutfall þeirra sem ná árangri.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ZONNIC MINT
EKKI MÁ NOTA ZONNIC MINT:
-
ef um er að ræða
OFNÆMI
fyrir nikótíni eða einhverju öðru innihaldsef
                                
                                read_full_document
                                
                            

SPC

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Zonnic Mint 4 mg munnholspúði.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver munnholspúði inniheldur 4 mg af nikotíni.
Hjálparefni með þekkta verkun: aspartam (E951).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Munnholspúði.
Rétthyrndur púði, fylltur með dufti.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar við tóbaksfíkn með því að draga úr löngun í
nikótín og úr fráhvarfseinkennum, og
auðvelda þannig reykingafólki sem er reiðubúið að hætta að
reykja að venja sig af tóbaki eða til að
auðvelda reykingafólki sem getur ekki eða vill ekki hætta að
reykja, að draga úr reykingum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Sjúklingurinn skal hvorki borða né drekka á meðan
munnholspúðinn er notaður. Drykkir sem lækka
sýrustig (pH) í munni, t.d. kaffi, ávaxatsafi eða gosdrykkir, geta
dregið úr frásogi nikótíns í munni. Til
að ná hámarks frásogi nikótíns skal forðast þessa drykki í
allt að 15 mínútur áður en púðinn er notaður.
Einn munnholspúði er settur undir efri vörina í 30 mínútur. Til
að auka losun nikótíns má færa púðann
til með tungunni öðru hverju.
_Fullorðnir og aldraðir _
Í upphafi má nota einn munnholspúða á 1-2 klst. fresti.
Venjulegur skammtur er 8-12 púðar á dag.
Hámarks dagskammtur er 24 púðar.
_Börn _
Unglingar yngri en 18 ára eiga ekki að nota Zonnic Mint
munnholspúða nema samkvæmt
ráðleggingum frá lækni.
Engin reynsla er af meðferð með Zonnic Mint munnholspúðahjá
unglingum yngri en 18 ára.
_Reykingum hætt _
Lengd meðferðar er einstaklingsbundin. Yfirleitt skal halda
meðferðinni áfram í a.m.k. 3 mánuði. Þá
skal einstaklingur byrja að venja sig af púðunum smám saman.
Hætta skal meðferð þegar
skammturinn hefur verið minnkaður niður í 1-2 púða á dag.
Regluleg notkun Zonnic Mint
munnholspúða í lengri tíma en eitt ár er yfirleitt ekki
ráðlögð. Í sumum tilvikum gæti meðferð í lengri
tíma verið n
                                
                                read_full_document