Trandate Filmuhúðuð tafla 200 mg

Country: Իսլանդիա

language: իսլանդերեն

source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

buyitnow

PIL PIL (PIL)
29-01-2024
SPC SPC (SPC)
29-01-2024

active_ingredient:

Labetalolum hýdróklóríð

MAH:

Aspen Pharma Trading Limited

ATC_code:

C07AG01

INN:

Labetalolum

dosage:

200 mg

pharmaceutical_form:

Filmuhúðuð tafla

prescription_type:

(R) Lyfseðilsskylt

leaflet_short:

567510 Töfluílát plast

authorization_status:

Markaðsleyfi útgefið

authorization_date:

1982-01-26

PIL

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
TRANDATE 100 MG TÖFLUR
TRANDATE 200 MG TÖFLUR
labetalólhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknis, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef
þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækni, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig
um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá
kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Trandate og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Trandate
3.
Hvernig nota á Trandate
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Trandate
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TRANDATE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Trandate inniheldur virka efnið labetalól. Það er notað til að
meðhöndla vægan, miðlungs eða
alvarlegan háþrýsting (háan blóðþrýsting), háþrýsting á
meðgöngu (meðgönguháþrýsting) og háan
blóðþrýsting sem tengist hjartaöng (brjóstverk).
Labetalól (Trandate) tilheyrir flokki lyfja sem kallast alfa- og
betablokkar. Þessi lyf lækka
blóðþrýsting með því að hindra viðtaka í hjarta- og
æðakerfinu (blóðrásarkerfinu) og valda þannig
lækkun á blóðþrýstingi í æðum langt frá hjartanu.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA TRANDATE
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er
á þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA TRANDATE
-
ef þú ert með ákveðna hjartasjúkdóma (t.d. annarrar eða
þriðju gráðu gáttasleglarof ne
                                
                                read_full_document
                                
                            

SPC

                                1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Trandate 100 mg filmuhúðaðar töflur.
Trandate 200 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 100 mg eða 200 mg af
labetalólhýdróklóríði.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver 100 mg tafla inniheldur 14,625 mg laktósaeinhýdrat, 1,15 µg
natríumbensóat (E 211) og 17,2 µg
sólsetursgult FCF (E 110).
Hver 200 mg tafla inniheldur 29,25 mg laktósaeinhýdrat, 2,30 µg
natríumbensóat (E 211) og 34,4 µg
sólsetursgult FCF (E 110).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
•
Vægur, miðlungsmikill eða alvarlegur háþrýstingur
•
Háþrýstingur á meðgöngu
•
Hjartaöng samtímis háþrýstingi
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
SKAMMTAR
SJÚKLINGAHÓPAR
•
FULLORÐNIR:
ÁBENDING
SKAMMTUR
VÆGUR,
MIÐLUNGS-
MIKILL EÐA
ALVARLEGUR
HÁÞRÝSTINGUR
Hefja skal meðferðina með 100 mg tvisvar á dag.
Ef nauðsyn krefur má auka við skammtinn með
100 mg tvisvar á dag með ákveðnu millibili (2 til
14 daga). Náðst hefur stjórn á blóðþrýstingi
margra sjúklinga með 200 mg tvisvar á dag og
gefa má allt að 800 mg á dag með skömmtun
tvisvar á dag. Þegar um er að ræða alvarlegan,
þrálátan háþrýsting hafa verið gefnir
dagskammtar allt að 2.400 mg (í 3 eða
4 aðskildum skömmtum). Hækka má skammta
daglega hjá sjúklingum með alvarlegan
háþrýsting sem eru inniliggjandi á sjúkrahúsi.
2
Gera má ráð fyrir enn meiri
blóðþrýstingslækkandi áhrifum ef labetalól töflur
eru notaðar ásamt öðrum blóðþrýstingslækkandi
lyfjum eins og þvagræsilyfjum, metýldópa o.fl.
Þegar taka skal sjúklinga af slíkum lyfjum þarf að
draga úr fyrri meðferðinni smám saman.
Til að ná langtíma stjórn á háþrýstingi eftir
inndælingu labetalóls skal hefja meðferð með
labetalól töflum til inntöku með 100 mg tvisvar á
dag.
HÁÞRÝSTINGUR
Á MEÐGÖNGU
Ef nauðsyn krefur má auka við
upphafsskammtinn 100 
                                
                                read_full_document