Picoprep Mixtúruduft, lausn

Country: Իսլանդիա

language: իսլանդերեն

source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

buyitnow

PIL PIL (PIL)
29-01-2024
SPC SPC (SPC)
29-01-2024

active_ingredient:

Natrii picosulfas INN; Magnesii oxidum; Citric acid

MAH:

Ferring Lægemidler A/S

ATC_code:

A06AB58

INN:

Picosulfatum natrium í blöndum

pharmaceutical_form:

Mixtúruduft, lausn

prescription_type:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

leaflet_short:

397796 Poki

authorization_status:

Markaðsleyfi útgefið

authorization_date:

2010-04-30

PIL

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
PICOPREP
 MIXTÚRUDUFT, LAUSN
Natríumpicosúlfat / Magnesíumoxíð / Sítrónusýra
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur
valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé
að ræða.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Picoprep og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Picoprep
3.
Hvernig nota á Picoprep
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Picoprep
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PICOPREP OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Picoprep er duft sem inniheldur natríumpicosúlfat og hefur
hægðalosandi áhrif með því að auka
þarmahreyfingar. Picoprep inniheldur einnig magnesíumsítrat, aðra
tegund hægðalosandi efnis sem
bindur vökva í þörmum og framkallar skolunaráhrif.
Picoprep er notað hjá fullorðnum, unglingum og börnum frá eins
árs aldri til að hreinsa þarma fyrir
röntgenmyndatöku, holsjárskoðun (speglun) eða skurðaðgerð
þegar það er talið nauðsynlegt.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PICOPREP
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA PICOPREP:
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríumpicosúlfati /
magnesíumoxíði / sítrónusýru eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).
•
ef þú hefur minnkaða h
                                
                                read_full_document
                                
                            

SPC

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Picoprep mixtúruduft, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert bréf inniheldur eftirfarandi virk efni:
Natríumpicosúlfat
10,0 mg
Létt magnesíumoxíð
3,5 g
Sítrónusýra
12,0 g
Hvert bréf inniheldur einnig:
Kalíumvetniskarbónat 0,5 g [sem samsvarar 5 mmól (195 mg) af
kalíumi]
Laktósa (sem bragðefni)
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mixtúruduft, lausn.
Hvítt, kristallað duft.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Picoprep er ætlað fullorðnum, unglingum og börnum frá eins árs
aldri:
-
Úthreinsun þarma fyrir röntgenrannsóknir eða holsjárspeglun.
-
Úthreinsun þarma fyrir skurðaðgerðir þegar talin er klínísk
þörf á því (sjá kafla 4.4 varðandi
opnar skurðaðgerðir á ristli og endaþarmi).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir (þ.m.t. aldraðir): _
Fyrstu tvö bréfin af Picoprep (sjá kaflann um Lyfjagjöf varðandi
leiðbeiningar um blöndun) eru tekin
samkvæmt áætlaðri tímasetningu rannsóknar/aðgerðar:
•
Innihald fyrsta bréfsins er blandað og tekið inn 10 til 18
klukkustundum fyrir rannsókn/aðgerð
og minnst 5 glös með 250 ml af tærum vökva (ekki eingöngu vatn)
eru síðan drukkin á nokkrum
klukkustundum.
•
Innihald annars bréfsins er blandað og tekið 4 til 6 klukkustundum
fyrir rannsókn/aðgerð og
minnst 3 glös með 250 ml af tærum vökva (ekki eingöngu vatn) eru
síðan drukkin á nokkrum
klukkustundum.
•
Tæran vökva (ekki eingöngu vatn) má drekka allt að 2 klst. fyrir
rannsóknina/aðgerðina.
_Sérstakir hópar _
Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um létta sjúklinga (með
líkamsþyngdarstuðul undir 18).
Vökvamagn til inntöku eins og það er gefið upp hér að ofan
hefur ekki verið prófað hjá þeim hóp og
2
því er nauðsynlegt að fylgjast með vökvabúskap og hugsanlega
þarf að breyta skammtaáætlun í
samræmi við það (sjá kafla 4.4).
_Börn: _
Mæliskeið fylgir pakkningunni. Mælt er með því að draga þunnan
slét
                                
                                read_full_document