Ventoline (Ventolin) Innúðalyf, dreifa 0,1 mg/skammt

Pays: Islande

Langue: islandais

Source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Achète-le

Ingrédients actifs:

Salbutamolum súlfat

Disponible depuis:

GlaxoSmithKline Pharma A/S

Code ATC:

R03AC02

DCI (Dénomination commune internationale):

Salbutamolum

Dosage:

0,1 mg/skammt

forme pharmaceutique:

Innúðalyf, dreifa

Type d'ordonnance:

(R) Lyfseðilsskylt

Descriptif du produit:

149203 Úðaílát

Statut de autorisation:

Markaðsleyfi útgefið

Date de l'autorisation:

1969-06-12

Notice patient

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
VENTOLINE 0,1 MG/SKAMMT INNÚÐALYF, DREIFA
salbútamól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Ventoline og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Ventoline
3.
Hvernig nota á Ventoline
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Ventoline
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM VENTOLINE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Ventoline innheldur skjótvirkandi berkjuvíkkandi lyf sem verkar með
því að slaka á vöðvum í
öndunarveginum innan nokkurra mínútna, og upphefur þannig
þrengingu í berkjunum sem kemur fram
í tengslum við astmakast. Loftið kemst þannig auðveldar í gegn
og auðveldara verður að anda.
Ventoline verkar aðeins í skamman tíma og það er yfirleitt notað
með öðru fyrirbyggjandi lyfi eftir því
hversu alvarlegur astminn er.
Ventoline innúðalyf má nota við astma og öðrum
öndunarerfiðleikum.
Ef astminn er virkur (þ.e. ef einkenni koma oft fram eða köstin
koma oftar fram eða líkamsástand er
ekki gott) skaltu hafa samband við lækninn. Til að ná stjórn á
astmanum getur verið að læknirinn velji
að ávísa eða auka skammta af lyfjum eins og innöndunarbarksterum.
Fullorðnir og börn frá 4 ára aldri geta notað Ventoline
innúðalyf.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum e
                                
                                Lire le document complet
                                
                            

Résumé des caractéristiques du produit

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Ventoline 0,1 mg/skammt innúðalyf, dreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
Salbútamól 0,1 mg/skammt sem salbútamólsúlfat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innúðalyf, dreifa.
Dreifan er hvítleit.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ventoline innúðalyf, dreifa er ætlað til meðferðar á eða til
að fyrirbyggja astma og annan
berkjukrampa.
Ventoline innúðalyf, dreifa er ætlað fullorðnum og börnum frá 4
ára aldri. Sjá kafla 4.2 og 5.1
varðandi notkun hjá börnum yngri en 4 ára.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Lyfið er eingöngu ætlað til innöndunar.
SKAMMTAR
FULLORÐNIR OG BÖRN FRÁ 4 ÁRA ALDRI:
Við bráðum berkjukrampa:
1 til 2 innúðaskammtar (0,1 til 0,2 mg).
Notkun Ventoline við einkennum ætti ekki að vera umfram 4 skipti á
dag. Þörf á slíkri viðbótarnotkun
eða skyndilegri hækkun skammta bendir til versnandi astma (sjá
kafla 4.4).
Fyrirbyggjandi við astma af völdum ofnæmis eða áreynslu:
2 innúðaskammtar (0,2 mg) 10 til 15 mínútum fyrir útsetningu
fyrir ofnæmisvaldi eða áreynslu.
Langtímameðferð:
Allt að 2 innúðaskammtar (0,2 mg) 4 sinnum á sólarhring.
Sjúklingar sem eiga erfitt með að samræma innöndun og skömmtun
með innúðatækinu geta notað
úðabelg, Volumatic.
BÖRN
Hjá ungbörnum og ungum börnum getur verið gagnlegt að nota
úðabelg með andlitsmaska t.d.
Babyhaler-úðabelginn. Sjá kafla 5.1.
2
Þar sem aukaverkanir geta fylgt stórum skömmtum á ekki að stækka
skammta eða fjölga þeim nema
samkvæmt læknisráði.
ALDRAÐIR:
Engar sérstakar ráðstafanir.
SKERT NÝRNASTARFSEMI:
Engar sérstakar ráðstafanir.
SKERT LIFRARSTARFSEMI:
Engar sérstakar ráðstafanir.
LYFJAGJÖF
Hámarksskammtur má ekki fara yfir 0,8 mg á hverjum 24 klst. Við
endurtekna skammta má yfirleitt
ekki endurtaka innúðun oftar en á 6 klst. fresti.
Veita á sjúklingnum góðar leiðbeiningar um hvernig nota á
innúðalyfið, eins og lýst er í fylgiseðlinum
í pakkningunn
                                
                                Lire le document complet
                                
                            

Rechercher des alertes liées à ce produit