Candizol Hart hylki 150 mg

Pays: Islande

Langue: islandais

Source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Achète-le

Ingrédients actifs:

Fluconazolum INN

Disponible depuis:

Actavis Group PTC ehf.

Code ATC:

J02AC01

DCI (Dénomination commune internationale):

Fluconazolum

Dosage:

150 mg

forme pharmaceutique:

Hart hylki

Type d'ordonnance:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Descriptif du produit:

194356 Þynnupakkning V0556; 411859 Þynnupakkning

Statut de autorisation:

Markaðsleyfi útgefið

Date de l'autorisation:

1998-06-30

Notice patient

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
CANDIZOL 150 MG HÖRÐ HYLKI
flúkónazól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 3 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRTALDIR KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Candizol og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Candizol
3.
Hvernig nota á Candizol
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Candizol
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CANDIZOL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Candizol tilheyrir flokki sveppalyfja. Virka efnið er flúkónazól.
Candizol er notað við sveppasýkingum í leggöngum.
Candizol hylki fást án lyfseðils til meðhöndlunar við
sveppasýkingum í leggöngum hjá konum, sem
hafa áður fengið meðferð á vegum læknis við sveppasýkingu í
leggöngum og fá sömu einkenni að
nýju. Einkenni sveppasýkingar eru meðal annars kláði og sviði í
leggöngum og ytri kynfærum.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 3 daga.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA CANDIZOL
EKKI MÁ NOTA CANDIZOL
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir flúkónazóli eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6) eða fyrir öðrum lyfjum sem þú 
                                
                                Lire le document complet
                                
                            

Résumé des caractéristiques du produit

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Candizol 50 mg hörð hylki
Candizol 150 mg hörð hylki
Candizol 200 mg hörð hylki
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hylki inniheldur virka efnið fluconazolum INN 50 mg, 150 mg
eða 200 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver 50 mg tafla inniheldur 41 mg af laktósaeinhýdrati.
Hver 150 mg tafla inniheldur 123 mg af laktósaeinhýdrati.
Hver 200 mg tafla inniheldur 164 mg af laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hylki, hart.
Útlit:
Hylki 50
mg: Hvít og fölblá hylki sem innihalda hvítt duft.
Hylki 150 mg: Hvít hylki sem innihalda hvítt duft.
Hylki 200 mg: Hvít og blá hylki sem innihalda hvítt duft.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Flúkónazól er ætlað til meðhöndlunar eftirtalinna
sveppasýkinga (sjá kafla 5.1).
Ábendingar fyrir flúkónazól meðferð fyrir fullorðna:
-
Mengisbólga af völdum sætumyglu (cryptococcal meningitis) (sjá
kafla 4.4).
-
Þekjumygla (coccidioidomycosis) (sjá kafla 4.4).
-
Ífarandi hvítsveppasýking.
-
Hvítsveppasýking í slímhúðum, þ.m.t. í munnholi og koki,
hvítsveppasýking í vélinda,
hvítsveppamiga og langvinn slímu- og húðhvítsveppasýking.
-
Langvinn rýrnun í munni vegna hvítsveppasýkingar (sár undan
gervitönnum) ef góð tannhirða
og staðbundin meðferð reynast ekki fullnægjandi.
-
Hvítsveppasýking í leggöngum, bráð eða endurtekin, þegar
staðbundin meðferð á ekki við.
-
Húfubólga af völdum hvítsveppa (
_Candidal balanitis) _
þegar staðbundin meðferð á ekki við.
-
Húðsveppasýkingar, þ.m.t. fótsveppir (
_tinea pedis_
), búksveppir (
_tinea corporis_
), klofsveppir
(
_tinea cruris_
), litbrigðamygla (
_tinea versicolor_
) og hvítsveppasýkingar í húð þegar ábending er
fyrir altækri meðferð.
-
Naglsveppur (
_tinea unguinium/onychomycosis_
)
_ _
þegar önnur lyf eru ekki talin henta.
Ábendingar fyrir notkun flúkónazóls fyrir fullorðna í
forvarnarskyni:
-
Endurvakning mengisbólgu af völdum sæt
                                
                                Lire le document complet
                                
                            

Rechercher des alertes liées à ce produit

Afficher l'historique des documents