Efedrin Mylan Stungulyf, lausn 50 mg/ml

Riik: Island

keel: islandi

Allikas: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Osta kohe

Infovoldik Infovoldik (PIL)
04-06-2021
Toote omadused Toote omadused (SPC)
20-08-2018

Toimeaine:

Ephedrini chloridum

Saadav alates:

Viatris Limited

ATC kood:

R03CA02

INN (Rahvusvaheline Nimetus):

ephedrine

Annus:

50 mg/ml

Ravimvorm:

Stungulyf, lausn

Retsepti tüüp:

(R) Lyfseðilsskylt

Toote kokkuvõte:

131136 Lykja

Volitamisolek:

Markaðsleyfi útgefið

Loa andmise kuupäev:

2009-03-16

Infovoldik

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
EFEDRIN MYLAN 50 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
efedrínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Efedrin Mylan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Efedrin Mylan
3.
Hvernig nota á Efedrin Mylan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Efedrin Mylan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM EFEDRIN MYLAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Efedrin Mylan er notað við astma og til forlyfjagjafar við
mænudeyfingu.
Efedrín, sem er að finna í Efedrin Mylan, gæti einnig verið
samþykkt til meðferðar við öðrum
sjúkdómum, sem ekki eru nefndir í þessum fylgiseðli. Leitaðu til
læknisins, lyfjafræðings eða
hjúkrunarfræðingsins ef spurningar vakna og fylgdu ávallt
fyrirmælum þeirra.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA EFEDRIN MYLAN
EKKI MÁ NOTA EFEDRIN MYLAN:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir efedrínhýdróklóríði eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin
upp í kafla 6).
-
til að stöðva fyrirburafæðingu (meðferð sem kemur í veg fyrir
fæðingarhríðir og ótímabæra
fæðingu) hjá konum með hjartasjúkdóm.
-
ef þú ert í hættu á að fá hjartasjúkdóm.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða
hjúkrunarfræðingnum áður en Efedrin Mylan er notað.
Einkum er mikilvægt að ræða við lækni áður en meðferð með
Efedrin Mylan hefst ef þú:

ert með ofvirkan skjaldkirtil

ert með alvarlegan hjartasjúkdóm (t
                                
                                Lugege kogu dokumenti
                                
                            

Toote omadused

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Efedrin Mylan 50 mg/ml stungulyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml inniheldur 50 mg af efedrínhýdróklóríði.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
pH ca. 6.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Astmi. Lyfjaforgjöf við mænudeyfingu.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skömmtun er einstaklingsbundin.
_ _
_Astmi_
: 0,3-1,0 ml undir húð.
_ _
_Lyfjaforgjöf við mænudeyfingu_
: 1 ml undir húð ½ klst. fyrir deyfinguna.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ekki má nota Efedrin Mylan til að koma í veg fyrir
fyrirburafæðingu hjá sjúklingum sem eru með
blóðþurrðarhjartasjúkdóm eða sjúklingum með marktæka
áhættuþætti fyrir
blóðþurrðarhjartasjúkdómum.
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Gæta skal varúðar við notkun adrenvirkra lyfja hjá sjúklingum
með ofvirkan skjaldkirtil. Aðgát er
einnig ráðlögð þegar um er að ræða alvarlega hjarta- og
æðasjúkdóma, svo sem
blóðþurrðarhjartasjúkdóm, hjartsláttartruflanir eða hraðtakt,
breytingar í æðum svo sem æðakölkun,
háþrýsting, eða slagæðagúlp. Sjúklingar með hjartaöng geta
fengið verki.
Adrenvirk lyf, þ.m.t. Efedrin Mylan, geta haft áhrif á hjarta og
æðar. Gögn frá því eftir
markaðssetningu lyfsins og önnur birt gögn benda til þess að í
mjög sjaldgæfum tilvikum geta beta-
örvar valdið blóðþurrð í hjartavöðva. Sjúklingum með
alvarlega, undirliggjandi hjartasjúkdóma (t.d.
blóðþurrðarhjartasjúkdóma, hjartsláttartruflanir eða alvarlega
hjartabilun) sem nota Efedrin Mylan er
ráðlagt að leita til læknis ef þeir finna fyrir brjóstverkjum
eða öðrum einkennum sem benda til
versnunar sjúkdómsins. Sérstaklega skal fylgjast með einkennum
eins og mæði og brjóstverkjum, þar
sem slík einkenni geta hvort heldur sem er stafað frá
öndunarfærum eða hjarta.
2
Efedrin Mylan ætti a
                                
                                Lugege kogu dokumenti