Furadantin Tafla 50 mg

Country: Iceland

Language: Icelandic

Source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Buy It Now

Active ingredient:

Nitrofurantoinum INN

Available from:

Viatris ApS

ATC code:

J01XE01

INN (International Name):

Nitrofurantoinum

Dosage:

50 mg

Pharmaceutical form:

Tafla

Prescription type:

(R) Lyfseðilsskylt

Product summary:

026682 Töfluílát ; 156528 Þynnupakkning

Authorization status:

Markaðsleyfi útgefið

Authorization date:

2004-02-03

Patient Information leaflet

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FURADANTIN
5 MG TÖFLUR
FURADANTIN
50 MG TÖFLUR
nitrofurantoin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Furadantin og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Furadantin
3.
Hvernig nota á Furadantin
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Furadantin
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FURADANTIN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Furadantin inniheldur nitrofurantoin sem hefur bakteríudrepandi
áhrif. Það er virkt gegn flestum
tegundum baktería sem valda þvagfærasýkingum.
Furadantin er notað við þvagfærasýkingum.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA FURADANTIN
_ _
EKKI MÁ NOTA FURADANTIN
Hvorki má gefa lyfið nýburum né börnum yngri en 1 mánaðar
gömlum.
Konur sem eru með yngra en 1 mánaðar gamalt barn á brjósti mega
ekki nota lyfið.
Þeir sem eru með þekktan skort á ensíminu
glucose-6-phosphate-dehydrogenasa mega ekki nota lyfið.
Þeir sem eru með alvarlega skerta nýrnastarfsemi mega ekki nota
lyfið eða ef um er að ræða ofnæmi
fyrir nitrofurantoini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG
                                
                                Read the complete document
                                
                            

Summary of Product characteristics

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Furadantin 5 mg töflur.
Furadantin 50 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
_1 tafla inniheldur_
: Nitrofurantoin 5 mg eða 50 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver 5 mg tafla inniheldur 177,5 mg af laktósaeinhýdrati.
Hver 50 mg tafla inniheldur 132,5 mg af laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
_Töflur 5 mg_
(gular, kringlóttar, kúptar með deilikrossi og áletruninni
„FV“ innan sviga, þvermál
9 mm).
_Töflur 50 mg_
(gular, kringlóttar, kúptar með deilikrossi og áletruninni
„FZ“ innan sviga, þvermál
9 mm).
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Neðri þvagfærasýkingar. Fyrirbyggjandi langtímameðferð við
endurteknum þvagfærasýkingum.
_Vísað er til almennra reglna um viðeigandi notkun sýklalyfja á
Íslandi. _
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Fullorðnir_
: Venjulegur skammtur er 50 mg 3 sinnum á sólarhring í 5 daga. Ef
niðurstöður næmisprófa
benda til þess að þörf sé á meiri þéttni í þvagi má í
upphafi gefa 100 mg 3-4 sinnum á sólarhring.
Við langtímameðferð (fyrirbyggjandi gegn endurteknum sýkingum),
mánuðum og árum saman, skal
ákvarða lægsta mögulegan sólarhringsskammt fyrir hvern sjúkling.
Oft nægja 50 mg kvölds og
morguns. Greint hefur verið frá því að við einkennalausa
bakteríusýkingu í þvagi hjá þunguðum
konum og við endurtekna blöðrubólgu hafi 50-100 mg að kvöldi
gefið góðan árangur.
_Skert nýrnastarfsemi:_
Við skerta nýrnastarfsemi skal minnka skammtinn til að komast hjá
eiturverkunum á taugar. Ekki má gefa sjúklingum með eGFR <45
ml/mín Furadantin (sjá kafla 4.3).
_Börn eldri en 1 mánaðar gömul_
: 3 mg/kg líkamsþunga/sólarhring skipt í minnst tvo skammta í
eina
viku. Lyfið má ekki gefa nýburum og börnum yngri en 1 mánaðar
gömlum (sjá kafla 4.3). Við
langtímameðferð (fyrirbyggjandi gegn endurteknum sýkingum),
mánuðum og árum saman, skal gefa
1-2 mg/kg líkamsþunga/sólarhring.
Lyf
                                
                                Read the complete document
                                
                            

Search alerts related to this product