Cotrim Tafla 80/400 mg

Country: Iceland

Language: Icelandic

Source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Buy It Now

Active ingredient:

Trimethoprimum INN; Sulfamethoxazolum INN

Available from:

Teva B.V.*

ATC code:

J01EE01

INN (International Name):

Sulfamethoxazolum og Trimethoprimum

Dosage:

80/400 mg

Pharmaceutical form:

Tafla

Prescription type:

(R) Lyfseðilsskylt

Product summary:

584306 Þynnupakkning PVC/ál

Authorization status:

Markaðsleyfi útgefið

Authorization date:

2020-08-28

Patient Information leaflet

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
COTRIM 80 MG/400 MG TÖFLUR
COTRIM FORTE 160 MG/800 MG TÖFLUR
trímetóprím/súlfametoxazól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Cotrim og Cotrim forte og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Cotrim eða Cotrim forte
3.
Hvernig nota á Cotrim og Cotrim forte
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Cotrim og Cotrim forte
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM COTRIM OG COTRIM FORTE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Bæði virku efnin, trímetóprím og súlfametoxazól, eru sýklalyf
sem hindra vöxt baktería. Með því að
sameina þessi tvö virku efni nást víðtækari og öflugri
bakteríudrepandi áhrif.
Helstu ábendingar um notkun eru sýkingar í miðeyra, í berkjum
eða öðrum hlutum öndunarvega (t.d.
bráð eða langvinn berkjubólga og lungnabólga), sýkingar í
þvagfærum sem og sýkingar í
meltingarvegi.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA COTRIM EÐA COTRIM FORTE
EKKI MÁ NOTA COTRIM EÐA COTRIM FORTE
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir trímetóprími, súlfametoxazóli
eða einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins (talin upp í kafla 6)
-
ef þ
                                
                                Read the complete document
                                
                            

Summary of Product characteristics

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Cotrim 80 mg/400 mg töflur
Cotrim forte 160 mg/800 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Cotrim töflur
Hver tafla inniheldur 80 mg trímetóprím og 400 mg súlfametoxazól.
Cotrim forte töflur
Hver tafla innheldur 160 mg trímetóprím og 800 mg súlfametoxazól.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Cotrim tafla
Tafla
Hvít, kringlótt, tvíkúpt tafla, 12 mm í þvermál, með
deiliskoru á annarri hliðinni.
Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni
svo auðveldara sé að kyngja henni en
ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.
Cotrim forte tafla
Tafla
Hvít, tvíkúpt, hylkislaga tafla, 9,5 mm x 20 mm að stærð, með
deiliskoru á báðum hliðum.
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Öndunarfærasýkingar: bráð og langvinn berkjubólga, lungnabólga,
lungnabólga af völdum
_Pneumocystis carinii,_
skútabólga og miðeyrnabólga.
Þvagfærasýkingar: bráð og langvinn blöðrubólga, nýra- og
skjóðubólga
Sýkingar í kynfærum: m.a. blöðruhálskirtilsbólga og
lekandaþvagrásarbólga
Sýkingar í meltingarvegi: garnabólga, taugaveiki
_(Salmonella typhi)_
og taugaveikibróðir
_(Salmonella _
_paratyphi A _
og
_ B)_
og blóðsótt.
Við meðferð með sýklalyfjum skal hafa sýklalyfjaónæmi í huga
sem og opinberar og staðbundnar
leiðbeiningar um viðeigandi notkun örverueyðandi lyfja.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Sólarhringsskammtur fyrir börn er um 6 mg trímetóprím og 30 mg
súlfametoxazól á hvert kílógramm
líkamsþyngdar.
Cotrim töflur
2
_Venjulegur skammtur fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára er: _
2 töflur tvisvar á sólarhring. Hámarksskammtur er 3 töflur
tvisvar á sólarhring. Skammtur við
langtímanotkun (lengur en 14 daga) er 1 tafla tvisvar á sólarhring.
_Venjulegur skammtur fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára er: _
1 tafla tvisvar á sólarhring.
Cotrim forte töflur
_Venjulegur skammtur fyrir fullo
                                
                                Read the complete document