Sterile Water Fresenius Kabi, leysir fyrir stungulyf (Sterilt vatten/vann/vand Fresenius Kabi) Leysir fyrir stungulyf

Χώρα: Ισλανδία

Γλώσσα: Ισλανδικά

Πηγή: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Αγόρασέ το τώρα

Δραστική ουσία:

Aqua ad iniectabilia

Διαθέσιμο από:

Fresenius Kabi AB

Φαρμακολογική κατηγορία (ATC):

V07AB

INN (Διεθνής Όνομα):

Leysar og þynningarvökvar, þ.m.t. skolvökvar

Φαρμακοτεχνική μορφή:

Leysir fyrir stungulyf

Τρόπος διάθεσης:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Περίληψη προϊόντος:

378030 Lykja Polýetýlen ; 179183 Lykja Polýetýlen

Καθεστώς αδειοδότησης:

Markaðsleyfi útgefið

Ημερομηνία της άδειας:

1994-01-01

Φύλλο οδηγιών χρήσης

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
STERILE WATER FRESENIUS KABI, LEYSIR FYRIR STUNGULYF
Vatn fyrir stungulyf
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Sterile Water Fresenius Kabi og við hverju það er
notað
2.
Áður en byrjað er að nota Sterile Water Fresenius Kabi
3.
Hvernig nota á Sterile Water Fresenius Kabi
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Sterile Water Fresenius Kabi
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM STERILE WATER FRESENIUS KABI OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER
NOTAÐ
Sterile Water Fresenius Kabi inniheldur sæft vatn. Það er notað
til að leysa upp eða þynna lyf, áður en
lyfið er gefið með inndælingu.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA STERILE WATER FRESENIUS KABI
EKKI MÁ NOTA STERILE WATER FRESENIUS KABI:
Sterile Water Fresenius Kabi má ekki gefa sem inndælingu eitt og
sér og skal einungis nota til að leysa
upp lyf og til þynningar á lyfjum.
Hugsanleg áhætta getur verið háð því hvaða lyf skal leysa
upp/þynna með Sterile Water Fresenius
Kabi. Lesið fylgiseðil lyfsins sem skal þynna eða leysa upp.
Læknirinn getur veitt þér upplýsingar.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða
hjúkrunarfræðingnum áður en Sterile Water Fresenius
Kabi er notað.
Ef Sterile W
                                
                                Διαβάστε το πλήρες έγγραφο
                                
                            

Αρχείο Π.Χ.Π.

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Sterile Water Fresenius Kabi, leysir fyrir stungulyf.
2.
INNIHALDSLÝSING
100 ml af leysi inniheldur:
100 g af vatni fyrir stungulyf
3.
LYFJAFORM
Leysir fyrir stungulyf.
Lausnin er undirþrýstin, sæfð, án sótthitavalda, tær og
litlaus.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Notað til að leysa upp og þynna innrennslis- og stungulyfsstofna og
-þykkni.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Skammtar og hraði lyfjagjafa hjá fullorðnum og börnum fer eftir
eiginleikum íblöndunarefnisins. Sjá
samantekt á eiginleikum lyfsins sem á að leysa upp eða þynna.
Lyfjagjöf
Stungulyf.
Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um meðhöndlun lykja, hettuglasa og
poka og leiðbeiningar um þynningu
lyfsins fyrir gjöf.
4.3
FRÁBENDINGAR
Vatn fyrir stungulyf á ekki að gefa eitt sér.
Sjá samantekt á eiginleikum lyfsins sem á að leysa upp eða þynna
fyrir upplýsingar um frábendingar.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Þar sem vatn fyrir stungulyf er undirþrýstin lausn á ekki að gefa
það án íblöndunarefnis þar sem það
getur valdið blóðlýsu þegar rauð blóðkorn tútna út og
springa.
Áður en lyfi er bætt út í vatn fyrir stungulyf verður að athuga
samrýmanleika lyfsins sem á að gefa og
vatns fyrir stungulyf.
Almennar varúðarreglur við notkun
2
Sjá samantekt á eiginleikum lyfsins sem á að leysa upp eða þynna
fyrir frekari upplýsingar um
varnaðarorð og varúðarreglur.
4.5
MILLIVERKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR
Engar þekktar.
4.6
MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF
Hætta á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur fer eftir
eiginleikum lyfsins sem bætt er út í.
4.7
ÁHRIF Á HÆFNI TIL AKSTURS OG NOTKUNAR VÉLA
Vatn fyrir stungulyf hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til
aksturs og notkunar véla.
4.8
AUKAVERKANIR
Viðbrögð á stungustað eins og segabláæðabólga geta komið
fram.
Vatn fyrir stungulyf gefið í bláæð eitt sér getur valdið
blóðlýsu.
Hugsanlegar aukaver
                                
                                Διαβάστε το πλήρες έγγραφο
                                
                            

Αναζήτηση ειδοποιήσεων που σχετίζονται με αυτό το προϊόν