Seretide Innúðalyf, dreifa 25/125 míkróg/skammt

Land: Island

Sprog: islandsk

Kilde: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Køb det nu

Indlægsseddel Indlægsseddel (PIL)
14-11-2023
Produktets egenskaber Produktets egenskaber (SPC)
14-11-2023

Aktiv bestanddel:

Salmeterolum xínafóat; Fluticasonum própíónat

Tilgængelig fra:

GlaxoSmithKline Pharma A/S

ATC-kode:

R03AK06

INN (International Name):

Salmeterolum og fluticasonum

Dosering:

25/125 míkróg/skammt

Lægemiddelform:

Innúðalyf, dreifa

Recept type:

(R) Lyfseðilsskylt

Produkt oversigt:

004282 Úðaílát

Autorisation status:

Markaðsleyfi útgefið

Autorisation dato:

2001-02-14

Indlægsseddel

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
SERETIDE 25 MÍKRÓG/50 MÍKRÓG Í AFMÆLDUM SKAMMTI AF INNÚÐALYFI,
DREIFU
SERETIDE 25 MÍKRÓG/125 MÍKRÓG Í AFMÆLDUM SKAMMTI AF
INNÚÐALYFI, DREIFU
SERETIDE 25 MÍKRÓG/250 MÍKRÓG Í AFMÆLDUM SKAMMTI AF
INNÚÐALYFI, DREIFU
salmeteról/flútíkasónprópíónat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Seretide og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Seretide
3.
Hvernig nota á Seretide
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Seretide
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SERETIDE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Seretide inniheldur tvö lyf, salmeteról og
flútíkasónprópíónat.
•
Salmeteról er langverkandi berkjuvíkkandi lyf. Berkjuvíkkandi lyf
stuðla að því að loftvegir
lungnanna haldist opnir. Þannig verður flæði lofts inn og út
auðveldara. Áhrifin vara í a.m.k.
12 klukkustundir.
•
Flútíkasónprópíónat er barksteri sem dregur úr bólgu og
ertingu í lungunum.
Læknirinn hefur ávísað þessu lyfi til að stuðla að því að
koma í veg fyrir öndunarerfiðleika, t.d. astma.
Nota verður Seretide daglega samkvæmt fyrirmælum læknisins. Það
tryggir að lyfið verki á réttan hátt
við að hafa stjórn á astmanum.
SERETIDE HJÁLPAR TIL VIÐ AÐ KOMA Í VEG FYRIR ÖNDUNARERFIÐLEIKA
OG BLÍSTURSHLJÓÐ VIÐ ÖNDUN.
SERETIDE SKAL HINS VE
                                
                                Læs hele dokumentet
                                
                            

Produktets egenskaber

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Seretide 25 míkróg/50 míkróg í afmældum skammti af innúðalyfi,
dreifu.
Seretide 25 míkróg/125 míkróg í afmældum skammti af
innúðalyfi, dreifu.
Seretide 25 míkróg/250 míkróg í afmældum skammti af
innúðalyfi, dreifu.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver afmældur skammtur (úr skammtara) inniheldur:
25 míkróg af salmeteróli (sem salmeterólxínafóat) og 50, 125
eða 250 míkróg af flútíkasónprópíónati.
Þetta samsvarar fengnum skammti (úr innúðatækinu) sem er 21
míkróg af salmeteróli og 44, 110 eða
220 míkróg af flútíkasónprópíónati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innúðalyf, dreifa.
Staukurinn inniheldur hvíta til beinhvíta dreifu.
Staukarnir eru festir í fjólublátt innúðatæki úr plasti með
opi sem myndar úða og er útbúið
hlífðarhettu.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Seretide er ætlað til samfelldrar meðferðar gegn astma, þar sem
samsett meðferð (langverkandi beta
2
-
örva og barkstera til innöndunar) á við:
-
hjá sjúklingum sem hafa einkenni þrátt fyrir að nota barkstera
til innöndunar og
stuttverkandi beta
2
-örva eftir þörfum.
eða
-
hjá sjúklingum sem gagnast barksterar til innöndunar og
langverkandi beta
2
-örvi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Skammtar _
Íkomuleið: Til innöndunar.
Benda þarf sjúklingum á að nota Seretide innúðalyf daglega til
að ná hámarksárangri, jafnvel þótt
einkenni séu ekki til staðar.
Sjúklingar skulu koma reglulega í læknisskoðun, svo að
skammturinn af Seretide haldist réttur og að
honum sé ekki breytt nema skv. læknisráði.
FINNA ÞARF LÆGSTA SKAMMT SEM NÆR AÐ HALDA EINKENNUM NIÐRI.
ÞEGAR HÆGT ER AÐ HALDA EINKENNUM NIÐRI MEÐ LÆGSTA STYRKLEIKA
SAMSETTU MEÐFERÐARINNAR,
TVISVAR SINNUM Á DAG, GÆTI NÆSTA SKREF FALIST Í AÐ PRÓFA
EINGÖNGU BARKSTERA TIL INNÖNDUNAR.
2
Einnig væri hægt að finna hæfilegan skammt af Seretide, til
notkunar einu sinni á dag, fyrir sjúklinga
sem þarfn
                                
                                Læs hele dokumentet