Paradorm (Panadol Night 500 mg/25 mg Filmuhúðuð tafla) Filmuhúðuð tafla 500 mg/25 mg

Land: Island

Sprog: islandsk

Kilde: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Køb det nu

Indlægsseddel Indlægsseddel (PIL)
13-01-2023
Produktets egenskaber Produktets egenskaber (SPC)
13-01-2023

Aktiv bestanddel:

Paracetamolum INN; Diphenhydraminum hýdróklóríð

Tilgængelig fra:

Acare ehf.

ATC-kode:

N02BE51

INN (International Name):

Paracetamolum í blöndum nema með geðlyfjum

Dosering:

500 mg/25 mg

Lægemiddelform:

Filmuhúðuð tafla

Recept type:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Produkt oversigt:

036339 Þynnupakkning PVDC/PVC/Álþynnur í öskju

Autorisation status:

Markaðsleyfi útgefið

Autorisation dato:

2018-08-21

Indlægsseddel

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PARADORM 500 MG/25 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
PARASETAMÓL/DÍFENHÝDRAMÍNHÝDRÓKLÓRÍÐ
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 7 daga.
HEITI LYFSINS ER PARADORM 500 MG/25 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR.
_Í fylgiseðlinum hér á eftir kallast Paradorm 500 mg/25 mg
filmuhúðaðar töflur Paradorm._
_ _
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Paradorm og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Paradorm
3.
Hvernig nota á Paradorm
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Paradorm
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PARADORM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Paradorm inniheldur parasetamól sem er verkjalyf (verkjalyf sem
léttir á verkjum og hrolli) og
hitalækkandi (það dregur úr líkamshita þegar þú ert með hita)
og dífenhýdramínhýdróklóríð,
andhistamín sem veldur syfju eða svefnhöfga sem kemur að gagni
þegar verkir halda fyrir þér vöku.
Paradorm er notað til þess að slá hratt og áhrifaríkt á verki
og sársauka sem tengjast kvefi og flensu,
höfuðverki, bakverki, gigtar- og vöðvaverki, tíðaverki og
tannpínu sem valda erfiðleikum við svefn.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PARADORM
EKKI MÁ NOTA PARADORM:
•
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir parasetamóli eða
dífenhýdramínhýdróklóríði eða einh
                                
                                Læs hele dokumentet
                                
                            

Produktets egenskaber

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Paradorm 500 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 500,0 mg af parasetamóli og 25,0 mg af
dífenhýdramínhýdróklóríði.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Bláar/ljósbláar hylkislaga filmuhúðaðar töflur.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til skammtíma verkjastillingar fyrir svefn, til dæmis verks vegna
kvefs og flensu, gigtar- og
vöðvaverkja, bakverkjar, tannverkjar, höfuðverkjar og
tíðaverkjar sem valda svefnerfiðleikum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Til inntöku.
FULLORÐNIR (Þ.M.T. ALDRAÐIR) OG UNGLINGAR 16 ÁRA OG ELDRI:
2 töflur teknar 20 mínútum fyrir svefn. Taka má önnur lyf sem
innihalda parasetamól yfir daginn en
heildarskammtur parasetamóls má ekki fara yfir 4000 mg á
sólarhring (að þessu lyfi meðtöldu).
Látið að minnsta kosti 4 klukkustundir líða á milli töku þessa
lyfs og töku annarra lyfja sem innihalda
parasetamól.
HÁMARKSSÓLARHRINGSSKAMMTUR AF PARADORM 500 MG/25 MG FILMUHÚÐUÐUM
TÖFLUM:
Tvær töflur (1000 mg parasetamól, 50 mg dífenhýdramín) á 24
klst.
UNGLINGAR 12 TIL 15 ÁRA:
1 tafla tekin 20 mínútum fyrir svefn. Taka má önnur lyf sem
innihalda parasetamól yfir daginn en
heildarskammtur parasetamóls má ekki fara yfir 3000 mg á
sólarhring (að þessu lyfi meðtöldu).
Látið að minnsta kosti fjórar til sex klukkustundir líða á
milli töku þessa lyfs og töku annarra lyfja sem
innihalda parasetamól.
HÁMARKSSÓLARHRINGSSKAMMTUR AF PARADORM 500 MG/25 MG FILMUHÚÐUÐUM
TÖFLUM:
EIN TAFLA (500 MG PARASETAMÓL, 25 MG DÍFENHÝDRAMÍN) Á 24 KLST.
Hámarkssólarhringsskammtur af parasetamóli á ekki að fara yfir
2000 mg í eftirfarandi tilvikum, nema
læknir hafi ráðlagt annað:
• Fullorðnir eða unglingar sem vega minna en 50 kg
• Skert lifrarstarfsemi
• Langvarandi áfengissýki
• Vessaþurrð
• Langvarandi vannæring
2
Ekki má taka Paradorm 500 mg/25 mg filmuhúðaðar töfl
                                
                                Læs hele dokumentet