Alkeran Filmuhúðuð tafla 2 mg

Land: Island

Sprog: islandsk

Kilde: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Køb det nu

Indlægsseddel Indlægsseddel (PIL)
12-03-2018
Produktets egenskaber Produktets egenskaber (SPC)
12-12-2022

Aktiv bestanddel:

Melphalanum INN

Tilgængelig fra:

Aspen Pharma Trading Limited

ATC-kode:

L01AA03

INN (International Name):

Melphalanum

Dosering:

2 mg

Lægemiddelform:

Filmuhúðuð tafla

Recept type:

(R Z) Sérfræðingsmerkt (og lyfseðilsskylt)

Produkt oversigt:

125125 Töfluílát gler

Autorisation status:

Markaðsleyfi útgefið

Autorisation dato:

1978-09-21

Indlægsseddel

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ALKERAN 2 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
melfalan
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Alkeran og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Alkeran
3.
Hvernig nota á Alkeran
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Alkeran
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ALKERAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Alkeran töflur innihalda lyf sem heitir melfalan, sem tilheyrir
flokki lyfja sem kallast frumudrepandi
lyf og eru notuð til að meðhöndla ákveðnar tegundir krabbameins.
Það virkar með því að draga úr
fjölda óeðlilegra frumna sem myndast í líkamanum.
Alkeran er notað við:
-
MERGÆXLI
– tegund krabbameins sem myndast í frumum sem kallast plasmafrumur
í beinmerg.
Plasmafrumur berjast gegn sýkingum og sjúkdómum með því að
mynda mótefni.
-
Langt gengnu
KRABBAMEINI Í EGGJASTOKKUM
.
Spurðu lækninn ef þú vilt fá frekari upplýsingar um þessa
sjúkdóma.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ALKERAN
EKKI MÁ NOTA ALKERAN:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir melfalani eða einhverju öðru
innihalds
                                
                                Læs hele dokumentet
                                
                            

Produktets egenskaber

                                1
1.
HEITI LYFS
Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla
Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar,
tvíkúptar töflur, ígreyptar „GX EH3“ á annarri
hliðinni og „A“ á hinni hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Mergæxli, langt gengið krabbamein í eggjastokkum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Alkeran er frumueyðandi lyf í flokki alkýlerandi efna. Alkeran
meðferð skal einungis hafin af, eða í
samráði við, lækni með mikla reynslu af meðferð með
frumuhemjandi lyfjum.
Þar sem Alkeran hefur bælandi áhrif á beinmerg er nauðsynlegt að
fylgjast náið með blóðhag meðan á
meðferð stendur og fresta skömmtum eða aðlaga þá ef þörf
krefur (sjá kafla 4.4).
Skammtar
_Mergæxli_
Venjulegir skammtar Alkeran taflna eru 0,15 mg/kg líkamsþyngdar/dag,
skipt í nokkra skammta á 4
dögum. Meðferðin er endurtekin á 6 vikna fresti. Hins vegar hafa
hafa verið notaðar mismunandi
meðferðaráætlanir og leita ætti nánari upplýsinga í
vísindagreinum. Það getur verið áhrifaríkara að
gefa Alkeran til inntöku samhliða prednisóni en Alkeran eitt sér.
Samsetta meðferðin er venjulega
gefin með hléum.
Það virðist ekki bæta árangurinn að lengja meðferðartímann
umfram eitt ár hjá þeim sem svara
meðferðinni.
_Langt gengið krabbamein í eggjastokkum_
Dæmigerð skammtaáætlun er 0,2 mg/kg líkamsþyngdar/dag til
inntöku í 5 daga. Þetta er endurtekið á
4 til 8 vikna fresti eða svo fljótt sem blóðhagur í útæðum
hefur náð sér á strik.
_Skert nýrnastarfsemi_
Úthreinsun melfalans getur minnkað hjá sjúklingum með skerta
nýrnastarfsemi. Þau gögn sem liggja
fyrir um lyfjahvörf eru ekki nægileg til þess að gefa nákvæmar
upplýsingar um minnkun skammta
þegar lyfið er gefið sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi til
inntöku, en gera má ráð fyrir að nota
þurfi minn
                                
                                Læs hele dokumentet
                                
                            

Søg underretninger relateret til dette produkt