Warfarin Teva

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Warfarin Teva Tafla 1 mg
 • Skammtar:
 • 1 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Warfarin Teva Tafla 1 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • b171973b-9531-e711-80d3-ce1550b700f3
 • Síðasta uppfærsla:
 • 28-10-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Warfarin Teva 1 mg, 3 mg og 5 mg töflur

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim

skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Það er mikilvægt að taka réttan skammt. Ef þú átt í erfiðleikum skalt þú leita eftir aðstoð. Ef þú

tekur rangan skammt eða tekur of mikið skalt þú hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing

(sjá kafla 3).

Hafðu Warfarin Teva skráningarkortið ÁVALLT meðferðis. Láttu alltaf alla lækna, skurðlækna,

hjúkrunarfræðinga, tannlækna eða lyfjafræðinga vita að þú takir Warfarin Teva.

Warfarin Teva getur orðið fyrir áhrifum af mörgum öðrum lyfjum, þ.m.t. lyfjum sem fengin eru

án lyfseðils, náttúrulyfjum, vítamínum og fæðubótarefnum. (Sjá kafla 2 „Notkun annarra lyfja

samhliða Warfarin Teva“). Ekki byrja að taka neitt nýtt lyf án þess að kanna hvort óhætt sé að

taka það ásamt Warfarin Teva; einkum aspirín, íbúprófen og önnur bólgueyðandi gigtarlyf,

vegna þess að þau geta aukið hættu á blæðingum.

Sumar fæðutegundir og sjúkdómar geta haft áhrif á meðferð með Warfarin Teva. Fylgið

ráðleggingum í kafla 2, „Atriði sem hafa áhrif á Warfarin Teva“.

Ef einhver einkenni sem benda til blæðinga koma fram skal strax hafa samband við lækni (sjá

kafla 4).

Leitaðu strax eftir læknisaðstoð ef ekki reynist hægt að stöðva blæðingu, ef þú dettur, meiðist

eða færð höfuðhögg.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

1.

Upplýsingar um Warfarin Teva og við hverju það er notað

2.

Áður en byrjað er að nota Warfarin Teva

3.

Hvernig nota á Warfarin Teva

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

5.

Hvernig geyma á Warfarin Teva

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Warfarin Teva og við hverju það er notað

Warfarin Teva tilheyrir hópi lyfja sem kallast segavarnarlyf. Það er notað til að draga úr

storkueiginleikum blóðsins. (Það er stundum kallað blóðþynningarlyf, en þynnir blóðið í raun og veru

ekki.)

Warfarin Teva er notað til að hindra og meðhöndla blóðtappamyndun í fótleggjum, lungum, heila og

hjarta. Töflurnar eru fáanlegar í þremur styrkleikum og litum:

1 mg (brúnar); 3 mg (bláar); 5 mg (bleikar).

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Warfarin Teva

EKKI má nota Warfarin Teva:

ef um er að ræða

ofnæmi

fyrir warfaríni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert

þunguð

eða gætir orðið þunguð eða hefur fætt

barn á síðastliðnum 48 klst.

ef þú ert með eða hefur haft einhver

blæðingavandamál

ef þú hefur nýlega fengið

heilaslag

af völdum blæðingar í heila

ef þú hefur gengist undir

skurðaðgerð

á síðastliðnum 72 klst. eða ferð í skurðaðgerð innan

72 klst.

ef þú tekur bólgueyðandi gigtarlyf,

aspirín

eða

segavarnarlyf

vegna þess að það getur aukið

blæðingahættu (sjá kafla 2, „Notkun annarra lyfja samhliða Warfarin Teva“).

Ef eitthvað af þessu á við um þig skalt þú ekki taka lyfið og fara aftur til læknisins og ræða

meðferðina.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Warfarin Teva er notað ef þú:

ert með mjög

háan blóðþrýsting

sem ekki næst stjórn á með lyfjum

ert með

maga- eða skeifugarnarsár

eða hefur einhvern tíma haft slík sár

hefur áður fengið

blæðingu í meltingarvegi

hefur nýlega fengið

blóðþurrðarslag

(af völdum æðateppu í heila)

ert með

sýkingu í himnunni umhverfis hjartað

(æðaþelsbólgu af völdum bakteríu)

ert með

blóðrásarvandamál í heilanum

(sjúkdóm í heilaæðum)

skjaldkirtilsvandamál

alvarlegan

hjartasjúkdóm

, alvarleg

lifrar- eða nýrnavandamál

ert með sjúkdóm sem eykur

tilhneigingu til blóðtappamyndunar

(segamyndunarhneigð)

blóðlaus

(lág blóðrauðagildi sem valda mikilli þreytu, mæði, litlu viðnámi gegn sýkingum)

ert með

æxli eða krabbamein

ert með nýlegt

sár eða áverka

ert í aukinni blæðingahættu, t.d. vegna þess að þú ert eldri en 65 ára eða ert óstöðug/ur á

fótunum og auknar líkur eru á byltu og meiðslum.

Ef eitthvað af þessu á við um þig skalt þú láta lækninn eða lyfjafræðing vita áður en þú tekur Warfarin

Teva, vegna þess að þú gætir þurft að vera undir auknu eftirliti meðan á meðferðinni stendur.

Reglulegar blóðrannsóknir

Gerðar verða reglulegar blóðrannsóknir til að kanna hve langan tíma það tekur blóðið að storkna.

Þessar blóðrannsóknir eru mjög mikilvægar til að tryggja að þú sért að taka réttan skammt.

Blóðrannsóknir verða tíðari ef Warfarin Teva skammtinum hefur verið breytt, ef þú hefur byrjað að

nota eða hætt að nota önnur lyf, eða ert með lifrar- eða nýrnavandamál.

Atriði sem hafa áhrif á Warfarin Teva

Ýmis atriði hafa áhrif á blóðstorknun og geta því haft áhrif á meðferðina með Warfarin Teva. Til að

tryggja að Warfarin Teva virki vel og á öruggan hátt er mikilvægt að fylgja ráðleggingunum hér á

eftir.

Eykur áhrif Warfarin Teva

Skerðir áhrif Warfarin Teva

Hvað á að gera

Þyngdartap

Þyngdaraukning

Ekki taka upp mataræði til að

lækka líkamsþyngd eða breyta

fæðuvenjum án þess að ræða

fyrst við lækninn eða

hjúkrunarfræðinginn.

Haldið líkamsrækt eins nálægt

því sem venjan er og hægt er.

K-vítamín

Ekki taka bætiefni sem

innihalda K-vítamín

Fæðutegundir svo sem lifur,

spergilkál, rósakál og grænt

blaðgrænmeti innihalda mikið

magn af K-vítamíni

Ekki gera stórvægilegar

breytingar á mataræðinu á

meðan Warfarin Teva er tekið

Trönuberjasafi og

trönuberjaafurðir (og

hugsanlega greipaldinsafi)

Hvorki drekka trönuberjasafa né

greipaldinsafa eða vörur sem

innihalda þá á meðan Warfarin

Teva er tekið

Mikið magn af áfengi

Drekkið aðeins lítið magn á

meðan Warfarin Teva er tekið

Skyndileg veikindi svo sem

inflúensa eða lasleiki

Magavandamál, niðurgangur,

uppköst

Láttu lækninn eða

hjúkrunarfræðing vita ef

eitthvað af þessu kemur fram

vegna þess að breyta getur þurft

skammtinum

Reykbindindi

Leitaðu ráða hjá lækni áður en

þú hættir að reykja

Upplýsið heilbrigðisstarfsfólk

Hafið segavarnarskráningarkortið ÁVALLT meðferðis. Látið alltaf alla lækna, skurðlækna,

hjúkrunarfræðinga, tannlækna eða lyfjafræðinga sem leitað er til vita af töku Warfarin Teva.

Þú átt einnig að hafa fengið afhentan bækling (Fræðslubækling um segavarnarmeðferð, gefinn út af

Landspítala/Blóðmeinafræðideild) sem inniheldur meiri upplýsingar um Warfarin Teva og lista yfir

einkenni sem læknirinn þarf að skoða strax.

Aðgerðir

Vegna hættu á blæðingum gæti þurft að minnka skammtinn áður en aðgerð er framkvæmd eða tennur

fjarlægðar. Þú skalt hætta að taka Warfarin Teva 72 klst. fyrir og eftir skurðaðgerð þegar hætta er á

alvarlegri blæðingu. Mundu að láta lækninn eða tannlækninn vita af töku Warfarin Teva.

Notkun annarra lyfja samhliða Warfarin Teva

Mörg lyf hafa áhrif á hvernig Warfarin Teva virkar. Þú verður að

láta lækninn vita áður en þú

byrjar að taka einhver lyf

, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils, náttúrlyf og fæðubótarefni.

Ekki taka Warfarin Teva og láttu lækninn vita ef þú tekur:

alteplasa, reteplasa, streptókínasa, tenecteplasa, úrókínasa (fíbrínleysandi lyf til að meðhöndla

eða fyrirbyggja blóðtappa)

jóhannesarjurt (

Hypericum perforatum

), náttúrulyf gegn þunglyndi

Leitaðu til læknisins áður en þú tekur eftirtalin lyf:

bólgueyðandi gigtarlyf gegn verkjum og bólgu, þ.m.t. aspirín, íbúprófen, celecoxib, díklófenak,

indómetasín, meloxikam

klópídógrel, abciximab, dípýrídamól, eptifíbatíð, tírófiban (lyf gegn samloðun blóðflagna til að

fyrirbyggja eða brjóta niður blóðtappa)

heparín eða lyf sem innihalda heparín, bívalirúdín, fondaparinux, dabigatran, rívaroxaban,

danaparóíð, prostasýklín (önnur segavarnarlyf)

súlfínpýrazón (við þvagsýrugigt)

glúkósamín (við slitgigt)

þunglyndislyf sem eru sértækir serótónínendurupptökuhemlar eða serótónín-

noradrenalínendurupptökuhemlar svo sem cítalópram, flúoxetín, paroxetín, venlafaxín

Lyf sem auka áhrif Warfarin Teva: Láttu lækninn vita ef þú tekur:

parasetamól reglulega í langan tíma (við verk eða bólgu)

sýklalyf svo sem amoxicillín, levófloxacín og tetracýklín

allópúrínól (við þvagsýrugigt)

kapecítabín, erlotiníb, tamoxifen (við tegundum krabbameins)

dísúlfíram (við áfengisávana)

ketókónazól, flúkónazól, ítrakónazól (við sveppasýkingum)

ómeprazól (við magasárum)

própafenón, amíódarón, kínidín (við hjartasjúkdómum)

metýlfenidat (við athyglisbresti)

zafirlúkast (við astma)

bezafíbrat, cíprófíbrat, fenófíbrat, gemfíbrózíl (til að lækka of háa blóðfitu)

statín, svo sem flúvastatín til að lækka kólesteról (á ekki við um pravastatín)

erýtrómýcín, súlfametoxazól, metrónídazól (við bakteríusýkingum)

orlistat (við offitu)

Lyf sem minnka áhrif Warfarin Teva: Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú tekur:

barbitúröt (róandi lyf)

prímidón, fenýtóín, karbamazepín (við flogaveiki)

gríseófúlvín (við sveppasýkingum)

getnaðarvarnarlyf til inntöku (pilluna)

rífampicín (við berklum)

azatíóprín (við bólgusjúkdómi í þörmum og liðagigt og til að hindra höfnun líffæra)

súkralfat (við magasárum)

kólestýramín (til að lækka kólesteról)

Lyf sem hafa mismunandi áhrif á Warfarin Teva: Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú

tekur:

barkstera (við bólgum og mörgum öðrum sjúkdómum)

nevírapín, rítónavír (við HIV-sýkingu)

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki taka þetta lyf ef þú ert þunguð, gætir orðið þunguð eða innan við 48 klst. eru frá fæðingu

Láttu lækninn strax vita ef þú verður þunguð á meðan þú tekur þetta lyf.

Ólíklegt er að Warfarin Teva skaði barnið meðan á brjóstagjöf stendur, ef réttur skammtur er tekinn.

Akstur og notkun véla

Warfarin Teva hefur engin þekkt áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Warfarin Teva inniheldur laktósa

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Warfarin Teva

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Læknirinn ákveður skammtinn og ræðst hann af

niðurstöðum úr blóðprófum sem gerð eru til að mæla tímann sem það tekur blóðið að storkna.

Þegar þú hefur náð jafnvægi á þessu lyfi er venjulegur skammtur á bilinu 3-9 mg. Reyndu að taka lyfið

á sama tíma á hverjum degi.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafðu umbúðir lyfsins meðferðis.

Einkenni töku of mikils af Warfarin Teva eru m.a. blæðing, svartar tjörukenndar hægðir, blóð í þvagi,

mikil blæðing eða blóðrennsli úr skurðum og sárum eða óvenju miklar tíðablæðingar.

Ef gleymist að taka Warfarin Teva

Ef þú tekur Warfarin Teva venjulega að kvöldi og gleymir að taka það, en manst eftir því fyrir

miðnætti sama dag, skalt þú taka skammtinn sem gleymdist. Ef komið er fram yfir miðnætti skalt þú

ekki taka skammtinn. Skráðu hjá þér að þú gleymdir að taka skammt og taktu venjulegan skammt

næsta dag á venjulegum tíma.

Ef þú tekur Warfarin Teva venjulega að morgni og gleymdir að taka það eru almennu ráðleggingarnar

eftirfarandi:

ef minna en tvær klukkustundir hafa liðið skalt þú taka skammtinn um leið og þú manst eftir því

og halda síðan áfram eins og venjulega

ef meira en tvær klukkustundir hafa liðið skalt þú taka skammtinn um leið og þú manst eftir því

og halda síðan áfram eins og venjulega. Ef hins vegar er kominn tími til að taka næsta skammt

skal sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem

gleymst hefur að taka. Skráðu hjá þér að þú gleymdir að taka skammt.

Ef þú hefur gleymt skammti og ert ekki viss um hvað þú átt að gera skal skaltu leita ráða hjá

heimilislækni eða Blæðara- og storkumeinamiðstöð.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum. Ekki hafa áhyggjur af listanum yfir

aukaverkanir. Ekki er víst að þú fáir neina þeirra, en það er mikilvægt að vita hvað skal gera ef þær

koma fram.

Hættu að taka Warfarin Teva og farðu strax á sjúkrahús ef þú ert með:

mjög sjaldgæf ofnæmisviðbrögð svo sem þrota í andliti, tungu, vörum og koki,

öndunarerfiðleika, verulegan kláða í húð ásamt upphleyptum hnúðum. Þú gætir þurft á bráðri

læknisaðstoð að halda.

Láttu lækninn strax vita ef þú ert með einhverja eftirtalinna aukaverkana:

óvæntar blæðingar eða einkenni blæðinga (vegna þess að þetta getur þýtt að blóðstorknun sé of

lítil og að aðlaga þurfi skammtinn);

óvæntar blóðnasir, blæðing í tannholdi

óvænt mar eða fíngerðir rauðir punktar á húðinni

miklar blæðingar eða blóðrennsli úr skurðum og sárum

bleikt, dökkrautt eða brúnt þvag (þetta getur verið vegna blæðingar í þvagblöðru eða nýrum)

svartar, tjörukenndar hægðir, kastar upp blóði eða ögnum sem líkjast kaffikorgi (einkenni

blæðinga í maga eða þörmum), blæðingu úr endaþarmi

blóðugur hósti

(hjá konum) óvenju miklar tíðablæðingar eða blæðingar frá leggöngum

þokusýn, þvoglumælgi, tap á hreyfigetu, doði, sundl, höfuðverkur, ógleði eða uppköst, flog,

meðvitundarleysi. Þetta geta verið einkenni heilablæðingar.

aumar, fjólubláar tær

gulnun húðar og hvítu augna (gula)

alvarlegur verkur ofarlega í kvið (einkenni brisbólgu)

sársaukafull húðútbrot. Warfarin getur mjög sjaldan valdið alvarlegum húðsjúkdómum, þ.m.t.

svokölluðum æðakölkunar- og húðdrepskvilla sem getur byrjað með sársaukafullum

húðútbrotum, en getur valdið öðrum alvarlegum fylgikvillum. Þessi aukaverkun er algengari hjá

sjúklingum með langvinna nýrnasjúkdóma.

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita ef einhver eftirtalinna aukaverkana verður viðvarandi,

versnar eða ef aðrar aukaverkanir sem ekki eru taldar upp koma fram:

ógleði eða uppköst, niðurgangur

hármissir

húðútbrot

hiti

fækkun rauðra blóðfrumna, lækkun blóðrauða (kemur fram í blóðprófum)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Warfarin Teva

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á ytri umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Warfarin Teva inniheldur

Virka innihaldsefnið er warfarínnatríum

Önnur innihaldsefni eru laktósaeinhýdrat, maíssterkja, forhleypt sterkja (maís),

natríumsterkjuglýkólat tegund A, magnesíumsterat, hreinsað vatn, indígókarmín (E132) (1 mg

og 3 mg), gult járnoxíð (E172) (1 mg), rautt járnoxíð (E172) (1 mg), erýtrósín (E127) (5 mg),

áloxíð.

Lýsing á útliti Warfarin Teva og pakkningastærðir

Warfarin Teva 1 mg töflur (þvermál 8 mm) eru brúnar með WFN ofan við og 1 neðan við

deiliskoru á annarri hliðinni og tvöföldum þríhyrningi á hinni.

Warfarin Teva 3 mg töflur (þvermál 8 mm) eru bláar með WFN ofan við og 3 neðan við

deiliskoru á annarri hliðinni og tvöföldum þríhyrningi á hinni.

Warfarin Teva 5 mg töflur (þvermál 8 mm) eru bleikar með WFN ofan við og 5 neðan við

deiliskoru á annarri hliðinni og tvöföldum þríhyrningi á hinni.

Warfarin Teva töflur fást í pakkningum með 7, 14, 21, 28, 30, 50, 56, 60, 84, 90, 100, 112, 120,

500, og í sjúkrahúspakkningum með 10.000 og 100.000 töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Teva B.V.

Swensweg 5, 2031GA Haarlem, Holland

Framleiðandi

TEVA Gyógyszergyár Zrt.

Pallagi út 13, Debrecen

Ungverjaland

Teva UK Limited

Brampton Road, Hampden Park, Eastbourne, BN22 9AG, Bretland

Umboðsmaður á Íslandi:

Actavis Pharmaceuticals Iceland ehf.

Dalshrauni 1, 220 Hafnarfjörður

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2019.