Victoza

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Victoza
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Victoza
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Lyf er notað í sykursýki,
 • Lækningarsvæði:
 • Sykursýki, tegund 2
 • Ábendingar:
 • Victoza er ætlað fyrir meðferð fullorðnir með nægilega stjórnað tegund 2 sykursýki sem viðbót til að fæði og æfa• eitt og sér þegar sjúklingar er talið óviðeigandi vegna óþol eða frábendingar• auk þess önnur lyf fyrir meðferð sykursýki. Fyrir rannsókn árangri með tilliti til sturtu, áhrif á blóðsykursstjórnun og hjarta viðburði, og íbúa rannsakað.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 18

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/001026
 • Leyfisdagur:
 • 29-06-2009
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/001026
 • Síðasta uppfærsla:
 • 30-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Victoza 6 mg/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Liraglútíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Victoza og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Victoza

Hvernig nota á Victoza

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Victoza

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

U

pplý singar um Victoza og við hverju þ að er notað

Victoza inniheldur virka efnið liraglútíð. Það hjálpar líkamanum að minnka magn blóðsykurs,

eingöngu þegar blóðsykurinn er of hár. Það hægir líka á flutningi fæðu í gegnum magann og getur átt

þátt í að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma.

Victoza er notað eitt og sér ef hreyfing og mataræði eingöngu nægja ekki til að stjórna blóðsykrinum,

og þú getur ekki notað metformin (annað sykursýkilyf).

Victoza er notað með öðrum sykursýkilyfjum þegar þau nægja ekki til að stjórna blóðsykrinum. Þetta

geta verið:

sykursýkilyf til inntöku (t.d. metformín, píóglítazón, súlfónýlúrealyf) og/eða insúlín.

2.

Áður en byrjað er að nota Victoza

Ekki má nota Victoza

ef um er að ræða ofnæmi fyrir liraglútíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum:

áður en Victoza er notað.

ef þú ert með eða hefur verið með sjúkdóm í brisi.

Ekki á að nota lyfið við sykursýki af tegund 1 (líkaminn framleiðir ekki insúlín) eða ketónblóðsýringu

af völdum sykursýki (fylgikvilli sykursýki sem lýsir sér með háum blóðsykri og auknum

öndunarerfiðleikum). Lyfið er ekki insúlín og á því ekki að nota það í staðinn fyrir insúlín.

Notkun Victoza er ekki ráðlögð ef þú ert í blóðskilun.

Notkun Victoza er ekki ráðlögð ef þú ert með alvarlegan lifrarsjúkdóm.

Notkun Victoza er ekki ráðlögð ef þú ert með alvarlega hjartabilun.

Ekki er mælt með notkun lyfsins ef þú ert með alvarlegan sjúkdóm í maga eða meltingarvegi sem

veldur seinkaðri magatæmingu (kallað þarmalömun) eða ert með garnabólgusjúkdóm.

Ef þú færð einkenni bráðrar brisbólgu, eins og viðvarandi mikla magaverki, ættir þú að ráðfæra þig

strax við lækni (sjá kafla 4).

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert með skjaldkirtilssjúkdóm, þ.m.t. hnúða á skjaldkirtlinum og

stækkaðan skjaldkirtil.

Þegar meðferð með Victoza er hafin geturðu í sumum tilfellum fundið fyrir vökvatapi/vökvaskorti, t.d.

ef um uppköst, ógleði eða niðurgang er að ræða. Mikilvægt er að drekka nægan vökva til að forðast

vökvaskort. Hafðu samband við lækninn ef þú ert með spurningar eða áhyggjur.

Börn og unglingar

Notkun Victoza er ekki ráðlögð hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára þar sem öryggi og verkun

hjá þessum aldurshópi hefur ekki verið staðfest.

Notkun annarra lyfja samhliða Victoza

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega

verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing sérstaklega vita um önnur lyf sem innihalda einhver

af eftirfarandi virkum efnum:

Súlfónýlúrealyf (svo sem glimepíríð eða glíbenklamíð) eða insúlín. Þú getur fengið of lágan

blóðsykur ef Victoza er notað ásamt súlfónýlúrealyfi eða insúlíni, þar sem súlfónýlúrealyf og

insúlín auka hættuna á of lágum blóðsykri. Þegar þú byrjar að nota þessi lyf saman gæti

læknirinn sagt þér að minnka skammt súlfónýlúrealyfsins eða insúlíns. Sjá kafla 4 um

viðvörunareinkenni um of lágan blóðsykur. Ef þú tekur einnig súlfónýlúrealyf (svo sem

glímepíríð eða glíbenklamíð) eða insúlín gæti læknirinn beðið þig um að mæla blóðsykurinn.

Það hjálpar lækninum að ákvarða hvort breyta þurfi skammtinum af súlfónýlúrealyfinu eða

insúlíninu.

Warfarín eða önnur segavarnarlyf til inntöku. Gæti þurft tíðari blóðprufur sem meta

storknunarhæfni blóðsins.

Meðganga og brjóstagjöf

Láttu lækninn vita ef þú ert þunguð, telur að þú sért þunguð eða ráðgerir að verða þunguð. Ekki má

nota Victoza á meðgöngu þar sem ekki er vitað hvort það hefur skaðleg áhrif á ófætt barn.

Ekki er vitað hvort Victoza skilst út í brjóstamjólk, því skal ekki nota lyfið meðan á brjóstagjöf

stendur.

Akstur og notkun véla

Lágur blóðsykur (blóðsykursfall) getur dregið úr einbeitingarhæfni. Forðastu akstur og notkun véla ef

þú finnur fyrir einkennum blóðsykursfalls. Sjá kafla 4 um viðvörunareinkenni um of lágan blóðsykur.

Ræddu við lækninn um frekari upplýsingar varðandi þetta.

3.

Hvernig nota á Victoza

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi.

Upphafsskammtur er 0,6 mg einu sinni á sólarhring, í að minnsta kosti eina viku.

Læknirinn mun leiðbeina þér um hvenær á að auka skammtinn í 1,2 mg einu sinni á sólarhring.

Læknirinn gæti ráðlagt þér að auka skammtinn enn frekar í 1,8 mg einu sinni á sólarhring, ef

ekki er hægt að stjórna blóðsykrinum á fullnægjandi hátt með 1,2 mg skammti.

Ekki breyta skammtinum nema læknirinn hafi ráðlagt þér það.

Victoza er gefið með inndælingu undir húð. Ekki dæla lyfinu í æð eða í vöðva. Bestu staðirnir til

inndælingar eru framan á lærum, framan á mitti (á kvið) og á upphandlegg.

Inndælingu má gefa hvenær sem er dagsins, óháð máltíðum. Hins vegar er mælt með því að gefa

Victoza á u.þ.b. sama tíma dagsins þegar búið er að finna hentugasta tíma dagsins til

inndælingarinnar.

Áður en lyfjapenninn er notaður í fyrsta sinn mun læknir eða hjúkrunarfræðingur leiðbeina þér um

notkun hans.

Ítarlegar notkunarleiðbeiningar má finna á bakhlið fylgiseðilsins.

Ef notaður er stærri skammtur af Victoza en mælt er fyrir um

Ef þú notar stærri skammt af Victoza en mælt er fyrir um hafðu þá samband við lækni án tafar.

Mögulega þarftu á læknismeðferð að halda. Þú gætir fundið fyrir ógleði, kastað upp eða fengið

niðurgang.

Ef gleymist að nota Victoza

Ef þú gleymir skammti skaltu nota Victoza um leið og þú manst eftir því.

Ef hins vegar meira en 12 klst. eru liðnar frá því að þú áttir að nota Victoza, áttu að sleppa

skammtinum sem gleymdist. Notaðu síðan næsta skammt á venjubundinn hátt daginn eftir.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Victoza

Ekki skal hætta að nota Victoza án þess að ráðfæra sig við lækni. Ef notkun þess er hætt getur

blóðsykurinn aukist.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun

lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

Blóðsykursfall (lágur blóðsykur). Viðvörunareinkenni um lágan blóðsykur geta birst skyndilega

og geta meðal annars verið: kaldur sviti, köld og föl húð, höfuðverkur, hraður hjartsláttur,

ógleði, mikil svengdartilfinning, breytingar á sjón, syfja, þróttleysi, taugaóstyrkur, kvíði, rugl,

einbeitingarörðugleikar, skjálfti. Læknirinn segir þér hvernig á að meðhöndla lágan blóðsykur

og hvernig skal bregðast við þessum viðvörunareinkennum. Líklegra er að þetta gerist ef þú ert

einnig að taka súlfónýlúrealyf eða insúlín. Læknirinn gæti minnkað skammta þessara lyfja áður

en þú byrjar að nota Victoza.

Mjög sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmisviðbrögð) með viðbótareinkennum eins og

öndunarerfiðleikum, þrota í hálsi og andliti, hröðum hjartslætti, o.s.frv. Leitaðu strax

læknishjálpar og upplýstu lækninn eins fljótt og hægt er ef þú finnur fyrir þessum einkennum.

Garnastífla. Alvarleg gerð hægðatregðu með viðbótareinkennum eins og magaverk, uppþembu,

uppköstum o.s.frv.

Koma örsjaldan fyrir: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum

Tilvik brisbólgu. Brisbólga getur verið alvarlegur, hugsanlega lífshættulegur sjúkdómur. Hættu

að nota Victoza og hafðu samstundis samband við lækninn ef þú tekur eftir einhverjum af

eftirfarandi alvarlegum aukaverkunum:

Verulegur og viðvarandi kviðverkur (magasvæði) sem getur dreifst yfir í bakið, og ógleði og

uppköst, þar sem þetta gætu verið merki um bólgu í brisi (brisbólgu).

Aðrar aukaverkanir

Mjög algengar: geta komið fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10 einstaklingum

Ógleði. Hún hverfur yfirleitt með tímanum.

Niðurgangur. Hann hættir yfirleitt með tímanum.

Algengar

Uppköst

Við upphaf meðferðar með Victoza getur stundum komið fram vökvatap/ofþornun, t.d. ef um er að

ræða uppköst, ógleði og niðurgang. Mikilvægt er að forðast ofþornun með því að drekka nægan

vökva.

Höfuðverkur

Meltingartruflanir

Magabólga. Einkennin eru magaverkur, ógleði og uppköst.

Bakflæðissjúkdómur (GORD). Einkenni eru meðal annars brjóstsviði.

Kviðverkir eða þaninn kviður

Óþægindi í kviðarholi

Hægðatregða

Vindgangur

Minnkuð matarlyst

Berkjubólga

Kvef

Sundl

Hraðari púls

Þreyta

Tannverkur

Viðbrögð á stungustað (svo sem mar, verkur, erting, kláði og útbrot)

Hækkun brisensíma (t.d. lípasa og amýlasa).

Sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

Ofnæmisviðbrögð eins og t.d. kláði og ofsakláði (tegund útbrota).

Vökvaskortur, stundum með skertri nýrnastarfsemi.

Lasleiki (vanlíðan)

Gallsteinar

Bólgin gallblaðra.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir

beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Victoza

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiða lyfjapennans og öskjunni

á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Fyrir notkun:

Geymið í kæli (2°C–8°C). Má ekki frjósa. Geymið fjarri frystihólfinu.

Við notkun:

Lyfjapennann má geyma í allt að 1 mánuð við lægri hita en 30˚C eða í kæli (2˚C–8˚C), fjarri

frystihólfinu. Má ekki frjósa.

Hafið hettuna á lyfjapennanum þegar hann er ekki í notkun, til varnar gegn ljósi.

Ekki nota lyfið ef lausnin er ekki tær og litlaus eða nær litlaus.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplý singar

Victoza inniheldur

Virka innihaldsefnið er liraglútíð. 1 ml af stungulyfi, lausn, inniheldur 6 mg af liraglútíði. Einn

áfylltur lyfjapenni inniheldur 18 mg af liraglútíði.

Önnur innihaldsefni eru dínatríumfosfatdíhýdrat, própýlenglýkól, fenól og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Victoza og pakkningastærðir

Victoza er afgreitt sem tært, litlaust eða nær litlaust stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna. Hver

lyfjapenni inniheldur 3 ml af lausn, gefur 30 skammta með 0,6 mg, 15 skammta með 1,2 mg eða

10 skammta með 1,8 mg.

Victoza er fáanlegt í pakkningum sem innihalda 1, 2, 3, 5 eða 10 lyfjapenna. Ekki er víst að allar

pakkningastærðir séu markaðssettar.

Nálar fylgja ekki með.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Novo Nordisk A/S

Novo Allé

DK-2880 Bagsværd

Danmörk

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

LEIÐBEININGAR UM NOTKUN VICTOZA

LYFJAPENNANS

Lesið þessar leiðbeiningar nákvæmlega yfir áður en

lyfjapenninn er notaður.

Í lyfjapennanum eru 18 mg af liraglútíði. Hægt er að velja

á milli 0,6 mg, 1,2 mg og 1,8 mg skammta.

Lyfjapenninn er hannaður til notkunar með NovoFine og

NovoTwist einnota nálum, allt að 8 mm löngum og niður

í 32G á þykkt.

Undirbúningur lyfjapennans

Athugaðu nafnið og litaða merkimiðann

á pennanum

til að fullvissa þig um að hann innihaldi liraglútíð.

Notkun á röngu lyfi getur valdið verulegum skaða.

Togaðu pennahettuna af.

Fjarlægðu pappírsflipann af nýrri einnota nál.

Skrúfaðu nálina beint og þéttingsfast á lyfjapennann.

Togaðu ytri nálarhettuna af og geymdu hana þar til síðar.

Togaðu innri nálarhettuna af og fleygðu henni.

Ávallt skal nota nýja nál við hverja inndælingu. Þetta dregur úr hættu á mengun, sýkingu, leka

liraglútíðs, stíflu í nálum og ónákvæmri skömmtun.

Gættu þess að beygja hvorki né skemma nálina.

Aldrei skal reyna að setja innri nálarhettuna aftur á nálina. Þú gætir stungið þig á nálinni.

Umhirða lyfjapennans

Ekki reyna að laga lyfjapennann eða taka hann í sundur.

Haltu lyfjapennanum frá ryki, óhreinindum og hvers konar vökva.

Þrífðu lyfjapennann með klút vættum í mildu hreinsiefni.

Ekki reyna að skola, bleyta né smyrja lyfjapennann – slíkt getur skaðað hann.

Mikilvægar upplýsingar

Ekki deila pennanum eða nálum með öðrum.

Geymdu lyfjapennann þar sem enginn annar nær til hans, sérstaklega ekki börn.

Fyrir hvern nýjan lyfjapenna skal aðgæta flæðið

Athugaðu flæðið áður en þú notar nýjan lyfjapenna.

Ef lyfjapenninn er þegar í notkun, er vísað í

”Skammtur valinn” í skrefi H.

Snúðu skammtamælinum þar til flæðistáknið er í beinni

línu við vísinn.

Haltu lyfjapennanum þannig að nálin vísi upp. Sláðu létt

á rörlykjuna með fingri nokkrum sinnum til að loftbólur,

ef einhverjar eru, safnist fyrir efst í rörlykjunni.

Láttu nálina áfram vísa upp og ýttu á skammtatakkann þar

til 0 mg er í beinni línu við vísinn.

Dropi af liraglútíði á að birtast á nálaroddinum.

Endurtaktu skref

E

G

allt að fjórum sinnum ef enginn

dropi birtist.

Ef enn enginn dropi af liraglútíði birtist, skiptu þá um nál

og endurtaktu skref E til G einu sinni til viðbótar.

Ekki nota lyfjapennann ef dropi af liraglútíði hefur enn

ekki birst. Þetta gefur til kynna að lyfjapenninn sé ónýtur

og nota verður nýjan.

Ef lyfjapenninn dettur á hart yfirborð eða grunur leikur á að hann sé ónýtur skal ávallt setja á

hann nýja einnota nál og aðgæta flæðið fyrir inndælingu.

Skammtur valinn

Gakktu ávallt úr skugga um að vísirinn sé í beinni

línu við 0 mg.

Snúðu skammtamælinum þar til skammturinn sem óskað

er eftir er í beinni línu við vísinn (0,6 mg, 1,2 mg eða

1,8 mg).

Ef rangur skammtur er valinn fyrir slysni er honum

einfaldlega breytt með því að snúa skammtamælinum

rangsælis eða réttsælis þar til réttur skammtur er í línu við

vísinn.

Gætið þess að ýta ekki á skammtatakkann þegar

skammtamælinum er snúið rangsælis, þar sem liraglútíð

getur sprautast út.

Ef skammtamælirinn staðnæmist áður en skammturinn

sem óskað er eftir er í beinni línu við vísinn er ekki

nægilega mikið af liraglútíði eftir fyrir fullan skammt. Þá

má gera annað af tvennu:

Skiptu skammtinum í tvær inndælingar:

Snúðu skammtamælinum í hvora áttina sem er þar til

0,6 mg eða 1,2 mg er í beinni línu við vísinn. Dældu

skammtinum inn. Undirbúðu nýjan lyfjapenna til

inndælingar og dældu inn þeim fjölda mg sem vantar upp

á til að ljúka við skammtinn.

Einungis má skipta skammtinum milli núverandi

lyfjapenna og nýs lyfjapenna ef heilbrigðisstarfsmaður

hefur þjálfað þig eða ráðlagt þér um hvernig slíkt skal

fara fram. Nota skal reiknivél til að ákvarða skammtana.

Ef skammtinum er ekki skipt rétt getur þú gefið þér of

mikið eða of lítið af liraglútíði.

Dældu inn öllum skammtinum með nýjum lyfjapenna:

Ef skammtamælirinn staðnæmist áður en 0,6 mg eru í

beinni línu við örina, undirbúðu þá nýjan lyfjapenna og

dældu inn öllum skammtinum með nýja lyfjapennanum.

Ekki reyna að velja aðra skammta en 0,6 mg, 1,2 mg eða 1,8 mg. Númerin á skjánum verða að

vera fullkomlega í beinni línu við vísinn til að tryggja að þú fáir réttan skammt.

Það smellur í skammtamælinum þegar honum er snúið. Ekki nota smellina til að velja

skammtinn.

Ekki nota afgangsskammtakvarðann á hylkinu sem viðmið til að mæla magn liraglútíðs til

inndælingar – hann er ekki nægilega nákvæmur.

Skammti dælt inn

Stingdu nálinni í húðina. Notaðu

inndælingaraðferðina sem læknirinn eða

hjúkrunarfræðingurinn hafa sýnt þér. Fylgdu síðan

leiðbeiningunum hér að neðan:

Dældu inn skammtinum með því að ýta á þrýstihnappinn

þar til 0 mg er í beinni línu við vísinn. Gættu þess að setja

ekki hina fingurna yfir gluggann eða snúa

skammtamælinum meðan á inndælingu stendur. Það gæti

hindrað inndælinguna.

Haltu þrýstihnappnum inni og láttu nálina vera undir

húðinni í a.m.k. 6 sekúndur. Það er gert til að tryggja að

öllum skammtinum hafi verið dælt inn.

Togaðu nálina út.

Eftir það gæti verið dropi af liraglútíði á nálaroddinum.

Það er eðlilegt og hefur engin áhrif á skammtinn sem þú

hefur fengið.

Stingdu nálaroddinum í ytri nálarhettuna án þess að

snerta ytri nálarhettuna.

Þegar nálin er hulin, skaltu ýta ytri nálarhlífinni varlega á

þar til hún er föst. Skrúfaðu síðan nálina af. Fargaðu

nálinni gætilega og settu pennahettuna aftur á.

Þegar lyfjapenninn er tómur, skaltu farga honum gætilega

án nálarinnar. Vinsamlegast fargið lyfjapennanum og

nálinni í samræmi við gildandi reglur.

Fjarlægið ávallt nálina eftir hverja inndælingu, og geymið lyfjapennann án áfastrar nálar.

Það dregur úr hættu á mengun, sýkingu, leka á liraglútíði, stífluðum nálum og ónákvæmri

skömmtun.

Umönnunaraðilar verða að gæta ýtrustu varúðar þegar þeir handfjatla notaðar nálar - til að

koma í veg fyrir nálarstungur fyrir slysni og krossmengun.