Zytram

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Zytram Forðatafla 75 mg
 • Skammtar:
 • 75 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Zytram Forðatafla 75 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a5652759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Zytram

75 mg forðatöflur

Zytram

100 mg forðatöflur

Zytram

150 mg forðatöflur

Zytram

200 mg forðatöflur

tramadólhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum

Upplýsingar um Zytram og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Zytram

Hvernig nota á Zytram

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Zytram

Aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Zytram

og við hverju það er notað

Zytram forðatöflur eru ópíóíð verkjastillandi lyf með áhrif á miðtaugakerfi og hefur verkjastillandi

áhrif/verkun.

Forðatöflurnar eru notaðar gegn vægum og slæmum verkjum.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Zytram

Ekki má nota Zytram

ef þú ert með ofnæmi fyrir tramadólhýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni Zytram.

ef þú ert með bráða eitrun vegna inntöku áfengis, svefn- og taugalyfja, annarra verkjastillandi

lyfja eða ópíóíða.

ef þú hefur tekið inn MAO-hemla á undanförnum tveimur vikum.

ef þú ert í afvötnun fíkniefnaneytenda.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Zytram

ef þú ert háður ópíóíðum.

ef þú ert með höfuðáverka, í losti, með litla meðvitund án þekktrar orsakar.

ef þú ert með hækkaðan þrýsting innan höfuðkúpu (intrakranial).

ef þú ert með áverka á öndunarstöð eða öndunarstarfsemi.

ef þú ert með flogaveiki eða með tilhneigingu til krampa.

Gæta skal varúðar við notkun lyfsins hjá sjúklingum sem eru viðkvæmir fyrir ópíötum.

Hjá sjúklingum með tilhneigingu til lyfjamisnotkunar eða lyfjafíknar skal einungis gefa Zytram

forðatöflur í skamman tíma í senn og undir nákvæmu eftirliti læknis.

Uppköst hafa komið fyrir hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með ráðlögðum skömmtum af

tramadóli. Áhættan getur aukist ef tramadól skammtarnir fara yfir ráðlögð efri mörk daglegs skammts

(400 mg). Auk þess getur tramadól aukið hættuna á krömpum hjá sjúklingum sem taka önnur lyf sem

lækka krampaþröskuldinn.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Tramadól er umbrotið af ensími í lifrinni. Þetta ensím getur verið breytilegt hjá fólki og það getur haft

mismunandi áhrif. Sumir einstaklingar fá ekki nægilega verkjastillingu, en aðrir eru líklegri til að fá

alvarlegar aukaverkanir. Ef einhverjar eftirfarandi aukaverkana koma fram hjá þér verður þú að hætta

að nota lyfið og leita strax ráða hjá lækni: hæg eða grunn öndun, rugl, syfja, lítil sjáöldur, ógleði eða

uppköst, hægðatregða, lystarleysi.

Börn og unglingar

Notkun hjá börnum með öndunarerfiðleika

Tramadól er ekki ráðlagt fyrir börn með öndunarerfiðleika, þar sem einkenni tramadóleitrunar geta

verið alvarlegri hjá þeim börnum.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig þau sem fengin eru

án lyfseðils.

Samtímis inntaka Zytram forðataflna og annarra lyfja sem slæva miðtaugakerfið, þar með talið áfengi,

eykur áhrifin á miðtaugakerfið:

Tramadól má ekki taka samtímis lyfjum sem hafa blandaða verkun (t.d. búprenorfín, nalbúfín,

pentazócín) þar sem verkjastillandi áhrif tramadóls geta minnkað í slíkum tilvikum.

Tramadól getur örvað og aukið hættuna á krömpum við samtímis gjöf sérhæfðra blokkara á serótónín

endurupptöku, þríhringlaga þunglyndislyfja, taugalyfja og annarra lyfja sem lækka krampaþröskuld.

Hætta á aukaverkunum eykst

ef þú tekur lyf sem geta valdið krömpum, svo sem tiltekin þunglyndislyf eða geðlyf. Hætta á

krömpum getur verið aukin ef Zytram er tekið samtímis þessum lyfjum. Læknirinn mun segja

þér hvort Zytram hentar þér.

ef þú tekur tiltekin þunglyndislyf getur Zytram haft áhrif á verkun þeirra og þú getur fundið

fyrir einkennum svo sem ósjálfráðum og reglulegum vöðvakippum, þ.m.t. í vöðvum sem

stjórna augnhreyfingum, æsingi, mikilli svitamyndun, skjálfta, of miklum viðbrögðum, aukinni

vöðvaspennu og líkamshita yfir 38°C.

Ef Zytram er notað með mat eða drykk

Forðatöflurnar á að gleypa heilar,

óháð máltíðum, með nægjanlegum vökva og ekki má skipta þeim

eða tyggja þær.

Meðganga og brjóstagjöf

Ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti, grunur leikur á þungun, eða ef þungun er fyrirhuguð, skaltu

spyrja lækninn eða lyfjafræðinginn ráða áður en lyfið er notað.

Meðganga

Klínísk reynsla af meðferð hjá þunguðum konum er takmörkuð. Því eiga þungaðar konur ekki að nota

Zytram forðatöflur.

Brjóstagjöf

Tramadól skilst út í brjóstamjólk. Þess vegna ætti ekki að taka Zytram oftar en einu sinni meðan barn

er á brjósti, en ef Zytram er tekið oftar en einu sinni ætti að hætta brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Jafnvel við venjulega skammta geta Zytram forðatöflur breytt viðbragðsflýti.

Þetta verður að hafa í huga t.d. við akstur bifreiða og stjórnun véla. Þetta á sérstaklega við þegar um

samtímis inntöku annars lyfs í sama flokki er að ræða.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Zytram

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Zytram

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið

leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Forðatöflurnar á að gleypa heilar,

óháð máltíðum, með nægjanlegum vökva og ekki má skipta þeim

eða tyggja þær.

Aðlaga á skammta að því hve slæmir verkirnir eru og verkjanæmi þínu.

Almennt skal nota lægsta

skammt sem gefur verkjastillingu. Ekki má gefa stærri dagsskammt af virka efninu en 400 mg nema

við sérstakar klínískar aðstæður. Ráðlagt er að auka skammta smám saman hjá sjúklingnum til þess að

draga úr tímabundnum aukaverkunum.

Zytram forðatöflur má ekki undir neinum kringumstæðum nota lengur en nauðsynlegt er. Ef

langtímameðferð er nauðsynleg vegna eðli og alvarleika sjúkdómsins skal nákvæmt og reglulegt

eftirlit eiga sér stað (ef þörf krefur með hléum á meðferðinni) til þess að ákvarða hvort og þá hversu

mikil frekari meðferð er nauðsynleg.

Venjulegur skammtur er

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára:

Ein 75 mg forðatafla tvisvar á dag. Skammtar gefnir með 12 klukkustunda millibili.

Venjulegur upphafsskammtur er 75 mg forðatafla tvisvar á dag.

Aldraðir sjúklingar:

Yfirleitt þarf ekki að breyta skömmtun hjá öldruðum sjúklingum (allt að 75 ára aldri) ef ekki er um að

ræða skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Hjá öldruðum sjúklingum (eldri en 75 ára) getur útskilnaðartími

tramadóls verið lengri. Ef það á við um þig gæti læknirinn ráðlagt að auka bil á milli skammta.

Notkun handa börnum:

Zytram forðatöflur eru ekki ætlaðar börnum yngri en 12 ára.

Sjúklingar með skerta nýrna- og lifrarstarfsemi eða sem eru í blóðskilun:

Sjúklingar með alvarlega skerta lifrar- og/eða nýrnastarfsemi ættu ekki að taka Zytram. Hjá

sjúklingum með lítillega eða miðlungi alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi gæti læknirinn

ráðlagt að auka bil á milli skammta.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Of stór skammtur getur leitt til ljósopsþrengingar, uppkasta, hjartastopps, truflana á meðvitund/dá,

krampa og öndunarerfiðleika/öndunarstopps.

Ef gleymist að taka Zytram

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Zytram

Ekki á að hætta að nota lyfið skyndilega nema læknirinn mæli fyrir um það. Viljir þú hætta að nota

lyfið skaltu ræða það fyrst við lækninn, einkum ef þú hefur notað það lengi. Læknirinn mun ráðleggja

hvenær og hvernig á að hætta að nota lyfið, þar sem mögulega þarf að minnka skammtinn smám

saman til að draga úr hættu á óþörfum aukaverkunum (fráhvarfseinkennum). Leitið til læknisins eða

lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Husanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Zytram valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengastar eru ógleði og svimi.

Sjaldgæfari eru uppköst, hægðatregða, svitnun, munnþurrkur, höfuðverkur og sljóleiki.

Í einstaka tilvikum geta komið fram áhrif á hjartað (hjartsláttarónot, hraður hjartsláttur,

blóðþrýstingshækkun eða hjartastopp). Þessi einkenni koma sérstaklega fram við gjöf í æð og hjá

sjúklingum sem eru undir líkamlegu álagi. Ógleði, erting í meltingarfærum (þrýstingstilfinning í maga,

uppþemba) og áhrif á húð (t.d. kláði og útbrot) geta komið fram.

Lækkun á blóðsykri kemur fyrir en tíðni er ekki þekkt.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Zytram

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Ekki skal nota Zytram eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning

er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.

Aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Zytram

Virka innihaldsefnið er tramadólhýdróklóríð 75 mg, 100 mg, 150 mg eða 200 mg

Önnur innihaldsefni eru vetnistengd jurtaolía, hýprómellósi, magnesíumsterat, laktósi

einhýdrat, makrógól 4000, talk. Litarefni E 171, E 132 (75 mg töflur) E172 (75, 150 og 200

mg töflur)

Pakkningastærðir

Forðatöflur 28 og 56 stk.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Handhafi markaðsleyfis

Mundipharma A/S

Frydenlundsvej 30

DK-2950 Vedbæk

Framleiðandi

Bard Pharmaceuticals

Cambridge Science Park

Milton Road, Cambridge CB4 0GW

England

Umboð á Íslandi:

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík.

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í maí 2018.

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á http://www.serlyfjaskra.is

®: Zytram er skráð vörumerki