Zyclara

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Zyclara
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Zyclara
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • SÝKLALYF OG CHEMOTHERAPEUTICS FYRIR HÚÐ NOTA
 • Lækningarsvæði:
 • Keratosis, Keratosis, Geislunarhyrningu
 • Ábendingar:
 • Zyclara er ætlað fyrir baugi meðferð vísindalega dæmigert, ekki hyperkeratotic, ekki læknafélag, sýnileg eða teljandi geislunarhyrning fullt andlit eða sköllóttur höfði í ónæmiskerfi fullorðnir þegar öðrum baugi meðferð möguleikar eru handa eða minna viðeigandi.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 7

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/002387
 • Leyfisdagur:
 • 22-08-2012
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/002387
 • Síðasta uppfærsla:
 • 30-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Zyclara 3,75% krem

Imiquimod

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Zyclara og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Zyclara

Hvernig nota á Zyclara

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Zyclara

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Zyclara og við hverju það er notað

Zyclara 3,75% krem inniheldur virka efnið imiquimod, sem breytir ónæmissvörun (til að örva

ónæmiskerfið).

Lyfið er notað til meðferðar við geislunarhyrningu (actinic keratosis) hjá fullorðnum.

Lyfið örvar ónæmiskerfi líkamans til þess að mynda náttúruleg efni sem vinna gegn

geislunarhyrningu.

Geislunarhyrning birtist með myndun hrjúfra húðsvæða hjá þeim sem eru mikið í sól yfir ævina. Þessi

svæði geta verið húðlituð eða gráleit, bleik, rauð eða brún. Þau geta verið óupphleypt og hreistruð eða

upphleypt, hrjúf, hörð og vörtukennd.

Lyfið á aðeins að nota á geislunarhyrningu í andliti eða hársverði ef læknirinn telur að það sé

viðeigandi meðferð fyrir þig.

2.

Áður en byrjað er að nota Zyclara

Ekki má nota Zyclara:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir imiquimodi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Zyclara er notað:

ef lyfið hefur verið notað áður eða sams konar lyf af öðrum styrkleika

ef um truflun á starfsemi ónæmiskerfisins er að ræða eða notkun ónæmisbælandi lyfja (t.d. eftir

líffæraígræðslu)

ef blóðhagur er ekki eðlilegur.

Almennar leiðbeiningar um meðferð

Ef þú hefur nýlega gengist undir skurðaðgerð eða lyfjameðferð skaltu bíða þar til svæðið sem á

að meðhöndla hefur gróið áður en þú notar lyfið.

Forðast skal að lyfið komist í snertingu við augu, varir og nasir. Ef slíkt gerist fyrir slysni skal

skola kremið af með vatni.

Kremið á aðeins að nota útvortis (á húðina í andlitinu eða hársverðinum).

Ekki skal nota meira krem en læknirinn hefur ráðlagt.

Meðferðarsvæðið má ekki hylja með plástri eða umbúðum eftir að lyfið hefur verið borið á.

Ef þú finnur fyrir miklum óþægindum á meðferðarsvæðinu skaltu þvo kremið af með vatni og

mildri sápu. Þegar óþægindin hverfa má hefja ráðlagða meðferð samkvæmt áætlun að nýju.

Ekki skal bera kremið á húðina oftar en einu sinni á sólarhring.

Ekki nota sólarlampa eða ljósabekki og forðastu sólarljós eins og hægt er meðan á meðferð með

lyfinu stendur. Ef þú ert utandyra að degi til skaltu nota sólarvörn og fatnað sem hylur húðina

ásamt barðastórum hatti.

Staðbundin viðbrögð í húð

Meðan þú ert á meðferð með Zyclara, gætir þú fundið fyrir staðbundnum viðbrögðum í húð vegna

verkunar lyfsins á húðina. Slík viðbrögð geta verið einkenni um að lyfið verki eins og því er ætlað.

Líklegt er að húðin á meðferðarsvæðnu verði talsvert frábrugðin eðlilegri húð að útliti meðan á

meðferð með Zyclara stendur og þar til húðin er að fullu gróin. Einnig er mögulegt að tímabundin

versnun verði á bólgusvörun sem fyrir er.

Lyfið getur einnig valdið flensulíkum einkennum (þar með talið þreytu, ógleði, hita, vöðva- og

liðverkjum og kuldahrolli) áður en staðbundin viðbrögð í húð koma fram eða meðan á þeim stendur.

Ef flensulík einkenni eða óþægindatilfinning eða mikil staðbundin viðbrögð í húð koma fyrir má taka

hlé í nokkra daga. Þú gætir haldið meðferð með imiquimodi kremi áfram eftir að dregið hefur úr

húðviðbrögðunum. Hvoruga 2 vikna meðferðarlotu skal þó framlengja vegna skammta sem hefur

gleymst að nota eða hvíldartímabila.

Umfang staðbundinna húðviðbragða er yfirleitt minna í annarri lotu heldur en fyrstu meðferðarlotu

Zyclara.

Ekki er hægt að meta svörun við meðferð á fullnægjandi hátt fyrr en staðbundin viðbrögð í húð eru

gengin yfir. Sjúklingar eiga að halda meðferðinni áfram samkvæmt fyrirmælum læknis.

Lyfið getur leitt í ljós og meðhöndlað húðskemmdir af völdum geislunarhyrningar sem ekki hafa verið

sýnilegar eða áþreifanlegar áður og þær geta síðan horfið. Halda skal meðferðinni áfram allt

meðferðartímabilið jafnvel þó að geislunarhyrning virðist vera horfin.

Börn og unglingar

Lyfið á ekki að nota hjá börnum yngri en 18 ára þar sem ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og

verkun hjá sjúklingum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun imiquimods hjá

börnum og unglingum.

Notkun annarra lyfja samhliða Zyclara

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð.

Ef þú notar ónæmisbælandi lyf sem bæla ónæmiskerfið skaltu láta lækninn vita áður en þú hefur

meðferð.

Forðist samhliðanotkun Zyclara og annarra krema sem innihalda imiquimod á sama meðferðarsvæði.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Læknirinn mun ræða um áhættu og ávinning notkunar Zyclara á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda

hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu.

Ekki er vitað hvort imiquimod berst í brjóstamjólk. Ekki skal nota Zyclara samhliða brjóstagjöf eða ef

brjóstagjöf er fyrirhuguð. Læknirinn mun ræða við þig hvort hætta skuli brjóstagjöf eða hætta Zyclara

meðferð.

Akstur og notkun véla

Lyfið hefur engin eða hverfandi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Zyclara inniheldur metýlparahýdroxýbensóat, própýlparahýdroxýbensóat, cetýlalkóhól,

sterýlalkóhól og benzýlalkóhól

Metýlparahýdroxýbensóat (E 218) og própýlparahýdroxýbensóat (E 216), geta valdið

ofnæmisviðbrögðum (hugsanlega síðkomnum).

Cetýlalkóhól og sterýlalkóhól geta valdið staðbundinni bólgusvörun í húð (t.d. snertiexemi). Lyfið

inniheldur 5 mg benzýlalkóhól í hverjum skammtapoka. Benzýlalkóhól getur valdið

ofnæmisviðbrögðum og vægri staðbundinni ertingu.

3.

Hvernig nota á Zyclara

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Notið lyfið ekki fyrr en læknirinn hefur útskýrt rétta

notkun þess.

Lyfið á eingöngu að nota við geislunarhyrningu í andliti og hársverði.

Skammtur

Berið lyfið á meðferðarsvæðið einu sinni á sólarhring rétt fyrir svefn að kvöldi.

Hámarksskammtur á sólarhring er 2 skammtapokar (500 mg = 2 skammtapokar með 250 mg hvor).

Lyfið á ekki að bera á stærri svæði en allt andlitið eða hársvörð þar sem um skalla er að ræða.

Notkunarleiðbeiningar

Áður en þú leggst til svefns skaltu þvo hendur og allt

meðferðarsvæðið vandlega með vatni og mildri sápu.

Þurrkaðu hendurnar vel og láttu meðferðarsvæðið þorna.

Opnaðu nýjan skammtapoka af Zyclara rétt fyrir

notkun og kreistu svolítið krem á fingurgóminn. Ekki nota

meira en 2 skammtapoka í hvert skipti.

Berðu þunnt lag af Zyclara á meðferðarsvæðið.

Nuddaðu því varlega inn í húðina þar til kremið hefur horfið.

Forðastu snertingu lyfsins við augu, varir og nasir.

Fleygðu opna skammtapokanum eftir að þú hefur borið

kremið á. Þvoðu hendur vandlega með vatni og sápu.

Láttu Zyclara vera á húðinni í um það bil

8 klukkustundir. Farðu hvorki í sturtu né bað á þeim tíma.

Ekki hylja meðferðarsvæðið með plástrum eða öðrum

umbúðum.

Þvoðu svæðið sem Zyclara var borið á með vatni og

mildri sápu eftir um það bil 8 klukkustundir.

Tímalengd meðferðar

Meðferðin hefst með því að bera kremið á daglega í tvær vikur. Eftir það er gert hlé í tvær vikur þar

sem ekkert krem er borið á og síðan lýkur meðferðinni með því að kremið er aftur borið á daglega í

tvær vikur.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of mikið krem hefur verið borið á skal þvo umfram magn af með vatni og mildri sápu.

Ráðlagðri meðferð má halda áfram samkvæmt áætlun um leið og erting í húð, ef einhver verður, er

horfin. Ekki á að bera kremið á oftar en einu sinni á sólarhring.

Ef lyfið er tekið inn fyrir slysni á að hafa tafarlaust samband við lækni.

Ef gleymist að nota Zyclara

Ef gleymst hefur að nota Zyclara á að bíða til næsta kvölds með að bera það á og halda síðan áfram

samkvæmt áætlun. Ekki á að nota kremið oftar en einu sinni á sólarhring. Ekki á að lengja

meðferðarlotu umfram tvær vikur, jafnvel þó að skammtar hafi gleymst.

Ef hætt er að nota Zyclara

Talaðu við lækninn áður en þú hættir á meðferð með Zyclara.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur lyfið valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Leitið tafarlaust til læknis ef eitthvað af eftirfarandi alvarlegum aukaverkunum koma fyrir meðan á

notkun lyfsins stendur:

Alvarleg viðbrögð í húð (tíðni ekki þekkt) með sárum eða blettum sem í fyrstu eru litlir og rauðir en

fara stækkandi og líta út eins og litlar skotskífur hugsanlega með einkennum svo sem kláða, hita,

almennum lasleika, liðverkjum, sjóntruflunum, sviða, verkjum eða kláða í augum og sárum í munni.

Ef einhver þessara einkenna koma fram skal hætta notkun lyfsins og hafa samband við lækni

tafarlaust.

Fækkun blóðkorna hefur komið í ljós hjá nokkrum sjúklingum (tíðni ekki þekkt). Fækkun blóðkorna

getur aukið næmi fyrir sýkingum, auðveldað myndun marbletta eða valdið þreytu. Ef vart verður

einhverra þessara einkenna skal láta lækninn vita.

Ef merki eru um gröft eða annað sem bendir til húðsýkingar (tíðni ekki þekkt) skaltu ræða það við

lækninn.

Margar aukaverkanir lyfsins stafa af staðbundinni verkun á húðina. Staðbundin viðbrögð í húð geta

verið einkenni um að lyfið verki eins og ætlast er til. Ef húðin þolir kremið illa eða óþægindi af

notkun lyfsins verða of mikil skal hætta notkun kremsins og þvo meðferðarsvæðið með vatni og mildri

sápu. Hafa skal samband við lækni eða lyfjafræðing. Þér gæti verið ráðlagt að gera hlé á meðferðinni

með lyfinu í nokkra daga (þ.e. taka þér stutta hvíld frá meðferðinni).

Greint hefur verið frá eftirfarandi aukaverkunum af imiquimodi:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Roði, hrúður, flögnun húðar, útferð, húðþurrkur, þroti í húð, sár í húð, og vanlitun húðar á

meðferðarsvæðinu.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Frekari viðbrögð á meðferðarsvæðinu, t.d. húðbólga, kláði, verkir, sviði, erting og útbrot

Eitlastækkanir

Höfuðverkur

Sundl

Lystarleysi

Ógleði

Niðurgangur

Uppköst

Flensulík einkenni

Hiti

Verkur

Vöðva- og liðverkir

Brjóstverkur

Svefnleysi

Þreyta

Veirusýking (herpes simplex)

Blóðsykurshækkun

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Breytingar á meðferðarsvæðinu, t.d. blæðingar, lítil bólgin húðsvæði, bólga, náladofi, aukið

snertinæmi, örmyndun, hitatilfinning, fleiður, blöðrur eða graftrarfylltar bólur

Máttleysi

Kuldahrollur

Þróttleysi (drungi)

Óþægindi

Þroti í andliti

Bakverkur

Verkur í útlimum

Nefstífla

Hálssærindi

Erting í augum

Þroti í augnlokum

Þunglyndi

Skapstyggð

Munnþurrkur

Kviðverkir

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Versnun sjálfsofnæmissjúkdóms (sjúkdómur sem er af völdum óeðlilegrar ónæmissvörunar)

Viðbrögð í húð fjarri meðferðarsvæðinu

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Breytingar á húðlit

Hjá sumum sjúklingum hefur orðið breyting á húðlit á svæðinu þar sem Zyclara var borið á. Þó að

þessar breytingar hafi yfirleitt hjaðnað með tímanum, gætu þær orðið varanlegar hjá sumum

sjúklingum.

Hármissir

Hjá örfáum sjúklingum hefur hárlos átt sér stað á meðferðarsvæðinu eða svæðinu umhverfis það.

Hækkuð gildi lifrarensíma

Greint hefur verið frá hækkuðum gildum lifrarensíma.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.

Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Zyclara

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og merkimiðanum á eftir

EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 25 °C.

Ekki á að nota krem úr skammtapoka sem hefur verið notaður áður.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Zyclara inniheldur

Virka innihaldsefnið er imiquimod. Hver skammtapoki inniheldur 9,375 mg af imiquimodi í

250 mg af kremi (100 mg af kremi innihalda 3,75 mg af imiquimodi).

Önnur innihaldsefni eru ísósterínsýra, bensýlalkóhól, cetýlalkóhól, sterýlalkóhól, hvítt, mjúkt

paraffín, pólýsorbat 60, sorbítansterat, glýseról, metýlparahýdroxýbensóat (E 218),

própýlparahýdroxýbensóat (E 216), xantangúmmí og hreinsað vatn (sjá einnig kafla 2 „Zyclara

inniheldur metýlparahýdroxýbensóat, própýlparahýdroxýbensóat, cetýlalkóhól, sterýlalkóhól og

benzýlalkóhól“).

Lýsing á útliti Zyclara og pakkningastærðir

Hver skammtapoki með 3,75% Zyclara kremi inniheldur 250 mg af einsleitu hvítu eða örlítið

gulleitu kremi.

Hver askja inniheldur 14, 28 eða 56 einnota pólýester/hvítu lágþéttni pólýetýlen/álþynnu

skammtapokum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Meda AB

Pipers väg 2A

170 73 Solna

Svíþjóð

Framleiðandi

3M Health Care Limited

Derby Road

Loughborough

Leicestershire

LE11 5SF

Bretland

MEDA Pharma GmbH & Co. KG

Benzstraße 1

61352 Bad Homburg

Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Meda Pharma S.A./N.V.

Chaussée de la Hulpe 166

Terhulpsesteenweg

1170 Brussels

Tél/Tel: +32 (0)2 5 04 08 11

Luxembourg/Luxemburg

Meda Pharma S.A./N.V.

Chaussée de la Hulpe 166

Terhulpsesteenweg

B-1170 Brussels

Belgique / Belgien

Tél/Tel: +32 (0)2 5 04 08 11

България

MEDA Pharmaceuticals Switzerland GmbH

представителство за България

Одрин 71-75

1303 София

Тел: +359 2 4177977

Magyarország

Mylan EPD Kft.

1138 Budapest

Váci út 150

Tel: +36 1 465 2100

Česká republika

MEDA Pharma s.r.o.

Kodaňská 1441 / 46

100 10 Praha 10

Tel: +420 222 004 400

Malta

Alfred Gera and Sons Ltd.

10,Triq il -Masgar

Qormi QRM3217

Tel: +356 21 446205

Danmark

Meda AS

Solvang 8

3450 Allerød

Tlf: +45 44 52 88 88

Nederland

MEDA Pharma B.V.

Krijgsman 20

1186 DM Amstelveen

Tel: +31 (0)20 426 3300

Deutschland

MEDA Pharma GmbH & Co. KG

Benzstraße 1

61352 Bad Homburg

Tel: +49 (0) 6172 888 01

Norge

Meda A/S

Askerveien 61

1384 Asker

Tlf: +47 66 75 33 00

Eesti

Meda Pharma SIA

Liivalaia 13/15

11018 Tallinn

Tel: +372 62 61 025

Österreich

MEDA Pharma GmbH

Guglgasse 15

1110 Wien

Tel: + 43 (0)1 86 390 0

Ελλάδα

MEDA Pharmaceuticals A.E.

Αγίου Δημητρίου 63

17456 Άλιμος

Τηλ: +30 210 6 77 5690

Polska

Meda Pharmaceuticals Sp. z o.o.

ul. Postępu 21B

02-676 Warszawa

Tel: +48 22 546 6400

España

Mylan Pharmaceuticals, S.L.

C/ Plom, 2-4, 5ª planta

08038 - Barcelona

Tel: +34 900 102 712

Portugal

MEDA Pharma - Produtos Farmacêuticos, S.A.

Rua do Centro Cultural, 13

1749-066 Lisboa

Tel: +351 21 842 0300

France

Mylan Medical SAS

40-44 rue Washington

75008 Paris

Tél: +33 (0)1 56 64 10 70

România

BGP PRODUCTS SRL

Reprezentanța Romania

Calea Floreasca nr. 169A

Floreasca Business Park

014459 București

Tel.: +40 372 579 000

Hrvatska

Mylan Hrvatska d.o.o.

Koranska 2

10 000 Zagreb

Tel: +385 1 235 059 90

Slovenija

GSP Proizvodi d.o.o.

Dolenjska cesta 242c

1000 Ljubljana

Tel: +386 1 23 63 180

Ireland

Meda Health Sales Ireland Ltd.

Unit 34/35, Block A,

Dunboyne Business Park,

Dunboyne, Co Meath, Ireland

Tel: +353 1 802 66 24

Slovenská republika

MEDA Pharma spol. s. r.o.

Trnavská cesta 50

821 02 Bratislava

Tel: +421 2 32 199 100

Ísland

Meda AB

Box 906

170 09 Solna

Svíþjóð

Sími: +46 8 630 1900

Suomi/Finland

Meda Oy

Vaisalantie 4/Vaisalavägen 4

02130 Espoo/Esbo

Puh/Tel: +358 20 720 9550

Italia

Meda Pharma S.p.A.

Via Felice Casati, 20

20124 Milano

Tel: +39 039 73901

Sverige

Meda AB

Box 906

170 09 Solna

Tel: +46 (0)8 630 1900

Κύπρος

Χρ.Γ. Παπαλοΐζου Λτδ

Λεωφ. Κιλκίς 35,

2234 Λατσιά

Τηλ. +357 22 49 03 05

United Kingdom

Meda Pharmaceuticals Ltd.

Skyway House

Parsonage Road

Takeley

Bishop´s Stortford

CM22 6PU

Tel.: + 44 845 460 0000

Latvija

Meda Pharma SIA

101 Mūkusalas str.

Rīga LV

1004

Tālr: +371 67616137

Lietuva

Meda Pharma SIA

Žalgirio str. 92, #2

Vilnius LT-09303

Tel. + 370 52059367

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.