Zyban

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Zyban Forðatafla 150 mg
 • Skammtar:
 • 150 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Zyban Forðatafla 150 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 79652759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Zyban 150 mg forðatöflur

Búprópíónhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Zyban og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Zyban

Hvernig nota á Zyban

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Zyban

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Zyban og við hverju það er notað

Zyban er lyf sem hefur verið ávísað til þess að hjálpa þér að hætta að reykja, samhliða

stuðningsmeðferð, svo sem þátttöku í reykleysisnámskeiði.

Zyban er áhrifaríkast ef þú ert staðráðin(n) í að hætta að reykja.

Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi varðandi meðferð og annan stuðning til að hjálpa þér að

hætta.

2.

Áður en byrjað er að nota Zyban

Ekki má nota Zyban

ef um er að ræða ofnæmi

fyrir búprópíóni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú tekur önnur lyf sem innihalda búprópíón

(svo sem

Wellbutrin Retard

, gegn

þunglyndi

ef þú ert með sjúkdóm sem veldur krampaköstum (flogum)

, svo sem

flogaveiki

, eða ef þú

hefur sögu um krampaköst

ef þú ert með átröskun

eða hefur verið með (t.d. lotugræðgi eða lystarstol)

ef þú ert með alvarleg lifrarvandamál

, svo sem

skorpulifur

ef þú ert með heilaæxli

ef þú notar áfengi í óhófi

og ert nýlega hætt(ur) eða ætlar að hætta að drekka meðan þú tekur

Zyban.

ef þú hefur nýlega hætt notkun róandi lyfja eða lyfja gegn kvíða

(einkum

benzódíazepína

eða

svipaðra lyfja), eða ef þú ætlar að hætta notkun þeirra meðan þú tekur Zyban

ef þú ert með geðhvarfasjúkdóm

(öfgakenndar skapsveiflur), vegna þess að Zyban getur

framkallað lotu þessa sjúkdóms

ef þú

tekur lyf við þunglyndi

eða Parkinsons-sjúkdómi, sem nefnast

mónóamínoxidasa-hemlar

(MAO-hemlar), eða hefur tekið síðastliðna 14 daga. Tíminn getur verið styttri fyrir sumar gerðir

MAO-hemla, læknirinn veitir þér ráð.

Ef einhver af ofangreindum atriðum eiga við um þig skaltu ráðfæra þig við lækni án tafar,

án þess að taka Zyban.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Zyban er notað. Það er vegna þess að sumir

sjúkdómar auka líkur á að þú fáir aukaverkanir (

sjá einnig kafla 4

Börn og unglingar

Notkun Zyban er ekki ráðlögð hjá einstaklingum yngri en 18 ára.

Fullorðnir

Krampaköst (flog)

Zyban hefur reynst valda krampaköstum hjá um 1 af hverjum 1.000 einstaklingum. (

Sjá einnig

„Notkun annarra lyfja samhliða Zyban“ síðar í þessum kafla og kafla 4 „Hugsanlegar

aukaverkanir“

). Meiri líkur eru á krampaköstum:

ef þú drekkur reglulega mikið af áfengi

ef þú ert með sykursýki

sem meðhöndluð er með insúlíni eða töflum

ef þú hefur fengið alvarlegan höfuðáverka

eða hefur sögu um slíkan áverka.

Ef eitthvað af þessu á við um þig skaltu ekki taka Zyban nema þú og læknirinn séuð sammála um að

veruleg ástæða sé til þess.

Ef þú færð krampakast (flog) meðan á meðferð stendur:

Hættu að taka Zyban og ekki taka meira af því. Leitaðu til læknisins.

Hætta á aukaverkunum gæti verið meiri hjá þér:

ef þú ert með nýrna- eða lifrarvandamál

ef þú ert eldri en 65 ára

Þú þarft að taka lægri skammt (

sjá kafla 3

) og vera undir nákvæmu eftirliti meðan þú tekur Zyban.

Ef þú hefur átt við geðræn vandamál að stríða

Sumir sem taka Zyban hafa fengið ofskynjanir eða ranghugmyndir (sjá, heyra eða trúa hlutum sem

ekki eru til staðar), ruglhugsanir eða öfgakenndar skapsveiflur. Líklegra er að þessi áhrif komi fram

hjá fólki sem áður hefur átt við geðræn vandamál að stríða.

Ef þú finnur fyrir þunglyndi eða sjálfsvígshugsunum

Sumir verða þunglyndir þegar þeir reyna að hætta að reykja, örsjaldan gæti þeim dottið í hug að fremja

sjálfsvíg, eða gætu reynt slíkt. Þessi einkenni hafa komið fram hjá einstaklingum sem taka Zyban,

oftast á fyrstu vikum meðferðar.

Ef þú finnur fyrir þunglyndi eða hugsar um sjálfsvíg:

Hafðu samband við lækninn eða farðu á sjúkrahús án tafar.

Hár blóðþrýstingur og Zyban

Sumir sem taka Zyban hafa fengið háþrýsting sem þarfnast meðhöndlunar.

Ef þú ert með háþrýsting fyrir getur hann versnað. Líkur á þessu eru meiri ef þú notar einnig

nikótínplástra

til að hjálpa þér að hætta að reykja.

Blóðþrýstingur verður mældur hjá þér

áður en þú tekur Zyban og meðan þú tekur það, einkum ef

þú ert þegar með háan blóðþrýsting. Ef þú notar einnig nikótínplástra þarf að mæla blóðþrýsting hjá

þér vikulega. Ef blóðþrýstingurinn hækkar gætirðu þurft að hætta að taka Zyban.

Notkun annarra lyfja samhliða Zyban

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð, eða

kynnu að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Líkurnar á krampaköstum geta verið meiri en venjulega ef þú tekur:

lyf gegn

þunglyndi

eða

öðrum geðrænum vandamálum

sjá einnig „Ekki má nota Zyban“ í

byrjun kafla 2

teófýllín

við

astma

eða

lungnasjúkdómi

tramadól

, sterkt verkjalyf

lyf gegn

malaríu

örvandi efni

eða önnur lyf til að stýra

þyngd

þinni eða

matarlyst

stera

(nema krem eða áburð við sjúkdómum í augum eða húð)

sýklalyf

sem kallast

kínólónar

sumar tegundir andhistamínlyfja

, sem aðallega eru notuð við ofnæmi, sem geta valdið syfju

lyf við

sykursýki

Ræddu strax við lækninn ef þú tekur eitthvert lyfjanna á þessum lista

, áður en þú tekur

Zyban

(sjá „Sumir þurfa að taka lægri skammta“ í kafla 3

Sum lyf geta haft áhrif á verkun Zyban, eða aukið líkur á því að þú fáir aukaverkanir. Þetta eru

m.a.:

lyf við

þunglyndi

(svo sem desípramín, ímípramín, paroxetín) eða

öðrum geðrænum

vandamálum

(svo sem rísperídón, tíórídazín)

lyf við

Parkinsons-sjúkdómi

(svo sem levódópa, amantadín eða orfenadrín)

karbamazepín

fenýtóín

eða

valpróat

, gegn

flogaveiki

eða sumum

geðrænum vandamálum

krabbameinslyf

(svo sem cýklófosfamíð, ífosfamíð)

tíklópidín

eða

klópídógrel

, einkum notað gegn

hjartasjúkdómum

eða

heilablóðfalli

sumir

beta-blokkar

(svo sem metóprólól), einkum notaðir gegn háum blóðþrýstingi

sum lyf við

hjartsláttaróreglu

(svo sem própafenón, flekaíníð)

rítónavír eða efavírenz

, gegn HIV-sýkingu

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú tekur eitthvert lyfjanna á þessum lista.

Læknirinn mun meta

ávinning og áhættu af töku Zyban hjá þér, eða gæti ákveðið að breyta skömmtum hinna lyfjanna

sem þú tekur.

Zyban getur dregið úr virkni annarra lyfja:

Ef þú tekur tamoxifen til meðferðar við brjóstakrabbameini

Ef þetta á við um þig

skaltu láta lækninn vita. Nauðsynlegt getur reynst að skipta yfir í aðra meðferð

til að hætta reykingum.

Ef þú tekur digoxín vegna hjartasjúkdóms

Ef þetta á við um þig

skaltu láta lækninn vita. Læknirinn gæti íhugað að aðlaga skammtinn af

digoxíni.

Þegar þú hættir að reykja getur þurft að lækka skammta sumra lyfja

Þegar þú reykir geta efnin sem líkaminn tekur upp dregið úr virkni sumra lyfja. Þegar þú hættir að

reykja gæti þurft að lækka skammta þessara lyfja; annars gætir þú fundið fyrir aukaverkunum.

Ef þú tekur önnur lyf skaltu ráðfæra þig við lækninn ef þú verður var/vör við einhver ný einkenni sem

þú heldur að gætu verið aukaverkanir.

Notkun Zyban með áfengi

Sumum finnst þeir verða næmari fyrir áfengi meðan þeir taka Zyban. Læknirinn gæti lagt til að þú

drekkir ekki áfengi meðan þú tekur Zyban, eða reynir að halda neyslu þess í lágmarki.

Ef þú drekkur mikið núna skaltu ekki hætta skyndilega því það gæti valdið hættu á krampakasti.

Áhrif á þvagpróf

Zyban getur haft áhrif á sum þvagpróf til greiningar á öðrum lyfjum. Ef þú þarft að fara í þvagpróf

skaltu láta vita, hjá lækninum eða sjúkrahúsinu, að þú notir Zyban.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki nota Zyban á meðgöngu, ef grunur er um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð

. Leitið ráða

hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Í sumum rannsóknum, en ekki öllum, hefur

verið greint frá aukinni hættu á fæðingargöllum, einkum hjartagöllum, hjá börnum mæðra sem tóku

Zyban. Ekki er vitað hvort þetta er vegna notkunar Zyban.

Innihaldsefnin í Zyban berast í brjóstamjólk. Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en

Zyban er notað.

Akstur og notkun véla

Lyf geta haft áhrif á hæfileikann til að aka bíl eða framkvæma áhættusöm verk vegna verkana sinna

eða aukaverkana. Lesið vandlega upplýsingarnar í fylgiseðlinum. Hafið samband við lækni eða

lyfjafræðing ef þörf er á frekari upplýsingum.

Sumar aukaverkanir Zyban, svo sem svimi, gætu haft áhrif á einbeitingu og dómgreind.

Ekki aka eða stjórna vélum ef þú finnur fyrir slíkum áhrifum.

3.

Hvernig nota á Zyban

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hvenær á að byrja og hve mikið á að taka

Byrjaðu að taka Zyban meðan þú reykir enn.

Veldu dag til að hætta að reykja, helst í annarri vikunni

sem þú tekur lyfið.

Vika 1

Best er að halda áfram

að reykja samhliða töku

Zyban

Dagar 1 til 6

Taktu

eina töflu

(150 mg),

einu sinni á dag

Dagur 7

Auktu skammtinn í

eina töflu tvisvar á dag

með minnst 8 klst. millibili og

ekki rétt fyrir

háttatíma.

Vika 2

Haltu áfram að taka

eina töflu tvisvar á dag

Hættu að reykja í þessari viku,

daginn sem þú valdir

Vikur 3 til 9

Haltu áfram að taka

eina töflu, tvisvar á dag

allt að 9 vikur

Ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja eftir

7 vikur

, mun

læknirinn ráðleggja þér að hætta að taka Zyban.

Þér gæti verið ráðlagt að hætta að taka Zyban smám saman, eftir

7-9 vikur.

Sumir þurfa að taka lægri skammt

... vegna þess að meiri líkur eru á að þeir fái aukaverkanir.

ef þú ert eldri en 65 ára

ef þú ert með lifrar- eða nýrnasjúkdóm

ef hætta á krampaköstum er aukin hjá þér (sjá „

Varnaðarorð og varúðarreglur“ og „Notkun

annarra lyfja samhliða Zyban“ í kafla 2

er ráðlagður hámarksskammtur hjá þér

ein 150 mg tafla einu sinni á dag.

Hvernig á að taka töflurnar

Taktu Zyban töflurnar með minnst 8 klst. millibili. Ekki taka Zyban rétt fyrir háttatíma

- það

gæti valdið erfiðleikum með svefn.

Þú mátt taka Zyban með eða án fæðu.

Kyngdu Zyban töflunum heilum

. Ekki tyggja þær, mylja þær eða skipta þeim - ef þú gerir það losnar

lyfið of hratt út í líkamann. Það eykur líkur á að þú fáir aukaverkanir, þ.m.t. krampaköst.

Ef tekinn er stærri skammtur af Zyban en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef þú tekur of margar töflur eru meiri líkur á að þú fáir krampakast eða aðrar aukaverkanir.

Ekki bíða.

Hafðu strax samband við lækninn eða bráðamóttöku næsta sjúkrahúss.

Ef gleymist að taka Zyban

Ef þú gleymir skammti, bíddu og taktu næstu töflu á venjulegum tíma.

Ekki á að tvöfalda skammt

til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Zyban

Þú gætir þurft að taka Zyban í allt að 7 vikur til að ná fullri verkun.

Ekki hætta að nota Zyban án þess að ræða fyrst við lækninn

. Þú gætir þurft að lækka skammtinn

smám saman.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Krampaköst (flog)

Um það bil 1 af hverjum 1.000 einstaklingum sem taka Zyban getur átt á hættu að fá krampakast.

Einkenni krampakasts

eru m.a. krampar og yfirleitt meðvitundartap. Þeir sem hafa fengið krampa

geta verið ruglaðir á eftir og muna jafnvel ekki hvað gerðist.

Líkurnar á því að þú fáir krampakast eru meiri ef þú tekur of mikið, ef þú tekur tiltekin önnur lyf eða

ef meiri hætta en almennt gerist er á að þú fáir krampakast (

sjá kafla 2

Ef þú færð krampakast,

láttu lækninn vita þegar þú hefur náð þér.

Ekki taka meira Zyban.

Ofnæmisviðbrögð

Í mjög sjaldgæfum tilvikum (allt að 1 af 1.000) geta komið fram ofnæmisviðbrögð við Zyban,

hugsanlega alvarleg. Einkenni ofnæmisviðbragða eru:

útbrot (þ.m.t. útbrot með kláða eða blöðrum). Sum húðútbrot getur þurft að meðhöndla á

sjúkrahúsi, einkum ef þú hefur einnig eymsli í munni eða augum.

óvenjulegt blísturshljóð eða öndunarörðugleikar.

þroti í augnlokum, vörum eða tungu.

verkir í vöðvum eða liðum.

yfirlið eða meðvitundarleysi.

Ef þú færð einhver einkenni um ofnæmisviðbrögð, hafðu strax samband við lækni. Ekki

taka fleiri töflur.

Mjög algengar aukaverkanir

Þær geta komið fyrir hjá

fleiri en einum af hverjum 10

einstaklingum:

erfiðleikar með svefn (gættu þess að taka ekki Zyban rétt fyrir háttatíma)

Algengar aukaverkanir

Þær geta komið fyrir hjá

allt að einum af hverjum 10

einstaklingum:

þunglyndi (

sjá einnig „Varnaðarorð og varúðarreglur“ í kafla 2

kvíða- eða óróatilfinning

einbeitingarerfiðleikar

skjálfti

höfuðverkur

ógleði, uppköst

magaverkir eða aðrar meltingartruflanir (svo sem hægðatregða), breytt bragðskyn, munnþurrkur

hiti, sundl/svimi, svitamyndun, húðútbrot (stundum vegna ofnæmisviðbragða), kláði.

Sjaldgæfar aukaverkanir

Þær geta komið fyrir hjá

allt að

einum af hverjum 100

einstaklingum:

eyrnasuð, sjóntruflanir

hækkaður blóðþrýstingur (stundum verulega), andlitsroði

lystarleysi

máttleysi

brjóstverkur

rugl

hraður hjartsláttur.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

Þær geta komið fyrir hjá

allt að einum af hverjum 1.000

einstaklingum:

krampaköst (sjá í upphafi kaflans)

kippir, vöðvastífleiki, ósjálfráðar hreyfingar, erfiðleikar við að ganga og samhæfa hreyfingar

hreyfiglöp

hjartsláttarónot

yfirlið, yfirliðstilfinning þegar staðið er skyndilega á fætur, vegna blóðþrýstingsfalls

pirringur eða óvild; undarlegir draumar (þ.m.t. martraðir)

minnisleysi

náladofi eða dofi

alvarleg ofnæmisviðbrögð; útbrot ásamt lið- og vöðvaverkjum (

sjá í upphafi kaflans

meiri eða minni þvaglát en venjulega

alvarleg útbrot sem geta komið fram í munni eða öðrum hlutum líkamans og geta verið

lífshættuleg

psóríasis getur versnað (þykkir rauðir húðflekkir)

húð eða hvíta augna geta orðið gul (gula), hækkun lifrarensíma, lifrarbólga

breytingar á blóðsykursgildum

óraunveruleikatilfinning eða sjálfshvarf; ofskynjanir.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

Þær geta komið fyrir hjá

allt að einum af hverjum 10.000

einstaklingum:

eirðarleysi, árásargirni

að skynja eða trúa á hluti sem ekki eru til staðar (

ranghugmyndir

); óeðlileg tortryggni

(vænisýki).

Þvagleki (ósjálfráð þvaglát)

Aðrar aukaverkanir

Aðrar aukaverkanir hafa komið fram hjá fáum einstaklingum, en tíðni þeirra er ekki þekkt.

hugmyndir um að skaða sig eða fremja sjálfsvíg meðan á töku Zyban stendur eða stuttu eftir að

meðferð er hætt (sjá kafla 2 „

Áður en byrjað er að nota Zyban“

). Ef þú færð svona hugmyndir

skaltu

hafa samband við lækninn eða fara á sjúkrahús án tafar.

að missa tengsl við raunveruleikann og geta ekki hugsað skýrt

(geðrof);

önnur einkenni geta verið

ofskynjanir og/eða ranghugmyndir.

fækkun rauðra blóðkorna (blóðleysi), fækkun hvítra blóðkorna (hvítkornafæð) og fækkun

blóðflagna (blóðflagnafæð).

Lækkun á natríum í blóði (blóðnatríumlækkun)

Áhrif þess að hætta að reykja

Þeir sem hætta að reykja fá oft fráhvarfseinkenni af völdum nikótíns. Þetta getur einnig haft áhrif á þá

sem taka Zyban. Einkenni nikótínfráhvarfs eru m.a.:

erfiðleikar með svefn

skjálfti eða svitamyndun

kvíði, æsingur eða þunglyndi, stundum ásamt sjálfsvígshugsunum.

Ræddu við lækninn

ef þú hefur áhyggjur af líðan þinni.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Zyban

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið lyfið við lægri hita en 25°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Zyban inniheldur

Hver tafla inniheldur 150 mg af virka efninu, búprópíónhýdróklóríði.

Önnur innihaldsefni eru: Töflukjarni: örkristallaður sellulósi, hýprómellósi,

cýsteinhýdróklóríðeinhýdrat, magnesíumsterat. Töfluhúð: hýprómellósi, makrógól 400, títantvíoxíð

(E171), carnaubavax. Prentblek: hýprómellósi, svart járnoxíð (E172).

Lýsing á útliti Zyban og pakkningastærðir

Zyban 150 mg töflur eru hvítar, filmuhúðaðar, tvíkúptar, kringlóttar töflur, merktar „GX CH7“ á

annarri hliðinni. Þær fást í öskjum sem innihalda þynnur með 30, 40, 50, 60 eða 100 töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

GlaxoSmithKline Pharma A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi

Glaxo Wellcome SA, Avenida de Extremadura, 3, 09400 Aranda de Duero, Burgos, Spáni.

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími: 535-7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Zyban

: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland,

Ísland, Ítalía, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Svíþjóð, Þýskaland.

Zyntabac:

Holland, Spánn

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í október 2017.