Zutectra

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Zutectra
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Zutectra
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Ónæmiskerfið sera og mótefni,
 • Lækningarsvæði:
 • Bólusetningu, Óvirka, Lifrarbólgu B, Lifrarígræðslu
 • Ábendingar:
 • Fyrirbyggja lifrarbólgu B veira (HBV) aftur sýkingu í HBsAg og HBV-DNA neikvæð fullorðinn sjúklingar að minnsta kosti einn viku eftir lifrarígræðslu fyrir lifrarbólgu B völdum lifrarbilun. Afbrigði HBV-DNA ætti að vera staðfest innan síðustu 3 mánaða fyrir OLT. Sjúklingar ættu að vera HBsAg neikvæðar áður en meðferð hefst. Samhliða nota af fullnægjandi virostatic lyf ætti að vera talin standard lifrarbólgu B aftur sýkingu fyrirbyggja.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 12

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/001089
 • Leyfisdagur:
 • 29-11-2009
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/001089
 • Síðasta uppfærsla:
 • 29-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Zutectra 500 a.e. stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Lifrarbólgu B ónæmisglóbúlín úr mönnum

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Zutectra og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Zutectra

Hvernig nota á Zutectra

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Zutectra

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hvernig umsjónaraðili eða einstaklingurinn sjálfur sprauta Zutectra

1.

Upplýsingar um Zutectra og við hverju það er notað

Upplýsingar um Zutectra

Zutectra inniheldur mótefni gegn lifrarbólguveiru B sem eru varnarefni líkamans og veita vernd gegn

lifrarbólgu B. Lifrarbólga B er af völdum lifrarbólguveiru B.

Við hverju Zutectra er notað

Zutectra er notað til þess að koma í veg fyrir endursýkingu af völdum lifrarbólgu B hjá fullorðnum

einstaklingum sem hafa fengið lifrarígræðslu fyrir minnst 1 viku síðan eftir lifrarbilun af völdum

lifrarbólgu B.

2.

Áður en byrjað er að nota Zutectra

Ekki má nota Zutectra

ef þú ert með ofnæmi fyrir ónæmisgóbúlíni úr mönnum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Ofnæmisviðbrögð geta meðal annars verið skyndileg önghljóð, öndunarörðugleikar, hraður púls, þroti

í augnlokum, andliti, vörum, hálsi eða tungu, útbrot eða kláði.

Zutectra er aðeins ætlað til inndælingar undir húð. Inndæling í bláæð eða æð getur valdið

ofnæmislosti.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Látið lækninn eða heilbrigðisstarfsmann vita áður en meðferð hefst

ef þér hefur verið sagt að þú sért með mótefni gegn ónæmisglóbúlínum af gerð IgA í blóðinu.

Þetta kemur örsjaldan fyrir en getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

Þú gætir verið með ofnæmi fyrir ónæmisglóbúlínum

(mótefnum) án þess að vita það, jafnvel þó þú

hafir þolað fyrri meðferðir með ónæmisgóbúlínum úr mönnum. Einkum ef þú hefur ekki nægilegt

magn af ónæmisglóbúlínum af gerð IgA í blóðinu, getur það valdið ofnæmisviðbrögðum eins og

skyndilegu blóðþrýstingsfalli eða losti.

Það verður haft náið eftirlit með þér meðan fyrsta inndæling með Zutectra

á sér stað

og stuttu

eftir að henni lýkur

til að tryggja að þú fáir ekki aukaverkanir. Ef þú færð ofnæmisviðbrögð vegna

Zutectra verður inndælingin stöðvuð tafarlaust. Látið lækninn eða heilbrigðisstarfsmann vita tafarlaust

ef vart verður við einhver viðbrögð meðan á inndælingu með Zutectra stendur.

Ef þú ert jákvæð(ur) hvað varðar yfirborða mótefnavaka lifrarbólgu B veiru

færðu ekki Zutectra

þar sem enginn ávinningur er af lyfjagjöfinni fyrir þig. Læknirinn mun útskýra þetta fyrir þér.

Til að tryggja öryggi þitt

verður haft reglulega eftirlit með þér með tilliti til mótefnastyrks.

Hugsanlegar truflanir á blóðrannsóknum

Zutectra getur hugsanlega haft áhrif á tilteknar blóðrannsóknir (sermispróf). Látið lækninn vita um

meðferð með Zutectra áður en blóðrannsóknir eru framkvæmdar.

Upplýsingar um upphafsefni Zutectra og möguleiki á sýklasmiti:

Upphafsefnið, eða það sem Zutectra er framleitt úr, er blóðvökvi úr mönnum (sá hluti blóðsins sem er

vökvi).

Þegar lyf eru framleidd úr blóði eða blóðvökva manna eru gerðar tilteknar ráðstafanir til að hindra að

sýkingar berist í sjúklinga. Slíkar ráðstafanir eru m.a. eftirfarandi:

vandlegt val á blóð– og blóðvökvagjöfum til að útiloka hættu á smiti

og

prófun hverrar gjafar og blóðvökvasafna með tilliti til veira/sýkinga.

Lyfjaframleiðendur sjá einnig um skref í vinnslu blóðs eða blóðvökva sem eiga að stöðva virkni veira

eða eyða þeim. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir er ekki hægt að útiloka algjörlega að sýking berist þegar

gefin eru lyf sem framleidd eru úr blóði eða blóðvökva úr mönnum. Þetta á einnig við um áður

óþekktar veirur og aðra sýkingarvalda.

Þær ráðstafanir sem gerðar eru teljast öruggar hvað varðar hjúpaðar veirur svo sem alnæmisveiru

(HIV), lifrarbólguveiru B og lifrarbólguveiru C og lifrarbólguveiru A sem er ekki hjúpuð. Hugsanlegt

er að þessar ráðstafanir hafi takmarkað gildi gegn óhjúpuðum veirum eins og parvóveiru B19

(orsakavaldur Ringel rubella).

Ónæmisglóbúlín eins og Zutectra hafa ekki tengst sýkingu af völdum lifrarbólgu A eða parvóveiru

B19, hugsanlega vegna þess að mótefni gegn þessum sýkingum sem er að finna í lyfinu veita vörn.

Eindregið er mælt með því að skrá

heiti og

lotunúmer lyfsins

í hvert skipti sem Zutectra er notað

(bæði á sjúkrahúsi og í heimameðferð), til að halda skrá yfir þær lotur sem eru notaðar.

Notkun annarra lyfja samhliða Zutectra

Látið lækninn eða heilbrigðisstarfsmann vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð.

Bólusetningar

Zutectra getur dregið úr verkun tiltekinna bóluefna (mislingar, rauðir hundar, hettusótt, hlaupabóla) í

allt að 3 mánuði.

Þú þarft hugsanlega að bíða minnst 3 mánuði eftir síðustu inndælingu með Zutectra þar til þú getur

fengið lifandi, veikluð bóluefni.

Látið lækninn vita um meðferð með Zutectra fyrir bólusetningu.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Zutectra hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Zutectra

Zutectra er ætlað til

inndælingar

undir

húð

. Innihald einnar sprautu er einnota. Sprautið ekki í æð.

Í flestum tilfellum mun læknir eða hjúkrunarfræðingur gefa inndælinguna. Ef þú hefur hins vegar

nægilegt magn mótefna og færð fasta skammtastærð getur þú eða umsjónarmaður þinn fengið þjálfun

til að gefa inndælinguna heima við (sjá hér á eftir).

Hvað varðar skráningu inndælinga með Zutectra er eindregið mælt með því að meðferðardagbókin sé

notuð. Læknirinn mun útskýra fyrir þér hvernig ber að nota hana.

Hægt er að ákvarða og aðlaga skammtinn frá 500 a.e. í allt að 1.000 a.e. (í einstaka tilvikum í allt að

1.500 a.e.) vikulega eða á tveggja vikna fresti. Skammturinn fer eftir ástandi þínu og læknirinn mun

fylgjast reglulega með ástandi þínu og segja þér hve mikið þú þarft að nota af Zutectra og hversu oft.

Að sprauta sig sjálfur eða fá umsjónarmann til þess

Þú getur sprautað sjálfa(n) þig með Zutectra án aðstoðar læknis ef hann hefur veitt þér þjálfun til þess.

Ef þú notar Zutectra

sjálf(ur) skaltu

lesa vandlega leiðbeiningarnar í kaflanum „Hvernig

umsjónaraðili eða einstaklingurinn sjálfur sprauta Zutectra“.

Zutectra þarf að ná stofuhita (u.þ.b. 23°C-27°C) fyrir notkun.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður af Zutectra

Ekki er vitað um neinar afleiðingar ofskömmtunar. Hins vegar, ef þú hefur notað meira af Zutectra en

skammtinn sem þér var ávísaður skaltu hafa tafarlaust samband við lækninn, heilbrigðisstarfsmann eða

lyfjafræðing til að fá ráðleggingar.

Ef gleymist að nota Zutectra

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp inndælingu sem gleymst hefur. Ræddu við lækninn um

umsjón með skammtinum. Læknirinn mun segja þér hve mikið þú þarft að nota af Zutectra og hversu

oft.

Gakktu úr skugga um að þú notir Zutectra samkvæmt ávísun og fyrirmælum læknis til að koma

í veg fyrir endursýkingu af völdum lifrarbólgu B.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Flestar aukaverkanir sem fram komu með Zutectra voru vægar til miðlungi alvarlegar. Í örfáum

tilvikum geta eðlileg ónæmisglóbúlín úr mönnum valdið alvarlegum ofnæmisviðbrögðum.

Ef vart verður við einhver eftirfarandi aukaverkana skal stöðva inndælinguna og láta lækninn

vita tafarlaust:

útbrot,

kláði,

önghljóð,

öndunarörðugleikar,

þroti í augnlokum, andliti, vörum, hálsi eða tungu,

lágur blóðþrýstingur, hraður púls

Þetta geta verið ofnæmisviðbrögð eða alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmislost).

Ef aukaverkun kemur fram eftir inndælinguna skal láta lækninn vita tafarlaust.

Tilkynnt hefur verið um eftirfarandi aukaverkanir með Zutectra:

Algengar

(geta komið fram hjá allt að 1 af 10 einstaklingum):

aukaverkanir á stungustað: verkur, ofsakláði á stungustað, margúll (söfnun blóðs í vef undir

húð), roði í húð (roði)

Sjaldgæfar

(geta komið fram hjá allt að 1 af 100 einstaklingum):

höfuðverkur

verkur í efri hluta kviðar (frá brjóstkassa að nafla)

Auk þess hefur verið tilkynnt um einstök tilvik um:

þreytutilfinningu (þreytu)

háan blóðþrýsting (háþrýsting)

bólgu í nefi og hálsi (nefkoksbólgu)

vöðvakrampa

ofnæmisviðbrögð (ofnæmi)

óeðlilegan hjartslátt (hjartsláttarónot)

kláða, útbrot

verk í munni og hálsi

Einnig hefur verið tilkynnt um eftirfarandi einkenni í samhengi við önnur ónæmisglóbúlínlyf úr

mönnum:

kuldahrollur

höfuðverkur

sundl

hiti

uppköst

væg ofnæmisviðbrögð

ógleði

liðverkir

lágur blóðþrýstingur

miðlungs alvarlegur verkur í mjóbaki

Eftirfarandi staðbundin viðbrögð geta komið fram aukaverkanir á stungustað: þroti, eymsli, roði,

hörðnun húðar, staðbundinn hiti, kláði, mar og útbrot.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, heilbrigðisstarfsmann eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir

beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Zutectra

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á ytri umbúðunum og áletrun sprautu á

eftir Fyrnist.

Geymið og flytjið í kæli (2°C-8°C).

Má ekki frjósa.

Geymið ílátið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Gefa skal lausnina tafarlaust eftir að sprautan er opnuð.

Ekki skal nota Zutectra ef vart verður við að lausnin sé skýjuð eða innihaldi agnir.

Farga skal öllum lyfjaleifum eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. Þegar inndælingu er lokið skal

farga öllum nálum, sprautum og tómum glösum tafarlaust í ílátið sem þér var fengið fyrir oddhvöss

áhöld.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Zutectra

Virka innihaldsefnið

er lifrarbólgu B ónæmisglóbúlín úr mönnum, 500 a.e./ml.

Zutectra inniheldur 150 mg/ml af blóðvökvapróteini úr mönnum, þar af er minnst 96 %

ónæmisglóbúlín G (IgG). Hámarksmagn ónæmisglóbúlíns A (IgA) er 6.000 míkrógrömm/ml.

Önnur innihaldsefni

eru glýsín og vatn fyrir stungulyf.

Útlit Zutectra og pakkningastærðir

Zutectra fæst sem stungulyf, lausn og kemur fyrir í áfylltum sprautum (500 a.e./ml – pakkningastærðir

með 5 einingum í þynnupakkningu). Litur lausnarinnar er ýmist litlaus, fölgulur eða ljósbrúnn.

Ein áfyllt sprauta með 1 ml af Zutectra inniheldur 500 a.e. Zutectra fæst í pakkningastærðum með 5

áfylltum sprautum sem hver er í þynnupakkningu.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Biotest Pharma GmbH

Landsteinerstrasse 5

D–63303 Dreieich

Þýskaland

Sími: + 49 6103 801–0

Fax: + 49 6103 801–150

Email: mail@biotest.com

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Infarama bvba

Costermansstede 1

B-1850 Grimbergen

Tél/Tel: + 32 22709522

Lietuva

Biotest AG

Landsteinerstrasse 5

D-63303 Dreieich

Tel: + 49 6103 801-0

България

АНТИСЕЛ Братя Селидис България ООД

Luxembourg/Luxemburg

Biotest AG

Ул. „Свети Иван Рилски” 33-35

София 1606

Teл.: + 359 2 953 1224

Landsteinerstr. 5

D-63303 Dreieich

Tél/Tel: + 49 6103 801-0

Česká republika

Reg-Pharm spol.s.r.o.

Fialková 45

CZ-10600 Praha 10

Tel: + 420 2 7265 4004

Magyarország

Biotest Hungaria Kft.

Torbágy u. 15/A

H-2045 Törökbálint

Tel.: + 36 23 511 311

Danmark

Unimedic Pharma AB

Box 6216

SE-102 34 Stockholm

Tlf:+ 46 10 130 99 80

Malta

Rodel Ltd

55, Ravina

Triq ir-Russett

MT-Kappara SGN 4432

Tel: + 356 27 386221

Deutschland

Biotest AG

Landsteinerstrasse 5

D-63303 Dreieich

Tel: + 49 6103 801-0

Nederland

Infarama bvba

Costermansstede 1

B-1850 Grimbergen

Tel: + 32 22709522

Eesti

Biotest AG

Landsteinerstrasse 5

D-63303 Dreieich

Tel: + 49 6103 801-0

Norge

Unimedic Pharma AB

Box 6216

SE-102 34 Stockholm

Tlf:+ 46 10 130 99 80

Ελλάδα

Biotest AG

Landsteinerstrasse 5

D-63303 Dreieich

Τηλ: + 49 6103 801-0

Österreich

Biotest Austria GmbH

Einsiedlergasse 58

A-1050 Wien

Tel: + 43 1 545 15 61-0

España

Biotest Medical, S.L.U.

C/Frederic Mompou, 5 – 6° 3

ES-08960 Sant Just Desvern

Barcelona

Tel: + 34 935 952 661

Polska

Nobipharm Sp. Z.o.o.

ul Rydygiera 8

PL–01-793 Warszawa

Tel.: + 48 22 8322638

France

Biotest AG

Landsteinerstrasse 5

D-63303 Dreieich

Tél: 00800 98832872

Portugal

SPCare Especialidades Farmacêuticas, Lda

Rua Luciano Cordeiro, nº 123, 1º dto.

PT-1050 139 Lisboa

Tel: + 351 21 193 14 20

Hrvatska

Bonifarm d.o.o.

Hondlova 2/10

10 000 Zagreb

Hrvatska

Tel: +385 1 4573 398

România

Besmax Pharmaceutical Distribution S.R.L.

61A Drumul Plaiul Sarului Street, Room 5

013982 Bucharest, District 1 – RO

Tel: + 40 743 207 205

Ireland

Aquilant Pharmaceuticals

United Drug House, Magna Drive, Magna

Business Park,

Citywest Road

IRL-Dublin 24

Tel: + 353 1 404 8344

Slovenija

Lab Consulting d.o.o.

Ljubljanska cesta 13 B

1236 Trzin

Tel: + 386 1 830 80 50

Ísland

Biotest AG

Landsteinerstrasse 5

D-63303 Dreieich

Sími: + 49 6103 801-0

Slovenská republika

Reg-Pharm spol.s.r.o.

Fialková 45

CZ-10600 Praha 10

Tel: + 420 2 7265 4004

Italia

Biotest Italia S.r.l.

Via Leonardo da Vinci 43

I-20090 Trezzano sul Naviglio

Tel: + 39 02 4844 2951

Suomi/Finland

Unimedic Pharma AB

Box 6216

SE-102 34 Stockholm

Puh/Tel: + 46 10 130 99 80

Κύπρος

ΑΚΗΣ ΠΑΝΑΓΙΩΤΟΥ & ΥΙΟΣ ΛΤΔ

Γ. ΚΡΑΝΙΔΙΩΤΗ

Τ. Θ. 22578 1522 ΛΕΥΚΩΣΙΑ

Κ Υ Π Ρ Ο Σ

Τηλ: + 357 22 611 038

Sverige

Unimedic Pharma AB

Box 6216

SE-102 34 Stockholm

Tel: + 46 10 130 99 80

Latvija

Biotest AG

Landsteinerstrasse 5

D-63303 Dreieich

Tel: + 49 6103 801-0

United Kingdom

Biotest (UK) Ltd.

First Floor, Park Point, 17 High Street,

Longbridge

Birmingham B31 2UQ –UK

Tel: + 44 121 733 3393

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

7.

Hvernig umsjónaraðili eða einstaklingurinn sjálfur sprauta Zutectra

Eftirfarandi leiðbeiningar eru til þess ætlaðar að útskýra hvernig eigi að sprauta Zutectra. Lestu

leiðbeiningarnar vandlega og fylgdu þeim skref fyrir skref. Læknirinn eða aðstoðarmaður hans mun

kenna þér að nota lyfið.

Ekki reyna að sprauta Zutectra fyrr en þú ert viss um að þú skiljir hvernig á að undirbúa lausnina til

inndælingar og sprauta henni.

Almennar upplýsingar:

Geymdu sprauturnar og búnað til að farga sprautum þar sem börn ná ekki til; læstu birgðirnar

inni ef mögulegt er.

Reyndu að framkvæma inndælinguna á sama tíma á hverjum degi. Þetta gerir þér auðveldara

fyrir að muna eftir henni.

Athugaðu alltaf skammtastærðina tvisvar.

Lausnin þarf að ná stofuhita fyrir notkun.

Opnaðu ekki sprautu fyrr en kemur að inndælingu. Inndælingin á að fara fram tafarlaust eftir að

sprautan er opnuð.

Litur lausnarinnar getur ýmist verið tær, fölgulur eða ljósbrúnn. Ekki skal nota lausnir sem eru

skýjaðar eða innihalda agnir.

Ekki má blanda lyfinu við önnur lyf.

Áður en inndæling fer fram:

1.

Þvoðu þér um hendurnar. Mikilvægt er að hendur þínar og áhöldin sem þú notar séu eins hrein og

mögulegt er.

2.

Taktu til allt sem þú þarft fyrirfram. Finndu hreinan stað þar sem þú getur dreift úr öllum

áhöldunum sem þú þarft að nota:

tvær sprittþurrkur,

ein sprauta með Zutectra,

ein nál sem hentar til inndælingar undir húð.

Athugið að sprittþurrkur og nálar fylgja ekki pakkningunni og þú þarft að útvega þér slíkt sjálf(ur).

3.

Áður en þú undirbýrð inndælinguna skaltu ákveða hvar þú ætlar að sprauta þig. Þú skalt sprauta

Zutectra í fitulagið milli húðar og vöðva (u.þ.b. 8 til 12 mm undir húðinni). Best er að sprauta sig þar

sem húðin er laus og mjúk, t.d. í kvið, handlegg, læri eða þjóhnappa og fjarri liðum, taugum og

beinum.

Mikilvægt:

Ekki nota staði þar sem vart verður við hnúða, ójöfnur, fasta hnúta, eymsli eða svæði þar

sem eru litabreytingar, dældir með hrúðri eða þar sem sár eru á húð. Ræddu þessa eða aðra óvenjulega

kvilla við lækninn eða heilbrigðisstarfsmann. Skipta skal um stungustað við hverja inndælingu. Ef

erfitt er að ná til tiltekinna svæða gætir þú þurft að biðja umsjónarmann um aðstoð við inndælingar á

þeim svæðum.

4.

Undirbúðu Zutectra sprautuna:

Taktu sprautuna úr pakkningunni.

Skoðaðu lausnina vandlega. Hún á að vera tær og

laus við agnir. Ef litabreyting er á lausninni, hún

skýjuð eða inniheldur agnir skal fleygja henni og

byrja aftur með nýrri sprautu.

Fjarlægðu hlífðarlokið af sprautunni.

Taktu nálina úr sæfðu pakkningunni og festu

nálina á sprautuna.

5.

Fjarlægðu loftbólur sem hugsanlega eru til staðar í sprautunni.

Haltu sprautunni þannig að nálin vísi upp á við

og sláðu í sprautunna létt með fingrunum þar til

loftið safnast saman næst oddinum. Þrýstu

varlega á bulluna þar til loftbólurnar hverfa.

Inndæling

1.

Veldu svæðið þar sem þú ætlar að sprauta þig og skráðu það í dagbókina.

Kviður (magi): Ekki nota svæðið sem er innan við

2,5 cm frá naflanum. Forðastu að nota beltissvæðið

þar sem núningur getur ert stungustaðinn. Forðastu

ör eftir skurðaðgerð. Þetta er líklega sá staður þar

sem auðveldast er að sprauta sig sjálfur.

Læri:

Notaðu miðlæg og ytri svæði þar sem þú

getur klipið í vef. Líklegt er að þú sért með meiri

fituvef nær mjöðminni og fjær hnénu.

Handleggir:

Nota skal aftari hluta upphandleggs.

Það er erfitt að klípa í vef og sprauta Zutectra

sjálf(ur) á þessum stað. Ef þú velur að sprauta þig

sjálf(ur) í handlegg skaltu reyna að klípa í vefinn

með því að leggja upphandlegginn yfir stólbak eða

skorða hann upp við vegg. Það er miklu auðveldara

fyrir einhvern annan að sprauta í þennan stað ef þú

þarft á hjálp að halda.

Þjóhnappar:

Notaðu hvaða svæði sem er þar sem

þú getur klipið í vef. Það er erfiðara að sprauta sig

sjálf(ur) í þennan stað. Reyndu að standa fyrir

framan spegil til að finna staðinn eða biddu

umsjónarmanninn að sprauta þig.

Mikilvægt er að skipta um (með hringrás) stungustaði

. Þetta viðheldur húðinni mjúkri og auðveldar

jafnt frásog lyfsins. Þegar skipt er um stað á að byrja á einum stað og nota alla stungustaði áður en

fyrsti stungustaðurinn er notaður aftur. Síðan skal hefja hringrásina á ný. Það getur hjálpað að halda

skrá yfir staðsetningu síðustu inndælingar til að forðast rugling.

Lyfjagjöf í læri fer fram eins og fram kemur á eftirfarandi myndum:

2.

Þurrkaðu svæðið með sprittþurrku. Láttu svæðið

þorna af sjálfu sér.

3.

Klíptu varlega í húðina kringum sótthreinsaðan

stungustaðinn (til að lyfta henni aðeins upp) og

þrýstu nálinni inn í húðina með snöggri og öruggri

hreyfingu við 45 til 90 horn. Sprautaðu undir húðina

samkvæmt fyrirmælum læknis eða

hjúkrunarfræðings.

4.

Sprautaðu vökvanum með því að þrýsta varlega á

bulluna. Gefðu þér nægan tíma til að sprauta allri

lausninni þar til sprautan er tóm.

5.

Dragðu nálina svo tafarlaust út og slepptu húðinni.

6.

Hreinsaðu stungustaðinn með því að þurrka hann

með hringlaga hreyfingum með sprittþurrku.

Farga skal öllum notuðum áhöldum

Þegar inndælingu er lokið skal farga öllum nálum og tómum glerílátum tafarlaust í ílát sem ætlað er

fyrir oddhvöss áhöld.