Zulvac 1+8 Bovis

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Zulvac 1+8 Bovis
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Zulvac 1+8 Bovis
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Nautgripir
 • Lækningarsvæði:
 • Óvirkt veiru bóluefni, bluetongue veira, Ónæmislyf, Ónæmislyf fyrir bovidae, Nautgripir
 • Ábendingar:
 • Virk ónæmisaðgerð nautgripa frá 3 mánaða aldri til að koma í veg fyrir veirumlækkun vegna blátunguveiru (BTV), sermisgerð 1 og 8. * (Hjólreiðar gildi (Ct) ≥ 36 með fullgiltri RT-PCR aðferð, sem gefur til kynna að ekki sé til staðar veiruþáttur).
 • Vörulýsing:
 • Revision: 6

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/V/C/002473
 • Leyfisdagur:
 • 08-03-2012
 • EMEA númer:
 • EMEA/V/C/002473
 • Síðasta uppfærsla:
 • 09-05-2020

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

FYLGISEÐILL:

Zulvac 1+8 Bovis

Stungulyf, dreifa, fyrir nautgripi

1.

HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi

Zoetis Belgium SA

Rue Laid Burniat 1

1348 Louvain-la-Neuve

BELGÍA

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:

Zoetis Manufacturing & Research Spain, S.L.

Ctra. Camprodón s/n "la Riba"

17813 Vall de Bianya

Girona

SPÁNN

2.

HEITI DÝRALYFS

Zulvac 1+8 Bovis stungulyf, dreifa, fyrir nautgripi

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Hver 2 ml skammtur inniheldur:

Virk(t) innihaldsefni:

Óvirkjuð blátunguveira, sermisgerð 1, stofn BTV-1/ALG2006/01 E1

Óvirkjuð blátunguveira, sermisgerð 8, stofn BTV-8/BEL2006/02

*RP (Relative Potency) = hlutfallsleg virkni mæld með virkniprófi hjá músum samanborið við

viðmiðunarbóluefni sem sýnt hefur verið fram á að sé virkt í nautgripum.

Ónæmisglæðir:

Álhýdroxíð

4 mg (Al

Sapónín

1 mg

Hjálparefni:

Tíómersal

0,2 mg

4.

ÁBENDING(AR)

Til virkrar ónæmingar hjá nautgripum frá 3 mánaða aldri til að koma í veg fyrir* veirusýkingu í blóði

af völdum blátunguveiru (BTV) af sermisgerðum 1 og 8.

*(Cycling value (Ct)

36 samkvæmt gildaðri RT-PCR-aðferð (Real-Time Polymerase Chain Reaction

Method), sem bendir til þess að ekkert veiruerfðaefni sé fyrir hendi).

Upphaf ónæmis: 21 degi eftir að grunnbólusetningu er lokið.

Lengd ónæmis: 12 mánuðir eftir að grunnbólusetningu er lokið.

5.

FRÁBENDINGAR

Engar.

6.

AUKAVERKANIR

Í vettvangsrannsóknum á öryggi bóluefnisins (field safety studies) var algengt að endaþarmshiti

hækkaði tímabundið um 2,7°C að hámarki, á fyrstu 48 klukkustundunum eftir bólusetningu.

Í vettvangsrannsóknum á öryggi bóluefnisins var mjög algengt að sjá viðbrögð á stungustað < 2 cm að

þvermáli, á meðan algengt var að sjá viðbrögð við stökum skammti allt að 5 cm að þvermáli. Þau voru

horfin innan 25 daga að hámarki. Viðbrögð á stungustað geta aukist lítillega eftir gjöf annars skammts

og geta staðið yfir í allt að 15 daga. Viðbrögð á stungustað sem námu allt að 5 cm að þvermáli voru

mjög algeng og viðbrögð á stungustað > 5 cm í þvermál voru algeng eftir endurtekna gjöf staks

skammts í vettvangsrannsóknum á öryggi bóluefnisins.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:

- Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð)

- Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð)

- Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 1.000 dýrum sem fá meðferð)

- Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð)

- Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð, þ.m.t.

einstök tilvik)

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Nautgripir.

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Til notkunar í vöðva.

Grunnbólusetning:

Gefið einn 2 ml skammt samkvæmt eftirfarandi bólusetningaráætlun:

Fyrri inndæling: frá 3 mánaða aldri.

Seinni inndæling: 3 vikum eftir fyrri inndælingu.

Endurbólusetning:

Leita skal samþykkis fyrir endurbólusetningu hjá viðkomandi yfirvöldum eða dýralækni og taka þá

tillit til faraldsfræðilegs ástands innanlands.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Til þess að forðast mengun bóluefnisins fyrir slysni meðan á notkun stendur er mælt með að nota

bólusetningardælur sem ætlaðar eru til fjöldainndælinga (multi-injection type vaccination system)

þegar notaðar eru pakkningar með fleiri skömmtum.

Beitið venjulegum smitgátaraðferðum.

Hristið varlega rétt fyrir notkun. Forðist froðumyndun, þar sem hún getur valdið ertingu á

stungustaðnum. Nota skal allt innihald glassins strax eftir að innsiglið hefur verið rofið og í sömu

bólusetningaraðgerð.

Forðist að rjúfa mörg hettuglös í einu.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Núll dagar.

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið og flytjið í kæli (2 °C – 8 °C).

Verjið gegn ljósi.

Má ekki frjósa.

Notið ekki eftir fyrningardagsetningu á öskjunni og hettuglasinu á eftir EXP.

Rofna pakkningu skal nota tafarlaust.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund:

Eingöngu á að bólusetja heilbrigð dýr.

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun bóluefnisins hjá dýrum sem þegar hafa mótefni í blóðinu,

þ.m.t. þeim sem eru með mótefni frá móður.

Ef bóluefnið er notað fyrir aðrar tegundir jórturdýra, húsdýr og villt, sem talin eru í hættu á að fá

sýkingu skal gæta varúðar við notkun hjá þeim tegundum og æskilegt er að prófa bóluefnið á fáeinum

dýrum áður en ráðist er í fjöldabólusetningar. Verkun hjá öðrum tegundum getur verið önnur en sést

hefur hjá nautgripum.

Meðganga:

Dýralyfið má nota á meðgöngu.

Mjólkurgjöf:

Dýralyfið má nota við mjólkurgjöf.

Frjósemi:

Öryggi og verkun bóluefnisins hafa ekki verið staðfest hjá törfum sem notaðir eru til undaneldis. Hjá

þessum hópi dýra má eingöngu nota bóluefnið að undangengnu ávinnings-/áhættumati dýralæknis

og/eða í samræmi við gildandi bólusetningarstefnu viðkomandi yfirvalda innanlands gegn

blátunguveiru (BTV).

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um öryggi og verkun þessa bóluefnis við samtímis notkun neins

annars dýralyfs. Ákvörðun um notkun þessa bóluefnis fyrir eða eftir notkun einhvers annars dýralyfs

skal því tekin í hverju tilviki fyrir sig.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Tímabundin hækkun á endaþarmshita, sem nemur allt að 2 °C, getur komið fyrir hjá 10% bólusettra

dýra á fyrsta sólarhring eftir að gefinn er tvöfaldur skammtur.

Ósamrýmanleiki:

Ekki má blanda þessu dýralyfi við nein önnur dýralyf.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða hjá

dýralækni um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Pakkningastærðir

Pakkning með 1 glasi með 10 skömmtum (20 ml).

Pakkning með 1 glasi með 50 skömmtum (100 ml).

Pakkning með 1 glasi með 120 skömmtum (240 ml).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.