Zubrin

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Zubrin
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Zubrin
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Hundar
 • Lækningarsvæði:
 • Kvilla stoðkerfi
 • Ábendingar:
 • Minnkun á bólgu og léttir á verkjum vegna bráðra og langvarandi stoðkerfisraskana.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 13

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Aftakað
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/V/C/000057
 • Leyfisdagur:
 • 12-03-2001
 • EMEA númer:
 • EMEA/V/C/000057
 • Síðasta uppfærsla:
 • 31-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

FYLGISEÐILL

Zubrin frostþurrkaðar töflur handa hundum

1.

HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS

FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi:

Intervet International B. V.

Wim de Körverstraat 35

5831 AN Boxmeer

Holland

Framleiðandi sem sér um lokasamþykkt:

S-P Veterinary Ltd

Breakspear Road South

Harefield

Uxbridge UB9 6LS

Bretland.

2.

HEITI DÝRALYFS

Zubrin 50 mg frostþurrkaðar töflur handa hundum.

Zubrin 100 mg frostþurrkaðar töflur handa hundum.

Zubrin 200 mg frostþurrkaðar töflur handa hundum.

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Virkt efni

Tepoxalin

50 mg / frostþurrkuð tafla

Tepoxalin

100 mg / frostþurrkuð tafla

Tepoxalin

200 mg / frostþurrkuð tafla

4.

ÁBENDING(AR)

Til bólgueyðingar og verkjastillingar vegna bráðra og langvinnra kvilla í stoðkerfi.

5.

FRÁBENDINGAR

Ekki má nota lyfið handa

hvolpafullum eða mjólkandi tíkum og tíkum sem ætlaðar eru til undaneldis.

hundum með hjarta- eða lifrarsjúkdóm.

hundum með sögu um sár eða blæðingar í meltingarvegi.

hundum sem hafa ofnæmi fyrir lyfinu.

hundum með vökvaþurrð, blóðþurrð eða lágþrýsting, vegna aukinnar hættu á eiturverkunum á

nýru.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

6.

AUKAVERKANIR

Uppköst eða niðurgangur getur komið í kjölfar meðferðarinnar. Hárlos og roði getur stöku sinnum

komið fyrir.

Dæmigerðar aukaverkanir sem tengjast notkun bólgueyðandi verkjalyfja (NSAID) eru uppköst, linur

saur/niðurgangur, blóð í saur, minnkuð matarlyst, deyfð og nýrnavandamál. Ef slíkar aukaverkanir

koma fram skal strax hætta meðferð. Í mjög sjaldgæfum tilvikum, einkum hjá eldri eða næmum

hundum, geta þessar aukaverkanir verið alvarlegar eða banvænar.

Í klínískri rannsókn á lyfinu komu aukaverkanir á meltingarfæri (niðurgangur/uppköst) fram hjá 1 dýri

af hverjum 10.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra annarra aukaverkana.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Hundar.

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

10 mg/kg einu sinni á dag.

Ákvarða skal líkamsþyngd dýrsins nákvæmlega áður en meðferðin hefst.

Rífið þynnuna upp þannig að ein frostþurrkuð kringlótt tafla komi í ljós. Þrýstið á botn þynnunnar og

taflan smellur þá upp úr henni. Setjið töfluna upp í munn hundsins. Taflan sundrast í snertingu við

raka. Haldið munni hundsins lokuðum í nokkrar sekúndur til að tryggja að taflan blotni alveg. Gefið

lyfið hundum innan 1-2 klst. eftir fóðurgjöf. Þegar þetta er ekki mögulegt, eða þegar hundurinn

þrjóskast við að fá lyfið beint upp í munninn, skal rétt fyrir gjöf koma töflunni fyrir í smávegis af

blautri fæðu eða mjúku hundasælgæti. Tryggið að hundurinn hafi étið allt fóðrið sem lyfið er í.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Meðferðarlengd fer eftir klínískri svörun. Eftir 7-10 daga meðferð skal endurmeta ástand hundsins, til

að meta þörf fyrir áframhaldandi meðferð. Langtíma meðferð skal vera undir reglulegu eftirliti

dýralæknis.

Gætið þess að hendur séu þurrar til að koma í veg fyrir að taflan festist við fingurna. Tepoxalin er ekki

vatnsleysanlegt og verður mjög klístrað þegar það blotnar. Ef frostþurrkaða taflan sundrast of fljótt,

skal þvo hendur vandlega.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Á ekki við

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður þessa dýralyfs.

Notið ekki eftir fyrningardagsetningu á þynnunni.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Ekki skal nota stærri skammt en þann sem er ráðlagður.

Hætta á aukaverkunum getur verið meiri ef lyfið er gefið dýrum yngri en 6 mánaða, dýrum sem vega

minna en 5 kg eða öldruðum dýrum. Ef ekki er komist hjá slíkri notkun er nauðsynlegt að dýralæknir

hafi náið eftirlit með blóðmissi frá meltingarvegi.

Gæta skal sérstakrar varúðar við meðhöndlun hunda með umtalsvert skerta nýrnastarfsemi.

Ekki má nota tepoxalin samhliða öðrum bólgueyðandi verkjalyfjum eða sykursterum, þvagræsilyfjum

eða segavarnarlyfjum.

Ef vart verður aukaverkana skal hætta meðferð og leita ráða dýralæknis.

Ef manneskja tekur inn margar frostþurrkaðar töflur skal samstundis leita ráða læknis.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Fáið upplýsingar hjá dýralækni um hvernig farga skuli lyfjum sem ekki er þörf á lengur. Þessar

aðgerðir eru til þess að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Ítarlegar upplýsingar um þetta dýralyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu (EMA)

http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi