Zovir

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Zovir Augnsmyrsli 30 mg/ g
 • Skammtar:
 • 30 mg/ g
 • Lyfjaform:
 • Augnsmyrsli
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Zovir Augnsmyrsli 30 mg/g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 62652759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Zovir 3 % augnsmyrsli

Acíklóvír

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Zovir og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Zovir

Hvernig nota á Zovir

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Zovir

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Zovir og við hverju það er notað

Zovir augnsmyrsli dregur úr myndun herpesveiru og er notað til meðferðar við herpessýkingu í auga.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað Zovir við öðrum sjúkdómi. Fylgið ávallt fyrirmælum læknisins.

2.

Áður en byrjað er að nota Zovir

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Zovir

ef um er að ræða ofnæmi fyrir acíklóvíri, valacíklóvíri eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Zovir er notað.

Sýnið sérstaka varúð við notkun Zovir

Augnsmyrslið getur valdið tímabundnum, vægum sviða þegar það er sett í augað.

Ekki má nota augnlinsur meðan á meðferð með Zovir augnsmyrsli stendur.

Notkun annarra lyfja samhliða Zovir

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Ef notuð eru fleiri en eitt lyf í auga skal bíða í minnst 5 mínútur frá því að Zovir er notað þar til hitt

augnlyfið er notað.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Eingöngu má nota Zovir á meðgöngu í samráði við lækni. Hafðu samband við lækninn ef spurningar

vakna.

Brjóstagjöf

Zovir má nota þó að þú hafir barn á brjósti. Hafðu samband við lækninn ef spurningar vakna.

Akstur og notkun véla

Zovir getur valdið þokusýn fljótlega eftir notkun. Bíddu með að aka bíl eða öðrum ökutækjum og nota

vélar þar til sjónin er skýr aftur.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Zovir

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur:

Setjið um það bil 1 cm af augnsmyrslinu undir neðra augnlok, fimm sinnum á dag.

Meðferð skal haldið áfram í a.m.k. 3 daga eftir að einkenni hverfa.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafið samband við lækninn, bráðamóttöku eða lyfjabúð ef notað hefur verið meira af Zovir en kemur

fram, eða meira en læknirinn hefur mælt fyrir um og þér líður illa.

Hafið pakkninguna meðferðis.

Ef gleymist að nota Zovir

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Haldið einfaldlega

áfram með venjulegum skammti.

Ef hætt er að nota Zovir

Hafið samband við lækninn ef óskað er eftir að gera hlé á eða stöðva meðferð með Zovir.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(geta komið fram hjá færri en 1 af hverjum

10.000 einstaklingum):

Útbrot (ofsakláði) og þroti. Getur verið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn. Ef þroti er í

andliti, vörum eða tungu getur það verið lífshættulegt. Hringdu í 112.

Aðrar aukaverkanir

Mjög algengar aukaverkanir

(geta komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingur):

Erting í auga vegna áhrifa á yfirborð hornhimnunnar.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fram hjá 1 til 10 af hverjum 100 einstaklingum):

Væg erting í auga.

Sviði.

Augnbólga með rauðum augum og táraflóði.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fram hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 einstaklingum):

Hvarmabólga.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Zovir

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Ekki skal nota Zovir lengur en í 4 vikur eftir að túpan var opnuð.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Zovir inniheldur

Virka innihaldsefnið er acíklóvír.

Annað innihaldsefni er hvítt vaselín.

Lýsing á útliti Zovir og pakkningastærðir

Útlit

Zovir augnsmyrsli er hvítt til beinhvítt, hálfgagnsætt, mjúkt smyrsli.

Pakkningastærðir

Áltúpa með 4,5 g af augnsmyrsli.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

GlaxoSmithKline Pharma A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi

Glaxo Wellcome Operations, Barnard Castle, Bretland

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími: 535-7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í nóvember 2016.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á http://www.serlyfjaskra.is.