Zonnic Mint

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Zonnic Mint Munnholsduft í posa 4 mg
 • Skammtar:
 • 4 mg
 • Lyfjaform:
 • Munnholsduft í posa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Zonnic Mint Munnholsduft í posa 4 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • ceda8a55-4836-e711-80d3-ce1550b700f3
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Zonnic Mint 4 mg munnholsduft í posa

Nicotin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn,

lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef ekki tekst að hætta að reykingum eftir meðferð með Zonnic Mint í 6 mánuði.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Zonnic Mint og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Zonnic Mint

Hvernig nota á Zonnic Mint

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Zonnic Mint

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Zonnic Mint og við hverju það er notað

Nicotinið í Zonnic Mint dregur úr löngun í nicotin og úr fráhvarfseinkennum þegar hætt er að reykja

og minnkar þannig hættu á að reykingafólk sem vill hætta að reykja, byrji aftur að reykja eða

auðveldar þeim sem vilja ekki eða geta ekki hætt alveg að reykja, að draga úr reykingum.

Þegar þú hættir snögglega að útvega líkamanum nicotin úr tóbaki finnur þú fyrir ýmis konar vanlíðan

sem kallast fráhvarfseinkenni. Með Zonnic Mint getur þú komið í veg fyrir eða a.m.k. dregið úr

þessari vanlíðan með því að halda áfram að útvega líkamanum lítið magn af nicotini í stuttan tíma.

Ráðgjöf og stuðningur eykur hlutfall þeirra sem ná árangri.

2.

Áður en byrjað er að nota Zonnic Mint

Ekki má nota Zonnic Mint:

ef um er að ræða

ofnæmi

fyrir nicotini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með alvarlegan

hjartasjúkdóm

(t.d. hvikula hjartaöng, verulegar hjartsláttartruflanir).

ef þú hefur nýlega (innan 3 mánaða) fengið

hjartaáfall

eða

slag.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Zonnic Mint er notað ef um

er að ræða:

einhvern hjarta- eða blóðrásarsjúkdóm

ómeðhöndlaðan

háþrýsting

alvarlegan

lifrarsjúkdóm

alvarlegan

nýrnasjúkdóm

sykursýki

og notkun insúlíns, sjá kaflann „Notkun annarra lyfja samhliða Zonnic Mint“

magasár

ofvirkan

skjaldkirtil

æxli í

nýrnahettu

(krómfíklaæxli)

Ef þú ert með einhvern þessara sjúkdóma getur verið að ekki sé óhætt fyrir þig að nota Zonnic Mint.

Börn og unglingar

Einstaklingar

yngri en 18 ára

eiga ekki að nota Zonnic Mint nema samkvæmt ávísun frá lækni. Þeir

sem ekki reykja eiga ekki að nota Zonnic Mint.

Réttur skammtur handa fullorðnum getur valdið alvarlegri eitrun og jafnvel reynst banvænn litlum

börnum. Því er mjög nauðsynlegt að geyma Zonnic Mint alltaf þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Notkun annarra lyfja samhliða Zonnic Mint

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, þar

með talin lyf sem fengin eru án lyfseðils. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú notar önnur lyf sem

innihalda theophyllin, tacrin, clozapin, ropinirol, flecainid, pentazocin eða insúlín

Notkun Zonnic Mint með mat eða drykk

Þú skalt hvorki borða né drekka á meðan þú notar Zonnic Mint, þar sem það getur dregið úr áhrifum

Zonnic Mint. Súrir drykkir (t.d. ávaxtasafi) hafa áhrif á frásog nicotins í munnholi.

Til að tryggja sem mest áhrif skal forðast þessa drykki í u.þ.b. 15 mínútur áður en Zonnic Mint er

notað.

Meðganga og brjóstagjöf

Það er mjög mikilvægt að hætta að reykja á meðgöngu, því reykingar geta valdið minni vexti hjá

barninu. Þær geta einnig valdið fæðingu fyrir tímann og jafnvel andvana fæðingu. Best er að reyna að

hætta að reykja án notkunar nikótínlyfja. Ef það tekst ekki skal Zonnic Mint aðeins notað í samráði við

heilbrigðisstarfsmanninn sem hefur eftirlit með meðgöngunni, heimilislækninn eða lækni.

Forðast skal notkun Zonnic Mint samhliða brjóstagjöf, þar sem nicotin finnst í brjóstamjólk og getur

haft áhrif á barnið. Ef læknirinn ráðleggur þér að nota Zonnic Mint samhliða brjóstagjöf skal nota

posann rétt eftir brjóstagjöf og ekki á síðustu 2 klst. fyrir brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Engin áhætta tengd akstri eða notkun véla er þekkt þegar Zonnic Mint er notað í ráðlögðum

skömmtum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Zonnic Mint inniheldur aspartam

Zonnic Mint munnholsduft í posum inniheldur efni sem breytist í fenýlalanín. Getur verið skaðlegt

þeim sem eru með fenýlketónmigu.

3.

Hvernig nota á Zonnic Mint

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn,

lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal

leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi.

Setjið posann undir efri vörina og hafið hann þar í u.þ.b. 30 mínútur. Hreyfið posann til öðru hverju

með tungunni.

Í upphafi meðferðar má nota 1 posa á hverri eða annarri hverri klukkustund. Í flestum tilvikum nægja

8-12 posar á dag. Ekki má nota meira en 24 posa á dag.

Reykingum hætt

Lengd meðferðar er einstaklingsbundin, en er yfirleitt a.m.k. 3 mánuðir. Eftir það skal minnka skammt

nicotins smám saman. Meðferð skal hætt þegar skammturinn er kominn í 1-2 posa á dag. Þú getur hins

vegar notað stakan posa þegar löngun til að reykja kemur fram.

Ekki nota Zonnic Mint munnholsduft í posa í meira en 6 mánuði nema þú hafir ráðfært þig við

lækninn eða lyfjafræðing.

Dregið úr reykingum

Zonnic Mint munnholsduft í posa má nota á milli þess sem reykt er, til að lengja reyklaus tímabil með

það að markmiði að draga úr reykingum eins mikið og hægt er. Ef þér hefur ekki tekist að fækka

reyktum sígarettum á dag eftir 6 vikur skalt þú leita aðstoðar fagfólks. Þú skalt reyna að hætta að

reykja um leið og þér finnst þú reiðubúin/n, en þó eigi síðar en 6 mánuðum eftir að notkun Zonnic

Mint munnholsdufts í posum var hafin. Ef ekki tekst að gera tilraun til að hætta reykingum af fullri

alvöru innan 9 mánaða skal leita aðstoðar fagfólks.

Ekki nota Zonnic Mint munnholsduft í posum lengur en í 6 mánuði án þess að ráðfæra þig við lækninn

eða lyfjafræðing.

Áhrif nicotinsins koma ekki fram fyrr en eftir nokkrar mínútur. Því er ekki hægt að búast við sömu

skyndilegu vellíðaninni og þegar reykt er. Ekki er mikil hætta á eitrun ef þú gleypir posa fyrir slysni,

þar sem nicotinið mun losna hægt og aðeins að hluta.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ofskömmtun nicotins getur orðið ef þú reykir samtímis notkun Zonnic Mint munnholsdufts í posum.

Einkenni ofskömmtunar eru m.a. ógleði, aukin munnvatnsmyndun, kviðverkur, niðurgangur,

svitamyndun, höfuðverkur, sundl, heyrnartruflanir og verulegt máttleysi. Þegar um er að ræða stóra

skammta geta þessum einkennum fylgt lágur blóðþrýstingur, veikur og óreglulegur púls,

öndunarerfiðleikar, mikil þreyta, lost og krampar.

Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Zonnic Mint posi getur valdið aukaverkunum sem eru svipaðar þeim sem fram koma við notkun

nicotins sem gefið er í öðrum formum. Aukaverkanir eru almennt háðar skammti. Sjá einnig kaflann

„Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um“.

Algengustu aukaverkanirnar

(koma fyrir hjá meira en 1 af hverjum 100 notendum) eru erting í

munni eða koki á fyrstu vikunum. Aðrar algengar aukaverkanir eru sundl, höfuðverkur,

meltingaróþægindi, ógleði, uppköst og hiksti.

Sjaldgæfari aukaverkanir

(koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 100 notendum) eru hjartsláttarónot

(að finna fyrir hröðum eða óreglulegum hjartslætti) og roði eða útbrot á húð.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 1.000 notendum) eru truflanir á

hjartslætti (óreglulegur hjartsláttur) og ofnæmisviðbrögð sem geta verið alvarleg.

Ef aukaverkanir valda erfiðleikum eða hverfa ekki skal hafa samband við lækninn.

Sum einkenni, eins og sundl, höfuðverkur og svefntruflanir, geta verið af völdum fráhvarfseinkenna

þegar hætt er að reykja og geta verið vegna of lítils magns af nikótíni.

Sár í munni geta komið fram þegar reykingum er hætt, en tengsl við meðferð með nicotini eru óljós.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunnar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Zonnic Mint

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið lyfið við lægri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum.

Ekki skal nota Zonnic Mint eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Zonnic Mint inniheldur

Virka innihaldsefnið er nicotin. Zonnic Mint munnholsduft í posa inniheldur 4 mg af nicotini.

Önnur innihaldsefni í Zonnic Mint munnholsdufti í posa eru: sellulósi (örkristallaður),

mintubragðefni, askorbýlpalmitat (E304), trínatríumfosfat, acesúlfamkalíum (E950), aspartam

(E951).

Lýsing á útliti Zonnic Mint og pakkningastærðir

Zonnic Mint munnholsduft í posa er rétthyrndur posi, fylltur með dufti.

Pakkningastærðir:

Krukka með skrúfloki í ytri álpoka: 20 posar.

Krukka með skrúfloki: 20 posar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Niconovum AB

Järnvägsgatan 13

252 34 Helsingborg

Svíþjóð

Framleiðandi:

Viminco A/S

Lodshusvej 11

DK-4230 Skaelskor

Danmörk

Apotek, Produktion & Laboratorier (APL)

Celsiusgatan 43

SE-212 14 Malmö

Svíþjóð

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

LYFIS ehf.

Grensásvegi 22

108 Reykjavík

Ísland

Sími: 534 3500

Netfang: lyfis@lyfis.is

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Danmörk:

Zonnic Freshmint, mundhulepulver, portionspose

Finnland:

Zonnic Mint 4 mg jauhe suuonteloon, pussi

Ísland:

Zonnic Mint 4 g munnholsduft í posa

Noregur:

Zonnic 4 mg munnpulver med mintsmak i porsjonspose

Svíþjóð:

Zonnic Mint 4 mg munhålepulver i portionspåse

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júlí 2017.