Yondelis

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Yondelis
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Yondelis
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Antineoplastic lyf,
 • Lækningarsvæði:
 • Blöðrur Á Æxli, Sarkmein
 • Ábendingar:
 • Yondelis er ætlað til meðferðar hjá sjúklingum með langt gengið sarkmein í mjúkvefjum, eftir að antracýklín og effosfamíð hafa mistekist eða hverjir eru ekki hentugur til þess að fá þessi lyf. Upplýsingar um virkni eru aðallega byggð á fitukarsæðum og sjúklingum með slímhúðarbólgu. Yondelis ásamt mjög liposomal doxórúbicíns (PLD) er ætlað fyrir sjúklinga með fallið platínu-viðkvæm eggjastokkum.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 23

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000773
 • Leyfisdagur:
 • 17-09-2007
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000773
 • Síðasta uppfærsla:
 • 07-01-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Yondelis 0,25 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Yondelis 1 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Trabectedín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli.Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Yondelis og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Yondelis

Hvernig nota á Yondelis

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Yondelis

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Yondelis og við hverju það er notað

Yondelis inniheldur virka efnið trabectedín. Yondelis er krabbameinslyf sem verkar með því að

fyrirbyggja að æxlisfrumur fjölgi sér.

Yondelis er notað til meðferðar sjúklinga með langt gengið sarkmein í mjúkvef þegar áður notuð lyf

hafa ekki skilað árangri eða meðferð með þeim hentar ekki viðkomandi sjúklingi. Sarkmein í mjúkvef

er illkynja sjúkdómur sem hefst einhvers staðar í mjúkvefjum líkamans, á borð við vöðva, fitu eða

aðra vefi (t.d. brjósk eða æðar).

Yondelis í samsettri meðferð með PLD er notað til meðferðar sjúklinga sem eru með krabbamein í

eggjastokkum sem hefur tekið sig upp aftur eftir að minnsta kosti 1 fyrri meðferð og eru ekki með þol

gegn krabbameinslyfjum sem innihalda platínsambönd. PLD er ensk skammstöfun fyrir pegýlerað

doxórúbicín í lípósómum (pegylated liposomal doxorubicin) sem er annað krabbameinslyf.

2.

Áður en byrjað er að nota Yondelis

Ekki má nota Yondelis:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir trabectedíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef um er að ræða alvarlegar sýkingar af einhverju tagi.

ef þú ert með barn á brjósti.

ef til stendur að bólusetja þig við gulusótt.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Yondelis er notað.

Ekki má nota Yondelis eitt sér eða í samsettri meðferð með PLD ef fyrir hendi eru alvarlegar lifrar-,

nýrna- eða hjartaskemmdir. Áður en meðferð er hafin með Yondelis skaltu láta lækninn vita ef þú

veist eða þig grunar að þú eigir við lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál að stríða.

Leita ber læknishjálpar þegar í stað ef vart verður við eitthvað af eftirfarandi:

Ef þú færð sótthita því Yondelis getur valdið aukaverkunum á blóð og lifur.

Ef þér er enn flökurt, þú kastar upp eða getur ekki drukkið vökva og hefur þess vegna minni

þvaglát, þrátt fyrir að þér séu gefin lyf við uppköstum.

Ef þú færð alvarlega verki eða máttleysi í vöðvum þar sem slík einkenni gætu verið merki um

vöðvaskemmdir (rákvöðvaleysing, sjá kafla 4).

Ef þú tekur eftir að Yondelis innrennslislyfið leki úr æðinni meðan verið er að gefa það. Það

gæti valdið skemmdum eða dauða á frumum í vefjunum umhverfis stungustaðinn (vefjadrepi,

sjá einnig kafla 4) þannig að þörf verði á skurðaðgerð.

Ef upp koma ofnæmisviðbrögð (ofurnæmi). Í því tilviki getur orðið vart við eitt eða fleira af

eftirfarandi einkennum: Sótthiti, öndunarerfiðleikar, roði í húð eða andlitsroði eða útbrot,

ógleði (flökurleiki) eða uppsölur (uppköst, sjá kafla 4).

Ef þú tekur eftir óútskýrðri staðbundinni eða almennri bólgu (bjúg), með mögulegum vægum

svima, sundli eða þorsta (lágur blóðþrýstingur). Það getur verið merki um ástand

(háræðalekaheilkenni) sem getur valdið of mikilli vökvauppsöfnun í vefjum og krefst þess að

læknirinn meti þig tafarlaust.

Börn og unglingar

Yondelis er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára með barnasarkmein.

Notkun annarra lyfja samhliða Yondelis

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Alls ekki má nota Yondelis ef til stendur að fá bóluefni gegn gulusótt og ekki er mælt með að nota

Yondelis ef til stendur að fá bóluefni sem inniheldur lifandi veiruagnir. Áhrif lyfja sem innihalda

fenýtóín (við flogaveiki) geta minnkað ef þau eru gefin samhliða Yondelis og því er ekki mælt slíkri

notkun.

Ef þú notar eitthvert eftirfarandi lyfja á meðan á meðferð með Yondelis stendur þarf að fylgjast náið

með þér því áhrif Yondelis geta :

minnkað (sem dæmi má taka lyf sem innihalda rífampicín (við bakteríusýkingum), fenóbarbital

(við flogaveiki) eða Jóhannesarjurt (

Hypericum perforatum

, jurtalyf sem notað er við

þunglyndi)) eða

aukist (sem dæmi má taka lyf sem innihalda ketókónazól eða flúkónazól (við sveppasýkingum),

rítónavír (við HIV-veiru [HIV-sýkingu]), klaritrómýcín (við bakteríusýkingum), aprepítant (til

þess að hindra velgju og uppköst), ciklósporín (sem hefur hamlandi áhrif á varnarkerfi

líkamans) eða verapamíl (við háum blóðþrýstingi og hjartasjúkdómum)).

Þess vegna skal forðast að nota einhver þessara lyfja samhliða Yondelis, ef mögulegt er.

Ef þér er gefið Yondelis, eitt sér eða í samsettri meðferð með PLD, samtímis lyfi sem gæti valdið

skemmdum á lifur eða vöðvum (rákvöðvaleysingu), gæti þurft að fylgjast náið með þér því að hættan

á skemmdum gæti aukist. Lyf sem innihalda statín (til þess að lækka kólesterólgildi og fyrirbyggja

hjartasjúkdóma) eru dæmi um lyf sem gætu valdið lifrar- eða vöðvaskemmdum.

Notkun Yondelis með áfengi

Nauðsynlegt er að forðast áfengisneyslu meðan á meðferð með Yondelis stendur þar sem það gæti

skaðað lifrina.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Meðganga

Yondelis ætti ekki að nota á meðgöngu. Við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð

skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Konur á barneignaraldri verða að nota fullnægjandi getnaðarvarnir meðan á meðferð með Yondelis

stendur og í 3 mánuði eftir að henni lýkur.

Í tilvikum um þungun verður að láta lækninn þegar í stað vita og mælt er með erfðaráðgjöf þar sem

Yondelis getur valdið skemmdum á erfðaefni.

Brjóstagjöf

Yondelis má ekki gefa sjúklingum með barn á brjósti. Nauðsynlegt er því að hætta brjóstagjöf áður en

meðferð er hafin og ekki má byrja að gefa brjóst aftur fyrr en læknirinn hefur staðfest að það sé óhætt.

Frjósemi

Karlar sem geta getið barn verða að nota fullnægjandi getnaðarvarnir meðan á meðferð með Yondelis

stendur og í 5 mánuði eftir að henni lýkur.

Sjúklingar ættu að leita ráðlegginga um varðveislu eggbús og sæðis áður en meðferð hefst vegna

hættu á varanlegri ófrjósemi af völdum meðferðar með Yondelis.

Einnig er mælt með erfðafræðilegri ráðgjöf ef sjúklingar hyggja á barneignir að meðferð lokinni.

Akstur og notkun véla

Meðan á meðferð með Yondelis stendur gæti orðið vart þreytu og þróttleysis. Akið ekki eða notið tæki

eða vélar ef vart verður við einhverjar slíkar aukaverkanir.

Yondelis inniheldur kalíum

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (39 mg) af kalíum í hverju hettuglasi, og getur því talist sem næst

kalíumlaust.

3.

Hvernig nota á Yondelis

Yondelis er gefið undir yfirumsjón læknis sem hefur reynslu af notkun á krabbameinslyfjum. Notkun

þess ætti að takmarkast við sérfræðinga sem hafa starfsleyfi í krabbameinslækningum eða annað

heilbrigðisfagfólk sem er sérhæft í því að gefa frumudrepandi lyf.

Til meðferðar við sarkmeini í mjúkvef er venjulegur skammtur 1,5 mg/m

líkamsyfirborðs. Meðan á

meðferðartímabilinu stendur mun læknirinn fylgjast náið með þér og ákveða þann skammt af Yondelis

sem hentar best fyrir þig. Ráðlagður skammtur fyrir japanska sjúklinga er minni en fyrir fólk af öðrum

uppruna og er 1,2 mg/m

af líkamsyfirborði.

Til meðferðar við krabbameini í eggjastokkum er venjulegur skammtur 1,1 mg/m

líkamsyfirborðs

eftir að gefin hafa verið 30 mg/m

líkamsyfirborðs af PLD.

Áður en Yondelis er gefið er það blandað og þynnt enn frekar til að gefa lyfið í bláæð. Í hvert sinn

sem Yondelis er gefið til meðferðar við sarkmeini í mjúkvef tekur það u.þ.b. 24 klst. fyrir alla

lausnina að komast inn í blóðið. Til meðferðar við krabbameini í eggjastokkum tekur það 3 klst.

Til þess að forðast ertingu á íkomustað er mælt með að Yondelis sé gefið gegnum innrennslisslöngu í

miðlæga bláæð.

Þér verður gefið lyf bæði á undan meðferð með Yondelis og eftir þörfum meðan á henni stendur til

þess að vernda lifrina og draga úr hættu á aukaverkunum á borð við velgju (flökurleika) og uppköst.

Innrennslið er gefið á þriggja vikna fresti en þó getur svo farið að læknirinn mæli með frestunum á

skammtagjöf til þess að tryggja að þú fáir þá skömmtun sem hentar best af Yondelis.

Lengd meðferðartímabilsins í heild veltur á framvindu sjúkdómsins og hversu vel þér líður. Læknirinn

gefur upplýsingar um hversu löng meðferðin verður. Leitið til læknisins ef þörf er á frekari

upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf, eitt sér eða í samsettri meðferð með PLD, valdið

aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef þú áttar þig ekki fyllilega á eftirfarandi aukaverkunum skaltu biðja lækninn að útskýra þær nánar

fyrir þér.

Alvarlegar aukaverkanir sem stafa af meðferð með Yondelis:

Mjög algengar (verður vart hjá að minnsta kosti 1 af hverjum 10 sjúklingum):

Í blóðinu gæti orðið vart hækkaðra mæligilda af gulu litarefni sem nefnist gallrauði og afleiðing

þess gæti verið gula (gulur blær á húðinni, slímhúðum og augum).

Læknirinn mun láta þig gangast undir reglulegar blóðprufur til þess að leita frávika í blóði.

Algengar (verður vart hjá allt að 1 af hverjum 10 sjúklingum):

Ef virkni ónæmiskerfisins er verulega skert geta blóðsýkingar komið fyrir.

Ef vart verður við

sótthita ber að leita læknishjálpar þegar í stað.

Einnig gæti orðið vart við verki í vöðvum. Skemmdir gætu einnig orðið á taugum sem leitt gætu

til verkja í vöðvum, máttleysis og dofa. Vart gæti orðið við almennan þrota eða þrota í útlimum

og tilfinningu um að eitthvað sé að skríða á húðinni.

Vart gæti orðið við viðbrögð á íkomustað. Yondelis innrennslislyfið gæti lekið úr æðinni meðan

verið er að gefa það og valdið skemmdum eða dauða á frumum í vefjunum umhverfis

stungustaðinn (vefjadrepi, sjá einnig kafla 2 „Varnaðarorð og varúðarreglur

) þannig að þörf

verði á skurðaðgerð.

Ofnæmisviðbrögð gætu komið fyrir. Þau geta lýst sér með hita, andþyngslum, roða í húð eða

andlitsroða, eða útbrotum, ógleði eða uppköstum.

Þegar Yondelis er notað samhliða PLD verður stundum vart við yfirlið eða tilfinningu um

þungan eða hraðan hjartslátt (hjartsláttarónot). Einnig gæti orðið vart við máttleysi í sleglum,

helstu dæluhólfum hjartans (starfstruflun í vinstri slegli) eða skyndilega stíflun á lungnaslagæð

(lungnablóðrek).

Sjaldgæfar: geta haft áhrif á allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

Ef til vill verður vart við mikla vöðvaverki og sársauka (vöðvaþrautir), stirðleika eða máttleysi í

vöðvum. Einnig getur þvagið orðið dökkt á litinn. Öll fyrrgreind einkenni geta verið merki um

vöðvaskemmdir (rákvöðvaleysingu).

Læknirinn gæti þurft að láta taka blóðprufur við ákveðnar aðstæður til þess að forðast að fram

komi vöðvaskemmdir (rákvöðvaleysing). Í mjög alvarlegum tilvikum gæti afleiðingin orðið

nýrnabilun

. Leitið læknishjálpar þegar í stað ef vart verður mikilla verkja eða máttleysis í

vöðvum.

Vart getur orðið við öndunarerfiðleika, óreglulegan hjartslátt, minnkuð þvaglát, snöggar

breytingar á andlegu ástandi, flekki á húð, afar lágan blóðþrýsting samfara óeðlilegum

niðurstöðum úr prófunum (lækkaður blóðflagnafjöldi). Ef upp koma einhver af ofangreindum

einkennum eða merkjum,

skal leita læknishjálpar þegar í stað.

Vart getur orðið við óeðlilega uppsöfnun vökva í lungunum sem leiðir til þrota (lungnabjúgur).

Vart getur orðið við óútskýrða staðbundna eða almenna bólgu (bjúg), með mögulegum vægum

svima, sundli eða þorsta (lágur blóðþrýstingur). Það getur verið merki um ástand

(háræðalekaheilkenni) sem getur valdið of mikilli vökvauppsöfnun í vefjum. Ef upp koma

einhver af ofangreindum einkennum eða merkjum,

skal leita læknishjálpar þegar í stað.

Ef til vill verður vart við að Yondelis innrennsli leki út úr æðinni (utanæðablæðing) við

lyfjagjöf. Þá verður vart við roða, bólgu, kláða og óþægindi á íkomustað. Ef upp koma einhver

af ofangreindum einkennum,

skal segja hjúkrunarfræðingnum eða lækninum frá því þegar

í stað.

Þau gætu leitt til vefjaskemmda eða dreps í kringum íkomustaðinn (vefjadrep) sem getur þurft

að beita skurðaðgerð við.

Sum einkenni um utanæðablæðingu sjást ef til vill ekki fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að

hún hefur orðið. Blöðrur geta komið á húðina, hún flagnað og dökknað á íkomustaðnum. Það

getur tekið fáeina daga áður en heildarumfang vefjaskemmdanna verður að fullu sýnilegt. Ef

upp koma einhver af ofangreindum einkennum,

skal leita læknishjálpar þegar í stað.

Mjög sjaldgæfar: geta haft áhrif á allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum

Vart getur orðið við gulnun húðar og augnknatta (gulu), verk í efri hluta kviðarhols hægra

megin, flökurleika, uppköst, almennan slappleika, einbeitingarskort, vistarfirringu eða

ruglástand, svefnhöfga. Það gætu verið merki um að lifrin sé ófær um að starfa eðlilega. Ef upp

koma einhver af ofangreindum einkennum,

skal leita læknishjálpar þegar í stað.

Aðrar aukaverkanir sem eru ekki eins alvarlegar:

Mjög algengar (verður vart hjá að minnsta kosti 1 af hverjum 10 sjúklingum):

Vart gæti orðið við:

þreytu

andþyngsli og hósta

verki í baki og liðum

uppsöfnun vökva í líkama (bjúgur)

marbletti af litlu tilefni

blóðnasir

meiri tilhneigingu til sýkinga. Sýking gæti einnig haft í för með sér hækkaðan

líkamshita (sótthita).

Leitið læknishjálpar þegar í stað ef vart verður einhverra af framantöldum einkennum.

Einnig gæti orðið vart við einkenni frá meltingarvegi, svo sem minnkaða matarlyst, velgju

(flökurleika) eða uppköst, kviðverki, niðurgang eða hægðatregðu.

Ef þér er enn flökurt, þú

kastar upp eða getur ekki drukkið vökva og hefur þess vegna minni þvaglát, þrátt fyrir að þér

séu gefin lyf við uppköstum, ber þér að leita læknishjálpar þegar í stað.

Þú getur fundið fyrir höfuðverk og svefntruflunum.

Þú getur fundið fyrir bólgum í slímhúð sem lýsa sér sem bólga og roði í munni sem getur valdið

sársaukafullum sárum í munni (munnbólga) eða sem bólga í meltingarvegi þegar Yondelis er

notað samhliða PLD.

Sjúklingar sem fá Yondelis samhliða PLD við krabbameini í eggjastokkum geta einnig fundið

fyrir handa-fótaheilkenni. Það getur lýst sér þannig að húðin á lófum, fingrum og iljum roðnar

og í kjölfarið getur hún orðið þrútin og fjólublá. Síðan geta meinsemdirnar annað hvort þornað

og flagnað eða myndað blöðrur og sár.

Algengar (verður vart hjá allt að 1 af hverjum 10 sjúklingum):

Vart gæti orðið við vökvatap úr líkamanum, þyngdartap, meltingaróþægindi og breytt

bragðskyn.

Vart gæti orðið við hárlos.

Einnig gæti orðið vart við sundl, lágan blóðþrýsting og hitaroða eða útbrot.

Hjá sjúklingum sem fá Yondelis samhliða PLD við krabbameini í eggjastokkum getur oflitun

húðar komið fram.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í

þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í

hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Yondelis

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og í áletrun á hettuglasinu á

eftir FYRNIST. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2°C - 8°C).

Upplýsingar um stöðugleika blandaðra og þynntra lausna er að finna í kaflanum fyrir lækna og

heilbrigðisstarfsfólk.

Ekki má nota lyfið ef vart verður sýnilegra agna eftir að lyfið hefur verið leyst upp eða þynnt.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur um frumudrepandi lyf.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Yondelis inniheldur

Virka innihaldsefnið er trabectedín.

Yondelis 0,25 mg: Hvert hettuglas með stofni inniheldur 0,25 mg af trabectedíni.

Yondelis 1 mg: Hvert hettuglas með stofni inniheldur 1 mg af trabectedíni.

Önnur innihaldsefni eru súkrósi, kalíumtvíhýdrógenfosfat, fosfórsýra (til sýrustillingar) og

kalíumhýdroxíð (til sýrustillingar).

Lýsing á útliti Yondelis og pakkningastærðir

Yondelis er stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Stofninn er hvítur til beinhvítur að lit og er afgreiddur

í hettuglasi úr gleri.

Hver askja inniheldur 1 hettuglas annaðhvort með 0,25 mg eða 1 mg af trabectedíni.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Pharma Mar, S.A.

Avda. de los Reyes 1

Polígono Industrial La Mina

28770 Colmenar Viejo (Madrid)

Spánn

Sími: +34 91 846 60 00

Bréfasími: +34 91 846 60 01

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

og á

vef Lyfjastofnunar (http://www.serlyfjaskra.is).

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum:

Leiðbeiningar um notkun – undirbúning, meðhöndlun og förgun

Nauðsynlegt er að beita viðurkenndum starfsaðferðum við meðhöndlun og förgun frumudrepandi

lyfja. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur um frumudrepandi

lyf.

Nauðsynlegt er að þú hafir hlotið þjálfun í réttum aðferðum við að blanda og þynna Yondelis eða

samsetta meðferð þess með PLD og nauðsynlegt er að þú notir hlífðarklæðnað, þ.m.t. grímu, gleraugu

og hanska, bæði meðan á blöndun og þynningu stendur. Komist lyfið af vangá í snertingu við húð,

augu eða slímhúðir verður að þvo viðkomandi svæði strax með ríkulegu magni af vatni. Þungaðar

konur eiga ekki að koma nálægt meðferð með þessu lyfi.

Undirbúningur fyrir innrennsli í bláæð:

Blanda verður Yondelis og þynna það síðan enn frekar áður en innrennsli er gefið (sjá einnig kafla 3).

Nauðsynlegt er að beita fullnægjandi smitsæfðum aðferðum.

Ekki má gefa Yondelis í blöndu með öðrum lyfjum í sama innrennsli að undanskildum

þynningarvökvanum. Ekki hefur orðið vart við neinn ósamrýmanleika milli Yondelis og glerflaskna af

tegund I, pólývínýlklóríðs (PVC) og pólýetýlenpoka (PE-poka) og slanga, né heldur milli lyfsins og

pólýísópren geyma og ígrædds títanbúnaðar til lyfjagjafar í æð.

Þegar Yondelis er notað í samsettri meðferð með PLD skal skola innrennslisslönguna vel með

50 mg/ml (5%) glúkósalausn til innrennslis eftir að búið er að gefa PLD og áður en Yondelis er gefið.

Notkun annars þynningarvökva en 50 mg/ml (5%) glúkósalausnar til innrennslis getur valdið

útfellingu PLD. (Sjá einnig Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir PLD til þess að fá sérstök fyrirmæli um

meðhöndlun þess lyfs).

Leiðbeiningar um blöndun:

Yondelis 0,25 mg:

Dælið 5 ml af sæfðu vatni fyrir stungulyf í hettuglasið.

Yondelis 1 mg:

Dælið 20 ml af sæfðu vatni fyrir stungulyf í hettuglasið.

Notuð er sprauta til þess að dæla réttu magni af sæfðu vatni fyrir stungulyf í hettuglasið. Hristið

hettuglasið þar til stofninn er fullkomlega uppleystur. Blönduð lausnin er tær, litlaus eða örlítið

gulleit, og í megindráttum laus við sýnilegar agnir.

Þessi blandaða lausn inniheldur 0,05 mg/ml af trabectedíni. Þynna þarf hana enn frekar og hún er

jafnframt einnota.

Leiðbeiningar um þynningu:

Þynnið blandaða lausnina með 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn til innrennslis eða 50 mg/ml (5%)

glúkósalausn til innrennslis. Reiknið út nauðsynlegt rúmmál sem hér segir:

Rúmmál (ml) = BSA (m

) x einstaklingsbundinn skammtur (mg/m

0,05 mg/ml

BSA = Líkamsyfirborð

Dragið mátulegt magn af blandaðri lausninni upp úr hettuglasinu. Ef ætlunin er að gefa lyfið í bláæð

um innrennslisslöngu í miðlæga bláæð, bætið þá blandaðri lausninni í innrennslispoka sem inniheldur

50 ml af þynningarvökva (9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn til innrennslis eða 50 mg/ml (5%)

glúkósalausn til innrennslis), þannig að þéttni trabectedíns í lausninni sé ≤ 0,030 mg/ml.

Ef ekki er talið æskilegt að gefa lyfið inn í miðlæga bláæð og nota þarf innrennslisslöngu í útlæga

bláæð, bætið þá blandaðri lausninni í innrennslispoka sem inniheldur

1.000 ml af þynningarvökva

(9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn til innrennslis eða 50 mg/ml (5%) glúkósalausn til innrennslis).

Skoðið lausnina gaumgæfilega til þess að leita agna áður en hún er gefin í bláæð. Um leið og

innrennslislausnin er tilbúin ber að gefa hana strax.

Stöðugleiki lausnanna eftir að lyfið er tekið í notkun

Blönduð lausn:

Eftir blöndun hefur verið sýnt fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 30 klst. við 25°C.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði ber að þynna blönduðu lausnina og nota hana strax. Ef blönduð

lausnin er ekki þynnt og notuð strax eru geymslutími og aðstæður hennar, þar til hún er gefin, á

ábyrgð notanda og venjulega ætti ekki að geyma hana lengur en í 24 klst. við 2°C til 8°C nema

blöndun hafi farið fram við stýrðar og fullgiltar sæfðar aðstæður.

Þynnt lausn

Eftir þynningu hefur verið sýnt fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 30 klst. við 25°C.

VIÐAUKI IV

VÍSINDALEGAR NIÐURSTÖÐUR OG ÁSTÆÐUR FYRIR BREYTINGUM Á

SKILMÁLUM MARKAÐSLEYFISINS

Vísindalegar niðurstöður

Að teknu tilliti til matsskýrslu PRAC um PSUR fyrir trabectedín eru vísindalegar niðurstöður

CHMP svohljóðandi:

Háræðalekaheilkenni er mjög sjaldgæfur sjúkdómur sem einkennist af endurteknum og

ófyrirsjáanlegum leka blóðvökva og próteina um háræðar í gegnum æðaþelið. Háræðalekaheilkenni

kemur yfirleitt fram með einkennum eins og bjúgi á útlimum, lágþrýstingi sem þolist nokkuð vel og

þvagþurrð með bráðri nýrnabilun vegna minnkaðs blóðflæðis til nýrna (e. acute pre-renal failure).

Hjá sumum sjúklingum getur rýmisheilkenni (e. compartment syndrome) komið fram.

Háræðalekaheilkenni getur verið frumkomið (Clarkson-sjúkdómur) eða komið í kjölfar ýmissa

sjúkdóma og meðferða. Háræðalekaheilkenni sem ekki er frumkomið er aðallega af völdum illkynja

blóðsjúkdóma, veirusýkinga og meðferða eins og krabbameinslyfjameðferða og vaxtarþátta sem

notaðir eru til lækninga.

Á grundvelli ad-hoc-endurskoðunar á tilfellum háræðalekaheilkennis sem framkvæmd var af

utanaðkomandi og óháðri nefnd (Independent Adjudication Committee, IAC) var ákvarðað að

trabectedín hafi valdið hugsanlega eða líklega 5 af 6 dauðsföllum í 14 líklegum tilfellum

háræðalekaheilkennis. PRAC taldi niðurstöður IAC-skýrslunnar vera afar trúverðugar.

Matsmennirnir þrír sem skipa nefndina eru allir óháðir sérfræðingar í háræðalekaheilkenni og störf

þeirra skapa enga hagsmunaárekstra. Þeir gáfu jafnframt viðeigandi lýsingu á aðferðafræði sinni og

viðmiðum, gerðu greinarmun á hugsanlegu og líklegu háræðalekaheilkenni, og framkvæmdu einnig

mat á orsakatengslum við trabectedín þegar um var að ræða líkleg tilfelli sem voru banvæn.

Niðurstaða þeirra um hugsanleg eða líkleg orsakatengsl við trabectedín í 5 af 6 banvænum tilvikum

í 14 líklegum tilfellum háræðalekaheilkennis gefur tilefni til að uppfæra samantektina á

eiginleikum lyfs, innan þessa ferlis, til að hún innihaldi upplýsingar um að banvæn tilfelli hafi

komið upp.

CHMP er sammála vísindalegum niðurstöðum PRAC.

Ástæður fyrir breytingum á skilmálum markaðsleyfisins

Á grundvelli vísindalegra niðurstaðna fyrir trabectedín telur CHMP að jafnvægið á milli ávinnings

og áhættu af lyfinu, sem inniheldur trabectedín, sé óbreytt að því gefnu að áformaðar breytingar á

lyfjaupplýsingunum séu gerðar.

CHMP mælir með því að skilmálum markaðsleyfisins skuli breytt.