Xylocain

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Xylocain Stungulyf, lausn 10 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 10 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Xylocain Stungulyf, lausn 10 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 79642759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Xylocain 10 mg/ml og 20 mg/ml stungulyf, lausn

lídókaínhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða heilbrigðisstarfsfólks ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða heilbrigðisstarfsfólk vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Xylocain og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Xylocain

Hvernig nota á Xylocain

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Xylocain

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Xylocain og við hverju það er notað

Xylocain stungulyf, lausn inniheldur virka efnið lídókaínhýdróklóríð sem er staðdeyfandi lyf. Lyfið

verkar með því að hamla tímabundið taugaboð á svæðinu sem lyfið er gefið í. Xylocain dreifist í

vefinn og deyfir hann þannig að verkir finnast ekki. Lyfið er einnig notað til að fyrirbyggja og

meðhöndla hraðan, óreglulegan hjartslátt.

Xylocain stungulyf, lausn 10 mg/ml má nota fyrir fullorðna og börn eldri en 1 árs en Xylocain

stungulyf, lausn 20 mg/ml má eingöngu nota fyrir fullorðna

2.

Áður en byrjað er að nota Xylocain

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu til öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Xylocain:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir lídókaíni, öðrum staðdeyfilyfjum sem líkjast lídókaíni eða

einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef um er að ræða ofnæmi fyrir rotvarnarefnunum metýlparahýdroxýbensóati,

própýlparahýdroxýbensóati (metýl-/própýlparabeni) eða para-amínó-benzósýru (PABA).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða heilbrigðisstarfsfólki áður en Xylocain er notað.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Xylocain ef eitthvað af eftirfarandi á við:

til staðar er sjúkdómurinn porfýría, sem veldur auknu magni af porfýríni í blóði, þvagi, galli og

hægðum. Einkenni geta verið kviðverkir, uppköst, þaninn kviður, hægðatregða, hiti og húðútbrot,

oft með blöðrum

til staðar eru augnkvillar, því í mjög sjaldgæfum tilvikum geta komið skammvinnar eða

viðvarandi aukaverkanir (t.d. skammvinn blinda), sérstaklega ef fyrir er augnsjúkdómurinn gláka

hætta er á að skaða varir, tungu og slímhúð í munni eða mjúkt tannhold meðan þessi svæði eru

deyfð. Þess vegna á ekki að borða fyrr en eðlileg tilfinning er komin aftur í munninn

til staðar eru hjarta- og æðasjúkdómar (sjúkdómar í hjarta, hjartslætti eða blóðæðum) eða

hjartabilun

til staðar er alvarlegur lifrar- eða nýrnasjúkdómur

sjúklingur er aldraður

sjúklingur er lasburða

sjúklingur er barn. Minnka á skammt

meðferð með lyfjum sem eru skyld staðdeyfilyfjum eða lyfjum við hjartsláttartruflunum því þau

geta aukið á óæskileg áhrif Xylocain

blóðþrýstingur er of hár

sjúkdómur í skjaldkirtlinum (ofvirkni skjaldkirtils) er til staðar

sykursýki er til staðar

sýking er á húðsvæðinu þar sem Xylocain er sprautað inn (minnkar verkun lídókaíns)

meðferð með betablokkum (auka magn lídókaíns í líkamanum).

Ef magn kalíums og/eða súrefnis í blóði er of lítið eða ef röskun er á jafnvægi sýrubasa þarf læknirinn

að leiðrétta það áður en hægt er að veita meðferð með Xylocain stungulyfi, lausn.

Börn

Xylocain stungulyf, lausn 10 mg/ml má nota fyrir börn eldri en 1 árs. Aðlaga skal skammt fyrir börn

miðað við aldur og þyngd þeirra.

Notkun annarra lyfja samhliða Xylocain

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Gæta skal varúðar við notkun Xylocain ef eftirfarandi lyf eru notuð:

lyf við þunglyndi (MAO-hemlar eða þríhringlaga þunglyndislyf)

lyf við of háum blóðþrýstingi (t.d. metýldópa), því blóðþrýstingur getur hækkað mikið

ákveðin lyf við mígreni (ergotalkalóíðar)

ákveðnir betablokkar

lyf sem eru að byggingu skyld Xylocain (t.d. lyf við hjartsláttartruflunum)

endurtekin notkun Xylocain ásamt ákveðnum lyfjum sem haft geta áhrif á magn lídókaíns í

líkamanum (t.d. címetidín eða betablokkar)

lyfið própanólól má ekki nota samtímis Xylocain til meðferðar á hjartsláttaróreglu vegna hættu

á að plasmaþéttni lídókaíns valdi eiturverkunum

lyfið címetidín má ekki nota samtímis Xylocain til meðferðar á hjartsláttaróreglu vegna hættu á

að plasmaþéttni lídókaíns valdi eiturverkunum

lyfið fluvoxamín (er m.a. notað við þunglyndi) lengir verkun lídókaíns

lyfið própafenón (notað við gáttaflökti) má ekki nota samhliða Xylocain vegna almennra

aukaverkana frá miðtaugakerfi

lyf sem innihalda fenýtóín og fosfenýtóín, því fram geta komið aukaverkanir eins og sundl,

ógleði, augntin og tvísýni. Samhliðanotkun er ekki ráðlögð

svæfingarlyf sem andað er inn samhliða Xylocain, geta leitt til aukinna slævandi áhrifa (t.d.

própófól), verkunar á öndun, mæði (t.d. suxametóníum) eða hættu á tímabundinni lömun vöðva

(t.d. rocúroníum)

HIV-lyf (t.d. ritonavír, fosamprenavír, atazanavír), því það getur leitt til lágþrýstings og

hjartsláttaróreglu og notkun HIV-lyfsins nevirapíns getur leitt til lægri þéttni lídókaíns í blóðinu

berklalyfið rifampicín getur hugsanlega aukið umbrot lídókaíns. Lyfin er hægt að nota samhliða.

Aðlaga þarf skammta.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað.

Við notkun í leghálsi á læknirinn að fylgjast gaumgæfilega með hjartsláttartíðni barnsins því há þéttni

staðdeyfilyfja getur borist í fóstrið.

Lídókaín skilst út í brjóstamjólk en í svo litlum mæli að engin hætta er á að það hafi áhrif á barn á

brjósti. Ekki er vitað hvort adrenalín skiljist út í brjóstamjólk en ólíklegt er að það hafi áhrif á barn á

brjósti. Þó getur eftir endurtekna notkun stórra skammta verið hætta á aukaverkunum hjá barni sem er

á brjósti.

Akstur og notkun véla

Xyocain getur vegna aukaverkana sinna haft væg eða miðlungsmikil áhrif á hæfni til aksturs og

notkunar véla. Fyrir utan bein deyfingaráhrif geta staðdeyfilyf haft væg áhrif á dómgreind og

samhæfingu.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Xylocain inniheldur

metýlparahýdroxýbensóat (E218) og natríum

Xylocain inniheldur metýlparahýdroxýbensóat (E218), sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum (geta

komið fram eftir meðferð) og í mjög sjaldgæfum tilvikum erfiðleikum við öndun.

Xylocain stungulyf, lausn inniheldur u.þ.b. 0,1 mmól (u.þ.b. 2,4 mg) natríum í hverjum ml. Taka þarf

tillit til þess ef sjúklingurinn er á saltsnauðu fæði.

3.

Hvernig nota á Xylocain

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skammturinn er ákveðinn af lækninum og fer eftir því hvers konar deyfingu er þörf á, á hvaða svæði á

að deyfa og hve lengi deyfingin á að standa yfir.

Notkun handa börnum

Nota má Xylocain fyrir börn eldri en 1 árs. Aðlaga á skammta aldri og þyngd.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafið samband við lækni eða heilbrigðisstarfsfólk ef þú heldur að þú hafir fengið of mikið Xylocain

miðað við upplýsingarnar hér eða meira en læknirinn hefur ávísað (og þér líður illa).

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að nota Xylocain

Ef þú heldur að þú hafir ekki fengið Xylocain skaltu spyrja lækninn eða heilbrigðisstarfsfólkið.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Xylocain

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Skyndileg húðútbrot, erfiðleikar við öndun og yfirlið (innan mínútna til klst.), vegna

ofnæmis (bráðaofnæmisviðbrögð/lost). Getur verið lífshættulegt. Hringið í 112.

Þetta er mjög sjaldgæf aukaverkun og kemur fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum

10.000 sjúklingum.

Andþrengsli, hröð öndun með hryglu, verkir eða óþægindi í brjósti ásamt hósta með

froðukenndum e.t.v. blóðugum hráka vegna vatns í lungum. Hafið tafarlaust samband við

lækni eða bráðamóttöku. Hringið jafnvel í 112.

Tíðni þessarar aukaverkunar er ekki þekkt.

Mjög algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum):

Ógleði

Lágþrýstingur

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum 100 sjúklingum):

Hægur hjartsláttur. Getur orðið alvarlegt. Ef hjartsláttur verður mjög hægur eða vanlíðan kemur

fram eða yfirlið á að hafa samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið jafnvel í 112.

Húðskyntruflanir, stingir, náladofi eða doði í húðinni

Sundl

Uppköst

Hækkaður blóðþrýstingur

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Einkenni eiturverkana á miðtaugakerfi (krampar, húðskynstruflanir í kringum munn,

tilfinningadoði í tungunni, ofurnæm heyrn, sjóntruflanir, meðvitundarleysi, skjálfti,

sælutilfinning, suð fyrir eyrum, tormæli, bæling á miðtaugakerfi)

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Hjartastopp

Óreglulegur hjartsláttur. Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafið samband við lækninn

Verkir og truflun á skynjun vegna taugabólgu

Húðskyntruflanir, stingir, náladofi, doði eða lömun, jafnvel verkir í höndum og fótum

Heilahimnu- eða mænubólga

Tvísýni

Erfiðleikar við öndun

Ofnæmisviðbrögð

Aukaverkanir með óþekkta tíðni:

Hjartakvillar (leiðnirof, minnkaður samdráttarkraftur hjarta)

Syfja

Þokusýn

Andþrengsli

Innri órói

Rugl

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Xylocain

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Xylocain inniheldur

Virka innihaldsefnið er lídókaínhýdróklóríð

Önnur innihaldsefni eru natríumklóríð, metýlparahýdroxýbenzóat (E218) og vatn fyrir

stungulyf.

Lýsing á útliti Xylocain og pakkningastærðir

Xylocain stungulyf, lausn er gegnsæ, litlaus lausn.

Xylocain 10 mg/ml og 20 mg/ml fást í pakkningum með 5 hettuglösum með 20 ml stungulyf, lausn.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Aspen Pharma Trading Limited

3016 Lake Drive, Citywest Business Campus

Dublin 24, Írland

Framleiðandi:

Recipharm Monts, Frakkland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

nóvember 2017.