Xylocain

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Xylocain Smyrsli 5 %
 • Skammtar:
 • 5 %
 • Lyfjaform:
 • Smyrsli
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Xylocain Smyrsli 5 %
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)
 • Leyfisnúmer:
 • 78642759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Xylocain 5% smyrsli

Lídókaín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Xylocain smyrsli og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Xylocain smyrsli

Hvernig nota á Xylocain smyrsli

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Xylocain smyrsli

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Xylocain smyrsli og við hverju það er notað

Xylocain smyrsli er staðdeyfilyf. Það verkar innan nokkura mínútna.

Xylocain smyrsli má nota hjá fullorðnum og börnum í öllum aldurshópum.

Xylocain smyrsli má nota:

Til að draga úr kláða og sársauka í húð, t.d. :

Vegna sólbruna, skordýrabits eða minniháttar bruna og skráma.

Vegna gyllinæðar og annarra kvilla við endaþarm.

Tannlæknir getur notað Xylocain smyrsli til þess að deyfa góma fyrir inndælingu deyfingar og

tannhreinsun.

Læknir getur notað Xylocain smyrsli til staðdeyfingar fyrir rannsóknir í munni, hálsi og

endaþarmi.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Xylocain smyrsli

Ekki má nota Xylocain smyrsli

ef um er að ræða ofnæmi fyrir lídókaíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef um er að ræða ofnæmi fyrir staðdeyfilyfjum af sama flokki og Xylocain (t.d. prílókaín og

kinkókaín).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ef þú notar Xylocain smyrsli í munn eða kok, verður þú dofin/dofinn þar. Þess vegna máttu ekki borða

í tvær klukkustundir eftir notkun Xylocain í munni eða koki, því hætta er á að þér svelgist á matnum.

Þegar tunga eða slímhúð í munni er dofin er hætta á að þú bítir þig.

Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú notar Xylocain smyrsli á opin sár, slímhúð, alvarleg brunasár

eða á húðsvæði með þrota. Alvarlegar aukaverkanir geta komið fram við ofskömmtun.

Ráðfærðu þig við lækninn, áður en þú notar Xylocain smyrsli:

ef þú ert með hjartsláttartruflanir.

ef þú ert á meðferð með lyfjum við hjartsláttartruflunum.

ef þú ert með hjartabilun.

ef þú ert með skerta lifrarstarfsemi.

ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi.

ef þú ert með flogaveiki eða aðra taugasjúkdóma.

ef þú ætlar að nota Xylocain smyrsli á barn sem er eldra en 12 ára, sem er léttara en 25 kg.

Forðast skal að Xylocain smyrsli berist í augu eða miðeyra (við miðeyrnabólgu).

Auðvelt er að þvo smyrslið af húð og úr fatnaði með vatni.

Notkun annarra lyfja samhliða Xylocain smyrsli

Látið lækninn eða lyfjafræðingi vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að vera notuð. Þetta gildir einnig um lyf sem fengin eru án lyfseðils, keypt erlendis, náttúrulyf

og vítamín og steinefni í stórum skömmtum.

Ráðfærðu þig við lækni:

ef þú tekur lyf við hjartsláttartruflunum (t.d. amíódarón eða sótalól).

ef þú notar önnur staðdeyfilyf.

Notkun Xylocain smyrslis með mat eða drykk

Matur og drykkur hafa ekki áhrif Xylocain smyrsli. Ef Xylocain smyrsli hefur verið notað í munn má

þó ekki borða í 2 klukkustundir eftir deyfingu, þar sem hætta er á að manni svelgist á matnum.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga:

Nota má Xylocain smyrsli á meðgöngu.

Brjóstagjöf:

Nota má Xylocain smyrsli meðan á brjóstagjöf stendur.

Ekki má nota Xylocain smyrsli á geirvörtur rétt fyrir brjóstagjöf. Ef Xylocain smyrsli hefur verið

notað á geirvörtur, er mikilvægt að þvo smyrslið vandlega af með vatni áður en brjóstagjöf hefst.

Akstur og notkun véla

Xylocain smyrsli hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing

Xylocain smyrsli inniheldur propýlenglýkól

Xylocain smyrsli inniheldur propýlenglýkól, sem getur ert húð.

3.

Hvernig nota á Xylocain smyrsli

Skömmtun

Notið lyfið alltaf nákvæmlega eins og læknirinn hefur sagt til um ef læknir hefur ávísað lyfinu. Ef ekki

er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Fullorðnir

Við sólbruna, skordýrabit, minniháttar brunasár og skrámur skal nota 1-2 ½ cm af smyrsli (0,2–0,5 g)

á húðsvæði sem svarar til 10 cm

(húðsvæði sem er um það bil 3 cm sinnum 3 cm).

Ef húðsvæðið sem meðhöndla á er minna en 10 cm

skal nota minna magn af smyrsli, í samræmi við

stærðina.

Berið smyrslið á í þunnu lagi, þannig að það þeki húðsvæðið sem meðhöndla á og deyfi verkina.

Endurtakið í nokkur skipti, eftir þörfum, yfir daginn.

Ekki má nota meira en 20 g af smyrslinu á sólarhring.

Gyllinæð og brunasár:

Til þess að meðhöndla gyllinæð og brunasár skal nota 5-25 cm af smyrsli (1-5 g) í hvert skipti.

Endurtakið í nokkur skipti, eftir þörfum, yfir daginn.

Ef þú hefur notað 10 g af smyrsli eiga að líða að minnsta kosti 8 klst. þangað til þú notar smyrslið

aftur.

Ekki má nota meira en 20 g af smyrsli á sólarhring.

Rannsóknir hjá lækni:

Við rannsóknir lækna eða tannlækna í munni og við rannsóknir læknis í hálsi eða endaþarmi notar

læknirinn venjulega 5-25 cm af smyrsli (1-5 g).

Börn

Ekki má nota Xylocain smyrsli hjá börnum yngri en 2 ára nema samkvæmt læknisráði.

Fyrir barn sem vegur:

15 kg, má í mesta lagi nota 7 ½ cm af smyrsli (1,5 g) í hvert skipti.

20 kg, má í mesta lagi nota 10 cm af smyrsli (2,0 g) í hvert skipti.

30 kg, má í mesta lagi nota 15 cm af smyrsli (3,0 g) í hvert skipti.

Ekki má nota meira en 3 skammta á sólarhring með að minnsta kosti 8 klst. millibili.

Hjá börnum sem eru léttari en 10 kg má ekki nota Xylocain smyrsli á húðsvæði sem er stærra en sem

samsvarar lófa fullorðins einstaklings (húðsvæði sem er 10 cm sinnum 10 cm).

Hjá börnum sem vega milli 10 og 20 kg má ekki nota Xylocain smyrsli á húðsvæði sem er stærra en

sem samsvarar tveimur lófum (húðsvæði sem er 10 cm sinnum 20 cm).

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú notar Xylocain smyrsli.

Notkunarleiðbeiningar

Bera skal Xylocain smyrsli beint á húð eða slímhúð. Betra er að nota sæfða grisju þegar smyrslið er

borið á skaddaða eða brennda húð.

Þegar Xylocain smyrsli er notað á brennda húð má setja grisju yfir smyrslið, þá virkar smyrslið lengur.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Einkenni ofskömmtunar eru náladofi í vörum, dofin tunga, sundl, ringlun, eyrnasuð, sjóntruflanir,

skjálfti, meðvitundarleysi, krampakast og áhrif á öndun.

Ef gleymist að nota Xylocain smyrsli

Ef Xylocain smyrsli er notað hjá börnum skal hafa í huga að minnsta kosti 8 klst. eiga að líða á milli

þess sem Xylocain smyrsli er borið á hjá börnum.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir:

Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 notendum):

Ofnæmisviðbrögð eins og skyndileg húðútbrot, öndunarerfiðleikar, þroti í andlit, vörum og

hálsi, yfirlið. Hafa skal strax samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið e.t.v. í 112.

Tíðni ekki þekkt:

Krampakast. Hafa skal samband við lækni eða bráðamóttöku.

Aukaverkanir sem eru ekki alvarlegar:

Sjaldgæfar (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 notendum):

Snertiexem.

Xylocain smyrsli getur einnig valdið aukaverkunum sem fólk finnur venjulega ekki fyrir. Það

geta verið breytingar á niðurstöðum þvagrannsókna, sem verða aftur eðlilegar þegar meðferð er

hætt.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Xylocain smyrsli

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Má ekki frjósa.

Ekki má skola lyfjum í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um

hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Xylocain smyrsli inniheldur

Virka innhaldsefnið: lídókaín.

Önnur innihaldsefni: macrogol 1500, macrogol 3550, própýlenglýkól og hreinsað vatn.

Pakkningastærð

35 g (áltúpa)

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Aspen Pharma Trading Limited

3016 Lake Drive, Citywest Business Campus,

Dublin 24, Írland

Framleiðandi:

AstraZeneca AB,

SE 151 85 Södertälje,

Svíþjóð

eða

Recipharm Karlskoga AB,

Karlskoga,

Svíþjóð.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

nóvember 2017.