Xylocain

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Xylocain Hlaup 20 mg/ g
 • Skammtar:
 • 20 mg/ g
 • Lyfjaform:
 • Hlaup
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Xylocain Hlaup 20 mg/g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 76642759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Xylocain hlaup 2%

Lídókaínhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Xylocain hlaup og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Xylocain hlaup

Hvernig nota á Xylocain hlaup

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Xylocain hlaup

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Xylocain hlaup og við hverju það er notað

Xylocain er staðdeyfilyf. Það virkar á nokkrum mínútum og veldur tímabundnu tilfinningaleysi á því

svæði sem það er borið á.

Xylocain hlaup má nota hjá fullorðnum og börnum í öllum aldurshópum.

Xylocain hlaup er notað til að deyfa tímabundið hluta líkamans fyrir ákveðnar skoðanir og aðgerðir

t.d. ristilspeglun, berkjuspeglun og blöðruspeglun.

Það má einnig nota til að deyfa sársauka af völdum bólgu í þvagblöðru og þvagrás og til

verkjadeyfingar eftir umskurð hjá drengjum.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Xylocain hlaup

Ekki má nota Xylocain hlaup

ef um er að ræða ofnæmi fyrir lídókaíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef um er að ræða ofnæmi fyrir staðdeyfilyfjum af sama flokki og Xylocain (t.d. prílókaíni).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Gæta skal varúðar þegar Xylocain hlaup er notað í munn og háls þar sem deyfingin getur truflað

kyngingu. Því skal ekki borða fyrstu 2 klst. eftir deyfinguna. Ef gómur og tunga er tilfinningalaus er

einnig hætta á að viðkomandi bíti sig.

Gæta skal varúðar við notkun Xylocain hlaups og ræða við lækni áður en notkun þess hefst ef:

Þú ert með hjartsláttartruflanir

Þú ert með hjartabilun

Þú ert með lifrarkvilla

Þú ert með nýrnakvilla

Þú ert með flogaveiki eða aðra taugasjúkdóma

Þú ert með porfýríu sem er sjaldgæfur efnaskiptasjúkdómur

Notkun annarra lyfja samhliða Xylocain hlaupi

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils, keypt erlendis, náttúrulyf, sterk vítamín og

steinefni.

Meðferð með Xylocain hlaupi getur haft áhrif á meðferð með öðrum lyfjum og önnur lyf geta haft

áhrif á meðferðina með Xylocain hlaupi:

Ef þú notar lyf við hjartsláttartruflunum (t.d. amiodaron) skal hafa samband við lækni áður en þú

notar Xylocain hlaup.

Gæta skal varúðar við notkun Xylocain hlaups með öðrum svipuðum staðdeyfilyfjum.

Notkun Xylocain hlaups með mat eða drykk

Nota má Xylocain hlaup með mat og drykk. Ef Xylocain hlaup hefur verið notað í munn eða kok má

ekki borða fyrr en 2 tímum eftir deyfinguna til að koma í veg fyrir ásvelgingu.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga:

Það má nota Xylocain hlaup á meðgöngu.

Brjóstagjöf:

Nota má Xylocain hlaup meðan barn er á brjósti. Ekki má nota Xylocain gel á geirvörturnar rétt fyrir

gjöf. Ef Xylocain hlaup hefur verið borið á geirvörturnar er mjög mikilvægt að það sé hreinsað vel af

áður en barnið er sett á brjóst.

Akstur og notkun véla

Við ráðlagða skammta hefur Xylocain hlaup ekki áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Xylocain hlaup inniheldur metýlparahýdroxýbensóat og própýlparahýdroxýbensóat

Xylocain hlaup í túpum inniheldur rotvarnarefnin metýlparahýdroxýbensóat (E218) og

própýlparahýdroxýbensóat (E216). Þessi efni geta valdið ofnæmi og geta í einstaka tilvikum valdið

öndunarerfiðleikum. Ofnæmisviðbrögðin geta komið fram eftir að meðferðinni lýkur.

3.

Hvernig nota á Xylocain hlaup

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn ákveður það magn sem hentar hverjum og einum sérstaklega. Magn er háð stað og stærð

þess svæðis sem deyfa á, áætlaðri lengd aðgerðar sem framkvæma á og hvers konar verkjadeyfingar er

þörf.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Einkenni ofskömmtunar: dofi í vörum og í kringum munn, rugl, sundl, næm heyrn, suð fyrir eyrum og

í einstaka tilvikum sjóntruflanir.

Til að koma í veg fyrir alvarlegar aukaverkanir skal taka þessi merki ofskömmtunar alvarlega og hætta

notkun Xylocain hlaups.

Ef gleymist að nota Xylocain hlaup

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir:

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fram hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sem nota lyfið):

Skyndileg ofnæmisviðbrögð (innan mínútna eða klukkustunda) t.d. útbrot, öndunarerfiðleikar og

yfirlið (bráðaofnæmi). Getur verið lífshættulegt. Hringið í 112.

Ekki alvarlegar aukaverkanir:

Særindi í hálsi eftir aðgerð þegar barkaslanga hefur verið smurð með lyfinu.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fram hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sem nota lyfið):

Ofnæmi t.d. útbrot.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Xylocain hlaup

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Xylocain hlaup má ekki frjósa.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Xylocain hlaup inniheldur

Virka innihaldsefnið er lídókaín hýdróklóríð.

Önnur innihaldsefni eru hýprómellósi, natríumhýdroxíð og/eða saltsýra,

metýlparahýdroxýbensóat (E218) og própýlparahýdroxýbensóat (E216) (eingöngu í lyfinu í

túpum) og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Xylocain hlaups og pakkningastærðir

Útlit

Xylocain hlaup er tært eða næstum tært, lítið eitt litað hlaup.

Pakkningastærðir

Xylocain 20 mg/g, hlaup fæst í 30 g túpum og í pakkningu með 10 áfylltum 10 g sprautum. Báðar

pakkningagerðir eru dauðhreinsaðar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Aspen Pharma Trading Limited, 3016 Lake Drive, Citywest Business Campus, Dublin 24, Írland

Framleiðandi:

AstraZeneca AB, Södertälje, Svíþjóð

eða

Recipharm Karlskoga AB, Karlskoga, Svíþjóð

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

nóvember 2017.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.