Xylocain

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Xylocain Húðúði, lausn 100 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 100 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Húðúði, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Xylocain Húðúði, lausn 100 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 28662759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Xylocain, 100 mg/ml,

húðúði, lausn

Lídókaín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur

valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Xylocain húðúða og við hverju hann er notaður

Áður en byrjað er að nota Xylocain húðúða

Hvernig nota á Xylocain húðúða

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Xylocain húðúða

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Xylocain húðúða og við hverju hann er notaður

Einn skammtur af Xylocain húðúða inniheldur 10 mg af staðdeyfilyfi með verkjastillandi

verkun.

Nota má Xylocain húðúða handa fullorðnum og börnum eldri en 2 ára.

Xylocain húðúði er notaður til tímabundinnar deyfingar eða sem verkjastillandi lyf fyrir

rannsóknir/aðgerðir sem eru framkvæmdar af læknum eða tannlæknum, til dæmis:

rannsóknir á öndunarfærum

við minni háttar skurðaðgerðir í hálsi, munni og nefholi

í tengslum við holsjárskoðun

á síðasta stigi fæðingar og hugsanlega við saumaskap eftir áverka vegna fæðingar

við tannlækningar, t.d. til staðdeyfingar fyrir inndælingu.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en

tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á

merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Xylocain húðúða

Ekki má nota Xylocain húðúða:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir staðdeyfilyfjum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Notkun Xylocain húðúða í munn og háls getur haft áhrif á kyngingargetu, sem getur

aukið hættu á að Xylocain húðúði berist óvart niður í barka. Einnig er hætta á áverka

vegna bits. Deyfingin þarf að vera farin alveg úr áður en fæðu eða drykkjar er neytt.

Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú byrjar að nota Xylocain húðúða ef þú ert með

hjarta-eða æðasjúkdóm, leiðslutruflanir í hjarta (hjartarof), porfýríu (arfgengan

efnaskiptasjúkdóm), alvarlegan lifrarsjúkdóm, verulega skerta nýrnastarfsemi eða ef

heilsufar er almennt slæmt.

Láttu lækninn vita ef þú ert með sjúkdóm sem nefnist porfýría.

Notkun annarra lyfja samhliða Xylocain húðúða

Látið lækninn, tannlækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega

verið notuð eða kynnu að vera notuð. Þetta á einnig við lyf sem eru keypt án lyfseðils, t.d.

náttúrulyf og vítamín og steinefni.

Hætta á aukaverkunum eykst ef þú notar Xylocain húðúð samhliða ákveðnum lyfjum,

sérstaklega:

öðrum staðdeyfilyfjum

lyfjum við óreglulegum hjartslætti (lyf við hjartsláttartruflunum).

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Ráðfærðu þig við lækninn eða

lyfjafræðing áður en lyf eru notuð.

Tímabundin notkun Xylocaine húðúða á meðgöngu hefur líklega engin skaðleg áhrif á fóstur.

Lídókaín skilst út í brjóstamjólk, en hefur líklega ekki áhrif á barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar

árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan

fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Xylocain hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Viss tímabundin

áhrif á samhæfingu og hreyfingar geta komið fram og geta haft áhrif einbeitingarhæfni.

Hættan á þessum aukaverkunum fer eftir því hvar lyfið er gefið og stærð Xylocain skammts

sem gefinn er.

3.

Hvernig nota á Xylocain húðúða

Læknirinn eða tannlæknirinn ákveður hvaða skammtur hentar þér.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal

leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur er á bilinu 20 og 200 mg (2-20 úðar).

Notkun handa börnum

Hjá börnum yngri en 12 ára mega skammtar ekki vera stærri en 4-5 mg/kg (8-10 úðar fyrir

barn sem vegur 20 kg), þegar lyfið er notað í nef eða munn.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal

hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Einkenni ofskömmtunar eru náladofi í vörum, dofi í tungu, sundl, ringlun, eyrnasuð,

sjóntruflanir, skjálfti, meðvitundarleysi, krampar og áhrif á öndun.

Við fyrstu einkenni ofskömmtunar skal stöðva notkun Xylocain húðúða strax, þá minnkar

hætta á alvarlegum aukaverkunum hratt. Ef eitthvert þessara einkenna kemur fram skal strax

hafa samband við lækninn eða tannlækninn.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Staðbundin erting getur komið fram á meðferðarsvæði.

Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 1.000): Ofnæmisviðbrögð, sem í

alvarlegum tilfellum leiða til bráðaofnæmislosts (skyndileg ofnæmisviðbrögð eins og útbrot,

bjúgur, hiti, öndunarerfiðleikar og yfirlið). Ef þú færð alvarleg ofnæmiseinkenni skaltu leita

strax til bráðamóttöku.

Lídókaín getur valdið bráðum eitrunareinkennum við ofskömmtun eða við háa þéttni í blóði

eftir hratt frásog.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna

aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir

er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Xylocain húðúða

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Ef lyfið er geymt við lægri hita en 8°C geta myndast kristallar sem leysast aftur upp þegar

lyfið nær stofuhita.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða

í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að

vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Xylocain húðúði inniheldur

1 ml inniheldur virkt innihaldsefni: lídókaín 100 mg.

Önnur innihaldsefni eru: etanól 96% (241 mg), macrogol, bananabragðefni, mentól,

sakkarín og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Xylocain húðúða og pakkningastærðir

50 ml flaska með úðadælu.

Stutt úðarör.

Löng úðarör, sæfð.

Í pakkningunni fylgir eitt stutt úðarör, um það bil 120 mm.

Löng sæfð úðarör, um það bil

230 mm, er hægt að panta sérstaklega. Báðar

gerðir af

úðarörum eru einnota og henda skal þeim eftir notkun.

Bæði stuttu og sæfðu löngu úðarörin eru fáanleg í 50 stk. pakkningu.

Úðarörið hefur þegar verið beygt hæfilega og ekki má beygja það frekar. Úðarörið má ekki

stytta, ef það er gert hættir stauturinn að mynda úða.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Aspen Pharma Trading Limited, 3016 Lake Drive, Citywest Business Campus, Dublin 24,

Írland

Framleiðandi:

AstraZeneca AB, 151 85 Södertälje.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

nóvember 2017.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.