Voltaren Ophtha

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Voltaren Ophtha Augndropar, lausn 1 mg/ml
 • Skammtar:
 • 1 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Augndropar, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Voltaren Ophtha Augndropar, lausn 1 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 2c642759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Voltaren Ophtha 1 mg/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti

diclofenac

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Voltaren Ophtha og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Voltaren Ophtha

Hvernig nota á Voltaren Ophtha

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Voltaren Ophtha

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Voltaren Ophtha og við hverju það er notað

Voltaren Ophtha er lyf sem kallast bólgueyðandi gigtarlyf og dregur úr verkjum, bólgu, roða og ertingu

(bólgu).

Voltaren Ophtha er notað

við verkjum, roða og bólgu eftir augnaðgerðir.

við verkjum eftir áverka á hornhimnu augans.

til að koma í veg fyrir að sjáaldrið dragist saman meðan á augnaðgerð stendur.

til að koma í veg fyrir að blóð/vökvi safnist fyrir aftan til í auganu, eftir dreraðgerð á auga.

2.

Áður en byrjað er að nota Voltaren Ophtha

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Voltaren Ophtha

ef um er að ræða ofnæmi fyrir diclofenaci eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú færð astmakast, ofsakláða eða brátt nefrennsli eftir notkun lyfja sem innihalda

acetylsalicylsýru eða skyld efni.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Voltaren Ophtha er notað:

ef þú telur hugsanlegt að þú sért með augnsýkingu. Voltaren Ophtha getur dulið einkenni

augnsýkingar

ef þú ert með aukna tilhneigingu til blæðinga frá húð eða slímhúð

ef þú notar aðra augndropa gegn bólgu í auga (barkstera)

ef þú ert með sykursýki

ef þú ert með liðagigt

ef þú hefur gengist undir flókna augnaðgerð eða endurteknar augnaðgerðir

ef þú ert með sjúkdóm í hornhimnu augans

ef þú ert með augnþurrk.

Hafðu tafarlaust samband við lækninn

ef þú sérð óskýrt og ert með verk í auga.

Hafa skal eftirfarandi í huga

Forðastu notkun augnlinsa ef þú ert með bólgu í auga.

Notkun annarra lyfja samhliða Voltaren Ophtha

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Þetta

á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, t.d. náttúrulyf, vítamín og steinefni.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert á meðferð með öðrum lyfjum til útvortis notkunar, t.d.

augndropum, kremi eða smyrsli, sem innihalda nýrnahettubarkarhormóna.

Ef þú notar fleiri en eitt augnlyf, skaltu láta líða minnst 5 mínútur milli notkunar Voltaren Ophtha og

hins lyfsins.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti máttu einungis nota Voltaren Ophtha í samráði við lækninn.

Akstur og notkun véla

Voltaren Ophtha getur valdið þokusjón fyrst eftir að því er dreypt í auga. Ekki aka eða nota vélar fyrr

en sjónin er eðlileg á ný. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem

krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða

aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan

fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Voltaren Ophtha

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur er:

Fullorðnir, þar með talið aldraðir

Verkjastillandi eftir augnaðgerð: 1 dropi 3-5 sinnum á dag.

Í tengslum við dreraðgerð á auga: 1 dropi 5 sinnum síðustu 3 klst. fyrir aðgerð. Síðan 1 dropi

3-5 sinnum á dag.

Notkun handa börnum

Voltaren Ophtha er almennt ekki ætlað til notkunar handa börnum.

Notkunarleiðbeiningar

Þvoðu hendur.

Opnaðu þynnupakkninguna að ofanverðu og dragðu út eina röð af stakskammtaílátum.

Rífðu eitt stakskammtaílát frá (Mynd 1).

Snúðu plasthettuna af ílátinu (Mynd 2). Snertu ekki oddinn.

Hallaðu höfðinu aftur (Mynd 3).

Dragðu neðra augnlokið niður með einum fingri og þrýstu með hinni hendinni á ílátið þannig að

dropi falli í augað (Mynd 4).

Lokaðu auganu í u.þ.b. 5 mínútur til að koma í veg fyrir að augndropinn renni niður í nefið eftir

táragöngunum (Mynd 5). Endurtaktu hugsanlega lið 6 til 8 fyrir hitt augað.

Opnum ílátum á að fleygja strax eftir notkun.

Mynd 1

Mynd 2

Mynd 3

Mynd 4

Mynd 5

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Hafðu pakkninguna meðferðis.

Ekki hafa komið fram tilvik um skaða vegna ofskömmtunar Voltaren Ophtha.

Við ofskömmtun má skola lyfið úr augunum með volgu vatni.

Ef gleymist að nota Voltaren Ophtha

Ef þú hefur gleymt að nota lyfið einu sinni skaltu nota það strax og þú manst eftir því. Aldrei má

tvöfalda skammt.

Leitaðu til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Ef hætt er að nota Voltaren Ophtha

Einungis má gera hlé á meðferðinni eða hætta meðferð í samráði við lækninn.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir: Koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 notendum.

Óskýr sjón, jafnvel verkir vegna áverka á hornhimnunni. Hafa skal samband við lækni eða

sjúkrahús.

Andnauð eða versnun astma. Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafið samband við lækninn.

Roði á augnloki, þroti á augnloki.

Sár á hornhimnu, þykknun hornhimnu, þroti í auga, þynning hornhimnu.

Skert sjón.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Mjög algengar aukaverkanir: Koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 notendum.

Verkur í auga.

Algengar aukaverkanir: Koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 notendum.

Roði í auga, þokusjón stuttu eftir að lyfinu er dreypt í auga.

Augnbólga ásamt augnroða og táraflóði.

Sjaldgæfar aukaverkanir: Koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 notendum.

Aukið ljósnæmi, augnkláði, blæðing í auga, þokusýn, bólgublettir á hornhimnunni.

Aukaverkanir þar sem tíðnin er ekki þekkt

Augnroði eða bólga vegna ofnæmisviðbragða, ofnæmi í augum.

Ofsakláði, útbrot, exem, kláði, hósti og nefkvef.

Kláði á augnloki.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is.

Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um

öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Voltaren Ophtha

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið Voltaren Ophtha ekki við hærri hita en 25°C.

Eftir að þynnupakkningin hefur verið rofin má ekki geyma stakskammtaílátin lengur en í

4 vikur.

Innihald stakskammtaílátanna er sæft þar til þau eru rofin.

Stakskammtaílát sem hafa verið rofin á að nota strax, þau má ekki geyma.

Ekki skal nota Voltaren Ophtha eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og

merkimiðanum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Voltaren Ophtha inniheldur

Virka innihaldsefnið er diclofenac. Einn millilítri inniheldur 1 mg diclofenacnatríum.

Önnur innihaldsefni eru bórsýra, fjöloxuð laxerolía, trometamol og sæft vatn.

Lýsing á útliti Voltaren Ophtha og pakkningastærðir

Hvert stakskammtaílát inniheldur 0,3 ml.

Voltaren Ophtha er fáanlegt í pakkningum sem innihalda 10, 20 eða 40 stakskammtaílát.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi

Laboratoires THEA, 12, rue Louis Blériot, 63017 Clermont-Ferrand Cedex 2, Frakkland.

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í september 2017.