Vistide

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Vistide
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Vistide
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Veirur fyrir almenn nota,
 • Lækningarsvæði:
 • Cytomegalovirus Retinitis
 • Ábendingar:
 • Vistide er ætlað til meðferðar við cýtómegalóveiru retinitis hjá sjúklingum með fengið ónæmisbrestsheilkenni (AIDS) og án skerta nýrnastarfsemi. Vistide ætti aðeins að nota þegar aðrir lyf eru talin óviðeigandi.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 21

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Aftakað
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000121
 • Leyfisdagur:
 • 22-04-1997
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000121
 • Síðasta uppfærsla:
 • 31-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Vistide 75 mg/ml innrennslisþykkni, lausn

Cídófóvír

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum:

Upplýsingar um Vistide og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Vistide

Hvernig nota á Vistide

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Vistide

Aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Vistide og við hverju það er notað

Vistide er ætlað til meðferðar við augnsýkingu sem nefnist CMV sjónubólga hjá sjúklingum með

alnæmi (AIDS).

Vistide læknar ekki CMV sjónubólguna en getur bætt ástandið með því að hægja á

versnun sjúkdómsins.

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Vistide hvað varðar aðra sjúkdóma en CMV sjónubólgu

hjá sjúklingum með alnæmi.

Heilbrigðisstarfsfólk (læknir eða hjúkrunarfræðingur) á að gefa Vistide á sjúkrahúsi.

Hvað er CMV sjónubólga?

CMV sjónubólga er sýking í auga af völdum cytomegaloveiru (CMV). CMV sýkir sjónu augans og

getur valdið því að sjónin daprist og getur á endanum valdið blindu. Sjúklingum með alnæmi (AIDS)

er mjög hætt við að fá CMV sjónubólgu eða annars konar CMV sjúkdóm, t.d. ristilbólgu

(bólgusjúkdóm í þörmum). Nauðsynlegt er að meðhöndla CMV sjónubólgu til að draga úr hættu á

blindu.

Vistide er veirueyðandi lyf sem kemur í veg fyrir fjölgun CMV með því að hafa áhrif á nýmyndun

DNA veirunnar.

2.

Áður en byrjað er að nota Vistide

Ekki má nota Vistide:

Ef þú ert með ofnæmi

fyrir cídófóvír eða einhverju öðru innihaldsefni Vistide.

Ef þú hefur nokkurn tíma verið með nýrnasjúkdóm.

Ef þú getur ekki notað lyfið próbenecíð

vegna alvarlegs ofnæmis fyrir próbenecíði eða öðrum

súlfalyfjum (t.d. sulfamethoxazoli).

Ef eitthvað af þessu á við um þig skaltu hafa samband við lækninn.

Þú átt ekki að fá Vistide.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Vistide

Helsta aukaverkun Vistide er nýrnaskemmdir.

Til að draga úr hættu á nýrnaskemmdum

munt þú fá

vökva í bláæð

(venjulegt saltvatn)

fyrir hvern skammt af Vistide og

próbenecíð

töflur

fyrir og eftir hvern skammt af Vistide (sjá frekari upplýsingar í kafla 3 hér á eftir). Einnig

má vera að læknirinn gefi fyrirmæli um mikla vökvaneyslu. Læknirinn mun fylgjast með

nýrnastarfsemi þinni áður en hver og einn skammtur af Vistide er gefinn. Vera má að læknirinn

ákveði að hætta meðferð með Vistide verði breytingar á nýrnastarfsemi.

Segðu lækninum frá því ef þú ert með sykursýki.

Nota á Vistide með varúð hjá sjúklingum

með sykursýki, vegna hugsanlega aukinnar hættu á lágum þrýstingi inni í auganu

(augnslekja)

Á meðan á meðferð með Vistide stendur ættirðu að fara í reglulegar augnskoðanir

vegna

hugsanlegra tilfella af augnertingu, sýkingu eða bólgu.

Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú

finnur fyrir verkjum, roða eða kláða í auga eða breytingu á sjón.

Hjá dýrum olli Vistide minnkaðri þyngd eista og dró úr sæðismagni. Enda þótt slíks hafi ekki

orðið vart í rannsóknum á Vistide hjá mönnum, gætu slík áhrif komið fram hjá körlum og valdið

ófrjósemi.

Karlar skulu nota hindrandi getnaðarvarnir meðan á meðferð með Vistide

stendur og í 3 mánuði eftir að meðferð lýkur.

Vistide er ekki ætlað til meðferðar á HIV sýkingu. Vistide hindrar ekki að þú smitir aðra af HIV

sýkingu svo

þú skalt halda áfram að beita varúðarráðstöfunum til að forðast að smita

aðra

Notkun handa börnum

Vistide hefur ekki verið rannsakað hjá börnum. Því

skal ekki nota lyfið handa börnum.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið

notuð

, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils, þar sem þau geta milliverkað við Vistide eða

próbenecíð.

Það er mjög mikilvægt að láta lækninn vita ef þú færð önnur lyf sem kunna að skaða nýrun.

Slík lyf eru m.a.:

lyf sem innihalda tenófóvír og eru notuð til að meðhöndla HIV-1 sýkingu og/eða langvinna

lifrarbólgu B

amínóglýkósíðar, pentamidín eða vankómýcín (við bakteríusýkingum)

amfóterísín B (við sveppasýkingu)

foskarnet (við veirusýkingu)

adefóvír (við HBV sýkingu)

Hætta verður notkun þessara lyfja

að minnsta kosti 7 dögum

áður en byrjað er að nota Vistide.

Próbenecíð getur milliverkað við önnur lyf sem oft eru notuð við alnæmi og alnæmis-tengdum

kvillum, til dæmis zídóvúdín (AZT). Þeir sem nota zídóvúdín eiga að ræða við lækninn hvort

hætta eigi notkuninni tímabundið eða minnka skammt zídóvúdíns um 50% þá daga sem Vistide

og próbenecíð eru gefin.

Hætta á

milliverkunum Vistide og HIV-lyfja sem eru próteasahemlar hefur ekki verið

rannsökuð.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Ef Vistide er notað með mat eða drykk

Neyta skal fæðu

áður en þér er gefið Vistide. Læknirinn kann að gefa fyrirmæli um mikla

vökvaneyslu áður en þú færð Vistide.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki ætti að gefa þunguðum konum Vistide.

Verðir þú þunguð meðan þú færð lyfið skaltu

segja lækninum tafarlaust frá því. Sýnt hefur verið fram á að Vistide veldur fósturskemmdum

hjá dýrum og ekki ætti að nota lyfið á meðgöngu nema hugsanlegur ávinningur vegi þyngra en

möguleg áhætta fyrir fóstrið.

Ef hugsanlegt er að þú verðir þunguð þarftu að nota örugga

getnaðarvörn

til að hindra þungun meðan meðferð með Vistide varir og í 1 mánuð eftir það.

Konur með barn á brjósti ættu ekki að nota Vistide.

Ekki er vitað hvort Vistide berst til

barnsins með brjóstamjólk. Vegna þess að mörg lyf berast í brjóstamjólk ættu konur sem hafa

barn á brjósti að hætta notkun Vistide eða hætta brjóstagjöf ef notkun Vistide er ekki hætt.

Almennt, skulu HIV smitaðar konur ekki hafa börn sín á brjósti

til að forðast að HIV smit

berist til nýburanna með móðurmjólkinni.

Akstur og notkun véla

Vistide getur valdið skammtíma aukaverkunum á borð við þreytu eða slappleika.

Þeir sem aka bifreið

eða nota vélar þurfa að ræða það við lækninn

og leita ráða hjá honum um að hætta akstri og notkun

véla með hliðsjón af sjúkdómnum og þoli fyrir lyfinu.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Vistide

Lyfið inniheldur 2,5 mmól (eða 57 mg) natríum í hverju hettuglasi sem þú þarft að hafa í huga ef þú

ert á natríumskertu mataræði.

3.

Hvernig nota á Vistide

Vistide er gefið með innrennsli í bláæð (dreypi í æð).

Ekki

má gefa það með öðrum aðferðum, þar

með talinni inndælingu í auga, eða á staðbundinn hátt (á húðina). Læknir eða hjúkrunarfræðingur með

viðeigandi reynslu af meðhöndlun einstaklinga með alnæmi á að annast gjöf Vistide.

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn mun flytja viðeigandi skammt af Vistide úr hettuglasinu í

innrennslispoka sem í eru 100 ml af 0,9%(venjulegri) saltvatnslausn. Allt innihald pokans verður gefið

með innrennsli í bláæð, með jöfnum hraða á 1 klst., með viðurkenndri innrennslisdælu.Ekki má auka

ráðlagða skammta, tíðni eða innrennslishraða. Í lok þessa fylgiseðils er að finna frekari upplýsingar

fyrir heilbrigðisstarfsfólk um hvernig eigi að gefa Vistide.

Til að draga úr hættu á nýrnaskemmdum þarf að gefa próbenecíð töflur og vökva í bláæð

(saltvatnslausn) á sama degi og hvert Vistide innrennsli.

(Sjá aukafyrirsagnirnar “Hvernig á að taka

próbenecíð með Vistide?” og “Hvernig er vökvi í bláæð gefinn á undan Vistide?” hér á eftir.)

Skammtar handa fullorðnum

Skammturinn sem þú þarft er reiknaður út byggt á líkamsþyngd þinni.

Upphafsmeðferð

Ráðlagður skammtur Vistide handa sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi er 5 mg á kg líkamsþunga

sem gefinn er

einu sinni í viku, tvær vikur í röð

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Viðhaldsmeðferð

Hefst tveimur vikum eftir að upphafsmeðferð lýkur, ráðlagður viðhaldsskammtur Vistide hjá

sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi er 5 mg á kg líkamsþunga sem gefinn er

einu sinni á tveggja

vikna fresti

Skammtaaðlögun

Ef þú ert með nýrnakvilla

getur verið að meðferð með Vistide henti þér ekki. Tekin verða þvag-

og/eða blóðsýni fyrir hvert innrennsli með Vistide til að rannsaka nýrnastarfsemina. Hjá sjúklingum,

þar sem fram koma vísbendingar um skerta nýrnastarfsemi, má vera að notkun Vistide verði hætt

tímabundið eða varanlega, háð ástandi hvers og eins.

Hafi fyrir slysni verið verið gefinn stærri skammtur af Vistide en ráðlagður er,

skal tafarlaust segja

lækninum frá því

Hvernig á að taka próbenecíð með Vistide?

Próbenecíð töflur eru gefnar til að draga úr hættu á nýrnaskemmdum.

Taka verður 3 skammta af

próbenecíð töflum til inntöku á sama degi og Vistide eins og fram kemur á eftirfarandi töflu:

Tími

Skammtur

3 klst. áður en innsrennsli með Vistide hefst

2 g próbenecíð

2 klst. eftir að innsrennsli með Vistide lýkur

1 g próbenecíð

8 klst. eftir að innsrennsli með Vistide lýkur

1 g próbenecíð

Alls

4 g próbenecíð

Próbenecíð er aðeins notað þann dag sem Vistide er gefið.

Hvernig er vökvi í bláæð gefinn á undan Vistide?

Venjulegt saltvatn er gefið til að draga úr hættu á nýrnaskemmdum.

Samtals á að gefa einn lítra

af 0,9% (venjulegu) saltvatni í bláæð (sem dreypi í æð) fyrir hvern skammt af Vistide. Gefa á

saltvatnið með innrennsli á 1 klst. strax fyrir innrennsli Vistide. Vera má að læknirinn ákveði að gefa

einn lítra af vökva til viðbótar, handa þeim sem slíkt þola. Í þeim tilvikum á að gefa seinni lítrann

annað hvort í upphafi innrennslis Vistide eða strax að loknu innrennsli Vistide og innrennslið á að vara

í 1 til 3 klst. Einnig má vera að læknirinn gefi fyrirmæli um mikla vökvaneyslu.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings

ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Vistide valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanirnar hverfa yfirleitt þegar meðferð með Vistide er hætt.

Látið lækninn eða lyfjafræðing

vita þegar í stað ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef

aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Algengasta aukaverkun Vistide eru nýrnaskemmdir.

Mjög algengar aukaverkanir

(Kunna að hafa áhrif á fleiri en 1 notanda af 10)

fækkun hvítra blóðkorna, höfuðverkur, ógleði, uppköst, prótein í þvagi, aukið kreatínín í blóði

(mælikvarði á nýrnastarfsemi), hármissir, útbrot, slappleiki/þreyta og hiti.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Algengar aukaverkanir

(Kunna að hafa áhrif á 1 til 10 notendur af 100)

bólga í auga, minnkaður augnþrýstingur, erfiðleikar eða áreynsla við öndun, mæði, niðurgangur

og kuldahrollur.

Tafarlaust skal segja lækni frá því ef fram kemur verkur, roði eða kláði í auga eða

sjónbreytingar,

til að unnt sé að leggja mat á meðferðina.

Eftir markaðssetningu hefur að auki verið greint frá aukaverkunum þ.á m. nýrnabilun, skemmdir á

frumum í nýrnapíplum, brisbólgu og heyrnarskerðingu.

Hugsanlegar aukaverkanir próbenecíðs

Mjög algengar aukaverkanir sem hugsanlega tengjast próbenecíði

(Kunna að hafa áhrif á fleiri en 1 notanda af 10)

ógleði, uppköst, útbrot og hiti.

Algengar aukaverkanir sem hugsanlega tengjast próbenecíði

(Kunna að hafa áhrif á 1 til 10 notendur af 100)

höfuðverkur, slappleiki/þreyta, kuldahrollur og ofnæmisviðbrögð.

Til að draga úr hættu á ógleði og/eða uppköstum í tengslum við próbenecíð

skal neyta matar áður en

sérhver skammtur próbenecíðs er tekinn

. Læknirinn gæti einnig gefið fyrirmæli um töku annarra

lyfja, t.d. uppsöluhemjandi lyfja (ógleðilyfja), andhistamína og/eða paracetamóls til að draga úr

aukaverkunum próbenecíðs.

Próbenecíð getur einnig valdið öðrum aukaverkunum þ.á m. lystarleysi, aumu tannholdi, roða,

hármissi, svima, fækkun rauðra blóðkorna og aukinni þvaglátatíðni. Ofnæmisviðbrögð með bólgu í

húð, kláða, ofsakláða og sjaldan alvarleg ofnæmisviðbrögð og alvarleg húðviðbrögð hafa komið fram.

Greint hefur verið frá fækkun á hvítum blóðkornum, eiturverkun á lifur, eiturverkun á nýru og eyðingu

rauðra blóðkorna. Einnig hefur verið greint frá fækkun blóðkorna og blóðflagna.

Því á læknirinn að fletta upp í gildandi samantekt á eiginleikum lyfs til frekari upplýsinga um

próbenecíð, áður en hann gefur þér próbenecíð.

Þú skalt einnig lesa fylgiseðilinn fyrir próbenecíð.

5.

Hvernig geyma á Vistide

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Vistide eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Geymið ekki við hærri hita en 30°C. Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.

Aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Vistide

Virka innihaldsefnið í Vistide 75 mg/ml er cídófóvír.

Hver ml inniheldur 75 mg af vatnsfríu

cídófóvíri. Hvert hettuglas inniheldur 375 mg/5 ml af vatnsfríu cídófóvíri.

Önnur innihaldsefni eru

Natríumhýdroxíð

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Saltsýra

Vatn fyrir stungulyf

Útlit Vistide og pakkningastærðir

Vistide er sæft innrennsliþykkni, lausn í gegnsæju hettuglasi úr gleri og í því eru 375 mg af virka

innhaldsefninu, vatnsfríu cídófóvíri, í 5 ml af vatni fyrir stungulyf og er styrkur lyfsins 75 mg/ml.

Sýrustig (pH) lyfsins er stillt af með natríumhýdroxíði (og saltsýru ef þess gerist þörf) og í því eru

engin rotvarnarefni.

Markaðsleyfishafi

Gilead Sciences International Limited

Cambridge

CB21 6GT

Bretland

Framleiðandi

Gilead Sciences Limited

IDA Business & Technology Park

Carrigtohill, Co. Cork

Írland

Ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á

hverjum stað.

België/Belgique/Belgien

Gilead Sciences Belgium BVBA

Tél/Tel: + 32 (0) 24 01 35 79

Luxembourg/Luxemburg

Gilead Sciences Belgium BVBA

Tél/Tel: + 32 (0) 24 01 35 79

България

Gilead Sciences International Ltd

Тел.: + 44 (0) 20 7136 8820

Magyarország

Gilead Sciences International Ltd

Tel: + 44 (0) 20 7136 8820

Česká republika

Gilead Sciences International Ltd

Tel: + 44 (0) 20 7136 8820

Malta

Gilead Sciences International Ltd

Tel: + 44 (0) 20 7136 8820

Danmark

Gilead Sciences Sweden AB

Tlf: + 46 (0) 8 5057 1849

Nederland

Gilead Sciences Netherlands B.V.

Tel: + 31 (0) 20 718 3698

Deutschland

Gilead Sciences GmbH

Tel: + 49 (0) 89 899890-0

Norge

Gilead Sciences Sweden AB

Tlf: + 46 (0) 8 5057 1849

Eesti

Gilead Sciences Sweden AB

Tel: + 46 (0) 8 5057 1849

Österreich

Gilead Sciences GesmbH

Tel: + 43 1 260 830

Ελλάδα

Gilead Sciences Ελλάς Μ.ΕΠΕ.

Τηλ: + 30 210 8930 100

Polska

Gilead Sciences Poland Sp. z o. o.

Tel: + 48 22 262 8702

España

Gilead Sciences, S.L.

Tel: + 34 91 378 98 30

Portugal

Gilead Sciences, Lda.

Tel: + 351 21 7928790

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

France

Gilead Sciences

Tél: + 33 (0) 1 46 09 41 00

România

Gilead Sciences International Ltd

Tel: + 44 (0) 20 7136 8820

Ireland

Gilead Sciences Ltd

Tel: + 44 (0) 1223 897555

Slovenija

Gilead Sciences International Ltd

Tel: + 44 (0) 20 7136 8820

Ísland

Gilead Sciences Sweden AB

Sími: + 46 (0) 8 5057 1849

Slovenská republika

Gilead Sciences International Ltd

Tel: + 44 (0) 20 7136 8820

Italia

Gilead Sciences S.r.l.

Tel: + 39 02 439201

Suomi/Finland

Gilead Sciences Sweden AB

Puh/Tel: + 46 (0) 8 5057 1849

Κύπρος

Gilead Sciences Ελλάς Μ.ΕΠΕ.

Τηλ: + 30 210 8930 100

Sverige

Gilead Sciences Sweden AB

Tel: + 46 (0) 8 5057 1849

Latvija

Gilead Sciences Sweden AB

Tel: + 46 (0) 8 5057 1849

United Kingdom

Gilead Sciences Ltd

Tel: + 44 (0) 1223 897555

Lietuva

Gilead Sciences Sweden AB

Tel: + 46 (0) 8 5057 1849

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu

http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Skoða skal hettuglös með Vistide fyrir notkun. Ef lausnin inniheldur sýnilegar agnir eða er mislituð

má ekki nota hana.

Mælt er með fullnægjandi varúðarráðstöfunum við blöndun, gjöf og förgun Vistide, þar á meðal

notkun viðeigandi öryggisbúnaðar. Blanda á Vistide lausnina í öryggisskáp með lagflæði lofts. Þeir

sem blanda lausnina eiga að nota skurðstofuhanska, hlífðargleraugu og skurðstofuslopp sem er heill að

framan og með hnýttum ermum. Komist Vistide í snertingu við húð skal þvo hana vandlega og skola

með miklu vatni.

Flytja skal viðeigandi skammt af Vistide úr hettuglasinu í innrennslispoka sem í eru 100 ml af 0,9%

(venjulegri) saltvatnslausn. Allt innihald pokans skal gefa með innrennsli í bláæð sjúklings, með

jöfnum hraða á 1 klst., með viðurkenndri innrennslisdælu. Ekki má auka ráðlagða skammta, tíðni eða

innrennslishraða.

Sýnt hefur verið fram á efnafræðilegan stöðugleika Vistide blandað saltvatnslausn í glerflöskum, í

innrennslispokum úr polyvinylklóríði (PVC) eða ethylen/propylen samfjölliðu og í i.v.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

innrennslissettum úr PVC með ventli. Aðrar gerðir i.v. innrennslissetta og innrennslispoka hafa ekki

verið rannsakaðar.

Ekki hefur verið lagt mat á samrýmanleika Vistide og Ringerlausnar, Ringerlaktatlausnar og

bakteríuhemjandi innrennslisvökva.

Frá örveirufræðilegu sjónarmiði verður að nota lyfið strax.

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í allt að 24 klst. við 2 - 8°C þegar

þynning er framkvæmd undir stýrðum og samþykktum smitgátaraðstæðum.

Hvorki er mælt með

geymslu lengur en í 24 klst. né að lyfið sé fryst. Fyrir notkun skal láta innrennslispoka sem geymdir

hafa verið í kæli ná stofuhita.

Vistide er í einnota hettuglösum. Farga skal hettuglösum sem notuð hafa verið að hluta.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi