Visanne

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Visanne Tafla 2 mg
 • Skammtar:
 • 2 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

 • fyrir almenning:
 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.


  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning.

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Visanne Tafla 2 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • ff632759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Samantekt á eiginleikum vöru: skammtar, milliverkanir, aukaverkanir

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI LYFS

Visanne 2 mg töflur

2.

INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 2 mg af díenógesti.

Hjálparefni með þekkta verkun: hver tafla inniheldur 62,8 mg af laktósaeinhýdrati.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Töflur

Hvítar eða beinhvítar, kringlóttar, flatar töflur með fláa á kanti og upphleyptu „B“ öðrum megin og

7 mm í þvermál.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Meðferð við legslímuvillu.

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

Aðferð við lyfjagjöf:

Til inntöku.

Skammtar:

Skammturinn af Visanne er ein tafla á dag án þess að gera hlé og á helst að taka hana á sama tíma

hvern dag með einhverjum vökva eftir þörfum. Töfluna má taka með eða án matar.

Töflurnar verður að taka samfellt án tillits til blæðingar frá leggöngum. Þegar pakkningu er lokið á að

byrja á þeirri næstu án þess að gera hlé á töflutökunni.

Engin reynsla er af Visanne >15 mánuði hjá sjúklingum með legslímuvillu.

Meðferð má hefja hvaða dag sem er á tíðahring.

Hætta þarf notkun annarra hormónagetnaðarvarna áður en notkun Visanne er hafin. Ef þörf er fyrir

getnaðarvarnir á að nota aðferðir sem ekki byggjast á hormónum (t.d. smokk).

Ef töflur gleymast:

Dregið getur úr verkun Visanne ef töflur gleymast, uppköst verða og/eða niðurgangur (ef það gerist

innan 3-4 klukkustunda frá töflutöku). Gleymist ein eða fleiri töflur, á konan aðeins að taka eina töflu

um leið og hún man eftir því og halda síðan áfram næsta dag á venjulegum tíma.

Ef tafla frásogast ekki vegna uppkasta eða niðurgangs á sömuleiðis að taka eina töflu í staðinn.

Frekari upplýsingar um sérstaka sjúklingahópa

Börn:

Visanne er ekki ætlað börnum áður en tíðablæðingar hefjast.

Öryggi og verkun Visanne var rannsakað í 12 mánaða klínískri rannsókn án samanburðar, hjá

111 konum á unglingsaldri (12til <18 ára) þar sem grunur lék á um legslímuvillu eða slík greining

hafði verið staðfest (sjá kafla 4.4 og 5.1).

Aldraðir:

Ekki liggur fyrir raunhæf ábending um notkun Visanne hjá öldruðum.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi:

Visanne er ekki ætlað sjúklingum með alvarlegan lifrarsjúkdóm eða sögu um hann (sjá kafla 4.3).

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi:

Engar upplýsingar benda til þess að þörf sé á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta

nýrnastarfsemi.

4.3

Frábendingar

Visanne á ekki að nota ef fyrir hendi er einhver eftirfarandi raskana, en þær eru að hluta til fengnar úr

upplýsingum um önnur lyf með prógesteróni einu saman. Komi einhver raskananna fyrir meðan verið

er að nota Visanne, verður strax að stöðva meðferðina.

virkur segarekssjúkdómur í bláæð

virkur sjúkdómur í slagæðum og hjarta og æðum eða saga um slíkt (t.d. hjartadrep, heilablóðfall,

blóðþurrðarhjartasjúkdómur)

sykursýki með fylgikvillum í æðum

virkur, alvarlegur lifrarsjúkdómur eða saga um hann ef lifrargildi eru ekki komin í samt lag

virk lifraræxli eða saga um þau (góðkynja eða illkynja)

vissa eða grunur um kynhormónaháða illkynja sjúkdóma

blæðing frá leggöngum af óþekktum orsökum

ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Varnaðarorð

Þar sem Visanne er lyf sem inniheldur einungis prógestógen má ætla að þau sérstöku varnaðarorð og

varúðarreglur við notkun sem eiga við um lyf sem innihalda aðeins prógestógen gildi jafnframt um

notkun Visanne þótt ekki byggist öll varnaðarorð og varúðarreglur á því sem fundist hefur við

klínískar rannsóknir á Visanne.

Ef einhverjar þeirra raskana/áhættuþátta sem hér fara á eftir eru fyrir hendi eða versna, á að gera

greiningu á áhættu og ávinningi í hverju tilviki um sig áður en hægt er að hefja meðferð með Visanne

eða halda henni áfram.

Alvarleg blæðing frá legi

Blæðing frá legi, t.d. hjá konum með kirtla- og vöðvavillu í legi (adenomyosis uteri) eða

sléttvöðvahnúta í legi (uterine leiomyomata), getur versnað við notkun Visanne.

Sé blæðing mikil og samfelld í lengri tíma, getur það valdið blóðleysi (stundum alvarlegu).

Komi til blóðleysis á að íhuga að hætta notkun Visanne.

Breytingar á blæðingarmynstri

Flestir sjúklingar sem fá meðferð með Visanne finna fyrir breytingum á tíðablæðingamynstri (sjá kafla

4.8 Aukaverkanir).

Blóðrásartruflanir

Úr faraldsfræðilegum rannsóknum er fáar vísbendingar að finna um tengsl milli lyfja sem einungis

innihalda prógestógen og aukinnar hættu á hjartadrepi eða segareki í heila (heilablóðfalli).

Hættan á áföllum í hjarta og æðum eða heila tengist frekar hækkandi aldri, háþrýstingi og reykingum.

Hjá konum með háþrýsting getur verið að hættan á heilablóðfalli aukist aðeins með lyfjum sem

innihalda einungis prógestógen.

Sumar rannsóknir gefa til kynna að það geti verið aðeins aukin hætta á segareki í bláæðum

(segamyndun í djúpum bláæðum, lungnablóðrek) í tengslum við notkun lyfja sem innihalda einungis

prógestógen, þótt það sé ekki tölfræðilega marktækt. Almennt viðurkenndir áhættuþættir fyrir segareki

í bláæðum (VTE) eru saga um slíkt hjá konunni eða fjölskyldu hennar (segarek í bláæðum hjá systkini

eða foreldri tiltölulega snemma á ævinni), aldur, offita, langvarandi hreyfingarleysi, meiri háttar

skurðaðgerð eða áverki. Komi til langvarandi hreyfingarleysis er ráðlegt að stöðva notkun Visanne

(a.m.k. fjórum vikum áður sé um valbundna skurðaðgerð að ræða) og hefja ekki aftur meðferð fyrr en

tveimur vikum eftir að fullri fótaferð er náð.

Taka verður til greina aukna hættu á segareki meðan kona liggur á sæng.

Meðferð á að stöðva strax ef einkenni eru um segamyndun í slagæð eða bláæð eða grunur leikur á

slíku.

Æxli

Frumgreining á 54 faraldsfræðilegum rannsóknum sýndi eilitla aukningu á hlutfallshættu (RR = 1,24)

á að brjóstakrabbamein greinist hjá konum sem eru að nota getnaðarvarnartöflur (OC), einkum

estrógen-prógestógenlyf. Þessi aukna hætta minnkar stig af stigi á 10 árum eftir að notkun samsettra

getnaðarvarnataflna (COC) er hætt. Þar sem brjóstakrabbamein er sjaldgæft hjá konum undir 40 ára

aldri er aukningin á fjölda greindra tilfella brjóstakrabbameins hjá þeim sem eru að nota samsettar

getnaðarvarnartöflur eða hafa notað þær nýlega lítil samanborðið við hættuna á að fá

brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni. Hættan á að brjóstakrabbamein greinist hjá notendum lyfja

sem innihalda einungis prógestógen er hugsanlega álíka mikil og sú sem tengist samsettum

getnaðarvarnartöflum. Hvað varðar lyf sem innihalda einungis prógestógen byggja rökin á mun minni

notendahópum og er því ekki eins ótvíræð og þegar um er að ræða samsettar getnaðarvarnartöflur.

Úr þessum rannsóknum fást ekki sannanir um orsakasamband. Sú aukna hætta sem sást getur stafað af

fyrri greiningu á brjóstakrabbameini hjá þeim sem nota getnaðarvarnartöflur, líffræðilegri verkun

taflnanna eða báðum þessum atriðum samanlagt. Brjóstakrabbamein sem greinist hjá notendum

getnaðarvarnartaflna er yfirleitt ekki eins langt gengið klínískt og hjá þeim sem hafa aldrei notað

getnaðarvarnartöflur.

Það er mjög sjaldgæft að tilkynnt hafi verið um góðkynja lifraræxli hjá notendum hormónaefna eins

og því sem er í Visanne og jafnvel enn sjaldgæfari eru illkynja lifraræxli.

Í örfáum tilvikum hafa þessi æxli leitt til lífshættulegra blæðinga í kviðarholi.

Hafa ber lifraræxli í huga við mismunagreiningu þegar fram koma miklir verkir í efri hluta kviðarhols,

við lifrarstækkun eða merki um blæðingu í kviðarholi hjá konum sem taka Visanne

Beinþynning

Breytingar á beinþéttni

Notkun Visanne hjá unglingum (12 til <18 ára) í 12 mánuði tengdist minnkaðri beinþéttni í

lendarliðum hryggjar (L2-L4). Hlutfallsleg breyting á beinþéttni frá upphafi til loka meðferðar var að

meðaltali -1,2% og var hún á bilinu -6% til 5% (95% öryggismörk: -1,70% til -0,78%, n=103).

Endurtekin mæling 6 mánuðum eftir lok meðferðar hjá undirhópi með minnkaða beinþéttni sýndi

tilhneigingu til endurheimtar beinþéttni. (Hlutfallsleg breyting frá upphafi meðferðar var að meðaltali

-2,3% við lok meðferðar og –0,6% 6 mánuðum eftir lok meðferðar og var hún á bilinu -9% til 6%

(95% öryggismörk: -1,20% til 0,06% (n=60)

Minnkuð beinþéttni er sérstakt áhyggjuefni á unglingsaldri og snemma á fullorðinsárum, aldursskeiði

þegar bein þykkna hvað mest. Ekki er vitað hvort minnkuð beinþéttni hjá þessum hóp dregur úr

hámarks beinmassa og eykur hættu á beinbrotum síðar á ævinni (sjá kafla 4.2 og 5.1).

Hjá sjúklingum í aukinni hættu á beinþynningu verður að gera vandlegt mat á áhættu og ávinningi

áður en meðferð með Visanne hefst þar sem estrógengildi í líkamanum lækka nokkuð meðan á

meðferð með Visanne stendur (sjá kafla 5.1).

Næg inntaka kalsíums og D-vítamíns, hvort sem er úr fæðu eða fæðubótarefnum, er mikilvæg fyrir

beinheilsu kvenna á öllum aldri.

Aðrir sjúkdómar

Fylgjast á vel með sjúklingum með sögu um þunglyndi og stöðva á notkun lyfsins komi þunglyndið

aftur fram í alvarlegum mæli.

Yfirleitt virðist díenógest ekki hafa áhrif á blóðþrýsting hjá konum með eðlilegan blóðþrýsting.

Komi hins vegar fram viðvarandi, klínískt marktækur háþrýstingur meðan á notkun Visanne stendur er

ráðlegt að hætta meðferð með Visanne og meðhöndla háþrýstinginn.

Ef gallteppugula og/eða -kláði sem komu fyrst fram á meðgöngu eða við fyrri notkun kynhormóna

koma fram aftur, þarf að stöðva notkun Visanne.

Díenógest getur haft smávægileg áhrif á insúlínviðnám og glúkósaþol í útlægum æðum.

Fylgjast á vel með konum með sykursýki meðan á töku Visanne stendur, einkum þeim sem eiga sér

sögu um meðgöngusykursýki.

Þungunarfreknur geta stundum komið fram, einkum hjá konum með sögu um þungunarfreknur.

Konur með tilhneigingu til þungunarfrekna eiga að forðast áhrif sólarljóss eða útfjólublárra geisla

meðan á töku Visanne stendur.

Þunganir sem koma fyrir meðal notenda lyfja sem innihalda einungis prógestógen og notuð eru til

getnaðarvarnar eru líklegri til að vera utan legs en þunganir hjá notendum samsettra

getnaðarvarnartaflna. Hjá konum með sögu um utanlegsþykkt eða skerta starfsemi legpípna á því

aðeins að taka ákvörðun um notkun Visanne að ávinningur hafi verið vandlega veginn á móti áhættu.

Fram geta komið þrálát eggbú (oft kölluð blöðrur á eggjastokkum) meðan á notkun Visanne stendur.

Flest þessara eggbúa eru einkennalaus þótt sumum þeirra fylgi verkir í grindarholi.

Laktósi

Hver Visanne tafla inniheldur 62,8 mg af laktósa einhýdrati. Sjúklingar með galaktósaóþol,

laktasaþurrð eða glúkósa-galaktósa vanfrásog sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar og eru á

laktósafríu fæði eiga að taka tillit til þess magns sem er í Visanne.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Athugið: Lesa á upplýsingar um önnur lyf sem notuð eru samtímis til að bera kennsl á hugsanlegar

aukaverkanir.

Áhrif annarra lyfja á Visanne

Prógestógen, þar með talið díenógest, umbrotna aðallega fyrir tilstilli cýtókróm P450 3A4 kerfisins

(CYP3A4) sem staðsett er bæði í slímhúð þarma og í lifur. Því geta CYP3A4 virkjar eða hemlar haft

áhrif á lyfjaumbrot prógestógens.

Aukin úthreinsun kynhormóna vegna ensímörvunar getur dregið úr meðferðaráhrifum Visanne og

valdið aukaverkunum, t.d. breytingum á blæðingum í legi.

Minni úthreinsun kynhormóna vegna ensímhömlunar getur aukið áhrif díenógests og valdið

aukaverkunum.

Lyf sem auka úthreinsun kynhormóna (minnkuð virkni vegna ensímvirkjunar), t.d.:

fenýtóín, barbítúröt, prímídón, karbamazepín, rífampicín og hugsanlega einnig oxkarbazepín,

tópíramat, felbamat, gríseófúlvín og lyf sem innihalda jóhannesarjurt (Hypericum perforatum).

Ensímvirkjun getur einnig komið fram eftir aðeins nokkurra daga meðferð. Hámarksensímvirkjun sést

yfirleitt ekki innan nokkurra vikna. Ensímvirkjun getur síðan haldist í a.m.k. 4 vikur eftir að meðferð

lýkur.

Áhrif CYP 3A4 virkjans rífampicíns voru rannsökuð hjá heilbrigðum konum eftir tíðahvörf.

Samhliðagjöf rífampicíns og estrógenvalerat/díenógesttaflna leiddu til marktækrar minnkunar á þéttni

díenógests og estradíóls í jafnvægi og áhrifum þeirra í líkamanum.

Áhrif díenógests og estradíóls í jafnvægi í líkamanum, mæld með AUC(0-24klst.), minnkuðu um 83%

og 44% fyrir hvort efni um sig.

Lyf sem hafa breytileg áhrif á úthreinsun kynhormóna:

Ýmsar samsetningar HIV-próteasahemla og bakritahemla sem ekki eru núkleósíð (non-nucleoside

reverse transcriptase inhibitors), þ.m.t. samsetningar með HCV-hemlum, geta aukið eða minnkað

þéttni prógestíns í plasma þegar þær eru gefnar samtímis kynhormónum. Heildaráhrif þessara

breytinga geta í sumum tilvikum haft klíníska þýðingu.

Lyf sem draga úr úthreinsun kynhormóna (ensímhemlar):

Dienogest er hvarfefni fyrir cýtókróm P450 (CYP) 3A4.

Klínísk þýðing hugsanlegra milliverkana við ensímhemla er enn ekki þekkt.

Samtímisgjöf öflugra CYP3A4-hemla getur aukið þéttni dienogests í plasma.

Samtímisgjöf öfluga CYP3A4-hemilsins ketókónazóls leiddi til 2,9-faldrar aukningar á AUC

(0-24klst)

fyrir dienogest við jafnvægi. Samtímisgjöf miðlungi öfluga hemilsins erýtrómycíns leiddi til 1,6-

faldrar aukningar á AUC

(0-24klst)

fyrir dienogest við jafnvægi.

Áhrif Visanne á önnur lyf

Á grundvelli in vitro rannsókna á hömlun er ólíklegt að klínískt mikilvæg milliverkun díenógests verði

við umbrot annarra lyfja fyrir tilstilli cýtókróm P450 ensímsins.

Milliverkanir við mat

Stöðluð, fiturík máltíð hafði ekki áhrif á aðgengi Visanne.

Rannsóknastofupróf

Notkun prógestógena getur haft áhrif á niðurstöður úr tilteknum rannsóknastofuprófum, að meðtöldum

lífefnafræðilegum viðmiðum lifrar-, skjaldkirtils-, nýrnahettu- og nýrnastarfsemi, plasmagildum

(flutnings) próteina (t.d. barksterabindandi glóbúlíns og lípíð-/fitupróteinhluta), viðmiðum

kolvetnisumbrota og viðmiðum storknunar og fíbrínleysingar.

Breytingar haldast yfirleitt innan eðlilegra rannsóknastofumarka.

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun díenógests á meðgöngu.

Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3).

Ekki má nota Visanne á meðgöngu vegna þess að engin þörf er á meðferð við legslímuvillu á

meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er mælt með meðferð með Visanne meðan á brjóstagjöf stendur.

Ekki er þekkt hvort díenógest skilst út í brjóstamjólk. Upplýsingar hjá dýrum sýna að díenógest skilst

út í rottumjólk.

Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á

grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða stöðva tímabundið meðferð með Visanne.

Frjósemi

Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga eru hömlur á egglosi hjá meirihluta sjúklinga meðan á meðferð

stendur með Visanne.

Visanne er þó ekki getnaðarvarnarlyf.

Ef þörf er á getnaðarvörn á að nota getnaðarvörn án hormóna (sjá kafla 4.2).

Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga kemst tíðahringur í eðlilegt horf innan 2 mánaða frá því að

meðferð með Visanne er hætt.

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Ekki hefur orðið vart við nein áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla hjá notendum lyfja sem

innihalda díenógest.

4.8

Aukaverkanir

Upplýsingar um aukaverkanir eru byggðar á MedDRA.

Notuð er viðeigandi MedDRA flokkun til að lýsa ákveðnum verkunum, samheitum þeirra og tengdum

kvillum.

Aukaverkanir eru algengari á fyrstu mánuðum eftir að meðferð með Visanne hefst og það dregur úr

þeim við áframhaldandi meðferð. Breytingar geta orðið á blæðingamynstri, svo sem blettablæðingar,

óreglulegar blæðingar eða tíðateppa. Tilkynnt hefur verið um eftirfarandi aukaverkanir hjá notendum

Visanne. Þær aukaverkanir sem oftast er tilkynnt um meðan á meðferð með Visanne stendur eru

höfuðverkur (9,0%), óþægindi í brjóstum (5,4%), depurð (5,1%) og þrymlabólur (5,1%).

Að auki verður meirihluti sjúklinga sem fá Visanne var við breytingar á blæðingamynstri.

Tíðablæðingamynstur var metið kerfisbundið með því að nota sjúklingadagbækur og greint með því að

nota aðferð WHO með 90 daga viðmiðunartímabil. Fyrstu 90 daga meðferðarinnar með Visanne varð

vart við eftirfarandi blæðingamynstur (n=290; 100%): Tíðateppa (1,7%), sjaldgæfar blæðingar

(27,2%), tíðar blæðingar (13,4%), óreglulegar blæðingar (35,2%), langvarandi blæðingar (38,3%),

eðlilegar blæðingar, þ.e. enginn framangreindra flokka (19,7%). Á fjórða viðmiðunartímabilinu varð

vart við eftirfarandi blæðingarmynstur (n=149; 100%): Tíðateppa (28,2%), sjaldgæfar blæðingar

(24,2%), tíðar blæðingar (2,7%), óreglulegar blæðingar (21,5%), langvarandi blæðingar (4,0%),

eðlilegar blæðingar, þ.e. enginn framangreindra flokka (22,8%).

Sjúklingarnir tilkynntu ekki alltaf um breytingar á blæðingamynstri sem aukaverkanir (sjá

aukaverkanatöflu).

Tíðni aukaverkana samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum sem tilkynnt var um við notkun

Visanne kemur fram í eftirfarandi töflu. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp

fyrst. Aukaverkanir eru skilgreindar samkvæmt tíðni sem algengar (≥1/100 til <1/10) og sjaldgæfar

(≥1/1.000 til <1/100). Tíðnin er byggð á úrtaki upplýsinga úr fjórum klínískum rannsóknum með

samtals 332 sjúklingum (100%).

Tafla 1, Aukaverkanatafla, III. stigs klínískar rannsóknir, N=332

Flokkun eftir líffærum

(MedDRA)

Algengar

Sjaldgæfar

Blóð og eitlar

blóðleysi

Efnaskipti og næring

þyngdaraukning

þyngdartap

aukin matarlyst

Geðræn vandamál

depurð

svefntruflanir

taugaveiklun

minni kynlöngun

skapbreytingar

kvíði

þunglyndi

skapsveiflur

Taugakerfi

höfuðverkur

mígreni

jafnvægisleysi í sjálfvirka

taugakerfinu

athyglisröskun

Augu

augnþurrkur

Eyru og völundarhús

suð fyrir eyrum

Hjarta

óskilgreind blóðrásartruflun

hjartsláttarónot

Æðar

lágþrýstingur

Öndunarfæri, brjósthol og

miðmæti

mæði

Meltingarfæri

ógleði

kviðverkur

vindgangur

þaninn kviður

niðurgangur

hægðatregða

óþægindi í kviðarholi

bólga í meltingarfærum

uppköst

tannholdsbólga

Húð og undirhúð

þrymlabólur

hárlos

húðþurrkur

ofsviti

kláði

ofhæring (hirsutism)

stökkar neglur (onychoclasis)

flasa

húðbólga

óeðlilegur hárvöxtur

litunarröskun vegna

ljósnæmisviðbragða

Stoðkerfi og stoðvefur

bakverkur

beinverkur

vöðvakippir

útlimaverkur

útlimaþyngsli

Nýru og þvagfæri

þvagrásarsýking

Æxlunarfæri og brjóst

óþægindi í brjóstum

blöðrur á eggjastokkum

hitasteypur

blæðing frá legi/leggöngum að

meðtalinni blettablæðingu

hvítsveppasýking í leggöngum

skapa- og leggangaþurrkur

útferð úr kynfærum

verkur í grindarholi

skapa- og leggangabólga með

rýrnun

brjóstastækkun (breast mass)

belgmein í brjósti

brjóstahersli

Almennar aukaverkanir og

aukaverkanir á íkomustað

þreytuástand

skapstyggð

bjúgur

Minnkuð beinþéttni

Í klínískri rannsókn án samanburðar hjá 111 konum á unglingsaldri (12 til <18 ára) sem fengu Visanne

var beinþéttni mæld hjá 103. Beinþéttni í lendarliðum (L2-L4) minnkaði hjá u.þ.b. 72% þessara

þátttakenda eftir 12 mánaða notkun (sjá kafla 4.4).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is.

4.9

Ofskömmtun

Rannsóknir á bráðum eiturverkunum sem gerðar voru á díenógesti gáfu ekki til kynna að hætta væri á

bráðum aukaverkunum ef óvart var tekinn inn margfaldur daglegur, lækningarlegur skammtur. Ekkert

sértækt móteitur er til. Dagleg inntaka 20 – 30 mg af díenógesti (10 til 15 sinnum stærri skammtur en

er í Visanne) í 24 vikur þoldist mjög vel.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Prógestógen, ATC flokkur: G03DB08.

Díenógest er nortestósterón afleiða án andrógenvirkni; virknin er frekar andandrógen sem nemur um

þriðjungi virkninar í cýpróterón acetati. Díenógest binst prógesterónviðtakanum í legi kvenna og er

sæknin aðeins 10% hlutfallslegrar sækni prógesteróns. Þrátt fyrir litla sækni í prógesterónviðtakann

hefur díenógest mikil prógestógenáhrif in vivo. Díenógest hefur enga marktæka andrógen-, saltstera-

eða sykursteravirkni in vivo.

Díenógest verkar á legslímuvillu með því að draga úr myndun líkamans sjálfs á estradíóli og bælir

þannig áhrif estradíóls á vöxt, bæði innan og utan legslímu. Þegar díenógest er gefið samfellt veldur

það lágum estrógen- og háum gestagengildum í innkirtlum sem leiðir í byrjun til fylgjumyndunar

(decidualization) í legslímuvef, en síðan rýrnunar legslímuskemmda.

Upplýsingar um virkni:

Sýnt var fram á yfirburði Visanne yfir lyfleysu í þriggja mánaða rannsókn með þátttöku 198 sjúklinga

með legslímuvillu. Grindarholsverkur í tengslum við legslímuvillu var mældur á sjónrænum kvarða

(Visual Analog Scale) (0-100 mm). Eftir þriggja mánaða meðferð með Visanne var sýnt fram á

tölfræðilega marktækan mun samanborið við lyfleysu (

= 12,3 mm; 95% CI: 6,4 – 18,1; p<0,0001)

og klínískt mikilvæga minnkun á verkjum miðað við grunnlínu (meðalminnkun = 27,4 mm ± 22,9).

Eftir þriggja mánaða meðferð hafði dregið úr grindarholsverk í tengslum við legslímuvillu sem svarar

50% eða þar yfir án sambærilegrar aukningar á samhliða verkjalyfjagjöf hjá 37,3% sjúklinga á

Visanne (lyfleysa: 19,8%); dregið hafði úr grindarholsverk í tengslum við legslímuvillu sem svarar

75% eða þar yfir án sambærilegrar aukningar á samhliða verkjalyfjagjöf hjá 18,6% sjúklinga á

Visanne (lyfleysa: 7,3%).

Opin framlenging á þessari rannsókn með samanburði við lyfleysu gaf til kynna áframhaldandi bata á

grindarholsverk í tengslum við legslímuvillu við allt að 15 mánaða meðferðarlengd.

Niðurstöður þær sem fengust úr 6 mánaða samanburðarrannsókn á virka efninu og GnRH örva með

þátttöku 252 sjúklinga með legslímuvillu studdu niðurstöðurnar úr samanburðarrannsókninni við

lyfleysu.

Í þremur rannsóknum með þátttöku samtals 252 sjúklinga sem fengu daglega 2 mg skammt af

díenógesti var sýnt fram á umtalsverða minnkun á legslímuskemmdum eftir 6 mánaða meðferð.

Í lítilli rannsókn (n=8 í hverjum skammtahópi) hefur verið sýnt fram á að dagsskammtur sem nemur

1 mg af díenógesti veldur því að egglos verður ekki eftir eins mánaðar meðferð.

Getnaðarvarnarvirkni Visanne hefur ekki verið prófuð í stærri rannsóknum.

Öryggisupplýsingar:

Nokkur bæling verður á estrógengildum líkamans sjálfs meðan á meðferð með Visanne stendur.

Enn sem komið er eru langtímaupplýsingar um steinefnaþéttni í beinum (BMD, bone mineral density)

og hættu á brotum hjá notendum Visanne ekki tiltækar. Steinefnaþéttni í beinum var metin hjá

21 fullorðnum sjúklingi fyrir og eftir 6 mánaða meðferð með Visanne og ekki var um að ræða neina

lækkun á meðal steinefnaþéttni í beinum.

Hjá 29 sjúklingum sem fengu leuprorelin acetat (LA) varð vart við meðallækkun sem nam 4,04% ±

4,84% að loknu sama tímabili (

milli hópa = 4,29%; 95% CI: 1,93 – 6,66; p<0,0003).

Ekki varð vart við neinar marktækar breytingar á meðalgildum hefðbundinna rannsóknastofuviðmiða

(að meðtalinni blóðfræði, blóðefnafræði, lifrarensímum, lípíðum og HbA1C) við meðferð með

Visanne sem stóð í allt að 15 mánuði (n=168).

Öryggi hjá unglingum

Öryggi Visanne með tilliti til beinþéttni var rannsakað í 12 mánaða klínískri rannsókn án samanburðar,

hjá 111 konum á unglingsaldri (12 til <18 ára) þar sem grunur lék á um legslímuvillu eða slík greining

hafði verið staðfest. Hjá þeim 103 sjúklingum þar sem beinþéttni var mæld var hlutfallsleg

meðalbreyting á beinþéttni í lendarliðum (L2-L4) frá upphafi meðferðar -1,2 %. Hjá undirhópi

sjúklinga með minnkaða beinþéttni var mælingin endurtekin 6 mánuðum eftir lok meðferðar og sýndi

hún aukningu á beinþéttni í -0,6%.

5.2

Lyfjahvörf

Frásog

Díenógest sem gefið er til inntöku frásogast hratt og nær algjörlega. Hámarkssermisþéttni sem nemur

47 ng/ml næst eftir um 1,5 klukkustundir eftir eina inntöku. Aðgengi er um 91%.

Lyfjahvörf díenógests eru skammtaháð innan 1 – 8 mg skammtamarka.

Dreifing

Díenógest er bundið albúmíni í sermi og binst ekki kynhormónabindandi glóbúlíni (SHBG) eða

barksterabindandi glóbúlíni (CBG). 10% af heildarþéttni lyfsins í sermi er til staðar sem óbundinn

steri, 90% eru ósértækt bundin albúmíni.

Sýnilegt dreifingarrúmmál (V

/F) díenógests er 40 l.

Umbrot

Díenógest umbrotnar algjörlega eftir þekktum umbrotsleiðum stera og myndar umbrotsefni sem eru að

mestu óvirk í innkirtlum. Á grundvelli in vitro og in vivo rannsókna er CYP3A4 helsta ensímið sem

tekur þátt í umbrotum díenógests. Umbrotsefnin skiljast mjög hratt út þannig að óbreytt díenógest er

aðalhlutinn í plasma.

Umbrotsúthreinsunarhraði úr sermi Cl/F er 64 ml/mín.

Brotthvarf

Sermisgildi díenógests lækka í tveimur stigum. Á lokastigi er helmingunartíminn um

9-10 klukkustundir. Díenógest skilst út sem umbrotsefni og er hlutfall útskilnaðar þvags á móti saur

um 3:1eftir gjöf til inntöku á 0,1 mg/kg. Helmingunartími útskilnaðar umbrotsefna í þvag er

14 klukkustundir. Eftir gjöf til inntöku skiljast um 86% af gefnum skammti út á 6 dögum, megnið af

því fyrstu 24 klukkustundirnar, aðallega með þvagi.

Jafnvægi (steady-state)

SHBG-gildi hafa ekki áhrif á lyfjahvörf díenógests. Eftir daglega inntöku verður um 1,24 föld hækkun

á sermisgildum lyfsins og næst jafnvægi eftir 4 daga meðferð. Lyfjahvörf eftir stakan skammt af

díenógesti hafa forspárgildi um lyfjahvörf eftir endurtekna gjöf Visanne.

Lyfjahvörf hjá sérstökum sjúklingahópum

Visanne hefur ekki verið rannsakað sérstaklega hjá einstaklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Visanne hefur ekki verið rannsakað hjá einstaklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3

Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna

rannsókna á eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni,

krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun. Þó skal haft í huga að kynhormónar geta

örvað vöxt tiltekinna hormónaháðra vefja og æxla.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Króspóvídón

Laktósaeinhýdrat

Magnesíumsterat

Örkristallaður sellulósi

Kartöflusterkja

Póvídón K 25

Talkúm

6.2

Ósamrýmanleiki

Á ekki við

6.3

Geymsluþol

5 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5

Gerð íláts og innihald

Töflurnar eru í þynnupakkningum úr grænum, gegnsæjum þynnum sem gerðar eru úr pólývínýliden

klóríð (PVDC) húðuðu pólývínýl klóríði (PVC) og málmþynnum úr áli (heitinnsiglanlegt á möttu

hliðina).

Pakkningastærðir:

28, 84 og 168 töflur

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Bayer AB

Gustav III:s Boulevard 56

Box 606

SE-169 26 Solna

Svíþjóð

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

IS/1/09/044/01

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 15. janúar 2010.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 20. janúar 2015.

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

19. október 2015.

 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.

  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning. • Skjöl á öðrum tungumálum eru tiltækar here