Vidisic

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Vidisic Augnhlaup 2 mg/ g
 • Skammtar:
 • 2 mg/ g
 • Lyfjaform:
 • Augnhlaup
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Vidisic Augnhlaup 2 mg/g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • d0632759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Vidisic 2 mg/g augnhlaup

Karbómer

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Vidisic og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Vidisic

Hvernig nota á Vidisic

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Vidisic

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Vidisic og við hverju það er notað

Vidisic er notað sem gervitár í stað táravökva þegar skortur er á framleiðslu hans.

Vidisic er notað við augnþurrki eins og t.d. við glæru- og tárusigg. Einnig við hornvefsmyndun í

hornhimnu og augnslímhúð vegna augnþurrks.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Vidisic

Ekki má nota Vidisic

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Vidisic er notað.

-

Augnlinsur skulu fjarlægðar úr auga áður en Vidisic augnhlaup er notað, og ekki settar aftur í

fyrr en eftir 30 mín., því lyfið inniheldur rotvarnarefnið cetrimíð sem getur litað augnlinsur.

Börn og unglingar yngri en 18 ára

Klínísk reynsla hefur sýnt fram á öryggi og verkun Vidisic hjá börnum og unglingum við notkun í

skömmtum sem ráðlagðir eru fyrir fullorðna, en engar upplýsingar úr klínískum rannsóknum liggja

fyrir.

Notkun annarra lyfja samhliða Vidisic

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Ef önnur augnlyf eru notuð samtímis á að setja þau í augað a.m.k. 5 mín. á undan Vidisic.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Þungaðar konur og konur með barn á brjósti mega nota lyfið.

Akstur og notkun véla

Jafnvel þó að lyfið sé notað eins og ráðlagt er, getur það tímabundið valdið óskýrri sjón og sjúklingar

ættu að sýna gætni við akstur bifreiða og stjórnun vélknúinna ökutækja.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Vidisic

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er

ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er einn dropi í hvort auga 3-5 sinnum yfir daginn eða eftir þörfum og áður en

farið er að sofa nema annað sé tekið fram og í samræmi við alvarleika og hvernig einkennin lýsa sér.

Vidisic hlaup er hægt að gefa sem dropa og er þess vegna auðvelt og þægilegt í notkun. Við gjöf í

auga, er túpunni haldið í lóðréttri stöðu svo að litlir dropar myndist og detti auðveldlega úr

túpuoddinum. Vegna þess hversu seigjustigið er hátt er Vidisic hlaup sérstaklega hentugt í meðferð á

alvarlegum einkennum augnþurrks. Verndarhimna með töluverða viðloðun myndast, sem heldur

hornhimnunni og augnslímhúðinni rakri í ákveðinn tíma, þannig að í alvarlegum tilfellum er nóg að

nota lyfið sjaldan (að meðaltali 4-5 skipti á dag) til að draga úr einkennum og ná bata.

Vidisic hlaup þolist vel; það er hægt að nota á öruggan hátt í ráðlögðum skömmtum og oftar ef þörf er.

Börn og unglingar yngri en 18 ára

Klínísk reynsla hefur sýnt fram á öryggi og verkun Vidisic hjá börnum og unglingum við notkun í

skömmtum sem ráðlagðir eru fyrir fullorðna, en engar upplýsingar úr klínískum rannsóknum liggja

fyrir.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir eru

venjulega vægar svo sem tímabundnar sjóntruflanir.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Vidisic

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Eins og með öll

augnlyf, má aðeins nota lyfið í 4 vikur eftir að umbúðir hafa verið rofnar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Vidisic inniheldur

Virka innihaldsefnið er karbómer.

Önnur innihaldsefni eru cetrimíð, sórbitól, natríumhýdroxíð og sæft vatn.

Lýsing á útliti Vidisic og pakkningastærðir

10 g túpa.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Umboðsaðili

Dr. Gerhard Mann

Actavis Group ehf,

Chem.-pharm. Fabrik GmbH

Reykjavíkurvegi 76-78,

D-13581 Berlín

220 Hafnarfirði.

Þýskalandi.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2017.