Veraloc Retard

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Veraloc Retard Forðatafla 200 mg
 • Skammtar:
 • 200 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Veraloc Retard Forðatafla 200 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a1632759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Veraloc

Retard 200 mg forðatöflur

Verapamilhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Veraloc Retard og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Veraloc Retard

Hvernig nota á Veraloc Retard

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Veraloc Retard

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Veraloc Retard og við hverju það er notað

Veraloc Retard tilheyrir flokki lyfja sem kallast kalsíumgangalokar og verka á hjarta og æðar.

Veraloc Retard er notað:

til að koma í veg fyrir hjartaöng (brjóstverk)

til að koma í veg fyrir og til meðferðar við hröðum og óreglulegum hjartslætti

til meðferðar við háþrýstingi

til fyrirbyggjandi meðferðar eftir kransæðastíflu.

2.

Áður en byrjað er að nota Veraloc Retard

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Veraloc Retard:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir verapamilhýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6)

ef þú ert með alvarlega hjartabilun (veruleg truflun í vinstri slegli)

ef þú ert með ofnæmi fyrir öðrum lyfjum sem tilheyra flokki kalsíumgangaloka, eins og Veraloc

Retard gerir

ef þú ert með alvarlegan hjarta- eða æðasjúkdóm (t.d. mjög hægan hjartslátt, óreglulegan

hjartslátt vegna leiðslutruflana í hjarta eða skerta starfsemi hjartans)

ef þú ert með mjög lágan blóðþrýsting

ef þú ert í losti

ef þú hefur fengið of mikið af hjartalyfi (digoxin). Þetta getur meðal annars lýst sér með ógleði

ef þú hefur fengið blóðtappa í hjarta á síðastliðnum sjö dögum

ef þú notar nú þegar lyf sem inniheldur ivabradin til meðferðar á ákveðnum hjartasjúkdómum

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Veraloc Retard er notað ef þú:

ert með mjög hægan hjartslátt eða leiðslutruflanir í hjarta

ert með ósæðaþrengsli

ert með hjartasjúkdóm

ert með skerta nýrnastarfsemi

ert með skerta lifrarstafsemi.

Ef þú ert með væga til miðlungs alvarlega hjartabilun á að meðhöndla einkennin með lyfjum

(hjartaglýkósíðum og/eða þvagræsilyfjum) áður en meðferðin með verapamili er hafin.

Ef þú færð hjartabilun eða leiðnitruflanir á að minnka skammtinn eða stöðva meðferð og auk þess

hefja viðeigandi meðferð.

Reglulega á að fylgjast með lifrarstarfsemi hjá þér á meðan meðferðinni með verapamil stendur.

Útskilnaður verapamils er minni hjá öldruðum og því er lyfið lengur í líkamanum.

Yfirleitt þarf ekki að minnka skammt þó þú sért með skerta nýrnastarfsemi en læknirinn mun fylgjast

vandlega með þér. Halda skal meðferðinni með verapamil áfram við skilun.

Ef þú ert með sjúkdóm sem dregur úr samskiptum milli heilans og vöðva (t.d. sjúkdómar sem hafa

áhrif á tauga-vöðvaboð, notkun tauga-vöðvahamlandi lyfja við svæfingu) þarf hugsanlega að minnka

skammt verapamil.

Segðu ávallt lækninum frá því að þú notir Veraloc Retard ef þú þarft að fara í svæfingu.

Fylgjast þarf með hjartastarfsemi og blóðþrýstingi bæði fyrir meðferð með Veraloc Retard og meðan á

henni stendur.

Segðu alltaf frá því við blóðprufur og þvagprufur að þú notir Veraloc Retard.

Notkun annarra lyfja samhliða Veraloc Retard

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Hafðu samband við lækninn ef þú tekur:

hjartalyf (digoxin, digitoxin)

lyf við hjartsláttartruflunum (t.d. kinidin, amiodaron, disopyramid, flecainid)

önnur lyf við háum blóðþrýstingi (beta-blokkar, prazosin)

þvagræsilyf

æðavíkkandi lyf

lyf í kjölfar líffæraflutninga (ciclosporin)

lyf við oflæti (litíum)

lyf við bólgum vegna þvagsýrugigtar (colchicin)

kólesteróllækkandi lyf (simvastatin, lovastatin, atorvastatin)

astmalyf (teofyllin)

lyf við þunglyndi (imipramin, náttúrulyfið jóhannesarjurt (

St John’s wort,

Hypericum

perforatum

sýklalyf (erytromycin, claritromycin, rifampicin)

mígrenilyf (clonidin)

flogaveikilyf (carbamazepin, fenobarbital, fenytoin)

lyf við magasári (cimetidin)

verkjalyf (asetylsalicylsýra)

lyf við óróleika og kvíða (buspiron)

vöðvaslakandi lyf, svæfingarlyf

lyf við krampakenndu ástandi (dantrolen)

lyf við HIV-sýkingu

lyf sem verka á ónæmiskerfið (sirolimus, tacrolimus)

lyf við krabbameini (doxorubicin)

lyf við þvagsýrugigt (sulfinpyrazon)

deyfandi lyf sem notuð eru við aðgerðir (tauga-vöðvahamlandi lyf)

lyf sem innihalda kalsíumsölt

Önnur lyf sem geta milliverkað við Veraloc Retard:

dabigatran (lyf sem er notað til að hindra blóðstorknun)

Veraloc Retard eykur áhrif áfengis.

Önnur lyf geta haft áhrif á verkunVeraloc Retard eða Veraloc Retard getur haft áhrif á verkun annarra

lyfja. Yfirleitt skiptir þetta ekki máli. Ef óskað er frekari upplýsinga skal hafa samband við lækninn

eða lyfjafræðing.

Hafið samband við lækninn. Nauðsynlegt getur verið að breyta skammtinum.

Notkun Veraloc Retard með mat, drykk eða áfengi

Nota má Veraloc Retard með mat og drykk.

Hvorki má drekka greipaldinsafa né borða greipaldin meðan á meðferðinni stendur.

Hafa skal í huga að Veraloc Retard getur aukið áhrif áfengis.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en Veraloc Retard er notað.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga

Ekki má nota Veraloc Retard á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Veraloc Retard skilst út í brjóstamjólk. Ekki má nota Veraloc Retard ef barn er haft á brjósti nema

brýna nauðsyn beri til. Leitið ráða hjá lækninum.

Akstur og notkun véla

Aukaverkanir geta komið fram við notkun Veraloc Retard, t.d. sundl, sem getur haft áhrif á öryggi við

vinnu og öryggi í umferðinni. Veraloc eykur áhrif áfengis.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Veraloc Retard inniheldur mjólkursykur (laktósa), súkrósa og ricinusolíu

Veraloc Retard inniheldur mjólkursykur og súkrósa (sykur). Hafðu samband við lækninn áður en þú

notar lyfið ef læknirinn hefur sagt þér að þú sért með óþol fyrir ákveðnum sykurtegundum.

Veraloc Retard inniheldur herta ricinusolíu, sem getur valdið magaóþægindum og niðurgangi.

3.

Hvernig nota á Veraloc Retard

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skammtar:

Stærð skammta er sjúkdómsháð, þeir skulu ákveðnir og aðlagaðir fyrir hvern sjúkling vegna

mismunandi niðurbrots lyfsins.

Fullorðnir:

1 forðatafla (200 mg) 1-2 sinnum á sólarhring. Fylgið leiðbeiningum læknisins.

Lyfjagjöf

Skipta má forðatöflunum í tvennt en þær skal gleypa í heilu lagi. Hvorki má mylja né tyggja

forðatöflurnar.

Notkun handa börnum:

Veraloc Retard er ekki ætlað til meðferðar handa börnum.

Veraloc Retard forðatöflum má skipta í tvennt, en þær má hvorki tyggja né mylja.

Aldraðir:

Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum. Fylgið leiðbeiningum læknisins.

Skert lifrarstarfsemi:

Nauðsynlegt er að breyta skömmtum. Fylgið leiðbeiningum læknisins.

Skert nýrnastarfsemi:

Yfirleitt þarf ekki að breyta skömmtum. Fylgið leiðbeiningum læknisins.

Fylgið alltaf fyrirmælum læknisins. Breytilegt er hve mikið hver og einn þarf af lyfinu.

Hvorki skal breyta skömmtum né hætta meðferðinni nema að höfðu samráði við lækni.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Einkenni ofskömmtunar geta verið: sljóleiki, ruglun, krampar, dá, ógleði, uppköst, hitamók, of lágur

blóðþrýstingur og alvarlegar breytingar á starfsemi hjartans ásamt hægum hjartslætti. Ef grunur er um

ofskömmtun skal tafarlaust hafa samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið í 112 ef þörf krefur.

Ef gleymist að nota Veraloc Retard

Gleymist einn skammtur skal taka hann eins fljótt og eftir því er munað. Sé stutt í að taka eigi næsta

skammt skal sleppa gleymda skammtinum. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem

gleymst hefur að taka.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Mjög algengar til algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum

100 sjúklingum):

Hjartabilun ásamt verk fyrir brjósti og andþyngslum. Hafið samband við lækni eða

bráðamóttöku án tafar. Hringið í 112 ef þörf krefur.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum):

Hraður hjartsláttur.

Alvarlegar truflanir á hjartsláttartíðni, þ.e. aukinn, minnkaður eða jafnvel óreglulegur

hjartsláttur, hjartabilun (leiðnitruflanir, AV-blokk I). Hafið samband við lækni eða

bráðamóttöku án tafar. Hringið í 112 ef þörf krefur.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Garnaflækja ásamt miklum kviðverkjum. Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku án tafar.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Yfirlið eða meðvitundarleysi vegna lélegrar hjartastarfsemi. Hringið í 112.

Astmakast. Hafið samband við lækni.

Alvarleg áhrif á húð með blöðrukenndum útbrotum, bólgu og hita (Steven Johnsons heilkenni)

og önnur húðútbrot sem geta myndað blöðrur og sem líkjast skotskífum (dökkur blettur

umkringdur ljósara svæði, með dökkum hring yst) (regnbogaroðasótt). Hafið samband við lækni

eða bráðamóttöku án tafar.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum

10.000 sjúklingum):

Krampar í koki ásamt öndunarerfiðleikum. Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku án tafar.

Hringið í 112.

Bólga í tungu, vörum og andliti (ofsabjúgur). Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku án

tafar. Hringið í 112 ef þörf krefur.

Alvarleg húðútbrot með bólgu í húðinni og flögnun ysta lagsins (flagningshúðbólga).

Heilkenni lamariðu (Parkinsons-veiki).

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Mjög algengar til algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum

100 sjúklingum):

Sundl, sljóleiki, þreyta, höfuðverkur.

Hægur hjartsláttur.

Lágur blóðþrýstingur.

Bjúgur á ökklum.

Hægðatregða, meltingarónot, ógleði.

Kláði, exem, ofsakláði. Hárlos.

Getuleysi. Óreglulegar tíðablæðingar. Brjóstaspenna.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum):

Svefntruflanir og líflegar draumfarir.

Roði í andliti með hitatilfinningu.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Ofnæmi.

Aukið magn prólaktíns (hormón) í blóðinu (sem tengist mjólkurseytingu).

Rugl, þunglyndi, martraðir, lystarleysi.

Náladofi, bruna-, sviða- eða dofatilfinning í húðinni.

Roði á fótum og jafnvel höndum ásamt miklum sviðaverkjum (æsaþrotaverkir).

Skjálfti.

Jafnvægistruflanir (svimi).

Tímabundið yfirlið.

Sjóntruflanir

Eyrnasuð

Brjóstverkur, hjartsláttarónot.

Roði

Verkir í fótum við gang (heltiköst).

Munnþurrkur, niðurgangur, kviðverkir, magaóþægindi, uppköst.

Hækkun lifrarensíma.

Vöðvakrampar.

Tíð en óveruleg þvaglát.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Myndun brjósta hjá körlum.

Aukin svitamyndun.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir – koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum

10.000 sjúklingum):

Blæðingar í húð og slímhimnu (æðabólga).

Ofvöxtur tannholds.

Vöðvaverkir og liðverkir.

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum)

Ljósnæm útbrot, marblettir.

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Aukið magn kalíums í blóði

Hreyfitruflanir (utanstrýtuheilkenni)

Hægur púls (gúlshægsláttur)

Bólgnir fætur, ökklar og hendur (bjúgur í útlimum)

Mæði

Aukið hormón (prólaktín) í blóði

Útbrot (dröfnuörðuútbrot)

Vöðvaslappleiki

Nýrnabilun

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Veraloc Retard

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Veraloc Retard inniheldur

Virka innihaldsefnið er verapamilhýdróklóríð. Hver forðatafla inniheldur 200 mg af

verapamilhýdróklóríði.

Önnur innihaldsefni:

Töflukjarni:

Mjólkursykureinhýdrat, polyacrylat 30% dreifa, talkúm, magnesíumsterat, hert ricinusolía.

Töfluhúð:

Hýprómellósi, súkrósi, macrogol, títantvíoxíð (E 171).

Lýsing á útliti Veraloc Retard og pakkningastærðir

Veraloc Retard 200 mg forðatöflur eru hvítar, aflangar töflur með deiliskoru.

Veraloc Retard 200 mg forðatöflur fást í 100 stykkja pakkningum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Orion Corporation

Orionintie 1

FI-02101 Espoo

Finnland.

Orion Corporation Orion Pharma

Joensuunkatu 7

FI-24100 Salo

Finnland

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími: 535-7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður maí 2018.