Ventoline

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Ventoline Lausn í eimgjafa 1 mg/ml
 • Skammtar:
 • 1 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Lausn í eimgjafa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Ventoline Lausn í eimgjafa 1 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 97632759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Ventoline 1 mg/ml lausn fyrir eimgjafa

Ventoline 2 mg/ml lausn fyrir eimgjafa

Salbútamól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Ventoline og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Ventoline

Hvernig nota á Ventoline

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Ventoline

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Ventoline og við hverju það er notað

Ventoline innheldur skjótvirkandi berkjuvíkkandi lyf sem verkar með því að slaka á vöðvum í

öndunarveginum innan nokkurra mínútna, og upphefur þannig þrengingu í berkjunum sem kemur fram

í tengslum við astmakast. Loftið kemst þannig auðveldar í gegn og auðveldara verður að anda.

Ventoline verkar aðeins í skamman tíma og það er yfirleitt notað með öðru fyrirbyggjandi lyfi eftir því

hversu alvarlegur astminn er.

Nota má Ventoline lausn fyrir eimgjafa til að meðhöndla astma og aðra öndunarerfiðleika.

Ef astminn er virkur (þ.e. ef einkenni koma oft fram eða köstin koma oftar fram eða líkamsástand er

ekki gott) skaltu hafa samband við lækninn. Til að ná stjórn á astmanum getur verið að læknirinn velji

að ávísa eða auka skammta af lyfjum eins og innöndunarbarksterum.

Fullorðnir og börn frá 4 ára aldri geta notað Ventoline lausn fyrir eimgjafa.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en brjað er að nota Ventoline

Ekki má nota Ventoline

ef þú ert með ofnæmi fyrir salbútamóli eða einhverju öðru innihaldsefni Ventoline (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Ventoline er notað

ef þú ert með sykursýki

ef þú ert með aukin efnaskipti (t.d. ofvirkan skjaldkirtil)

ef þú ert með slæman astma, því hætta er á að kalíum í blóðinu verði of lágt ef þú tekur einnig

þvagræsilyf, astmalyf eins og teófyllín eða nýrnahettubarkarhormón

ef þú ert með eða hefur sögu um hjarta- og æðasjúkdóma, óreglulegan hjartslátt eða hjartaöng

ef þú notar eimgjafann samtímis ipratropium við astmanum

ef þú ert með hríðir því Ventoline getur hamlað þeim.

Þú skalt fara til læknis með reglulegu millibili til að þú fáir Ventoline í þeim skammti sem hentar

alvarleika astmans.

Ef þú þarft að nota stærri eða tíðari skammta en læknirinn hefur ávísað, ef verkunartíminn styttist eða

ef þú færð fleiri einkenni astma eins og andþyngsli eða hósta skaltu hafa samband við lækninn. Þú mátt

ekki breyta sjálf/-ur skömmtum eða skömmtunartíðni.

Stórir skammtar af Ventoline lausn fyrir eimgjafa geta í mjög sjaldgæfum tilvikum leitt til ástands sem

kallast mjólkursýrublóðsýring (uppsöfnun mjólkursýru í líkamanum). Þú skalt því fylgjast vel með

einkennum um þetta á meðan þú notar Ventoline lausn fyrir eimgjafa til að minnka hættuna á

mögulegum kvillum. Einkenni mjólkursýrublóðsýringar geta verið: hröð öndun, andþyngsli (þrátt fyrir

að öndunarerfiðleikar þínir hafi batnað), kuldatilfinning, magaverkur, ógleði og uppköst.

Ef þú finnur fyrir þrýstingi fyrir brjósti, hósta, hvæsandi öndun eða andþyngslum þegar í stað eftir

notkun Ventoline skaltu eins fljótt og hægt er reyna að anda inn öðru astmalyfi með skjóta verkun ef

þú hefur slíkt handbært. Þú mátt ekki nota Ventoline aftur. Tafarlaust skal leita læknishjálpar því þú

gætir verið með alvarlegan kvilla sem kallast óvæntur berkjukrampi.

Notkun annarra lyfja samhliða Ventoline

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú ert á meðferð með eftirfarandi:

betablokkum eins og própranólóli við of háum blóðþrýstingi eða hjartabilun því þeir geta að

hluta upphafið verkunina af Ventoline

nýrnahettubarkarhormónum, þvagræsilyfjum og öðrum lyfjum við astma eins og teófyllíni, því

þau lækka kalíumgildi í blóði.

Hafðu samband við lækninn. Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ef um þungun er að ræða er nauðsynlegt að leita ráða hjá lækninum áður en þú notar Ventoline.

Brjóstagjöf

Ventoline berst í brjóstamjólk. Ef þú ert með barn á brjósti er nauðsynlegt að leita ráða hjá lækninum

áður en þú notar Ventoline.

Akstur og notkun véla

Ventoline hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Ventoline

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur er:

Fullorðnir og börn frá 4 ára aldri:

1-2 lykjur (2,5-5 mg) 4 sinnum á sólarhring.

Vegna þess að aukaverkanir geta tengst hærri og tíðari skömmtum á ekki að auka skammta eða

skammtatíðni nema í samráði við lækni.

Ventoline lausn fyrir eimgjafa verkar í 4-6 klst.

Undirbúningur Ventoline lausnar fyrir eimgjafa:

Lykjurnar eru tilbúnar til notkunar.

Losið eina lykju og snúið efsta hlutann af henni rétt fyrir notkun.

Innihaldinu er andað inn í gegnum innöndunartæki (eimgjafa) samkvæmt fyrirmælum læknis.

Afgangslausn í eimgjafanum á að farga.

Hreinsa þarf eimgjafann og loftþurrka eftir notkun.

Ventoline lausn fyrir eimgjafa er til innöndunar og má hvorki gefa sem stungulyf né kyngja.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef þú hefur tekið of mikið af Ventoline getur þú fengið ógleði, uppköst ásamt lágum kalíumgildum í

blóði, uppsöfnun mjólkursýru og hækkuðum sykri í blóði. Þessi einkenni ganga yfirleitt til baka þegar

notkun Ventoline er hætt. Þetta kemur sérstaklega fram hjá börnum og þegar ofskömmtun verður við

inntöku.

Kalíumgildi í blóði getur orðið of lágt hafir þú tekið of mikið Ventoline. Læknirinn verður því að

fylgjast með kalíumgildum í blóði hjá þér.

Uppsöfnun mjólkursýru (mjólkursýrublóðsýring) getur komið fram í líkamanum hafir þú tekið of

mikið Ventoline eða mjög háa skammta af Ventoline, sérstaklega ef þú hefur alvarlegan

nýrnasjúkdóm. Læknirinn verður því að fylgjast með magni laktats í blóði hjá þér.

Ef gleymist að nota Ventoline

Ef skammtur hefur gleymst skaltu eingöngu taka hann ef astminn versnar.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Notaðu næsta skammt á

venjulegum tíma.

Ef hætt er að nota Ventolin

Hafðu samband við lækninn ef þú óskar eftir að gera hlé á eða hætta meðferð með Ventoline.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

hraður hjartsláttur (getur orðið alvarlegt. Ef hjartslátturinn hjá þér verður mjög hraður og

óreglulegur, þér líður illa eða líður yfir þig skaltu hafa samband við lækni eða bráðamóttöku.

Hringdu jafnvel í 112)

skjálfti

höfuðverkur

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

hjartsláttarónot

erting í munni og hálsi

vöðvakrampar

eirðarleysi með óróa

sundl

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

þróttleysi og minni kraftur í vöðvum vegna lágs kalíumgildis í blóði (of lágt kalíumgildi í

blóði getur örsjaldan orðið alvarlegt með lömun og hjartsláttartruflunum (hætta á hjartastoppi).

Hafðu samband við lækninn

hækkaður sykur í blóði

sundl vegna of lágs blóðþrýstings

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum

10.000 einstaklingum):

ofnæmisviðbrögð eins og útbrot (ofsakláði), þroti í andliti, vörum og tungu, andþyngsli, sundl

og aðsvif (getur verið alvarlegt. Ef þroti er í andliti, vörum og tungu getur það verið

lífshættulegt. Hafðu tafarlaust samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu jafnvel í 112)

hraður og mjög óreglulegur hjartsláttur með aukaslögum (hafðu tafarlaust samband við lækni

eða bráðamóttöku. Hringdu jafnvel í 112)

mæði eða astmalíkt kast strax eftir notkun Ventolin. Hafðu tafarlaust samband við lækni eða

bráðamóttöku. Hringdu jafnvel í 112. Reyndu eins fljótt og mögulegt er að anda að þér öðru

astmalyfi með skjóta verkun ef þú hefur slíkt handbært.

óróleiki og eirðarleysi

uppsöfnun mjólkursýru í líkamanum (mjólkursýrublóðsýring). Þessi aukaverkun kemur oft

fram hjá einstaklingum með alvarlegan nýrnasjúkdóm. Einkenni mjólkursýrublóðsýringar geta

verið: hröð öndun, andþyngsli (þrátt fyrir að öndunarerfiðleikar þínir hafi batnað),

kuldatilfinning, magaverkur, ógleði og uppköst

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt:

andþyngsli, kvíði, brjóstverkur sem leiðir í háls eða handlegg vegna blóðtappa í hjarta

(hringdu í 112).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Ventoline

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í upprunalegum umbúðum, til varnar gegn ljósi.

Ekki

skal

nota

lyfið

eftir

fyrningardagsetningu

tilgreind

umbúðunum

eftir

EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Ventoline inniheldur:

Virka innihaldsefnið: Salbútamól sem salbútamólsúlfat.

Önnur innihaldsefni: Hreinsað vatn, natríumklóríð, brennisteinssýra.

Útlit og pakkningastærðir

Útlit

Tær, litlaus vökvi.

Pakkningastæðir

Ventoline lausn fyrir eimgjafa fæst í pakkningum með 20 eða 60 lykjum með 2,5 ml lausn fyrir

eimgjafa.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

GlaxoSmithKline Pharma A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi:

Aspen Bad Oldesloe GmbH, Bad Oldesloe, Þýskaland

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími: 535-7000

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á http://www.serlyfjaskra.is.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2016.