Valtrex

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Valtrex Filmuhúðuð tafla 250 mg
 • Skammtar:
 • 250 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Valtrex Filmuhúðuð tafla 250 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 48632759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Valtrex 250 mg filmuhúðaðar töflur

Valtrex 500 mg filmuhúðaðar töflur

Valacíklóvír

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Valtrex og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Valtrex

Hvernig nota á Valtrex

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Valtrex

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Valtrex og við hverju það er notað

Valtrex tilheyrir flokki lyfja er kallast veirusýkingalyf. Það virkar með því að drepa eða stöðva vöxt

veira sem kallast herpes simplex, hlaupabólu-ristilveirur (varicella zoster) og cýtómegalóveirur.

Valtrex er hægt að nota til að:

meðhöndla ristil (hjá fullorðnum)

meðhöndla sýkingar af völdum herpex simplex í húð og kynfæraherpes (hjá fullorðnum og

unglingum eldri en 12 ára). Það er einnig notað til að fyrirbyggja endurkomu þessara sýkinga.

meðhöndla frunsur (hjá fullorðnum og unglingum eldri en 12 ára)

fyrirbyggja cýtómegalóveirusýkingu eftir líffæraígræðslu (hjá fullorðnum og unglingum eldri en

12 ára)

meðhöndla og fyrirbyggja endurteknar augnsýkingar af völdum herpes simplex (hjá fullorðnum

og unglingum eldri en 12 ára).

2.

Áður en byrjað er að nota Valtrex

Ekki má nota Valtrex

ef um er að ræða ofnæmi fyrir valacíklóvíri eða acíklóvíri eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ekki taka Valtrex ef ofangreint á við um þig. Ef þú ert ekki viss skaltu ræða við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú tekur Valtrex.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú tekur Valtrex ef:

þú ert með nýrnavandamál

þú ert með lifrarvandamál

þú ert eldri en 65 ára

ónæmiskerfi þitt er veikt

Ef þú ert ekki viss um hvort ofangreind atriði eiga við um þig skaltu ræða við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú tekur Valtrex.

Gætið þess að smita ekki aðra af kynfæraherpes

Ef þú tekur Valtrex til að meðhöndla eða fyrirbyggja kynfæraherpes, eða ef þú hefur fengið

kynfæraherpes, skaltu samt stunda öruggt kynlíf, þ.m.t. nota smokk.

Þetta er mikilvægt til að koma í veg fyrir að þú smitir aðra.

Þú skalt ekki stunda kynlíf ef þú ert með sár eða blöðrur á kynfærum.

Notkun annarra lyfja samhliða Valtrex

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, þ.m.t. náttúrulyf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef tekin eru önnur lyf sem hafa áhrif á nýrun.

Þetta eru m.a.: amínóglýkósíð, lífræn platínusambönd, skuggaefni sem innihalda joð, metótrexat,

pentamídín, foskarnet, ciklósporín, takrólímus, címetidín og próbenesíð.

Látið alltaf lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf ef Valtrex er tekið vegna meðferðar við ristli

eða eftir líffæraígræðslu.

Meðganga og brjóstagjöf

Notkun Valtrex er yfirleitt ekki ráðlögð á meðgöngu. Ef þú ert barnshafandi, eða heldur að þú gætir

verið barnshafandi, eða ef þú ráðgerir að verða barnshafandi, skaltu ekki taka Valtrex án samráðs við

lækninn. Læknirinn mun meta ávinninginn af töku Valtrex fyrir þig á móti áhættunni fyrir barnið, á

meðan þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Valtrex getur valdið aukaverkunum sem hafa áhrif á hæfni þína til aksturs.

Ekki aka eða nota vélar nema að þú sért viss um að þú finnir ekki fyrir slíkum áhrifum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Valtrex

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skammturinn sem þú átt að taka ræðst af því við hverju læknirinn hefur ávísað Valtrex.

Læknirinn mun ræða þetta við þig.

Meðferð við ristli

Venjulegur skammtur er 1.000 mg (tvær 500 mg töflur) þrisvar á dag.

Þú skalt taka Valtrex í sjö daga.

Meðferð við frunsum

Venjulegur skammtur er 2.000 mg (fjórar 500 mg töflur) tvisvar á dag.

Seinni skammtinn skal taka 12 klst. (ekki innan við 6 klst.) eftir fyrsta skammtinn.

Þú átt að taka Valtrex í aðeins einn dag (tvo skammta).

Meðferð við sýkingum af völdum herpes simplex í húð og kynfæraherpes

Venjulegur skammtur er 500 mg (ein 500 mg tafla eða tvær 250 mg töflur) tvisvar á dag.

Við fyrstu sýkingu skaltu taka Valtrex í fimm daga eða í allt að tíu daga ef læknirinn segir þér að

gera það. Við endurtekinni sýkingu er lengd meðferðar yfirleitt 3-5 dagar.

Til að fyrirbyggja endurkomu sýkinga af völdum herpes simplex eftir að þú færð þær

Venjulegur skammtur er ein 500 mg tafla einu sinni á dag.

Sumir einstaklingar, sem fá oft endurteknar sýkingar, gætu haft ávinning af töku einnar 250 mg

töflu tvisvar á dag.

Taktu Valtrex þar til læknirinn segir þér að hætta.

Til að fyrirbyggja sýkingu af völdum cýtómegalóveiru

Venjulegur skammtur er 2.000 mg (fjórar 500 mg töflur) fjórum sinnum á dag.

Taktu skammtana með 6 klst. millibili.

Yfirleitt er taka Valtrex hafin eins fljótt og hægt er eftir skurðaðgerð.

Taktu Valtrex í um 90 daga eftir skurðaðgerðina, þar til læknirinn segir þér að hætta.

Læknirinn gæti breytt skammtinum af Valtrex ef:

þú ert eldri en 65 ára

þú ert með veikt ónæmiskerfi

þú ert með nýrnavandamál.

Ræddu við lækninn áður en þú tekur Valtrex ef eitthvað af ofangreindu á við um þig.

Inntaka lyfsins

Taktu lyfið um munn.

Gleyptu töflurnar heilar með sopa af vatni.

Taktu Valtrex á sama tíma dag hvern.

Taktu Valtrex samkvæmt fyrirmælum læknisins eða lyfjafræðings.

Einstaklingar eldri en 65 ára eða með nýrnavandamál

Á meðan þú tekur Valtrex er mjög mikilvægt að þú drekkir vatn reglulega yfir daginn.

Þetta stuðlar að því að draga úr aukaverkunum sem geta haft áhrif á nýrun eða taugakerfið.

Læknirinn mun fylgjast náið með þér með tilliti til slíkra aukaverkana.

Aukaverkanir á taugakerfið gætu verið m.a. rugltilfinning eða æsingur, eða óvenjumikil syfja eða

svefnhöfgi.

Ef tekinn er stærri skammtur af Valtrex en mælt er fyrir um

Valtrex er yfirleitt ekki skaðlegt nema þú takir of mikið nokkra daga í röð.

Ef þú tekur of margar töflur gætir þú fundið fyrir ógleði, kastað upp, fengið nýrnavandamál eða fundið

fyrir rugli, æsingi, skertri árvekni, séð hluti sem ekki eru til staðar eða misst meðvitund.

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú tekur of mikið Valtrex.

Hafðu umbúðirnar meðferðis.

Ef gleymist að taka Valtrex

Ef þú gleymir að taka Valtrex skaltu taka það um leið og þú manst eftir því.

Ef hins vegar nánast er komið að næsta skammti skaltu sleppa þeim sem gleymdist.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fyrir með þessu lyfi:

Ástand sem þú þarft að vera á varðbergi gagnvart

alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi). Þau eru mjög sjaldgæf hjá einstaklingum sem taka

Valtrex. Einkenni koma skyndilega fram, þ.m.t.:

roði, húðútbrot með kláða

þroti í vörum, andliti, hálsi og koki, sem valda öndunarerfiðleikum (ofsabjúgur)

blóðþrýstingsfall sem veldur losti.

Ef þú færð ofnæmisviðbrögð skaltu hætta að taka Valtrex og leita til læknis án tafar.

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

höfuðverkur

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

ógleði

sundl

uppköst

niðurgangur

viðbrögð í húð eftir sólarljós (ljósnæmi).

útbrot

kláði

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

rugl

ofskynjanir

mikil syfja

skjálftar

æsingur

Þessar aukaverkanir á taugakerfi koma yfirleitt fram hjá fólki með nýrnavandamál, öldruðum eða

líffæraþegum sem taka stóra skammta sem eru 8 grömm eða meira af Valtrex á dag.

Þær lagast yfirleitt þegar töku Valtrex er hætt eða skammturinn minnkaður.

Aðrar sjaldgæfar aukaverkanir:

mæði

óþægindi í maga

útbrot, stundum ásamt kláða, ofsakláði

verkir neðarlega í baki (nýrnaverkir)

blóð í þvagi

Sjaldgæfar aukaverkanir sem geta komið fram í blóðprófum:

fækkun hvítra blóðkorna (hvítkornafæð)

fækkun blóðflagna, sem eru frumur sem aðstoða við blóðstorknun (blóðflagnafæð)

aukning efna sem framleidd eru í lifur.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

óstöðugleiki við göngu og skortur á samhæfingu (hreyfiglöp)

hæg, þvoglukennd framsögn (tormæli)

flog (krampar)

breytingar á heilastarfsemi (heilakvilli)

meðvitundarleysi ()

ruglaðar eða truflaðar hugsanir (óráð)

Þessar aukaverkanir á taugakerfi koma yfirleitt fram hjá fólki með nýrnavandamál, öldruðum eða

líffæraþegum sem taka stóra skammta sem eru 8 grömm eða meira af Valtrex á dag. Þær lagast yfirleitt

þegar töku Valtrex er hætt eða skammturinn minnkaður.

Aðrar mjög sjaldgæfar aukaverkanir:

nýrnavandamál þar sem þvaglát eru lítil eða engin.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Valtrex

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetningin er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Valtrex inniheldur

Virka efnið er valacíklóvír. Hver tafla inniheldur 250 mg eða 500 mg af valacíklóvíri (sem

valacíklóvírhýdróklóríð).

Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni

Örkristallaður sellulósi

Krospóvídón

Póvídón

Magnesíumsterat

Vatnsfrí kísilkvoða

Filmuhúð

Hýprómellósi

Títantvíoxíð

Makrógól 400

Pólýsorbat 80 (eingöngu 500 mg töflur)

Carnaubavax

Lýsing á útliti Valtrex og pakkningastærðir

Valtrex töflur eru í pólývínýlklóríð/ál-þynnum.

Valtrex 250 mg töflur fást í öskjum sem innihalda 20 eða 60 filmuhúðaðar töflur. Þær eru hvítar og

merktar „GX CE7“ á annarri hliðinni.

Valtrex 500 mg töflur fást í öskjum sem innihalda 10, 24, 30, 42, 90 eða 112 filmuhúðaðar töflur.

Þær eru hvítar og merktar „GX CF1“ á annarri hliðinni.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

GlaxoSmithKline Pharma A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi:

Glaxo Wellcome S.A.

Aranda de Duero (Burgos)

Spáni

Umboð á Íslandi:

Vistor hf., sími: 535-7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Austurríki, Búlgaría, Kýpur, Tékkland, Eistland, Finnland, Grikkland, Ísland, Írland, Lettland,

Litháen, Malta, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Bretland:

Valtrex

Þýskaland: Valtrex S 250 mg, Valtrex

Frakkland, Belgía, Danmörk, Ítalía, Lúxemborg, Holland: Zelitrex

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2015.