Valcyte

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Valcyte Mixtúruduft, lausn 50 mg/ml
 • Skammtar:
 • 50 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Mixtúruduft, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Valcyte Mixtúruduft, lausn 50 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 14632759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Valcyte 50 mg/ml mixtúruduft, lausn

valgancíklóvír

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Valcyte og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Valcyte

Hvernig nota á Valcyte

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Valcyte

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Valcyte og við hverju það er notað

Valcyte tilheyrir flokki lyfja sem verka beint til varnar því að veirur fjölgi sér.

Í líkamanum breytist virka efnið í duftinu, valgancíklóvír, í gancíklóvír.

Gancíklóvír kemur í veg fyrir að veira sem nefnist cýtómegalóveira (CMV) fjölgi sér og ráðist inn í

heilbrigðar frumur.

Hjá sjúklingum með veikt ónæmiskerfi getur CMV valdið sýkingu í líffærum líkamans.

Slíkt getur verið lífshættulegt.

Valcyte er notað:

til meðferðar við CMV-sýkingum í sjónu augans hjá fullorðnum sjúklingum með alnæmi

(AIDS). CMV-sýking í sjónu augans getur valdið sjóntruflunum og jafnvel blindu.

til þess að koma í veg fyrir CMV-sýkingar hjá fullorðnum og börnum sem eru ekki sýktir af

CMV en hafa fengið líffæraígræðslu úr einstaklingi sem var með CMV-sýkingu.

2.

Áður en byrjað er að nota Valcyte

Ekki má nota Valcyte:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir valgancíklóvíri, gancíklóvíri eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú ert með barn á brjósti.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Valcyte er notað:

ef þú ert með ofnæmi fyrir acíklóvíri, pencíklóvíri, valacíklóvíri eða famcíklóvíri. Það eru önnur

lyf til meðferðar við veirusýkingum.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Valcyte

ef um er að ræða fækkun hvítra blóðkorna, rauðra blóðkorna eða blóðflagna (litlar frumur sem

taka þátt í blóðstorknun) í blóðinu. Læknirinn tekur blóðsýni áður en taka Valcyte hefst og fleiri

sýni verða tekin meðan á töku lyfsins stendur.

ef geislameðferð á sér stað.

ef um nýrnasjúkdóm er að ræða. Verið getur að læknirinn þurfi að ávísa minni skammti og gera

oft blóðrannsóknir meðan á meðferð stendur.

Notkun annarra lyfja samhliða Valcyte

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Ef verið er að taka önnur lyf samhliða töku Valcyte getur samsetningin haft áhrif á það magn lyfs sem

kemst inn í blóðrás eða valdið skaðlegum áhrifum. Látið lækninn vita ef verið er að taka lyf sem

innihalda eitthvert eftirfarandi efna:

imípenem-cílastatín (sýklalyf). Ef það er tekið með Valcyte getur það valdið krömpum (flogum)

zídóvúdín, dídanósín, lamivúdín, stavúdín, tenofovír, abacavír, emtricitabín eða svipuð lyf til

meðferðar við alnæmi

adefóvír eða einhver önnur lyf til meðferðar við lifrarbólgu B

próbenecíð (lyf við þvagsýrugigt). Ef próbenecíð og Valcyte er tekið samhliða getur magn

gancíklóvírs í blóði aukist

mýkófenólat mófetíl, ciklósporín eða tacrolímus (notuð eftir ígræðslur)

vinkristín, vinblastín, doxórúbicín, hýdroxýúrea eða lík lyf til meðferðar við krabbameini

trímetóprím, trímetóprím/súlfa samsetningar og dapsón (sýklalyf)

pentamidín (lyf til að meðhöndla snýkjudýr eða lungnasýkingar)

flúcýtósín eða amfótericín B (sveppalyf)

Notkun Valcyte með mat eða drykk

Valcyte á að taka með mat. Ef ekki er hægt að neyta matar af einhverjum ástæðum, á samt að taka

skammtinn af Valcyte eins og venjulega.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Ekki á að taka Valcyte á meðgöngu nema samkvæmt læknisráði. Ef þú ert þunguð eða hefur áform um

að verða þunguð, verðurðu að láta lækninn vita. Ef Valcyte er tekið á meðgöngu getur það haft

skaðleg áhrif á fóstrið.

Ekki má taka Valcyte meðan á brjóstagjöf stendur. Ef læknirinn vill hefja meðferð með Valcyte,

verður að stöðva brjóstagjöf áður en taka lyfsins hefst.

Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn þegar þær taka Valcyte og í a.m.k. 30 daga

eftir að meðferðinni lýkur.

Karlar eiga að nota verjur meðan þeir eru að taka Valcyte og halda því áfram í 90 daga eftir að

meðferð lýkur ef rekkjunautar þeirra eru á barneignaraldri.

Akstur og notkun véla

Ef sundl, þreyta, skjálfti eða rugl gera vart við sig meðan á töku lyfsins stendur á ekki að stunda akstur

eða stjórna vélbúnaði.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Valcyte inniheldur natríum

Lyfið inniheldur alls 0,188 mg/ml af natríum. Ef þú ert á saltskertu fæði skal taka tillit til þess.

3.

Hvernig nota á Valcyte

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig á að nota lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Sýna verður aðgæslu þegar Valcyte lausn er meðhöndluð. Forðast á að lausnin komist á húð eða í

augu. Ef lausnin fer óvart á húð á að þvo svæðið vandlega með sápu og vatni. Ef lausn fer óvart í augu

á að skola augun vandlega með vatni.

Þú verður að halda þig við dagsskammt mixtúrulausnarinnar eins og læknirinn hefur gefið

leiðbeiningar um til að koma í veg fyrir ofskömmtun.

Valcyte mixtúru á alltaf þegar hægt er að taka með mat - sjá 2. kafla.

Áríðandi er að nota sprautuna sem fylgir með í pakkanum til að mæla skammtinn af Valcyte

lausn.

Tvær sprautur fylgja ef önnur skyldi glatast eða skemmast. Hver sprauta er gerð til þess að

mæla allt að 500 mg magn af Valcyte, með 25 mg kvarða.

Þvoið sprautuna alltaf vandlega og látið hana þorna eftir að skammturinn hefur verið tekinn.

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef báðar sprauturnar glatast eða skemmast og hjá þeim

færðu ráð um hvernig á að halda áfram að taka lyfið.

Fullorðnir:

Til varnar gegn CMV-sjúkdómi hjá ígræðslusjúklingum

Hefja á töku lyfsins innan 10 daga frá ígræðslu. Venjulegur skammtur er 900 mg af Valcyte lausn

EINU sinni á dag. Nota á sprautuna sem fylgir til að taka tvo 450 mg skammta af lausn (þ.e. 2 sprautur

fylltar að 450 mg kvarðanum). Halda á áfram með þennan skammt í allt að 100 daga eftir ígræðsluna.

Ef þú hefur fengið nýrnaígræðslu gæti læknirinn ráðlagt að haldið verði áfram að taka lyfið í 200 daga.

Meðferð við CMV-sjónubólgu hjá alnæmissjúklingum (nefnist upphafsmeðferð)

Venjulegur skammtur er 900 mg af Valcyte lausn TVISVAR á dag í 21 dag (þrjár vikur).

Nota á sprautuna sem fylgir og fylla hana tvisvar með 450 mg af lausn (þ.e. 2 sprautur fylltar að 450

mg) að morgni og tvisvar með 450 mg af lausn (þ.e. 2 sprautur fylltar að 450 mg) að kvöldi.

Ekki á að taka þennan skammt lengur en í 21 dag nema læknirinn mæli fyrir um það þar sem það getur

aukið hættu á hugsanlegum aukaverkunum.

Langtímameðferð til að koma í veg fyrir að virk bólga komi fram aftur hjá alnæmissjúklingum

með CMV-sjónubólgu (nefnist viðhaldsmeðferð)

Venjulegur skammtur er 900 mg af Valcyte lausn EINU sinni á dag. Nota á sprautuna sem fylgir og

fylla hana tvisvar með 450 mg af lausn (þ.e. 2 sprautur fylltar að 450 mg kvarðanum).

Helst á að taka lausnina á sama tíma dag hvern. Læknirinn segir til um hve lengi á að halda áfram að

taka Valcyte. Ef sjónubólgan versnar meðan þessi skammtur er notaður, getur verið að læknirinn mæli

fyrir um endurtekningu á upphafsmeðferðinni (sjá framar) eða ákveði að gefa annað lyf til meðferðar á

CMV-sýkingu.

Aldraðir sjúklingar

Notkun Valcyte hjá öldruðum sjúklingum hefur ekki verið rannsökuð.

Sjúklingar með nýrnasjúkdóma

Ef nýrun starfa ekki eðlilega getur verið að læknirinn gefi leiðbeiningar um minni skammt af Valcyte

lausn á dag.

Mjög áríðandi

er að fara að skammtafyrirmælum læknisins.

Sjúklingar með lifrarsjúkdóma

Notkun Valcyte hjá sjúklingum með lifrarsjúkdóma hefur ekki verið rannsökuð.

Notkun handa börnum og unglingum:

Fyrirbyggjandi meðferð gegn CMV-sjúkdómi hjá líffæraþegum

Börn ættu að byrja að taka lyfið innan 10 daga frá líffæraígræðslunni. Skammtar eru breytilegir eftir

stærð barnsins og á að taka þá EINU SINNI á dag. Læknirinn mun ákveða hentugustu skammtastærð

út frá hæð, þyngd og nýrnastarfsemi barnsins. Halda á áfram að taka sama skammt í allt að 100 daga.

Ef barnið hefur fengið nýrnaígræðslu gæti læknirinn ákveðið að haldið verði áfram að taka lyfið í

200 daga.

Nota á sprautuna sem fylgir með í pakkanum til að mæla skammtinn af Valcyte lausn.

Aðferð og íkomuleið

Mælt er með því að lyfjafræðingur blandi Valcyte lausn áður en hún er afgreidd.

Þegar búið er að blanda lausnina skal fylgja eftirfarandi leiðbeiningum til að draga upp og taka lyfið:

Hristið lokaða flöskuna vel í u.þ.b. 5 sekúndur fyrir hverja notkun.

Takið barnaöryggislokið af.

Áður en oddur sprautunnar er settur í millistykkið á að ýta stimplinum niður að oddinum.

Setjið oddinn ákveðið í millistykkið.

Hvolfið öllu saman (flöskunni og sprautunni).

Dragið stimpilinn hægt upp þar til það magn sem nota á er í sprautunni (sjá skýringarmynd).

Hvolfið allri einingunni aftur og takið sprautuna hægt úr flöskunni.

Setjið beint í munninn og kyngið. Blandið ekki við aðra vökva fyrir notkun.

Lokið flöskunni með barnaöryggislokinu eftir hverja notkun.

Strax eftir gjöf:

Takið sprautuna í sundur, hreinsið undir rennandi vatni og þurrkið fyrir næstu notkun.

Þess skal gætt að lausnin komist ekki í snertingu við húðina. Gerist það á að þvo vel með sápu og

vatni.

Notið ekki lausnina eftir fyrningardagsetningu sem er 49 dögum eftir blöndun.

Ef stærri skammtur af Valcyte en mælt er fyrir um er tekinn

Hafið tafarlaust samband við lækninn eða sjúkrahús ef tekið hefur verið meira af Valcyte lausn en vera

ber eða haldið er að svo sé. Ef tekið er meira en ráðlagður skammtur getur það valdið alvarlegum

aukaverkunum, sem hafa einkum áhrif á blóð og nýru. Þörf getur verið á sjúkrahúsmeðferð.

Milli-

stykki

barna-

öryggislok

SPRAUTA

oddur

stimpill

Ef gleymist að taka Valcyte

Ef skammtur af Valcyte gleymist á að taka hann eins fljótt og munað er eftir og taka á næsta skammt á

venjulegum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að taka Valcyte

Ekki má stöðva töku lyfsins nema að læknisráði.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ofnæmisviðbrögð

Allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum geta fengið skyndileg og alvarleg ofnæmisviðbrögð við

valgancíklóvíri (ofnæmislost).

HÆTTU

að taka Valcyte og farðu strax á bráðamóttöku næsta

sjúkrahúss ef eitthvað af þessu kemur fram:

upphleypt húðútbrot með kláða (ofsakláði)

skyndileg bólga í hálsi, andliti, vörum og munni sem getur valdið því að erfitt er að kyngja eða

anda

skyndileg bólga í höndum, fótum eða ökklum

Alvarlegar aukaverkanir

Láttu lækninn vita tafarlaust ef vart verður við einhverjar eftirtalinna alvarlegra aukaverkana –

læknirinn gæti ákveðið að þú þurfir að hætta að nota Valcyte og þú gætir þurft á bráðri læknisaðstoð að

halda:

Mjög algengar:

geta komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum

lítill fjöldi hvítra blóðkorna – með sýkingareinkennum svo sem hálsbólgu, munnsárum eða

hita

lítill fjöldi rauðra blóðkorna – meðal einkenna eru mæði eða þreytutilfinning, hjartsláttarónot

eða föl húð

Algengar:

geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

blóðsýking (sepsis) – meðal einkenna eru hiti, kuldahrollur, hjartsláttarónot, rugl og

þvoglumæli

lítill fjöldi blóðflagna – meðal einkenna eru blæðingar og mar af minna tilefni en venjulega,

blóð í þvagi eða hægðum eða blæðing úr tannholdi, blæðingar geta verið alvarlegar

alvarlega lítill fjöldi blóðfrumna

brisbólga – einkenni eru alvarlegur kviðverkur sem leiðir út í bak

krampaköst

Sjaldgæfar:

geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

bilun í framleiðslu blóðfrumna í beinmerg

ofskynjanir – að heyra eða sjá eitthvað sem ekki er raunverulegt

óeðlilegar hugsanir eða tilfinningar, tap á veruleikaskyni

nýrnabilun

Aukaverkarnir sem hafa komið fyrir meðan á meðferð með valgancíklóvír eða gancíklóvír stendur er

lýst hér á eftir:

Aðrar aukaverkanir

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita ef vart verður við einhverjar eftirtalinna

aukaverkana:

Mjög algengar:

geta komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum

hvítsveppasýking og hvítsveppasýking í munni

sýking í efri hluta öndunarvegar (t.d. skútabólga, bólgnir hálskirtlar)

lystarleysi

höfuðverkur

hósti

mæðitilfinning

niðurgangur

ógleði eða uppköst

kviðverkur

exem

þreytutilfinning

hiti.

Algengar:

geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

inflúensa

þvagfærasýking – meðal einkenna eru hiti, tíðari þvaglát en venjulega, verkur við þvaglát

sýking í og undir húð

væg ofnæmisviðbrögð – meðal einkenna getur verið húðroði með kláða

þyngdartap

þunglyndis-, kvíða- eða rugltilfinning

svefnvandamál

máttleysi eða tilfinningaleysi í höndum eða fótum, sem getur haft áhrif á jafnvægi

breytingar á snertiskyni, náladofi, stingir eða sviðatilfinning

breytingar á bragðskyni

kuldahrollur

bólga í auga (tárubólga), augnverkur eða sjónvandamál

eyrnaverkur

lágur blóðþrýstingur, sem getur valdið sundli eða yfirliðstilfinningu

kyngingarvandamál

hægðatregða, vindgangur, meltingartruflanir, magaverkur, uppþembdur kviður

munnsár

óeðlilegar niðurstöður lifrar- eða nýrnaprófa

nætursviti

kláði, útbrot

hárlos

bakverkur, vöðvaverkir eða liðverkir, vöðvakippir

sundl, máttleysi eða almenn vanlíðan

Sjaldgæfar:

geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

æsingur

skjálfti, titringur

heyrnarleysi

óreglulegur hjartsláttur

ofsakláði, húðþurrkur

blóð í þvagi

ófrjósemi hjá körlum – sjá kaflann Frjósemi

brjóstverkur

Aðeins hefur verið tilynnt um að innri himna augans losni frá (sjónhimnan losnar) hjá

alnæmissjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Valcyte við CMV-sýkingu.

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fyrir hjá börnum og unglingum

Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um hjá börnum og unglingum eru svipaðar þeim aukaverkunum

sem tilkynnt hefur verið um hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Valcyte

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota duftið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og merkimiða flöskunnar

(Fyrnist). Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Mixtúruduft: Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður.

Blönduð lausn: Geymið í kæli (2°C - 8°C).

Geymslutími fyrir lausn til inntöku er 49 dagar. Notið ekki eftir 49 daga frá blöndun eða eftir

fyrningardagsetningu sem lyfjafræðingurinn skráir á flöskuna eftir blöndun.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Valcyte inniheldur

Virka innihaldsefnið er vangancíklóvírhýdróklóríð. Eftir að Valcyte duftið hefur verið leyst upp

inniheldur 1 ml af lausn 55 mg af valgancíklóvírhýdróklóríði sem jafngildir 50 mg af valgancíklóvíri

sem hýdróklóríð.

Önnur innihaldsefni (hjálparefni) eru: póvídón, fúmarínsýra, natríum benzóat (E211), natríum sakkarín

og mannítól, túttí-frúttí bragðefni

maltódextrín (maís), própýlen glýkól, arabískt gúmmí E414 og

eftirlíkingar af náttúrulegum bragðefnum, aðallega banana, ananas og ferskjubragð

Lýsing á útliti Valcyte og pakkningastærðir

Valcyte duft er kyrni sem er hvítt eða gulleitt að lit. Hver glerflaska inniheldur 12 g af dufti.

Eftir blöndun verður rúmmálið 100 ml af lausn sem gefur 88 ml af nothæfri lausn. Lausnin er tær og

litlaus eða brúnleit. Í öskjunni er líka eitt millistykki og 2 sprautur með 25 mg kvarðabilum að 500 mg.

Pakkningastærð: eitt glas sem inniheldur 12 g af mixtúrudufti.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Roche a/s

Industriholmen 59

2650 Hvidovre

Danmörk

Framleiðandi

Roche Pharma AG

Emil-Barell-Str. 1

D-79639 Grenzach-Wyhlen

Þýskaland

Umboð á Íslandi

Icepharma hf, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Valcyte

: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland,

Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen,

Lúxemborg, Malta, Holland, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð,

Bretland.

ROValcyte:

Frakkland, Portúgal

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar, http://www.serlyfjaskra.is

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Mælt er með því að lyfjafræðingur blandi Valcyte mixtúru samkvæmt eftirfarandi:

Mælið 91 ml af vatni í sívalt kvarðað ílát.

Takið barnaöryggislokið af, bætið vatninu í flöskuna, lokið henni síðan með barnaöryggislokinu.

Hristið lokaða flöskuna þar til duftið er uppleyst og myndast hefur tær, litlaus eða brún lausn.

Takið barnaöryggislokið af og þrýstið millistykkinu ofan í flöskuhálsinn.

Lokið flöskunni vel með barnaöryggislokinu. Það tryggir að flöskumillistykkið sitji rétt í

flöskunni og að öryggis barna sé gætt.

Skrifið fyrningardagsetningu blandaðrar lausnarinnar á merkimiða flöskunnar.

Ráðlagt er að nota einnota hanska við blöndun lyfsins og þegar strokið er af ytra byrði glassins og

tappans og vinnuborði eftir blöndun.

Forðist innöndun og beina snertingu á duftinu við húð og slímhimnur og beina snertingu við lausnina.

Ef lausnin kemst í snertingu við húð á að skola svæðið vandlega með sápuvatni, augu á að skola með

venjulegu vatni.