Tribrissen vet.

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Tribrissen vet. Stungulyf, dreifa 80 mg/ 400 mg
 • Skammtar:
 • 80 mg/ 400 mg
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Tribrissen vet. Stungulyf, dreifa 80 mg/400 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 0a662759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL

TRIBRISSEN

VET. 400/80 mg/ml

Stungulyf, dreifa handa nautgripum, svínum og hestum

sulfadiazin / trimetoprim

1.

HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi

Intervet International BV

Wim de Körverstraat 35

NL-5831 AN Boxmeer

Holland

Framleiðandi

Vet Pharma Friesoythe GmbH

Sedelsberger Strasse 2

26169 Friesoythe

Þýskaland

2.

HEITI DÝRALYFS

Tribrissen vet. 400/80 mg/ml stungulyf, dreifa.

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

1 ml inniheldur:

Virk innihaldsefni:

Sulfadiazin 400 mg

Trimetoprim 80 mg

Hjálparefni:

Polysorbat 80

Dietanólamín

Natríumhýdroxíð

Natríummetabísúlfít

Vatn fyrir stungulyf.

4.

ÁBENDING(AR)

Sýkingar af völdum örvera sem eru næmar fyrir sulfonamíðum/trimetoprimi.

5.

FRÁBENDINGAR

Lyfið má ekki gefa hestum sem verið er að meðhöndla með lyfjum sem innihalda detomidin.

6.

AUKAVERKANIR

Bólga og vefjaskemmdir geta komið fram á stungustað.

Ofnæmisviðbrögð geta komið fram.

Örsjaldan geta mjög alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) komið fram. Það getur falið í sér skerta

vöðvastjórnun, flog og dá hjá hestum og getur verið lífshættulegt.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Nautgripir, svín og hestar.

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐIR OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Hristið fyrir notkun.

Hestar, nautgripir: 3 ml/100 kg (15 mg/kg) líkamsþunga, daglega í mest 5 daga.

Lyfjagjöf: Til inndælingar í bláæð.

Við inndælingu í bláæð skal gefa lyfið með hægri inndælingu.

Svín: 3 ml/100 kg (15 mg/kg) líkamsþunga, daglega.

Ekki skal gefa meira en 4 ml í hvern stungustað, í mest 5 daga.

Lyfjagjöf: Til inndælingar í vöðva.

Athugið

Inndæling Tribrissen vet. 400/80 mg/ml veldur vefjaskemmdum. Vegna þess að umfang

vefjaskemmdanna er háð því hve mikið er gefið með inndælingu, er mikilvægt að ekki sé gefið meira

en mælt er með og að eins lítið og unnt er sé gefið í hvern stungustað.

Athugið að vera má að dýralæknirinn ráðleggi aðra notkun eða skammta en fram kemur í

fylgiseðlinum. Fylgið ávallt fyrirmælum dýralæknisins og upplýsingum á merkimiða apóteksins.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Til að tryggja rétta skömmtun skal ákveða líkamsþyngd eins nákvæmlega og hægt er til að koma í veg

fyrir vanskömmtun.

Fylgið leiðbeiningum dýralæknisins nákvæmlega.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Nautgripir

Kjöt og innmatur:

19 sólarhringar (i.v.)

Mjólk:

7 sólarhringar

Hestar

Kjöt og innmatur:

Má ekki nota handa hestum sem eru notaðir til manneldis

Mjólk:

Má ekki nota handa hestum ef mjólkin er notuð til manneldis

Svín

Kjöt og innmatur:

30 sólarhringar (i.m.)

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður dýralyfsins.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum og öskjunni.

Geymsluþol eftir að umbúðir hafa verið rofnar: 4 vikur.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Hjá nýfæddum dýrum og dýrum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi getur langtímanotkun valdið

uppsöfnun lyfsins í líkama dýrsins.

Ekki má gefa lyfið með inndælingu í kviðarhol.

Við inndælingu í bláæð skal gefa lyfið með hægri inndælingu.

Notkun lyfsins skal byggjast á næmisprófi á bakteríum einangruðum frá dýrinu. Ef það er ekki

mögulegt skal byggja notkunina á staðbundnum (fyrir svæði eða hjörðina) faraldsfræðilegum

upplýsingum um næmi viðkomandi baktería.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Leitið ráða hjá dýralækni um hvernig heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur.

Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Júní 2017.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Ef óskað er upplýsinga um þetta dýralyf, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa.

Vistor hf.

Hörgatún 2

210 Garðabær.