Treo

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Treo Freyðitafla 50 mg/ 500 mg
 • Skammtar:
 • 50 mg/ 500 mg
 • Lyfjaform:
 • Freyðitafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Treo Freyðitafla 50 mg/ 500 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 94622759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Treo

®

500 mg/50 mg

Freyðitöflur

Asetýlsalisýlsýra (500 mg) og koffín (50 mg)

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Þetta lyf er fáanlegt án lyfseðils. Engu að síður er nauðsynlegt að nota Treo

á réttan hátt til að ná sem

bestum árangri.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Treo

og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Treo

Hvernig nota á Treo

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Treo

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Treo og við hverju það er notað

Treo er lyf við verkjum.

Þú getur notað Treo við vægum verkjum, t.d. höfuðverk, vöðva- og liðverkjum, tíðaverkjum og

tannpínu. Þú getur einnig notað Treo við mígreni.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Treo

Ekki má nota Treo

ef þú:

ert með ofnæmi fyrir asetýlsalisýlsýru, koffíni eða einhverju innihaldsefnanna.

hefur einhvern tíma fengið ofnæmisviðbrögð eða astma eftir notkun verkjastillandi lyfja við t.d.

höfuðverk og gigtarverkjum (t.d. asetýlsalisýlsýra, íbúprófen og díklófenak).

ert með magasár (e.t.v. blóðug uppköst og/eða svartar hægðir).

hefur blæðingartilhneigingu, t.d. vegna K-vítamínskorts, blóðsjúkdóms eða of fárra blóðflagna.

ert með mikið skerta lifrarstarfsemi.

ert með mikið skerta nýrnastarfsemi.

ert með mikið skerta starfsemi hjarta.

ert barnshafandi á 7.-9. mánuði meðgöngu.

Börn yngri en 15 ára mega ekki fá Treo ef þau eru með hita.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú notar Treo ef þú:

ert með astma, öndunarerfiðleika, lungnakvef með miklum slímuppgangi, hósta með

slímmyndun eða ofnæmi.

færð endurtekið verki eða óþægindi frá maga eða þörmum, t.d. magasár.

ert með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi.

hefur efnaskiptasjúkdóm (glúkósa-6-fosfat-díhýdrógenasa-skort, G6PD-skort), þar sem stórir

skammtar af Treo geta valdið alvarlegum blóðskorti með gulu.

tekur önnur verkjalyf (t.d. asetýlsalisýlsýru, íbúprófen og díklófenak) vegna aukinnar hættu á

aukaverkunum.

tekur blóðþynningarlyf (t.d. warfarín, klópídogrel og dípýridamól) vegna aukinnar hættu á

blæðingum.

þarft að fá bólusetningu við hlaupabólu.

Athugaðu eftirfarandi

Eru börn eða

unglingar á heimilinu?

Lestu varúðarreglur og gættu

þess hvar þú geymir lyfið.

Ef þú ert eldri en 65 ára skaltu forðast langvarandi notkun Treo, vegna hættu á blæðingu í

meltingarvegi. Ráðfærðu þig við lækni.

Börn sem fá meðferð með Treo eiga á hættu að fá Reyes heilkenni (hiti, uppköst, meðvitundarleysi,

mögulega dá). Hafið strax samband við lækninn. Hringdu e.t.v. í 112.

Ef þú tekur Treo við höfuðverk í langan tíma (meira en 10 sólarhringa í mánuði í meira en 3 mánuði)

getur höfuðverkurinn orðið verri og tíðari, sem getur aukið notkun þína á verkjalyfjum. Treo

inniheldur koffín sem getur aukið hættuna á að mígreni komi fram. Í sumum tilfellum getur koffín

valdið mígreniköstum en hins vegar getur það einnig valdið fráhvarfshöfuðverk ef töku þess er hætt

skyndilega. Hafðu samband við lækninn ef þú færð oft eða daglega höfuðverkjaköst meðan á meðferð

stendur.

Þú mátt ekki taka Treo nokkrum dögum fyrir skurðaðgerð. Ráðfærðu þig við lækninn.

Láttu alltaf vita að þú sért í meðferð með Treo ef tekin er blóðprufa eða þvagprufa hjá þér. Meðferðin

getur haft áhrif á niðurstöðurnar.

Notkun annarra lyfja samhliða Treo

Látið alltaf lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú notar lyf við:

of miklum magasýrum (álhýdroxíð og magnesíumhýdroxíð).

sykursýki (t.d. metformín, glímepíríð og glíbenklamíð).

of háum blóðþrýstingi (t.d. enalapríl, ramipríl, perindopríl, amlodipín, felódipín og diltíazem).

hjartasjúkdómum (kínídín, adenósín).

þunglyndi (flúvoxamín, getur aukið áhrif koffíns), (lyf í flokki SSRI lyfja, t.d. cítalópram,

escítalópram, flúoxetín, paroxetín, sertralín, geta aukið hættu á blæðingu í meltingarvegi).

geðrofi (klózapín).

geðhvarfasjúkdómi (litíum).

verkjum (t.d. asetýlsalisýlsýra, íbúprófen og díklófenak).

þvagsýrugigt (próbenesíð).

ákveðnum tegundum gigtar og krabbameins (metótrexat).

gláku (acetazolamíð).

flogaveiki (valpróat og asetazolamíð).

gigt og bandvefssjúkdómum (prednisólon og metýlprednisólon).

blóðþynningarlyf (t.d. warfarín, fenprókúmon og klópidógrel).

vatnslosandi lyf (fúrósemíð, spíronólaktón).

náttúrulyf eða fæðubótarefni sem innihalda efnið ginkgo biloba.

ef þú þarft að fá bólusetningu við hlaupabólu.

Notkun Treo

með mat eða drykk

Treo má taka með máltíð en það er ekki nauðsynlegt.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Þú mátt ekki taka Treo síðustu 3 mánuðina fyrir væntanlega fæðingu. Það getur skaðað fóstrið og

nýfædda barnið. Ráðfærðu þig við lækninn.

Þú mátt aðeins taka Treo á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu samkvæmt læknisráði. Skammtar skulu vera

eins litlir og meðferð skal vara í eins stuttan tíma og mögulegt er. Ráðfærðu þig við lækninn.

Brjóstagjöf

Treo berst yfir í brjóstamjólk, en ekki er líklegt að það skaði barnið. Hafðu samband við lækni ef þú

hefur einhverjar spurningar.

Frjósemi

Ef þú hyggst verða þunguð skaltu annaðhvort hætta að taka Treo eða taka Treo í eins litlum

skömmtum og í eins stuttan tíma og mögulegt er.

Treo getur haft þau áhrif að erfiðara reynist að verða þunguð. Spyrðu lækninn um aðra mögulega

meðferð.

Akstur og notkun véla

Treo hefur hvorki áhrif á öryggi við stjórnun véla né hæfni til aksturs.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Treo

Lyfið

inniheldur 12 mmól (276 mg) af natríum í hverri freyðitöflu. Þú skalt hafa það í huga ef þú ert á

natríum- eða saltskertu fæði.

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækninn áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Treo

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Þú skalt leysa freyðitöflurnar upp í ½ glasi af vatni.

Láttu freyðitöfluna leysast upp þar til hættir að freyða, áður en drukkið er. Verkjastillandi verkun

verður ekki betri þótt notaðar séu fleiri en 2 freyðitöflur í einu. Verkunarlengd Treo

4-6 klukkustundir.

Ráðlagður skammtur

Fullorðnir:

Vægir verkir:

1-2 freyðitöflur 1-4 sinnum á sólarhring.

Mígreni: 2 freyðitöflur 1-4 sinnum á sólarhring. Má nota að hámarki í 10 sólarhringa í mánuði.

Börn:

Treo má aðeins gefa börnum yngri en 15 ára í samráði við lækni og aldrei ef þau eru með hita.

Skert lifrar- og nýrnastarfsemi:

Það getur verið nauðsynlegt að minnka skammta. Ráðfærðu þig við

lækninn. Ekki skal nota Treo ef skerðing lifrar- eða nýrnastarfsemi er veruleg.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafðu umbúðir lyfsins við

höndina.

Einkenni ofskömmtunar eru m.a. sundl, eyrnasuð, doði, aukin svitamyndun, óróleiki, ógleði, uppköst,

höfuðverkur, ringlun, hraður andardráttur, eirðarleysi, hiti. Í alvarlegum tilfellum getur komið fram

hjartabilun, bráð nýrnabilun, alvarleg blóðsykurslækkun hjá börnum. Þar að auki meðvitundarleysi,

öndunarerfiðleikar, e.t.v. öndunarstopp, miklir verkir í vöðvum, krampar og sljóleiki (einkum hjá

börnum), syfja, útbrot, bjúgur í andliti, kláði, blánun húðar.

Ef gleymist að taka Treo

Ekki skal taka tvöfaldan skammt til að bæta upp þann skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að taka Treo

Leitaðu til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur

þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir:

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 100 sjúklingum):

Hraður hjartsláttur. Hafðu samband við lækni eða bráðamóttöku.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Miklir verkir í efsta hluta maga sem orsakast af sári eða gati í magasekk eða skeifugörn. Hafðu

strax samband við lækni eða bráðamóttöku.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Blæðingar frá húð eða slímhúð og marblettir vegna breytinga í blóðmynd (of fáar blóðflögur).

Hafðu strax samband við lækni.

Öndunarerfiðleikar og einkenni sem líkjast astmakasti (kemur oftar fyrir hjá astmasjúklingum).

Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu e.t.v. í 112.

Blóðug uppköst og/eða svartar hægðir vegna blæðingar í maga eða þörmum. Hafðu strax

samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu e.t.v. í 112.

Koma örsjaldan fyrir

(koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Blöðrulík útbrot og bólga í húð, einkum á höndum og fótum ásamt í og í kringum munninn

samfara hita. Hafðu samband við lækni eða bráðamóttöku.

Alvarleg flögnun húðar og húðþekjulos. Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku.

Tíðni ekki þekkt

Hiti, uppköst, skert meðvitund hjá börnum (Reyes heilkenni). Hafðu strax samband við lækni

eða bráðamóttöku. Hringdu e.t.v. í 112.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 100 sjúklingum):

Skjálfti.

Ógleði, niðurgangur, uppköst, súrt bakflæði, brjóstsviði.

Svefnleysi, óróleiki.

Aukin tilhneiging til blæðingar.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Sundl, eyrnasuð.

Ofnæmisviðbrögð eins og ofsakláði og nefkvef.

Svitamyndun.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Röskun í nýrnastarfsemi. Getur verið alvarleg. Hafðu samband við lækninn.

Blóðleysi með þreytu og gulu vegna fækkunar rauðra blóðkorna við meðfæddan G6PD-skort.

Getur verið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn.

Koma örsjaldan fyrir

(koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Ofsabjúgur með bólgu. Í alvarlegum tilfellum með bólgu í andliti, vörum og tungu, sem getur

valdið lokun öndunarvegar. Hringið í 112.

Lítilsháttar blæðing í húð og slímhúð.

Hiti, útbrot í andliti, höndum og fótum.

Tíðni ekki þekkt:

Fölvi og þreyta vegna blóðleysis. Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn.

Höfuðverkur, þreyta.

Skammtaháð heyrnartap sem er afturkræft þegar meðferð með Treo er hætt.

Treo getur þar að auki valdið aukaverkunum sem þú yfirleitt verður ekki vör/var við. Það eru

breytingar á ákveðnum rannsóknarniðurstöðum, t.d. vegna áhrifa á lifrina, nýrun og breytingar á

blóðmynd.

Hafðu samband við lækni eða lyfjafræðing ef aukaverkanir versna eða ef þú færð aukaverkun sem

ekki er minnst á hér.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til

Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Treo

Geymið

lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Treo má geyma við stofuhita.

Ekki skal

nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetningin

er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki skal nota lyfið ef ediklykt er úr töfluílátinu.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Treo 500 mg/50 mg, freyðitöflur innihalda:

Virk innihaldsefni: Asetýlsalisýlsýra og koffín.

Önnur innihaldsefni: Vatnsfrí sítrónusýra, natríumhýdrógenkarbónat, vatnsfrítt natríumkarbónat,

natríumtvíhýdrógensítrat, natríumsítrat, mannitól, natríumdókusat, póvidón, simeticon.

Lýsing á útliti Treo og pakkningastærðir

Útlit

Treo eru hvítar, kringlóttar freyðitöflur.

Pakkningastærðir

Treo er fáanlegt í pakkningastærðum með 10 freyðitöflum, 20 freyðitöflum og 60 (3x20) freyðitöflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Meda AB, Box 906, 170 09 Solna, Svíþjóð.

Framleiðandi

Hermes Arzneimittel GmbH, Georg-Kalb-Straße 5-8, 82049 Großhesselohe, München, Þýskaland.

Umboð á Íslandi

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í apríl 2018.