Topiramate Alvogen

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Topiramate Alvogen Filmuhúðuð tafla 100 mg
 • Skammtar:
 • 100 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Topiramate Alvogen Filmuhúðuð tafla 100 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 53622759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Topiramate Alvogen 25, 50 og 100 mg filmuhúðaðar töflur

Topiramat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Topiramate Alvogen og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Topiramate Alvogen

Hvernig nota á Topiramate Alvogen

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Topiramate Alvogen

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Topiramate Alvogen og við hverju það er notað

Topiramate Alvogen tilheyrir flokki lyfja sem kallast flogaveikilyf. Það er notað:

eitt og sér til að meðhöndla flog hjá fullorðnum og börnum eldri en 6 ára.

með öðrum lyfjum til að meðhöndla flog hjá fullorðnum og börnum eldri en 2 ára.

til að fyrirbyggja höfuðverk af völdum mígrenis hjá fullorðnum.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Topiramate Alvogen

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Topiramate Alvogen

ef um er að ræða ofnæmi fyrir topiramati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

fyrirbyggjandi við mígreni ef þú ert þunguð eða ef þú ert kona á barneignaraldri nema þú notir

örugga getnaðarvörn (sjá kaflann „Meðganga og brjóstagjöf“ fyrir frekari upplýsingar). Þú skalt

ræða við lækninn um ákjósanlegustu gerð getnaðarvarna til að nota þegar topiramat er tekið.

Ef þú ert ekki viss um hvort ofangreint á við um þig, hafðu þá samband við lækninn eða lyfjafræðing

áður en byrjað er að nota Topiramate Alvogen.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Topiramate Alvogen er notað:

ef þú ert með nýrnasjúkdóm, sérstaklega nýrnasteina, eða ert í nýrnaskilun

ef þú hefur verið með röskun á vökva og saltajafnvægi (efnaskiptablóðsýringu).

ef þú ert með lifrarsjúkdóm.

ef þú ert með sjúkdóm í augum, sérstaklega gláku.

ef um vaxtartruflun er að ræða.

ef þú ert á fituríku mataræði (ketónamyndandi mataræði).

ef þú tekur topiramat við flogaveiki og ert þunguð eða kona á barnaeignaraldri (sjá frekari

upplýsingar í kaflanum „Meðganga og brjóstagjöf“).

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofangreindu á við um þig, hafðu þá samband við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú byrjar að nota Topiramate Alvogen.

Mikilvægt er að þú hættir ekki að nota lyfið nema í samráði við lækninn.

Þú skalt líka tala við lækninn áður en þú tekur eitthvað lyf sem inniheldur topiramat sem þér er gefið í

staðinn fyrir Topiramate Alvogen.

Hugsanlegt er að þú léttist þegar þú notar Topiramate Alvogen og þess vegna skal fylgjast reglulega

með þyngd þinni á meðan þú notar þetta lyf. Ef þú léttist of mikið eða ef barn sem notar lyfið þyngist

ekki nóg skalt þú hafa samband við lækninn.

Lítill hluti sjúklinga sem fær meðferð með flogaveikilyfjum eins og til dæmis topiramati hefur fengið

sjálfsvígshugsanir eða hugleitt að skaða sjálfa sig. Ef þú færð einhvern tímann slíkar hugsanir skaltu

tafarlaust hafa samband við lækninn.

Notkun annarra lyfja samhliða Topiramate Alvogen

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð.

Topiramate Alvogen og sum önnur lyf geta haft áhrif hvort á annað. Í sumum tilvikum getur þurft að

breyta skömmtum Topiramate Alvogen eða annarra lyfja sem tekin eru.

Mikilvægt er að láta lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú notar:

önnur lyf sem skerða eða draga úr hugsun, einbeitingu eða vöðvasamhæfingu (t.d. lyf sem bæla

miðtaugakerfið eins og vöðvaslakandi lyf og róandi lyf).

getnaðarvarnartöflur. Topiramate Alvogen getur dregið úr virkni getnaðarvarnartaflna. Þú skalt

ræða við lækninn um ákjósanlegustu gerð getnaðarvarna til að nota þegar topiramat er tekið.

Látið lækninn vita ef breytingar verða á tíðablæðingum meðan á notkun getnaðarvarnartaflna og

Topiramate Alvogen stendur.

Skráðu niður öll lyf sem þú tekur. Sýndu lækninum og lyfjafræðingi listann áður en notkun nýrra lyfja

hefst.

Önnur lyf sem þú skalt ræða um við lækninn eða lyfjafræðing eru m.a. önnur flogaveikilyf, risperidon,

lithium, hýdróklóróthiazíð, metformin, pioglitazon, glyburid, amitriptylin, propranolol, diltiazem,

venlafaxin, flunarazin, Jóhannesarjurt (Jónsmessurunna,

Hypericum perforatum

, St. John's wort,

náttúrulyf notað við þunglyndi).

Ef þú ert ekki viss um hvort ofangreint á við um þig, hafðu þá samband við lækninn eða lyfjafræðing

áður en byrjað er að nota Topiramate Alvogen.

Notkun Topiramate Alvogen með mat, drykk eða áfengi

Taka má Topiramate Alvogen inn með eða án matar. Drekka skal nóg af vökva yfir daginn til að koma

í veg fyrir nýrnasteina meðan á notkun Topiramate Alvogen stendur. Forðast skal neyslu áfengis

meðan á notkun Topiramate Alvogen stendur.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Fyrirbyggjandi við mígreni

Topiramat getur skaðað fóstur. Þú mátt ekki nota topiramat á meðgöngu. Þú mátt ekki nota topiramat

fyrirbyggjandi við mígreni ef þú ert kona á barneignaraldri nema þú notir örugga getnaðarvörn. Þú

skalt ræða við lækninn um ákjósanlegustu gerð getnaðarvarna til að nota og hvort topiramat henti þér.

Áður en meðferð með topiramat hefst á að gera þungunarpróf.

Meðferð við flogaveiki

Ef þú ert kona á barneignaraldri skaltu ræða við lækninn um aðra hugsanlega meðferð í staðinn fyrir

topiramat. Ef ákveðið hefur verið að nota topiramat skaltu nota örugga getnaðarvörn. Þú skalt ræða við

lækninn um ákjósanlegustu gerð getnaðarvarna til að nota þegar topiramat er tekið. Áður en meðferð

með topiramat hefst á að gera þungunarpróf.

Talaðu við lækninn ef þig langar til að verða barnshafandi.

Eins og á við um önnur flogaveikilyf getur notkun Topiramate Alvogen á meðgöngu haft alvarlegar

afleiðingar fyrir barnið. Vertu viss um að þú áttir þig vel á áhættu og ávinningi af notkun Topiramate

Alvogen við flogaveiki á meðgöngu.

Ef þú tekur topiramat á meðgöngu er aukin hætta á fæðingargöllum, sérstaklega skarði í vör og

klofnum góm. Einnig getur verið galli í lim hjá drengjum (of stutt þvagrás). Þessir gallar geta

komið fram snemma á meðgöngu, jafnvel áður en þú veist að þú ert barnshafandi.

Ef þú tekur topiramat á meðgöngu getur barnið verið minna en gert er ráð fyrir við fæðingu.

Talaðu við lækninn ef þú hefur spurningar um þessa áhættu á meðgöngu.

Önnur lyf geta verið til við sjúkdómnum þar sem minni hætta er á fæðingargöllum.

Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú verður þunguð meðan á töku topiramat stendur. Þú og

læknirinn eigið að ákveða hvort þú haldir áfram töku topiramat á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Virka efnið í Topiramate Alvogen (topiramat) fer yfir í brjóstamjólk. Áhrif á brjóstmylkinga hafa

komið fram þegar mæður taka lyfið, m.a. niðurgangur, syfja, pirringur og lítil þyngdaraukning. Þess

vegna ræðir læknirinn við þig um það hvort þú viljir hætta brjóstagjöf eða hætta meðferð með

topiramat. Læknirinn tekur með í reikninginn mikilvægi lyfsins fyrir móðurina og hættuna fyrir

barnið.

Mæður sem hafa barn á brjósti meðan á notkun Topiramate Alvogen stendur verða að láta lækni vita

eins fljótt og auðið er ef vart verður við eitthvað óvenjulegt hjá barninu.

Akstur og notkun véla

Topiramate Alvogen getur valdið sundli, þreytu og sjóntruflunum. Ráðfærðu þig við lækninn áður en

þú ekur eða notar vélar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Topiramate Alvogen inniheldur laktósaeinhýdrat

Topiramate Alvogen 25 mg og 50 mg töflur innihalda laktósaeinhýdrat. Ef óþol fyrir sykrum hefur

verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

Topiramate Alvogen inniheldur litarefnið sunset yellow

Topiramate Alvogen 100 mg töflur innihalda litarefnið sunset yellow sem getur valdið

ofnæmisviðbrögðum.

3.

Hvernig nota á Topiramate Alvogen

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið

leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Meðferðin hefst venjulega með litlum skammti af Topiramate Alvogen, sem síðan er aukinn

smám saman þar til ákjósanlegum skammti fyrir þig er náð.

Topiramate Alvogen töflur á að gleypa í heilu lagi. Forðastu að tyggja töflurnar því þær geta

verið beiskar á bragðið.

Topiramate Alvogen má nota fyrir, eftir eða meðan á máltíð stendur. Drekka skal nóg af vökva

meðan á meðferð með Topiramate Alvogen stendur til að koma í veg fyrir nýrnasteina.

Ef notaður er stærri skammtur af Topiramate Alvogen en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal

hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins

við höndina.

Þú getur fundið fyrir syfju, þreytu, skertri árvekni, skertri samhæfingu, erfiðleikum með tal eða

einbeitingu, tvísýni og þokusýn, sundli vegna lágs blóðþrýstings, þunglyndi, æsingi,

kviðverkjum eða fengið flog.

Ofskömmtun getur orðið ef þú ert að taka önnur lyf samhliða Topiramate Alvogen.

Ef gleymist að nota Topiramate Alvogen

Ef þú gleymir að taka skammt áttu að taka hann strax og þú manst eftir því. En ef það er nánast

komið að næsta skammti áttu að sleppa skammtinum sem gleymdist og taka næsta skammt. Ef

þú gleymir tveimur eða fleiri skömmtum skaltu hafa samband við lækninn.

Ekki á að tvöfalda skammt (tveir skammtar á sama tíma) til að bæta upp skammt sem gleymst

hefur að taka.

Ef hætt er að nota Topiramate Alvogen

Ekki skal hætta notkun lyfsins nema að ráði læknisins. Einkennin geta komið fram aftur. Ef læknirinn

ákveður að hætta skuli meðferð gæti skammturinn verið minnkaður smám saman á nokkrum dögum.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Látið lækninn vita eða leitið tafarlausrar læknisaðstoðar ef fram koma eftirfarandi

aukaverkanir:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Þunglyndi (nýtilkomið eða versnandi)

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Flog

Kvíði, skapstyggð, skapbreytingar, rugl, vistarfirring

Einbeitingarörðugleikar, hæg hugsun, minnisleysi, minnisvandamál (nýtilkomið, skyndileg

breyting eða versnandi)

Nýrnasteinar, tíð þvaglát eða sársauki við þvaglát

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Aukið sýrumagn í blóði (getur valdið erfiðleikum við öndun eins og mæði, lystarleysi, ógleði,

uppköstum, óhóflegri þreytu og hröðum eða óreglulegum hjartslætti)

Minnkuð eða engin svitamyndun (einkum hjá ungum börnum sem eru í miklum hita)

Hugsanir um alvarlegan sjálfsskaða, tilraun til alvarlegs sjálfsskaða

Skert sjónsvið

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Gláka – hindrun á frárennsli vökva úr auganu sem veldur auknum augnþrýstingi, verk og skertri

sjón

Aðrar aukaverkanir eru eftirfarandi, látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef þær verða

alvarlegar:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Stíflað nef, nefrennsli og hálssærindi

Náladofi, verkur og/eða dofi á ýmsum stöðum í líkamanum

Syfja, þreyta

Sundl

Ógleði, niðurgangur

Þyngdartap

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Blóðleysi (fækkun blóðkorna)

Ofnæmisviðbrögð (m.a. húðútbrot, roði, kláði, bjúgur í andliti, ofsakláði)

Lystarleysi eða minnkuð matarlyst

Árásargirni, æsingur, reiði, óeðlilegt atferli

Erfiðleikar við að festa svefn og svefntruflanir

Erfiðleikar með mál eða talörðugleikar, þvoglumæli

Klaufska eða skortur á samhæfingu, óstöðugleiki við gang

Skert geta til að sinna daglegum verkum

Minnkað eða ekkert bragðskyn

Ósjálfráður skjálfti; hraðar, ósjálfráðar hreyfingar augna

Sjóntruflanir, m.a. tvísýni, þokusýn, skert sjón, sjónstillingarerfiðleikar

Svimi, eyrnasuð, eyrnaverkur

Mæði

Hósti

Blóðnasir

Hiti, almenn vanlíðan, þróttleysi

Uppköst, hægðatregða, kviðverkur eða óþægindi í kvið, meltingartruflanir, sýking í maga eða

þörmum

Munnþurrkur

Hárlos

Kláði

Liðverkir eða -bólgur, vöðvakrampar eða -kippir, vöðvaverkir eða -máttleysi, brjóstverkur

Þyngdaraukning

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Fækkun blóðflagna (frumur í blóði sem koma í veg fyrir blæðingar), fækkun hvítra blóðkorna

sem koma í veg fyrir sýkingar, lækkuð kalíumgildi í blóði

Hækkuð gildi lifrarensíma, eósínfíklafjöld (tegund hvítra blóðkorna) í blóði

Bólgnir eitlar í hálsi, holhönd eða nára

Aukin matarlyst

Ofsakæti

Heyra, sjá eða finna fyrir hlutum sem ekki eru til staðar, alvarleg geðröskun (geðrof)

Sýna ekki og/eða finna ekki fyrir tilfinningum, óvenjuleg tortryggni, kvíðakast

Erfiðleikar við lestur, talörðugleikar, vandamál við að skrifa

Eirðarleysi, aukin virkni

Hæg hugsun, skert árvekni

Hægar eða skertar hreyfingar, ósjálfráðar, óeðlilegar eða endurteknar vöðvahreyfingar

Yfirlið

Óeðlilegt snertiskyn; skert snertiskyn

Skert, brenglað eða tapað lyktarskyn

Óvenjuleg tilfinning sem leitt getur til mígrenis eða ákveðinnar gerðar af flogum

Augnþurrkur, ljósfælni, kippir í augnlokum, tárvot augu

Skert heyrn eða heyrnarleysi, heyrnarleysi í öðru eyra

Hægur eða óreglulegur hjartsláttur, tilfinning fyrir hjartslætti í brjóstinu

Lágur blóðþrýstingur, blóðþrýstingslækkun þegar staðið er upp (vegna þessa geta sumir þeirra

sem nota Topiramate Alvogen fundið fyrir yfirliðstilfinningu, sundli eða geta fallið í yfirlið ef

staðið er upp eða sest upp skyndilega)

Andlitsroði, hitatilfinning

Brisbólga

Mikill vindgangur, brjóstsviði, mettunartilfinning eða þaninn kviður

Blæðing úr gómum, aukin munnvatnsmyndun, slefa, andremma

Óeðlilega mikil vökvaneysla, þorsti

Litabreytingar í húð

Vöðvastífleiki, verkur í síðu

Blóð í þvagi, þvagleki, bráð þvaglátakennd, verkur í síðu eða nýrum

Vandamál við að ná fram eða halda stinningu, kynlífsvandamál

Inflúensulík veikindi

Kaldir fingur og tær

Ölvunartilfinning

Námserfiðleikar

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Óeðlileg ofsakæti

Meðvitundarleysi

Blinda á öðru auga, tímabundin blinda, náttblinda

Latt auga

Bólga í og við augu

Dofi, náladofi og litabreytingar (hvítur, blár og svo rauður) í fingrum og tám í kulda

Lifrarbólga, lifrarbilun

Stevens-Johnson heilkenni, hugsanlega lífshættulegur sjúkdómur sem getur komið fram sem sár

víða í slímhúð (t.d. í munni, nefi og augum), húðútbrot og blöðrumyndanir

Óeðlileg lykt af húð

Óþægindi í höndum og fótum

Vandamál tengd nýrum

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Sjúkdómur í sjónudíl, litla blettinum í sjónhimnunni þar sem sjónin er skörpust. Hafðu samband

við lækninn ef þú tekur eftir breytingum eða skerðingu á sjóninni

Drep í húðþekju, lífshættulegt ástand, sem er skylt en þó alvarlegra en Stevens-Johnson

heilkenni og einkennist af dreifðum blöðrumyndunum og því að efra lag húðarinnar aðskilst frá

neðra laginu (sjá mjög sjaldgæfar aukaverkanir)

Börn

Aukaverkanir hjá börnum eru yfirleitt svipaðar og hjá fullorðnum, þó geta eftirfarandi aukaverkanir

verið algengari hjá börnum en fullorðnum:

Einbeitingarerfiðleikar

Aukið sýrumagn í blóði

Hugsanir um alvarlegan sjálfsskaða

Þreyta

Minnkuð eða aukin matarlyst

Árásargirni, óeðlilegt atferli

Erfiðleikar við að festa svefn og svefntruflanir

Óstöðugleiki við gang

Vanlíðan

Lækkuð kalíumgildi í blóði

Sýna ekki og/eða finna ekki fyrir tilfinningum

Tárvot augu

Hægur eða óreglulegur hjartsláttur

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fyrir hjá börnum:

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Svimi

Uppköst

Hiti

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Eósínfíklafjöld (tegund hvítra blóðkorna) í blóði

Ofvirkni

Hitatilfinning

Námserfiðleikar

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Topiramate Alvogen

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Topiramate Alvogen eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Töfluglas (HDPE):

25 mg, 50 mg, 100 mg: Engin sérstök geymsluskilyrði.

Þynnur:

25 mg, 50 mg: Engin sérstök geymsluskilyrði.

100 mg: Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Topiramate Alvogen inniheldur

Virka innihaldsefnið er topiramat 25 mg, 50 mg eða 100 mg.

Önnur innihaldsefni eru: Örkristallaður sellulósi, mannitól, natríumsterkjuglýkólat, forhleypt

sterkja, krospóvidón, póvidón, magnesíumsterat, karnaubavax.

Filmuhúð:

25 mg töflur: Hýprómellósi, laktósaeinhýdrat, títantvíoxíð (E171), makrógól 4000.

50 mg töflur: Hýprómellósi, laktósaeinhýdrat, títantvíoxíð (E171), makrógól 4000, talkúm,

própýlenglýkól, kínólíngult (E104).

100 mg töflur: Hýprómellósi, títantvíoxíð (E171), própýlenglýkól, sunset yellow (E110).

Lýsing á útliti Topiramate Alvogen og pakkningastærðir

25 mg: Hvítar, kringlóttar, tvíkúptar filmuhúðaðar töflur.

50 mg: Gular, kringlóttar, tvíkúptar filmuhúðaðar töflur.

100 mg: Appelsínugular, sporöskjulaga, tvíkúptar filmuhúðaðar töflur.

Pakkningastærðir:

HDPE plastglös eða þynnupakkningar: 60 töflur

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Alvogen ehf.

Sæmundargötu 15-19

101 Reykjavík

Ísland

Framleiðandi

Pharmathen S.A., Dervenakion 6, Pallini 15351 Attikis, Grikkland

eða

Pharmathen International S.A., Sapes Industrial Park, Block 5, 69300 Rodopi, Grikkland.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2018.