Toilax

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Toilax Sýruþolin tafla og endaþarmsdreifa Sýruþolin tafla og endaþarmsdreifa
 • Skammtar:
 • Sýruþolin tafla og endaþarmsdreifa
 • Lyfjaform:
 • Sýruþolin tafla og endaþarmsdreifa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Toilax Sýruþolin tafla og endaþarmsdreifa Sýruþolin tafla og endaþarmsdreifa
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 2e622759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Toilax

sýruþolnar töflur 5 mg

Toilax

endaþarmsdreifa 2mg/ml

Bisacodyl

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Þetta lyf er fáanlegt án lyfseðils. Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli

eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Hvað er Toilax og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Toilax

Hvernig nota á Toilax

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Toilax

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Toilax og við hverju það er notað

Toilax er hægðalyf sem verkar með því að örva þarmahreyfingar og með því að auka sölt og vatn í

þörmunum.

Toilax er notað til þarmahreinsunar fyrir skurðaðgerð, röntgen- eða þarmarannsóknir.

Toilax er notað til skammtíma meðferðar við hægðatregðu.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

2.

Áður en byrjað er að nota Toilax

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Toilax:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir bisacodyli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þarmahreyfingar eru hægar eða engar, t.d. við garnaflækju og þarmaþrengingu.

ef þú ert með alvarlegan bólgusjúkdóm í þörmum.

ef þú þjáist af bráðu ástandi í kviðarholi sem krefst skurðaðgerðar, t.d. botnlangabólgu.

ef þú þjáist af miklum vökvaskorti.

ef kalíummagn í blóðinu er of lítið.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Toilax er notað.

ef þú ert með þarmasjúkdóm áttu ávallt að ræða við lækni áður en þú notar Toilax.

ef þú ert með rofna húð umhverfis endaþarmsopið.

ef þú ert með gyllinæð sem hefur rofnað og sár hefur myndast.

Ekki má nota Toilax lengur en læknirinn ráðleggur. Ef þú notar hægðalyf í stórum skömmtum í langan

tíma getur þú orðið fyrir vökva- og saltaskorti og fundið fyrir slappleika og máttleysi. Það getur valdið

niðurgangi, vanfrásogi næringarefna einkum próteina. Þú getur orðið háð/háður hægðarlyfjum og þetta

getur valdið útvíkkun og langvinnri bólgu í þörmum (ristilbólgu). Þarmastarfsemin getur stöðvast

alveg.

Tíðari hægðalosun og áhrif á blóðrásina vegna mikilla magaverkja geta valdið sundli og yfirliði.

Rannsóknaniðurstöður:

Þegar farið er í blóðrannsóknir skal ávallt greina frá því ef Toilax er notað. Vera má að kalíum í blóði

hafi minnkað.

Notkun annarra lyfja samhliða Toilax

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð.

Saltajafnvægi getur raskast við samhliða notkun Toilax með þvagræsilyfjum eða

nýrnahettubarkarhormónum. Þetta getur verið varasamt ef digoxin (hjartalyf) er einnig notað.

Verkunartími digoxíns og annarra lyfja með langvarandi verkun getur styttst. Leitið upplýsinga hjá

lækni.

Sýruþolnar töflur:

Húðin sem þekur Toilax sýruþolnar töflur stenst vel áhrif magasýru. Mjólkurafurðir og lyf sem draga

úr magasýru geta skemmt töfluhúðina, sem getur leitt til meltingartruflana og ertingar í maga. Þess

vegna má ekki neyta mjólkurafurða eða taka inn lyf sem draga úr magasýrum, samtímis Toilax

sýruþolnum töflum og í að minnsta kosti 1-2 klukkustundir eftir inntöku Toilax sýruþolinna taflna.

Notkun Toilax með mat eða drykk

Ef Toilax er notað með sýrubindandi lyfjum eða mjólkurafurðum geta lyfin og mjólkurafurðirnar

skemmt húðina á Toilax sýruþolnum töflum, sem leitt getur til magaóþæginda.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ef þú ert barnshafandi máttu aðeins nota Toilax í samráði við lækni.

Brjóstagjöf

Toilax berst í brjóstamjólk í litlu magni. Ef þú ert með barn á brjósti máttu aðeins nota Toilax í

samráði við lækni.

Akstur og notkun véla

Toilax hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Toilax sýruþolnar töflur innihalda mjólkursykur

Ef læknirinn hefur sagt þér að þú þolir ekki ákveðnar sykurtegundir skaltu hafa samband við lækni

áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Toilax

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá

lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er gefinn upp hér á eftir:

Skammtímanotkun við hægðatregðu

Sýruþolnar töflur:

Fullorðnir og börn eldri en 10 ára:

1-2 sýruþolnar töflur (5-10 mg) 1 sinni á sólarhring, fyrir svefn.

Börn 2-10 ára:

1 sýruþolin tafla (5 mg) einu sinni á sólarhring, en þó aðeins samkvæmt læknisráði.

Börn yngri en 2 ára:

Ekki má nota Toilax handa börnum undir 2 ára aldri.

Endaþarmsdreifa:

Fullorðnir og börn eldri en 10 ára:

1 túpa (10 mg) 1 sinni á sólarhring.

Börn 2-10 ára:

½ túpa einu sinni á sólarhring, en aðeins samkvæmt ráðleggningum læknis. Hjá

börnum á aldrinum 2-3 ára má aðeins setja hálfan túpusprotann inn í endaþarminn.

Börn yngri en 2 ára:

Ekki má nota Toilax handa börnum undir 2 ára aldri.

Til þarmahreinsunar fyrir aðgerð, röntgen- eða þarmarannsókn

Notist einungis í samræmi við fyrirmæli læknis.

Fullorðnir og börn eldri en 10 ára:

Daginn fyrir rannsókn á að taka 2 sýruþolnar töflur um morguninn og 2 sýruþolnar töflur að kvöldi.

Að morgni rannsóknardagsins á að tæma innihald einnar túpu í endaþarminn.

Börn 4-10 ára:

Kvöldið fyrir rannsókn á að taka inn 1 sýruþolna töflu (5 mg). Að morgni rannsóknardagsins á að

tæma innihald ½ túpu í endaþarminn.

Notkunarleiðbeiningar:

Endaþarmsdreifa:

Snúið endann af túpusprotanum. Færið túpusprotann að fullu inn í endaþarminn. Kreistið allt innihald

túpunnar út og dragið síðan túpuna út, samtímis því sem henni er haldið samanklemmdri.

Börn 4- 10 ára: aðeins tæma túpuna til hálfs.

Mikilvægt

: Hjá börnum skal einungis færa túpusprotann inn til hálfs.

Endaþarmsdreifan verður að ná stofuhita fyrir notkun.

Sýruþolnar töflur.

Gleypa á sýruþolnu töflurnar í heilu lagi.

Verkun Toilax kemur yfirleitt fram eftir 6-12 klst.

Eftir inntöku Toilax þurfa að líða að minnsta kosti 1-2 klst. áður en neyta má mjólkurafurða eða taka

inn lyf við of miklum magasýrum.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafið samband við lækni, sjúkrahús eða apótek ef meira hefur verið notað af Toilax en fram kemur í

þessum fylgiseðli eða meira en læknirinn hefur mælt fyrir um og slíku fylgir vanlíðan.

Hafið umbúðirnar meðferðis.

Ef of mikið er notað af Toilax getur það valdið niðurgangi, magakrampa, vökva- og saltatapi. Ef

Toilax er misnotað í langan tíma getur það valdið kröftugum niðurgangi, kviðverkjum, vöðvaþreytu og

nýrnaskemmdum (t.d. nýrnasteinum).

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að nota Toilax

Ef gleymist að taka einn skammt skal taka hann inn strax og eftir honum er munað. Ef stutt er þangað

til taka á næsta skammt skal sleppa gleymda skammtinum. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp

skammt sem gleymst hefur að taka

Leitið til læknisins, eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Toilax valdið aukaverkunum, það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum)

Magakrampar og óþægindi.

Niðurgangur.

Magaverkir, e.t.v. með ógleði og uppköstum.

Mjög sjaldgæfar – koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Ofnæmisviðbrögð, skyndileg húðútbrot, þroti í kringum munn og augu, öndunarerfiðleikar,

yfirlið. Hafið tafarlaust samband við sjúkrahús eða lækni. Hringið e.t.v. í 112.

Húðviðbrögð t.d. útbrot og ofsakláði.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Toilax

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Sýruþolnar töflur: Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Endaþarmsdreifa: Geymið í kæli (2°C - 8°C).

Samsett pakkning: Geymið í kæli (2°C - 8°C).

Ekki skal nota Toilax eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Toilax

inniheldur:

Virka innihaldsefnið er: bisacodyl.

Önnur innihaldsefni eru:

Sýruþolnar töflur

: Mjólkursykureinhýdrat, maíssterkja, macrogol 6000, glýseról 85%,

magnesíumsterat, gelatína, vatnsfrí kísilkvoða, hýprómellósa, própýlenglýkól,

hýprómellósuþalat, tríethýlcítrat, kínól (E 104).

Endaþarmsdreifa

: Macrogol 400, macrogol 3000, macrogol 4000, sítónusýrueinhýdrat,

natríumsítrat, hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Toilax og pakkningastærðir

Útlit:

Toilax 5 mg sýruþolnar töflur: gular, filmuhúðaðar töflur.

Pakkningastærðir:

Toilax 5 mg sýruþolnar töflur eru í 25 og 100 stk. þynnupakkningum og í töfluglasi með 25 eða 100

stk.

Toilax 2 mg/ml endaþarmsdreifa er fáanlegt í pakkningum með 1 túpu sem inniheldur 5 ml, 5 túpum

sem innihalda 5 ml og með 50 túpum sem innihalda 5 ml.

Toilax

er fáanlegt í samsettri pakkningu sem inniheldur 4 sýruþolnar töflur og 1 túpu með endaþarms-

dreifu og í sjúkrahúspakkningu með 50 sinnum 4 sýruþolnar töflur og 1 túpu með endaþarmsdreifu.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Orion Corporation

Orionintie 1

FI-02200 Espoo

Finnland

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Hörgatúni 2

210 Garðabæ

Fylgiseðillinn var síðast uppfærður í október 2017.