Ticlid

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Ticlid Filmuhúðuð tafla 250 mg
 • Skammtar:
 • 250 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Ticlid Filmuhúðuð tafla 250 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 1a622759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Ticlid 250 mg

filmuhúðaðar töflur

tíklópídín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Ticlid og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Ticlid

Hvernig nota á Ticlid

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Ticlid

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Ticlid og við hverju það er notað

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ticlid dregur úr storknunarhæfni blóðsins og minnkar hættu á blóðtappamyndun með því að draga úr

hæfni blóðflagnanna til að mynda kekki.

Notkunarsvið

Ticlid er ætlað sjúklingum sem hafa fengið blóðtappa í heila eða einkenni um hægari blóðrás í heila.

Ticlid kemur í veg fyrir að nýir blóðtappar myndist. Ticlid er notað þegar ekki er hægt að nota

asetýlsalicýlsýru.

2.

Áður en byrjað er að nota Ticlid

Ekki má nota Ticlid

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með virka blæðingu, t.d. blæðandi magasár

ef þú ert með blóðsjúkdóm

ef þig skortir hvít blóðkorn eða blóðflögur (með blóðflagnafæð).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Nota skal Ticlid með varúð hjá sjúklingum í aukinni blæðingahættu og í samhliða meðferð með öðrum

lyfjum sem hafa áhrif á storknunarhæfni blóðs. Áður en meðferð hefst og á hálfs mánaðar fresti fyrstu

3 mánuði meðferðar er haft nákvæmt eftirlit með blóði til þess að uppgötva hugsanleg áhrif lyfsins á

blóð eins fljótt og mögulegt er. Ef meðferðinni er hætt á fyrstu 90 dögunum skal einnig gera

blóðrannsóknir innan tveggja vikna eftir að meðferð er hætt. Gæta á varúðar við skerta lifrarstarfsemi þar

sem niðurbrot lyfsins fer fram í lifur. Komi fram aukaverkanir skal hafa samband við lækni, einkum á

fyrstu 3 mánuðum meðferðar.

Hafa skal tafarlaust samband við lækni ef vart verður við hita, eymsli í hálsi, sár í munni, óeðlilegar

blæðingar, litlar húðblæðingar, marbletti án sýnilegrar ástæðu, svartar hægðir og lifrarbólgu (einkenni

eru m.a. gula, dökkt þvag og ljóslitaðar hægðir). Nauðsynlegt getur reynst að hætta meðferð. Látið

lækninn vita ef áður hefur komið fram ofnæmi fyrir lyfjum sem koma í veg fyrir blóðtappa, t.d. fyrir

virku efnunum klópídógreli eða prasugreli.

Notkun annarra lyfja samhliða Ticlid

Það getur haft áhrif á meðferðarvirkni ef lyfið er tekið samhliða öðrum lyfjum. Látið lækninn eða

lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Ekki skal nota verkjastillandi og bólgueyðandi lyf (NSAID), eins og virku efnin íbúprófen, naproxen,

díklófenak og asetýlsalicýlsýru meðan á meðferð með Ticlid stendur.

Ef önnur blóðþynningarlyf, lyf sem hafa áhrif á æðarnar, eða lyf sem fyrirbyggja blóðtappa, eru notuð

samhliða er mikilvægt að það sé undir nánu eftirliti. Það er vegna þess að þú ert í aukinni

blæðingarhættu þegar þessi lyf eru notuð samtímis.

Einkum skal láta lækninn vita ef eftirfarandi er notað:

Sértækir serótónín-endurupptökuhemlar (þar á meðal en ekki takmarkað við fluoxetín eða

fluvoxamín), lyf sem eru yfirleitt notuð við þunglyndi.

Pentoxifyllín, lyf notað við lélegu blóðflæði í hand- og fótleggjum.

Ekki skal nota tíklópídín samhliða sýrubindandi lyfjum.

Ef cýklósporín sem er ónæmisbælandi lyf er einnig notað skal hafa náið eftirlit þar sem Ticlid getur

lækkað gildi cýklósporína.

Ef fenýtóín (flogaveikilyf) eða teófýllín (gegn langvinnri lungnateppu, astma) eru notuð samhliða skal

mæla reglulega þéttni þessara lyfja. Samhliða notkun þeirra með Ticlid getur valdið auknum þéttni

þessara lyfja og valdið hættu á ofskömmtun.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Óvíst er hvort lyfið hefur áhrif á fóstur. Því skal ekki nota Ticlid á meðgöngu nema læknirinn hafi

ákveðið það.

Hugsanlegt er að barn á brjósti verði fyrir áhrifum. Því skal ekki nota Ticlid meðan á brjóstagjöf

stendur nema læknirinn hafi ákveðið það.

Akstur og notkun véla

Þú mátt aðeins aka bíl eða vinna áhættusöm störf þegar það er öruggt fyrir þig. Lestu upplýsingarnar í

fylgiseðlinum vandlega. Hugsanlegar aukaverkanir t.d. svimi geta haft áhrif á hæfni til aksturs og

notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Ticlid

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Læknirinn ákveður skammt sem hentar þér.

Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna: 1 tafla tvisvar á sólarhring. Takið lyfið inn strax eftir mat.

Notkun handa börnum og unglingum

Ekki er mælt með að lyfið sé gefið börnum og unglingum.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Ef gleymist að taka Ticlid

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Tilclid

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins. Ekki má

hætta meðferð með Ticlid án samráðs við lækninn.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum): Niðurgangur og ógleði, útbrot

oft með kláða, áhrif á lifur, hækkað kólesteról og fita í blóði, höfuðverkur, svimi, áhrif á blóð (fækkun

ákveðinna blóðkorna sem kallast kyrningar), blæðing undir húð sem kemur fram sem marblettir

(purpuri).

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum): Gula, flagnandi útbrot,

skyntaugakvilli, blæðingar sem geta verið alvarlegar, marblettir, blóðnasir, blóð í þvagi, rauð augu

(vegna blæðinga), áhrif á blóð (skortur á rauðum blóðkornum (blóðleysi) og blóðflögum), sýklasótt

sem afleiðing af áhrifum á blóð, magasár.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum): Eyrnasuð, lifrarbólga

og heilablæðing. Áhrif á blóðkorn og beinmerg, hvítblæði (krabbamein í blóði) sem afleiðing

beinmergsbælingar.

Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 einstaklingum): Mikill niðurgangur

og ristilbólga, mismunandi ofnæmisviðbrögð sem geta verið alvarleg og m.a. haft áhrif á húð, liði,

æðar, nýru og lungu, alvarleg húðviðbrögð, hiti.

Tíðni ekki þekkt: Exem/húðbólga.

Ef niðurgangur er mikill og viðvarandi, verður að hætta meðferð. Ekki má hætta meðferð með Ticlid

án þess að tala við lækninn.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Ticlid

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Ticlid inniheldur

Virka innihaldsefnið er tíklópídínhýdróklóríð.

Önnur efni: Örkristallaður sellulósi, póvídón, vatnsfrí sítrónusýra, kornsterkja, magnesíumsterat,

sterínsýra og hvítt Opadry.

Lýsing á útliti Ticlid og pakkningastærðir

Kringlótt, tvíkúpt, gulhvít, filmuhúðuð tafla, 10 mm í þvermál.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

sanofi-aventis Norge AS, Pósthólf 133, 1325 Lysaker, Noregur.

Framleiðandi

Sanofi Winthrop Industrie, 1, rue de la Vierge Ambares, 33565 Carbon Blanc, Cedex Frakkland

eða

sanofi-aventis, S.A.U., Ctra. C-35 (La Batlloria-Hostalrich) Km 63.09, 17404 Riells i Viabrea –

Girona, Spánn.

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími: 535 7000.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í október 2016.