Terbinafin Actavis

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Terbinafin Actavis Krem 10 mg/g
 • Skammtar:
 • 10 mg/g
 • Lyfjaform:
 • Krem
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Terbinafin Actavis Krem 10 mg/g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • df612759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Terbinafin Actavis 10 mg/g krem

Terbínafínhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 1 viku (sveppasýking á milli

táa) 2 vikna (sveppasýking í nára).

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Terbinafin Actavis og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Terbinafin Actavis

Hvernig nota á Terbinafin Actavis

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Terbinafin Actavis

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Terbinafin Actavis og við hverju það er notað

Terbinafin Actavis er sveppalyf til að meðhöndla húðsýkingar af völdum húðsveppa

(t.d. Trichophyton) eða gersveppa (t.d. Candida Albicans) og til að meðhöndla litbrigðamyglu.

Terbinafin Actavis fæst án lyfseðils til meðferðar við sveppasýkingu á milli táa og sveppasýkingu í

nára (þ.m.t. candida).

2.

Áður en byrjað er að nota Terbinafin Actavis

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Terbinafin Actavis

ef um er að ræða ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6)

Varnaðarorð og varúðarreglur

Terbinafin Actavis er einungis til notkunar útvortis. Látið kremið ekki komast í snertingu við augu,

slímhúð eða sár. Ef kremið kemst óvart í snertingu við eitthvert þessara svæða, hreinsaðu það þá með

nægu vatni

Terbinafin Actavis krem er ekki ætlað til meðferðar við sveppasýkingu í nöglum. Ef grunur er um

sveppasýkingu í nöglum (t.d. ef nöglin er upplituð eða hefur þykknað) skal leita ráða hjá lækni.

Börn

Notkun er ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 12 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Terbinafin Actavis

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Ekki nota önnur lyf á meðhöndluð svæði.

Engar milliverkanir eru þekktar milli Terbinafin Actavis og annarra lyfja.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Engin klínísk reynsla er af notkun terbínafíns hjá þunguðum konum.

Þú átt ekki að nota Terbinafin Actavis, nema samkvæmt ávísun frá lækni, ef þú ert þunguð eða

ráðgerir að verða þunguð.

Brjóstagjöf

Vegna þess að terbínafín skilst út í brjóstamjólk skalt þú ekki nota Terbinafin Actavis ef þú ert með

barn á brjósti nema læknirinn ávísi því sérstaklega. Spyrðu lækninn hvort þú átt að hætta að gefa

barninu brjóst meðan þú notar Terbinafin Actavis.

Akstur og notkun véla

Notkun Terbinafin Actavis á húð hefur hvorki áhrif á hæfni til aksturs né notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Terbinafin Actavis inniheldur sterýlalkóhól og cetýlalkóhól sem hjálparefni

Þessi efni geta valdið staðbundnum húðviðbrögðum (t.d.snertihúðbólgu).

3.

Hvernig nota á Terbinafin Actavis

Notið lyfið alltaf eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst

hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Til notkunar á húð.

Notkun handa fullorðnum og börnum 12 ára og eldri

Þvoið og þurrkið húðina vandlega áður en kremið er sett á. Berið kremið á í þunnu lagi á bólgnu

húðina og aðeins í kring. Nuddið kreminu gætilega inn.

Ef þroti er í húðfellingum (milli táa eða í nára) má hylja húðina með dauðhreinsaðri grisju, sérstaklega

á næturnar.

Þvoðu hendurnar eftir að þú nuddar kreminu inn.

Sveppasýking á milli táa: einu sinni á dag í 1 viku.

Sveppasýking í nára (þ.m.t. Candida): einu sinni á dag í 1 til 2 vikur.

Einkenni hverfa yfirleitt eftir nokkra daga og húðin grær alveg eftir svolítinn tíma, en mikilvægt er að

ljúka meðferðinni til að hindra bakslag. Ef einkenni versna eða batna ekki á 1 viku (sveppasýking á

milli táa) eða tveimur vikum (sveppasýking í nára) skal hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing

vegna þess að einkennin gætu hafa verið af völdum einhvers annars en sveppasýkingar.

Fylgið ráðleggingum læknisins við meðferð annarra sveppasýkinga.

Notkun handa börnum

Takmörkuð reynsla er af notkun Terbinafin Actavis á húð barna yngri en 12 ára og þess vegna er

notkun í þessum aldurshópi ekki ráðlögð.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ólíklegt er að ofskömmtun komi fyrir þegar Terbinafin Actavis er borið á húðina.

Ef kremið er hins vegar tekið inn fyrir slysni má búast við aukaverkunum svipuðum þeim sem verða

við ofskömmtun taflna sem innihalda terbínafín. Einkennin eru t.d. höfuðverkur, ógleði, magaverkur

og svimi.

Ef þú tekur kremið inn fyrir slysni, farðu þá á næstu bráðamóttöku.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að nota Terbinafin Actavis

Haltu áfram meðferðinni eins og venjulega.

Ekki á að auka skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Terbinafin Actavis

Fylgdu ráðlagðri meðferðarlengd. Ef hætt er að nota kremið of snemma aukast líkurnar á að einkennin

komi aftur fram. Ef enginn bati sést eftir 1 til 2 vikur hafðu þá samband við lækninn eða lyfjafræðing.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Húðflögnun, kláði eða sviði

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komð fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Sár, hrúður, upplitun húðar, roði á húð (roðaþot), sviði, verkur eða erting á notkunarstað

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fram hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 einstaklingum)

Þurr húð, staðbundin útbrot, útbrot með flögnun og kláða (exem), erting í augum. Undirliggjandi

sveppasýking getur versnað

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Útbrot

Ofnæmisviðbrögð

Ef þú færð ofnæmisviðbrögð skaltu hætta að nota lyfið og hafa samband við lækni.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

wwww.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Terbinafin Actavis

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Þegar túpan hefur verið opnuð á að nota lyfið innan 6 mánaða.

Notið ekki Terbinafin Actavis ef þú tekur eftir skemmdum á kreminu.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Terbinafin Actavis inniheldur

Eitt gramm af kreminu inniheldur 10 mg af terbínafínhýdróklóríði.

Önnur innihaldsefni eru: sterýlalkóhól, cetýlalkóhól, sorbitansterat, cetýlpalmítat,

ísóprópýlmýristat, benzýlalkóhól, polýsorbat 60, natríumhýdroxíð og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Terbinafin Actavis og pakkningastærðir

Hvítt krem. Kremið er í hvítri samanfellanlegri túpu með lökkuðu innra byrði innsiglað með latexi

með innsigluðum skrúftappa með rifgötum.

Pakkningastærðir:

15 g túpa

30 g túpa

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi:

Actavis Group PTC ehf.

Reykjavíkurvegur 76-78

220 Hafnarfjörður

Ísland

Framleiðandi:

Pharbil Waltrop GmbH

Im Wirrigen 25

D-45731 Waltrop

Þýskaland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2015.