Taltz

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Taltz
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Taltz
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Ónæmisbælandi,
 • Lækningarsvæði:
 • Psoriasis
 • Ábendingar:
 • Sýklum psoriasisTaltz er ætlað fyrir meðferð í meðallagi til alvarlega sýklum psoriasis í fullorðna sem eru mönnum fyrir almenna meðferð. Psoriasis arthritisTaltz, einn eða ásamt stendur, er ætlað fyrir meðferð virk psoriasis liðagigt í fullorðinn sjúklingum sem hafa brugðist ekki nægilega til, eða hverjir eru þola einn eða fleiri sjúkdómur-að breyta anti-gigt eiturlyf (DMARD) meðferð.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 6

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/003943
 • Leyfisdagur:
 • 25-04-2016
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/003943
 • Síðasta uppfærsla:
 • 06-01-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Taltz 80 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

ixekizumab

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og

örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram.

Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Taltz og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Taltz

Hvernig nota á Taltz

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Taltz

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Taltz og við hverju það er notað

Taltz inniheldur virka efnið ixekizumab.

Ixekizumab tilheyrir flokki lyfja sem kallast interleukínhemlar (IL). Lyfið kemur í veg fyrir

virkni próteinsins IL-17A sem stuðlar að sóra og sóraliðagigt.

Skellusóri

Taltz er notað til að meðhöndla húðsjúkdóm sem kallast „skellusóri“ hjá fullorðnum með miðlungs til

alvarlegan sjúkdóm. Taltz dregur úr einkennum sjúkdómsins.

Ávinningur þinn af að nota Taltz er bætt ástand húðar og vægari einkenni á borð við flögnun,

kláða og verki.

Sóraliðagigt

Taltz er notað til að meðhöndla sjúkdóm sem kallast „sóraliðagigt“ og er bólgusjúkdómur í liðum, sem

oft fylgir sóra. Ef þú ert með sóraliðagigt munt þú fyrst fá önnur lyf. Ef þú svarar þeim ekki nógu vel

verður þér gefið Taltz til að draga úr ummerkjum og einkennum sjúkdómsins. Hægt er að nota Taltz

eitt sér eða ásamt öðru lyfi sem nefnist metótrexat.

Notkun Taltz mun gagnast þér til að draga úr ummerkjum og einkennum sjúkdómsins, bæta líkamlega

getu (getu til að framkvæma daglegar athafnir) og hægja á liðskemmdum.

2.

Áður en byrjað er að nota Taltz

Ekki má nota Taltz

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ixekizumab eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6). Ef þú telur að þú gætir verið með ofnæmi skaltu ráðfæra þig við lækni þinn áður en þú

byrjar að nota Taltz.

ef þú ert með sýkingu

sem læknirinn þinn telur að geti haft áhrif (til dæmis virka berkla).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi áður en Taltz er notað:

ef þú ert með sýkingu eða ef þú ert með langtíma- eða endurteknar sýkingar.

ef þú ert með svæðisgarnabólgu (Crohns sjúkdóm).

ef þú ert með sáraristilbólgu.

ef þú færð aðra meðferð við sóra (svo sem ónæmisbælandi lyf eða ljósameðferð með útfjólubláu

ljósi) eða við sóraliðagigt.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofantöldu á við um þig skaltu ræða við lækni eða

hjúkrunarfræðing áður en þú byrjar að nota Taltz.

Vertu á varðbergi gagnvart sýkingum og ofnæmisviðbrögðum

Taltz getur mögulega valdið alvarlegum aukaverkunum, þar á meðal sýkingum og

ofnæmisviðbrögðum. Þú þarft að vera á varðbergi gagnvart slíkum einkennum meðan þú notar Taltz.

Ef þú tekur eftir einkennum um alvarlega sýkingu eða ofnæmisviðbrögðum skaltu hætta töku Taltz

og leita læknisaðstoðar tafarlaust. Slík einkenni eru talin upp undir „Alvarlegar aukaverkanir“ í

kafla 4.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Taltz hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára þar sem notkun lyfsins hjá

þeim aldurshópi hefur ekki verið rannsökuð.

Notkun annarra lyfja samhliða Taltz

Láttu lækni þinn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita

ef þú notar, hefur nýlega notað eða kynnir að nota önnur lyf.

ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða ef bólusetning er fyrirhuguð. Þú mátt ekki fá sumar

gerðir bóluefna meðan á meðferð með Taltz stendur.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en

lyfið er notað. Það er æskilegt að forðast notkun Taltz á meðgöngu. Áhrif lyfsins á þungaðar konur eru

ekki þekkt.

Ef þú ert kona á barneignaraldri er þér ráðlagt að forðast þungun og nota viðunandi

getnaðarvarnir meðan á meðferð með Taltz stendur og í að minnsta kosti 10 vikur eftir að meðferð

með Taltz lýkur.

Ef þú ert með barn á brjósti eða íhugar brjóstagjöf skaltu ráðfæra þig við lækni þinn áður en þú notar

þetta lyf. Þú skalt ákveða í samráði við lækni þinn hvort þú gefur brjóst eða notar Taltz. Þú ættir ekki

að gera hvort tveggja.

Akstur og notkun véla

Ólíklegt er að Taltz hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Taltz inniheldur natríum

Þetta lyf inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í 80 mg skammti, sem merkir að magn

natríums er óverulegt.

3.

Hvernig nota á Taltz

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða hjúkrunarfræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst

hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, hjúkrunarfræðingi eða lyfjafræðingi.

Taltz er gefið með inndælingu undir húð. Þú skalt ákveða í samráði við lækni þinn eða

hjúkrunarfræðinginn hvort þú sérð sjálf/sjálfur um inndælingu Taltz.

Mikilvægt er að fá þjálfun hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi áður en þú byrjar að sprauta þig

sjálf/sjálfur. Þjálfaður umönnunaraðili getur einnig gefið þér Taltz.

Hver sprauta inniheldur einn skammt af Taltz (80 mg). Hver sprauta gefur aðeins einn skammt. Ekki

má hrista sprautuna.

Lesið notkunarleiðbeiningar sem fylgja sprautunni vandlega áður en Taltz er notað.

Magn og tímalengd lyfjagjafar með Taltz

Læknir þinn mun ákveða það magn Taltz sem hentar þér og lengd meðferðarinnar.

Skellusóri

Upphafsskammtur er 160 mg (tvær 80 mg inndælingar) undir húð. Læknir eða

hjúkrunarfræðingur gefur þér lyfið.

Eftir upphafsskammtinn notar þú 80 mg skammt (eina inndælingu) í viku 2, 4, 6, 8, 10 og 12.

Eftir 12. viku færð þú 80 mg skammt (eina inndælingu) á fjögurra vikna fresti.

Sóraliðagigt

Sjúklingar með sóraliðagigt sem einnig eru með miðlungi alvarlegan eða alvarlegan sóra:

Upphafsskammtur er 160 mg (tvær 80 mg inndælingar) undir húð. Læknir eða

hjúkrunarfræðingur gæti gefið þér lyfið.

Eftir upphafsskammtinn notar þú 80 mg skammt (eina inndælingu) í viku 2, 4, 6, 8, 10 og 12.

Eftir 12. viku færð þú 80 mg skammt (eina inndælingu) á fjögurra vikna fresti.

Aðrir sjúklingar með sóraliðagigt:

Upphafsskammtur er 160 mg (tvær 80 mg inndælingar) undir húð. Læknir eða

hjúkrunarfræðingur gæti gefið þér lyfið.

Eftir upphafsskammtinn notar þú 80 mg skammt (eina inndælingu) á fjögurra vikna fresti.

Gott er að nota dagatal eða dagbók til að minna sig á næsta lyfjaskammt. Þannig minnka líkur á að

gleyma lyfjaskammti eða endurtaka hann.

Taltz er langtímameðferð. Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun fylgjast reglulega með ástandi þínu

til að meta hvort meðferðin sé að skila æskilegum árangri.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú hefur fengið stærri skammt af Taltz en mælt er fyrir um eða ef skammtur hefur verið gefinn fyrr

en ráðlagt er skaltu láta lækni þinn vita.

Ef gleymist að nota Taltz

Ef gleymst hefur að gefa skammt af Taltz skaltu láta lækni þinn vita.

Ef hætt er að nota Taltz

Ekki ætti að hætta að nota Taltz nema ráðfæra sig fyrst við lækni. Ef meðferð er hætt gætu einkenni

sóra eða sóraliðagigtar komið fram á ný.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun

lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Hætta skal töku Taltz og að láta lækni vita eða leita læknisaðstoðar tafarlaust ef vart verður við

einhverjar þessara aukaverkana. Læknir mun ákveða hvort og hvenær óhætt er að hefja meðferð á ný:

Sýkingar sem gætu verið alvarlegar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum) -

möguleg einkenni:

sótthiti, flensulík einkenni, nætursviti

þreytutilfinning, mæði, þrálátur hósti

hiti, roði eða sviði í húð, eða sársaukafull húðútbrot með blöðrum

Alvarleg ofnæmisviðbrögð

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum )

möguleg einkenni:

erfiðleikar við öndun eða kyngingu

lágur blóðþrýstingur, sem getur valdið sundli eða svima

bólga í andliti, vörum, tungu eða hálsi

mikill kláði í húð, ásamt rauðum eða upphleyptum útbrotum

Aðrar aukaverkanir sem greint hefur verið frá

Sumar aukaverkanir eru mjög algengar

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10

einstaklingum):

sýkingar í efri öndunarvegi með einkennum eins og særindum í hálsi og nefstíflu

(nefkoksbólgu).

viðbrögð á stungustað (t.d. húðroði, verkur).

Sumar aukaverkanir eru algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

ógleði.

húðsveppasýkingar, t.d. fótsveppir.

verkur aftarlega í hálsi.

frunsur í munni, á húð eða slímhúð (herpes simplex sýking í slímhúð eða húð).

Sumar aukaverkanir eru sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

þruskusýking í munni.

inflúensa.

nefrennsli.

bakteríusýking í húð.

ofsakláði.

útferð frá augum með kláða, roða og bólgu (tárubólga).

merki um fækkun hvítra blóðkorna í blóði, svo sem sótthiti, hálssærindi eða sár í munni vegna

sýkinga (daufkyrningafæð).

lág talning blóðflagna (blóðflagnafæð).

exem.

útbrot.

hraðvaxandi þroti í hálsi, andliti, munni eða koki (ofsabjúgur).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint í

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Taltz

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiða á sprautunni og á ytri

öskjunni á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2 °C – 8 °C). Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Taltz má vera utan kælis í allt að 5 daga við lægri hita en 30 °C.

Ekki má nota lyfið ef sprautan er skemmd, eða ef lyfið er skýjað, brúnleitt eða inniheldur agnir.

Lyfið er eingöngu einnota.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða hjá

lækni, hjúkrunarfræðingi eða lyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að

nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Taltz inniheldur

Virka efnið er ixekizumab.

Hver áfyllt sprauta inniheldur 80 mg af ixekizumab í 1 ml af lausn.

Önnur innihaldsefni eru natríumsítrat; vatnsfrí sítrónusýra; natríumklóríð; pólýsorbate 80; vatn

fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Taltz og pakkningastærðir

Taltz er lausn í gegnsærri glersprautu. Lausnin getur verið litlaus eða gulleit.

Pakkningastærðir með 1, 2 eða 3 áfylltum sprautum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu í boði í

þínu landi.

Markaðsleyfishafi

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

Framleiðandi

Eli Lilly Italia S.p.A.,Via Gramsci 731/733, 50019, Sesto Fiorentino (FI), Ítalía.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Belgique/België/Belgien

Eli Lilly Benelux S.A./N.V.

Tél/Tel: + 32-(0)2 548 84 84

Lietuva

Eli Lilly Holdings Limited atstovybė

Tel. +370 (5) 2649600

България

ТП "Ели Лили Недерланд" Б.В. - България

тел. + 359 2 491 41 40

Luxembourg/Luxemburg

Eli Lilly Benelux S.A./N.V.

Tél/Tel: + 32-(0)2 548 84 84

Česká republika

ELI LILLY ČR, s.r.o.

Tel: + 420 234 664 111

Magyarország

Lilly Hungária Kft.

Tel: + 36 1 328 5100

Danmark

Malta

Eli Lilly Danmark A/S

Tlf: +45 45 26 60 00

Charles de Giorgio Ltd.

Tel: + 356 25600 500

Deutschland

Lilly Deutschland GmbH

Tel. + 49-(0) 6172 273 2222

Nederland

Eli Lilly Nederland B.V.

Tel: + 31-(0) 30 60 25 800

Eesti

Eli Lilly Holdings Limited Eesti filiaal

Tel: +372 6 817 280

Norge

Eli Lilly Norge A.S.

Tlf: + 47 22 88 18 00

Ελλάδα

ΦΑΡΜΑΣΕΡΒ-ΛΙΛΛΥ Α.Ε.Β.Ε.

Τηλ: +30 210 629 4600

Österreich

Eli Lilly Ges.m.b.H.

Tel: + 43-(0) 1 711 780

España

Lilly S.A.

Tel: + 34-91 663 50 00

Polska

Eli Lilly Polska Sp. z o.o.

+48 22 440 33 00

France

Lilly France SAS

Tél: +33-(0) 1 55 49 34 34

Portugal

Lilly Portugal Produtos Farmacêuticos, Lda

Tel: + 351-21-4126600

Hrvatska

Eli Lilly Hrvatska d.o.o.

Tel: +385 1 2350 999

România

Eli Lilly România S.R.L.

Tel: + 40 21 4023000

Ireland

Eli Lilly and Company (Ireland) Limited

Tel: + 353-(0) 1 661 4377

Slovenija

Eli Lilly farmacevtska družba, d.o.o.

Tel: +386 (0)1 580 00 10

Ísland

Icepharma hf.

Sími + 354 540 8000

Slovenská republika

Eli Lilly Slovakia, s.r.o.

Tel: + 421 220 663 111

Italia

Eli Lilly Italia S.p.A.

Tel: + 39- 055 42571

Suomi/Finland

Oy Eli Lilly Finland Ab

Puh/Tel: + 358-(0) 9 85 45 250

Κύπρος

Phadisco Ltd

Τηλ: +357 22 715000

Sverige

Eli Lilly Sweden AB

Tel: + 46-(0) 8 7378800

Latvija

Eli Lilly Holdings Limited pārstāvniecība Latvijā

Tel:

+

371 67364000

United Kingdom

Eli Lilly and Company Limited

Tel: + 44-(0) 1256 315000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Taltz 80 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

ixekizumab

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og

örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram.

Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Taltz og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Taltz

Hvernig nota á Taltz

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Taltz

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Taltz og við hverju það er notað

Taltz inniheldur virka efnið ixekizumab.

Ixekizumab tilheyrir flokki lyfja sem kallast interleukínhemlar (IL). Lyfið kemur í veg fyrir

virkni próteinsins IL-17A sem stuðlar að sóra og sóraliðagigt.

Skellusóri

Taltz er notað til að meðhöndla húðsjúkdóm sem kallast „skellusóri“ hjá fullorðnum með miðlungs til

alvarlegan sjúkdóm. Taltz dregur úr einkennum sjúkdómsins.

Ávinningur þinn af að nota Taltz er bætt ástand húðar og vægari einkenni á borð við flögnun,

kláða og verki.

Sóraliðagigt

Taltz er notað til að meðhöndla sjúkdóm sem kallast „sóraliðagigt“ og er bólgusjúkdómur í liðum, sem

oft fylgir sóra. Ef þú ert með sóraliðagigt munt þú fyrst fá önnur lyf. Ef þú svarar þeim ekki nógu vel

verður þér gefið Taltz til að draga úr ummerkjum og einkennum sjúkdómsins. Hægt er að nota Taltz

eitt sér eða ásamt öðru lyfi sem nefnist metótrexat.

Notkun Taltz mun gagnast þér til að draga úr ummerkjum og einkennum sjúkdómsins, bæta líkamlega

getu (getu til að framkvæma daglegar athafnir) og hægja á liðskemmdum.

2.

Áður en byrjað er að nota Taltz

Ekki má nota Taltz

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ixekizumab eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6). Ef þú telur að þú gætir verið með ofnæmi skaltu ráðfæra þig við lækni þinn áður en þú

byrjar að nota Taltz.

ef þú ert með sýkingu

sem læknirinn þinn telur að geti haft áhrif (til dæmis virka berkla).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi áður en Taltz er notað:

ef þú ert með sýkingu eða ef þú ert með langtíma- eða endurteknar sýkingar.

ef þú ert með svæðisgarnabólgu (Crohns sjúkdóm).

ef þú ert með sáraristilbólgu.

ef þú færð aðra meðferð við sóra (svo sem ónæmisbælandi lyf eða ljósameðferð með útfjólubláu

ljósi) eða við sóraliðagigt.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofantöldu á við um þig skaltu ræða við lækni eða

hjúkrunarfræðing áður en þú byrjar að nota Taltz.

Vertu á varðbergi gagnvart sýkingum og ofnæmisviðbrögðum

Taltz getur mögulega valdið alvarlegum aukaverkunum, þar á meðal sýkingum og

ofnæmisviðbrögðum. Þú þarft að vera á varðbergi gagnvart slíkum einkennum meðan þú notar Taltz.

Ef þú tekur eftir einkennum um alvarlega sýkingu eða ofnæmisviðbrögðum skaltu hætta töku Taltz

og leita læknisaðstoðar tafarlaust. Slík einkenni eru talin upp undir „Alvarlegar aukaverkanir“ í kafla

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Taltz hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára þar sem notkun lyfsins hjá

þeim aldurshópi hefur ekki verið rannsökuð.

Notkun annarra lyfja samhliða Taltz

Láttu lækni þinn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita

ef þú notar, hefur nýlega notað eða kynnir að nota önnur lyf.

ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða ef bólusetning er fyrirhuguð. Þú mátt ekki fá sumar

gerðir bóluefna meðan á meðferð með Taltz stendur.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en

lyfið er notað. Það er æskilegt að forðast notkun Taltz á meðgöngu. Áhrif lyfsins á þungaðar konur eru

ekki þekkt.

Ef þú ert kona á barneignaraldri er þér ráðlagt að forðast þungun og nota viðunandi

getnaðarvarnir meðan á meðferð með Taltz stendur og í að minnsta kosti 10 vikur eftir að meðferð

með Taltz lýkur.

Ef þú ert með barn á brjósti eða íhugar brjóstagjöf skaltu ráðfæra þig við lækni þinn áður en þú notar

þetta lyf. Þú skalt ákveða í samráði við lækni þinn hvort þú gefur brjóst eða notar Taltz. Þú ættir ekki

að gera hvort tveggja.

Akstur og notkun véla

Ólíklegt er að Taltz hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Taltz inniheldur natríum

Þetta lyf inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í 80 mg skammti, sem merkir að magn

natríums er óverulegt.

3.

Hvernig nota á Taltz

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða hjúkrunarfræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst

hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, hjúkrunarfræðingi eða lyfjafræðingi.

Taltz er gefið með inndælingu undir húð. Þú skalt ákveða í samráði við lækni þinn eða

hjúkrunarfræðinginn hvort þú sérð sjálf/sjálfur um inndælingu Taltz.

Mikilvægt er að fá þjálfun hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi áður en þú byrjar að sprauta þig

sjálf/sjálfur. Þjálfaður umönnunaraðili getur einnig gefið þér Taltz.

Hver lyfjapenni inniheldur einn skammt af Taltz (80 mg). Hver lyfjapenni gefur aðeins einn skammt.

Ekki má hrista lyfjapennann.

Lesið notkunarleiðbeiningar sem fylgja lyfjapennanum vandlega áður en Taltz er notað.

Magn og tímalengd lyfjagjafar með Taltz

Læknir þinn mun ákveða það magn Taltz sem hentar þér og lengd meðferðarinnar.

Skellusóri

Upphafsskammtur er 160 mg (tvær 80 mg inndælingar) undir húð. Læknir eða

hjúkrunarfræðingur gefur þér lyfið.

Eftir upphafsskammtinn notar þú 80 mg skammt (eina inndælingu) í viku 2, 4, 6, 8, 10 og 12.

Eftir 12. viku færð þú 80 mg skammt (eina inndælingu) á fjögurra vikna fresti.

Sóraliðagigt

Sjúklingar með sóraliðagigt sem einnig eru með miðlungi alvarlegan eða alvarlegan sóra:

Upphafsskammtur er 160 mg (tvær 80 mg inndælingar) undir húð. Læknir eða

hjúkrunarfræðingur gæti gefið þér lyfið.

Eftir upphafsskammtinn notar þú 80 mg skammt (eina inndælingu) í viku 2, 4, 6, 8, 10 og 12.

Eftir 12. viku færð þú 80 mg skammt (eina inndælingu) á fjögurra vikna fresti.

Aðrir sjúklingar með sóraliðagigt:

Upphafsskammtur er 160 mg (tvær 80 mg inndælingar) undir húð. Læknir eða

hjúkrunarfræðingur gæti gefið þér lyfið.

Eftir upphafsskammtinn notar þú 80 mg skammt (eina inndælingu) á fjögurra vikna fresti.

Gott er að nota dagatal eða dagbók til að minna sig á næsta lyfjaskammt. Þannig minnka líkur á að

gleyma lyfjaskammti eða endurtaka hann.

Taltz er langtímameðferð. Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun fylgjast reglulega með ástandi þínu

til að meta hvort meðferðin sé að skila æskilegum árangri.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú hefur fengið stærri skammt af Taltz en mælt er fyrir um eða ef skammtur hefur verið gefinn fyrr

en ráðlagt er skaltu láta lækni þinn vita.

Ef gleymist að nota Taltz

Ef gleymst hefur að gefa skammt af Taltz skaltu láta lækni þinn vita.

Ef hætt er að nota Taltz

Ekki ætti að hætta að nota Taltz nema ráðfæra sig fyrst við lækni. Ef meðferð er hætt gætu einkenni

sóra eða sóraliðagigtar komið fram á ný.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun

lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Hætta skal töku Taltz og að láta lækni vita eða leita læknisaðstoðar tafarlaust ef vart verður við

einhverjar þessara aukaverkana. Læknir mun ákveða hvort og hvenær óhætt er að hefja meðferð á ný:

Sýkingar sem gætu verið alvarlegar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum) -

möguleg einkenni:

sótthiti, flensulík einkenni, nætursviti

þreytutilfinning, mæði, þrálátur hósti

hiti, roði eða sviði í húð, eða sársaukafull húðútbrot með blöðrum

Alvarleg ofnæmisviðbrögð

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1000 einstaklingum )

- möguleg

einkenni:

erfiðleikar við öndun eða kyngingu

lágur blóðþrýstingur, sem getur valdið sundli eða svima

bólga í andliti, vörum, tungu eða hálsi

mikill kláði í húð, ásamt rauðum eða upphleyptum útbrotum

Aðrar aukaverkanir sem greint hefur verið frá

Sumar aukaverkanir eru mjög algengar

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum

10 einstaklingum):

sýkingar í efri öndunarvegi með einkennum eins og særindum í hálsi og nefstíflu

(nefkoksbólgu).

viðbrögð á stungustað (t.d. húðroði, verkur).

Sumar aukaverkanir eru algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

ógleði.

húðsveppasýkingar, t.d. fótsveppir.

verkur aftarlega í hálsi.

frunsur í munni, á húð eða slímhúð (herpes simplex sýking í slímhúð eða húð).

Sumar aukaverkanir eru sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

þruskusýking í munni.

inflúensa.

nefrennsli.

bakteríusýking í húð.

ofsakláði.

útferð frá augum með kláða, roða og bólgu (tárubólga).

merki um fækkun hvítra blóðkorna í blóði, svo sem sótthiti, hálssærindi eða sár í munni vegna

sýkinga (daufkyrningafæð).

lág talning blóðflagna (blóðflagnafæð).

exem.

útbrot.

hraðvaxandi þroti í hálsi, andliti, munni eða koki (ofsabjúgur).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá viðauka V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Taltz

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiða á lyfjapennanum og á ytri

öskjunni á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2 °C – 8 °C). Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Taltz má vera utan kælis í allt að 5 daga við lægri hita en 30 °C.

Ekki má nota lyfið ef lyfjapenninn er skemmdur, eða ef lyfið er skýjað, brúnleitt eða inniheldur agnir.

Lyfið er eingöngu einnota.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða hjá

lækni, hjúkrunarfræðingi eða lyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að

nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Taltz inniheldur

Virka efnið er ixekizumab.

Hver áfylltur lyfjapenni inniheldur 80 mg af ixekizumab í 1 ml af lausn.

Önnur innihaldsefni eru natríumsítrat; vatnsfrí sítrónusýra; natríumklóríð; pólýsorbate 80; vatn

fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Taltz og pakkningastærðir

Taltz er lausn í gegnsærri glersprautu. Lausnin getur verið litlaus eða gulleit.

Sprautan er í einnota, stakskammta lyfjapenna.

Pakkningastærðir með 1, 2 eða 3 áfylltum lyfjapennum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu í

boði í þínu landi.

Markaðsleyfishafi

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

Framleiðandi

Eli Lilly Italia S.p.A.,Via Gramsci 731/733, 50019, Sesto Fiorentino (FI), Ítalía.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Belgique/België/Belgien

Eli Lilly Benelux S.A./N.V.

Tél/Tel: + 32-(0)2 548 84 84

Lietuva

Eli Lilly Holdings Limited atstovybė

Tel. +370 (5) 2649600

България

ТП "Ели Лили Недерланд" Б.В. - България

тел. + 359 2 491 41 40

Luxembourg/Luxemburg

Eli Lilly Benelux S.A./N.V.

Tél/Tel: + 32-(0)2 548 84 84

Česká republika

ELI LILLY ČR, s.r.o.

Tel: + 420 234 664 111

Magyarország

Lilly Hungária Kft.

Tel: + 36 1 328 5100

Danmark

Eli Lilly Danmark A/S

Tlf: +45 45 26 60 00

Malta

Charles de Giorgio Ltd.

Tel: + 356 25600 500

Deutschland

Lilly Deutschland GmbH

Tel. + 49-(0) 6172 273 2222

Nederland

Eli Lilly Nederland B.V.

Tel: + 31-(0) 30 60 25 800

Eesti

Eli Lilly Holdings Limited Eesti filiaal

Tel: +372 6 817 280

Norge

Eli Lilly Norge A.S.

Tlf: + 47 22 88 18 00

Ελλάδα

ΦΑΡΜΑΣΕΡΒ-ΛΙΛΛΥ Α.Ε.Β.Ε.

Τηλ: +30 210 629 4600

Österreich

Eli Lilly Ges.m.b.H.

Tel: + 43-(0) 1 711 780

España

Lilly S.A.

Tel: + 34-91 663 50 00

Polska

Eli Lilly Polska Sp. z o.o.

+48 22 440 33 00

France

Lilly France SAS

Tél: +33-(0) 1 55 49 34 34

Portugal

Lilly Portugal Produtos Farmacêuticos, Lda

Tel: + 351-21-4126600

Hrvatska

Eli Lilly Hrvatska d.o.o.

Tel: +385 1 2350 999

România

Eli Lilly România S.R.L.

Tel: + 40 21 4023000

Ireland

Eli Lilly and Company (Ireland) Limited

Tel: + 353-(0) 1 661 4377

Slovenija

Eli Lilly farmacevtska družba, d.o.o.

Tel: +386 (0)1 580 00 10

Ísland

Icepharma hf.

Sími + 354 540 8000

Slovenská republika

Eli Lilly Slovakia, s.r.o.

Tel: + 421 220 663 111

Italia

Eli Lilly Italia S.p.A.

Tel: + 39- 055 42571

Suomi/Finland

Oy Eli Lilly Finland Ab

Puh/Tel: + 358-(0) 9 85 45 250

Κύπρος

Phadisco Ltd

Τηλ: +357 22 715000

Sverige

Eli Lilly Sweden AB

Tel: + 46-(0) 8 7378800

Latvija

Eli Lilly Holdings Limited pārstāvniecība Latvijā

Tel:

+

371 67364000

United Kingdom

Eli Lilly and Company Limited

Tel: + 44-(0) 1256 315000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu

Notkunarleiðbeiningar

Taltz 80 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Ixekizumab

Áður en þú notar áfylltu sprautuna:

Atriði sem mikilvægt er að vita

Áður en þú notar áfylltu sprautuna með Taltz skaltu lesa leiðbeiningarnar og fara vandlega

eftir þeim, skref fyrir skref. Geymið notkunarleiðbeiningarnar og vísið til þeirra eftir þörfum.

Áfyllta sprautan inniheldur 1 skammt af Taltz. Sprautan er EINGÖNGU EINNOTA.

Ekki má hrista sprautuna.

Læknirinn þinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingur getur aðstoðað þig við að ákveða á

hvaða svæði líkamans á að dæla inn skammtinum.

Lestu Taltz fylgiseðilinn sem er í þessum kassa til að fræðast betur um lyfið.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Áður en þú notar áfylltu sprautuna með Taltz skaltu lesa leiðbeiningarnar og fara vandlega eftir

þeim, skref fyrir skref.

Útskýringar á hlutum sprautunnar

1

UNDIRBÚNINGUR LYFJAGJAFAR

1a

Taktu sprautuna úr kæli.

Láttu nálarhlífina vera á sprautunni þar til þú ert

tilbúinn/tilbúin að dæla inn lyfinu.

Bíddu í 30 mínútur

svo sprautan nái

stofuhita fyrir notkun.

EKKI

nota neina hitagjafa til að hita lyfið, s.s: örbylgjuofn, heitt vatn eða

beint sólarljós.

1b

Taktu saman það sem þú þarft fyrir inndælingu:

1 sprittklút

1 bómullarhnoðra eða grisju

1 ílát fyrir oddhvassa hluti til að henda sprautum í

Grip fyrir fingur

30

mínútur

Flötur fyrir

þumalfingur

Græn stimpilstöng

Sprautubolur,

inniheldur lyfið

Nál

Nálarhetta

Grár sprautustimpill

1c

Athugaðu hvort einhverjar skemmdir séu sjáanlegar

utan á áfylltu sprautunni.

Láttu nálarhlífina vera á

sprautunni þar til þú ert tilbúinn/tilbúin að dæla inn

lyfinu. Athugaðu merkimiðann. Gakktu úr skugga um

að nafnið Taltz komi fram á merkimiðanum.

Lyfið ætti að vera tært. Það á að vera litlaust eða

gulleitt.

Ef þú tekur eftir einhverju af eftirtöldu

SKALTU EKKI

NOTA

sprautuna heldur farga henni eins og mælt hefur

verið fyrir um:

Lyfið er komið fram yfir fyrningardagsetningu.

Lyfið virðist vera skemmt.

Lyfið er skýjað, brúnleitt eða litlar agnir sjást í

því.

1d

Þvoðu hendur áður en þú dælir inn lyfinu.

1e

Veldu inndælingarstað.

Þú mátt dæla í kvið, læri eða aftan á handlegg. Til að

dæla í handlegg þarftu að biðja einhvern um aðstoð.

EKKI

dæla í svæði þar sem húðin er aum, marin, rauð

eða hörð eða þar sem sjást ör eða merki um húðslit.

EKKI

dæla nær naflanum en 2,5 cm.

Skiptu um stungustaði. EKKI

nota sama stungustað í

hvert sinn. Ef síðasta inndæling var í vinstra læri ætti

næsta inndæling til dæmis að vera í hægra læri, kvið eða

aftan á annan hvorn handlegginn.

1f

Undirbúðu húðina. Hreinsaðu húðina með sprittklút. Láttu stungustaðinn þorna af sjálfu sér áður

en þú dælir inn lyfinu.

Aftan á

handlegg

Kviður

Læri

Fyrningardagsetning

2

INNDÆLING

2a

Taktu nálarhettuna af og fleygðu henni.

EKKI

setja nálarhettuna aftur á - þú gætir

skemmt nálina eða skaðað þig fyrir slysni.

EKKI

snerta nálina.

2b

Klíptu varlega í húðina á stungustaðnum og

haltu takinu.

2c

Stingdu nálinni inn með 45 gráðu horni.

Slepptu síðan varlega takinu á húðinni. Gættu

þess að nálin sé enn á sínum stað.

2d

Þrýstu stimplinum inn.

Þrýstu stimplinum rólega alla leið þar til öllu

lyfinu hefur verið dælt inn. Þrýsta á gráa

sprautustimplinum alla leið niður í enda

sprautunnar. Fjarlægðu nálina varlega úr húðinni.

Þrýstu á stungustaðinn með bómullarhnoðra eða

grisju.

EKKI

nudda stungustaðinn, það getur

valdið marblettum. Það getur blætt lítillega frá

stungustaðnum. Það er eðlilegt.

Þú átt að geta séð grænu stimpilstöngina í

gegnum sprautubolinn þegar inndælingunni

er lokið.

3

FRÁGANGUR

3a

Fleygðu áfylltu sprautunni.

EKKI

setja nálarhettuna aftur á. Fleygðu

sprautunni í ílát fyrir oddhvassa hluti eða

samkvæmt leiðbeiningum frá lækni, lyfjafræðingi

eða hjúkrunarfræðingi.

Þegar þú fargar sprautum og íláti fyrir oddhvassa hluti:

Fleygðu sprautunni í ílát fyrir oddhvassa hluti eða samkvæmt leiðbeiningum frá lækni,

lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi.

Ekki skal endurvinna ílát fyrir oddhvassa hluti.

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi um hvernig heppilegast er að

farga lyfjum sem hætt er að nota.

Græn

stimpilstöng

Grár

sprautustimpill

Til öryggis

Ef þú vilt spyrja að einhverju eða þarft aðstoð við að nota áfylltu sprautuna skaltu hafa

samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing.

Ef þú ert með sjóngalla SKALTU EKKI nota áfylltu sprautuna án aðstoðar frá einstaklingi sem

hefur fengið þjálfun í notkun hennar.

EKKI deila Taltz áfylltri sprautu eða nota hana aftur. Það getur valdið því að þú eða aðrir fái

sýkingu

Geymið sprautuna þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef þú átt ekki ílát fyrir oddhvassa hluti skaltu ráðfæra þig við lækninn, lyfjafræðing eða

hjúkrunarfræðing um hvar þú færð slíkt ílát.

Algengar spurningar

SPURNING

Hvað ef sjá má loftbólur í sprautunni?

SVAR

Það er eðlilegt að sjá stundum loftbólur í sprautunni. Taltz er dælt inn undir húð.

Loftbólur skapa ekki vandamál við slíkar inndælingar. Þær munu ekki skaða þig eða

hafa áhrif á skammtinn.

SPURNING

Hvað ef dropi af vökva er á nálaroddinum þegar ég tek nálarhettuna af?

SVAR

Það er allt í lagi þó dropi af vökva sé á nálaroddinum. Það mun ekki skaða þig eða hafa

áhrif á skammtinn.

SPURNING

Hvað ef ég get ekki ýtt stimplinum inn?

SVAR

Ef stimpillinn er fastur eða skemmdur:

EKKI

halda áfram að nota sprautuna.

Fjarlægðu nálina úr húðinni.

SPURNING

Hvernig veit ég hvort inndælingunni er lokið?

SVAR

Þegar inndælingunni er lokið:

Græna stimpilstöngin á að sjást í gegnum sprautubolinn.

Grái sprautustimpillinn á að vera kominn alla leið niður í enda sprautunnar.

Til að fræðast betur um lyfið skaltu lesa notkunarleiðbeiningarnar ásamt fylgiseðli um Taltz

sem er í þessum kassa.

Notkunarleiðbeiningar

Taltz 80 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Ixekizumab

Áður en þú notar áfyllta lyfjapennann:

Atriði sem mikilvægt er að vita

Áður en þú notar áfyllta lyfjapennann með Taltz skaltu lesa leiðbeiningarnar og fara vandlega

eftir þeim, skref fyrir skref. Geymið notkunarleiðbeiningarnar og vísið til þeirra eftir þörfum.

Áfyllti lyfjapenninn inniheldur 1 skammt af Taltz. Áfyllti lyfjapenninn er EINGÖNGU

EINNOTA.

Ekki má hrista áfyllta lyfjapennann.

Áfyllti lyfjapenninn inniheldur glerhluta. Meðhöndlaðu hann varlega. Ekki skal nota hann ef

hann fellur á hart yfirborð. Notaðu þá nýjan áfylltan lyfjapenna fyrir inndælinguna.

Læknirinn þinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingur getur aðstoðað þig við að ákveða á

hvaða svæði líkamans á að dæla inn skammtinum.

Lestu Taltz fylgiseðilinn sem er í þessum kassa til að fræðast betur um lyfið.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Áður en þú notar áfyllta lyfjapennann með Taltz skaltu lesa leiðbeiningarnar og fara vandlega

eftir þeim, skref fyrir skref.

Útskýringar á hlutum lyfjapennans

1

UNDIRBÚNINGUR LYFJAGJAFAR

1a

Taktu áfyllta lyfjapennann úr kæli.

Láttu lokið vera á þar til þú ert tilbúinn/tilbúin að dæla inn

lyfinu.

Bíddu í 30 mínútur

svo áfyllti lyfjapenninn nái stofuhita fyrir notkun.

EKKI

nota neina hitagjafa til að hita lyfið, s.s: örbylgjuofn, heitt vatn eða beint sólarljós.

1b

Taktu saman það sem þú þarft fyrir inndælingu:

1 sprittklút

1 bómullarhnoðra eða grisju

1 ílát fyrir oddhvassa hluti til að henda áfyllta lyfjapennanum í

Efri hluti

Inndælingarhnappur

Láshringur

Tákn fyrir

læst/opið

Lyf

Gegnsær hluti

Lok sem

snúið er af

Neðri hluti/Nálar endi

Neðri endi

30

mínútur

1c

Skoðaðu áfyllta lyfjapennann.

Athugaðu merkimiðann.

Gakktu úr skugga um að nafnið Taltz komi fram á

merkimiðanum.

Lyfið ætti að vera tært. Það á að vera litlaust eða gulleitt.

Ef þú tekur eftir einhverju af eftirtöldu

SKALTU EKKI

NOTA

áfyllta lyfjapennann heldur farga honum eins og

mælt hefur verið fyrir um:

Lyfið er komið fram yfir fyrningardagsetningu.

Lyfið virðist vera skemmt.

Lyfið er skýjað, brúnleitt eða litlar agnir sjást í því.

1d

Þvoðu hendur áður en þú dælir inn lyfinu.

1e

Veldu inndælingarstað.

Þú mátt dæla í kvið, læri eða aftan á handlegg. Til að

dæla í handlegg þarftu að biðja einhvern um aðstoð.

EKKI

dæla í svæði þar sem húðin er aum, marin, rauð

eða hörð eða þar sem sjást ör eða merki um húðslit.

EKKI

dæla nær naflanum en 2,5 cm.

Skiptu um stungustaði. EKKI

nota sama stungustað í

hvert sinn. Ef síðasta inndæling var í vinstra læri ætti

næsta inndæling til dæmis að vera í hægra læri, kvið eða

aftan á annan hvorn handlegginn.

1f

Undirbúðu húðina. Hreinsaðu húðina með sprittklút. Láttu stungustaðinn þorna af sjálfu sér áður

en þú dælir inn lyfinu.

Fyrningardagsetning

Aftan á

handlegg

Kviður

Læri

2

INNDÆLING

2a

Gættu þess að láshringurinn sé í læstri stöðu.

Láttu lokið vera á þar til þú ert tilbúinn/tilbúin að

dæla inn lyfinu.

EKKI

snerta nálina.

Snúðu lokinu af.

Hentu lokinu í almennt rusl. Þú þarft ekki að setja

lokið aftur á – það gæti skemmt nálina eða

skaðað þig fyrir slysni.

2b

Settu gegnsæja hlutann þétt að húðinni.

2c

Haltu gegnsæja hlutanum við húðina og snúðu

láshringnum í ólæsta stöðu.

Nú er allt tilbúið til

inndælingar.

2d

Þrýstu á græna inndælingarhnappinn.

Það

mun heyrast hár smellur.

Haltu gegnsæja hlutanum áfram þétt við

húðina.

Þú munt heyra annan háan smell um það

bil 5 til 10 sekúndum eftir fyrri smellinn.

Seinni

smellurinn gefur til kynna að inndælingunni

sé lokið.

Þú munt einnig sjá gráa stimpilinn efst í gegnsæja

hlutanum.

Taktu áfyllta pennann af húðinni.

Þrýstu á stungustaðinn með bómullarhnoðra eða

grisju.

EKKI

nudda stungustaðinn, það getur

valdið marblettum. Það getur blætt lítillega frá

stungustaðnum. Það er eðlilegt.

3

FRÁGANGUR

3a

Fleygðu áfyllta lyfjapennanum.

EKKI

setja lokið aftur á. Fleygðu áfyllta

lyfjapennanum í ílát fyrir oddhvassa hluti eða

samkvæmt leiðbeiningum frá lækni, lyfjafræðingi

eða hjúkrunarfræðingi.

Þegar þú fargar áfyllta lyfjapennanum og íláti fyrir oddhvassa hluti:

Fleygðu lyfjapennanum í ílát fyrir oddhvassa hluti eða samkvæmt leiðbeiningum frá lækni,

lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi.

Ekki skal endurvinna ílát fyrir oddhvassa hluti.

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi um hvernig heppilegast er að

farga lyfjum sem hætt er að nota.

Til öryggis

Ef þú vilt spyrja að einhverju eða þarft aðstoð við að nota áfyllta lyfjapennann skaltu hafa

samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing.

Ef þú ert með sjóngalla SKALTU EKKI nota áfyllta lyfjapennann án aðstoðar frá einstaklingi

sem hefur fengið þjálfun í notkun hans.

Geymið áfyllta lyfjapennann þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef þú átt ekki ílát fyrir oddhvassa hluti skaltu ráðfæra þig við lækninn, lyfjafræðing eða

hjúkrunarfræðing um hvar þú færð slíkt ílát.

Smellur

Grár

stimpill

5-10

sekúndur

Algengar spurningar

SPURNING

Hvað ef sjá má loftbólur í áfyllta lyfjapennanum?

SVAR

Það er eðlilegt að sjá loftbólur í áfyllta lyfjapennanum. Taltz er dælt inn undir húð.

Loftbólur skapa ekki vandamál við slíkar inndælingar. Þær munu ekki skaða þig eða

hafa áhrif á skammtinn.

SPURNING

Hvað ef dropi af vökva er á nálaroddinum þegar ég tek lokið af?

SVAR

Það er allt í lagi þó dropi af vökva sé á nálaroddinum. Það mun ekki skaða þig eða

hafa áhrif á skammtinn.

SPURNING

Hvað ef ég aflæsti áfyllta lyfjapennanum og þrýsti á græna

inndælingarhnappinn áður en ég sneri lokinu af?

SVAR

Ekki taka lokið af. Ráðfærðu þig við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing.

SPURNING

Þarf ég að halda inndælingarhnappinum inni þar til inndælingunni er lokið?

SVAR

Það er ekki nauðsynlegt. Hins vegar gæti það hjálpað þér við að halda áfyllta

lyfjapennanum stöðugum á húðinni.

SPURNING

Hvað ef nálin fór ekki til baka eftir inndælinguna?

SVAR

Ekki snerta nálina né setja lokið á. Hentu áfyllta lyfjapennanum í ílát fyrir

oddhvassa hluti, sem hægt er að loka. Ráðfærðu þig við lækninn þinn, lyfjafræðing

eða hjúkrunarfræðing.

SPURNING

Hvað ef ég heyrði fleiri en 2 smelli við inndælingu – 2 háa smelli og svo einn

lægri. Fékk ég allan lyfjaskammtinn?

SVAR

Sumir sjúklingar kunna að heyra lágan smell rétt á undan seinni háa smellinum. Það

er eðlilegt. Ekki taka áfyllta lyfjapennann frá húðinni fyrr en þú heyrir seinni háa

smellinn.

SPURNING

Hvernig veit ég hvort inndælingunni er lokið?

SVAR

Eftir að þú þrýstir á græna inndælingarhnappinn heyrir þú 2 háa smelli. Seinni

smellurinn gefur þér til kynna að inndælingunni sé lokið. Þú munt einnig sjá gráa

stimpilinn efst í gagnsæja hlutanum.

Til að fræðast betur um lyfið skaltu lesa notkunarleiðbeiningarnar vel ásamt fylgiseðli um Taltz

sem er í þessum kassa.