Tafil Retard

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Tafil Retard Forðatafla 1 mg
 • Skammtar:
 • 1 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Tafil Retard Forðatafla 1 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 54612759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Tafil Retard

Forðatöflur 0,5 mg, 1 mg eða 2 mg

Alprazólam

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Tafil Retard og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Tafil Retard

Hvernig nota á Tafil Retard

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Tafil Retard

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Tafil Retard og við hverju það er notað

Tafil Retard tilheyrir flokki benzódíazepínlyfja. Lyfið dregur úr kvíða.

Þú getur notað Tafil Retard við:

kvíða og óróleika, eirðarleysi og spennu.

kvíða í tengslum við þunglyndi.

sem viðbótarmeðferð við geðræna meðferð á felmtursröskun.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Tafil Retard

Ekki má nota Tafil Retard ef þú:

ert með ofnæmi fyrir alprazólami, öðrum benzódíazepínum eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6).

ert með alvarlega vöðvaþreytu (vöðvaslensfár, myasthenia gravis).

þjáist af óreglulegri öndun með öndunarstoppi í svefni (kæfisvefn).

ert með alvarlega skerta lifrarstarfsemi.

ert með bráða öndunarerfiðleika.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Tafil Retard er notað:

ef þú ert með lifrar- eða nýrnasjúkdóma.

ef þú misnotar eða hefur misnotað áfengi eða lyf.

ef þú hefur áður greinst með alvarlega geðsjúkdóma t.d. þunglyndi með sjálfvígshugleiðingum.

ef þú ert með langvinnan lungnasjúkdóm. Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta.

ef þú ert aldraður/öldruð eða lasburða.

Gæta skal varúðar við notkun benzódíazepína og annarra skyldra lyfja hjá öldruðum, þar sem sljóleiki

og/eða vöðvaslappleiki getur aukið hættuna á að detta sem hefur oft alvarlegar afleiðingar.

Athugaðu eftirfarandi:

Tafil Retard getur valdið minnisleysi. Það er mikilvægt að þú fáir 7-8 klst. samfelldan svefn.

Langtímanotkun Tafil Retard getur aukið hættu á ávanabindingu og verkun Tafil Retard getur

minnkað. Því skaltu taka Tafil Retard í eins stuttan tíma og mögulegt er.

Ef þú hættir skyndilega að taka Tafil Retard eða skiptir yfir í önnur svipuð lyf (benzódíazepín)

getur þú fundið fyrir fráhvarfseinkennum eða sjúkdómurinn getur komið aftur eða blossað upp.

Ef þú ert með þunglyndi gætir þú fundið fyrir breytingum á skapi (oflæti). Hafðu samband við

lækninn ef það gerist.

Þú mátt ekki drekka áfengi meðan þú tekur Tafil.

Tafil er ekki ætlað börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Hafðu samband við lækninn ef þú finnur fyrir eftirfarandi einkennum s.s. eirðarleysi, uppnámi,

pirringi, ógnandi og hugsanlega ofbeldisfullri hegðun, ranghugmyndum, ofsareiði, martröðum,

ofskynjunum, geðsjúkdómum, óviðeigandi hegðunum. Þessi einkenni koma einkum fram hjá börnum

og öldruðum.

Láttu alltaf vita að þú notir Tafil Retard þegar tekin eru blóð- og þvagsýni hjá þér.

Notkun annarra lyfja samhliða Tafil Retard

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf, sem fengin eru án lyfseðils, lyf sem keypt hafa verið

erlendis, náttúrulyf, vítamín og steinefni í stórum skömmtum, sem og fæðubótarefni.

Segðu lækninum frá því ef þú tekur:

lyf við sveppasýkingum (t.d. ketókónazól, ítrakónazól, posakónazól, vorikónazól).

flogaveikilyf (t.d. karbamazepín, fenýtóín).

þunglyndislyf (t.d. nefazódón, flúvoxamín, flúoxetín).

lyf við geðklofa og önnur geðrofslyf (klózapín).

sýklalyf (t.d. erýtrómýcín, klarítrómýsín, telitrómýsín).

berklalyf (rifampisín).

lyf við hjartasjúkdómum (digoxín).

sterk verkjastillandi lyf (própoxýfen, morfín eða morfínlík lyf).

getnaðarvarnarlyf til inntöku.

lyf við háþrýstingi og hjartaöng (diltíazem).

mígrenilyf (klónídín).

lyf við HIV (HIV-próteasahemlar, t.d. rítónavír).

lyf við magasári (t.d. címetidín).

svefnlyf.

róandi lyf.

ofnæmislyf (andhistamín).

Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta.

Ef þú þarft að fara í skurðaðgerð er mikilvægt að þú segir lækninum eða tannlækninum frá því að þú

takir Tafil Retard.

Tafil Retard getur magnað slævandi áhrif áfengis, svefn- eða taugalyfja, róandi lyfja, verkjastillandi

lyfja sem eru skyld morfíni og ofnæmislyfja (slævandi and-histamínlyfja).

Notkun Tafil Retard með mat, drykk eða áfengi

Þú mátt taka Tafil Retard með mat, en það er ekki nauðsynlegt. Taktu forðatöflurnar alltaf með glasi af

vatni.

Þú mátt ekki drekka áfengi eða greipaldinsafa, meðan á meðferð með Tafil Retard stendur. Áfengi og

greipaldinsafi auka verkun Tafil Retard.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ef þú ert þunguð máttu aðeins taka Tafil Retard samkvæmt fyrirmælum læknisins.

Ef þú ert á barneignaraldri skaltu nota örugga getnaðarvörn á meðan þú tekur Tafil Retard. Ráðfærðu

þig við lækninn.

Brjóstagjöf

Ef þú ert með barn á brjósti máttu ekki taka Tafil Retard, þar sem Tafil Retard fer yfir í mjólkina.

Ráðfærðu þig við lækninn.

Akstur og notkun véla

Þú mátt ekki aka bíl, mótorhjóli eða hjóli. Einnig skal ekki nota verkfæri eða vélar.

Á pakkningunni er rauður aðvörunarþríhyrningur. Það merkir að

Tafil Retard getur valdið

aukaverkunum (sljóleika, minnisleysi, skertri einbeitingu og vöðvaslappleika), sem getur skert hæfni

til aksturs bifreiða og stjórnunar vinnuvéla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árverkni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Tafil Retard inniheldur laktósa (mjólkursykur)

Tafil Retard inniheldur laktósa (mjólkursykur)

.

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skaltu hafa

samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Tafil Retard

Notið lyfið

alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er:

Þú skalt taka Tafil Retard í eins stuttan tíma og mögulegt er, í mesta lagi 8-12 vikur.

Læknirinn mun ákveða hvaða skammtur er nauðsynlegur fyrir þig. Venjulega er meðferðin hafin með

litlum skömmtum. Læknirinn mun auka skammta eftir þörfum. Fylgdu fyrirmælum læknisins.

Þú skalt taka forðatöflurnar með glasi af vatni.

Fullorðnir:

Tímabundinn kvíði og óróleiki, eirðarleysi og spenna ásamt kvíða og óróleika í tengslum við

þunglyndi:

Upphafsskammtur: 1 forðatafla af 1 mg eða 1 forðatafla 0,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring.

Viðhaldsskammtur er einstaklingsbundinn og ákvarðaður af lækninum þínum.

Sem viðbótarmeðferð í geðlækningum við felmtursröskun:

Upphafsskammtur: 1-2 forðatöflur af 0,5 mg (þ.e. 0,5 mg-1 mg) fyrir svefn eða 1 forðatafla af 0,5 mg

tvisvar sinnum á sólarhring. Skammta má mest auka um 1 mg á sólarhring 3-4 hvern dag.

Viðhaldsskammtur er einstaklingsbundinn og ákvarðaður af lækninum þínum.

Aldraðir:

Nauðsynlegt er að minnka skammta. Fylgdu fyrirmælum læknisins.

Notkun handa börnum og unglingum:

Tafil Retard er ekki ætlað börnum og unglingum yngri en

18 ára.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi:

Nauðsynlegt er að minnka skammta. Fylgdu fyrirmælum læknisins.

Ef þú þarft að hætta meðferð með Tafil Retard mun læknirinn minnka skammta smám saman. Fylgdu

fyrirmælum læknisins.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Taktu lyfjapakkninguna með.

Einkenni ofskömmtunar geta verið syfja, þvoglumæli, lágur blóðþrýstingur, ringlun, krampar,

minnkuð samhæfing hreyfinga, öndunarbæling og minnkuð meðvitund jafnvel djúpt meðvitundarleysi.

Ef gleymist að taka Tafil Retard

Ef þú gleymir að taka einn skammt af lyfinu skaltu taka hann inn um leið og þú manst eftir því, nema

komið sé að næsta skammti. Ekki má tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að

taka.

Ef hætt er að nota Tafil Retard

Aðeins má breyta skömmtum eða hætta meðferð í samráði við lækninn. Ef þú hættir skyndilega að

taka Tafil Retard, getur þú fundið fyrir fráhvarfseinkennum. Einkennin geta verið:

Höfuðverkur, vöðvaverkir, kvíði, spenna, eirðarleysi, ringlun og pirringur (sjá einnig

„Hugsanlegar Aukaverkanir“).

Að auki getur þú fundið fyrir því að einkennin sem Tafil Retard verkaði á geta aukist eftir að þú hættir

að taka lyfið.

Læknirinn mun minnka hjá þér skammta smám saman áður en þú hættir að nota Tafil Retard.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur

þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir:

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 100 sjúklingum):

Tilfinning um rofin raunveruleikatengsl við umheiminn og sjálfan sig. Hafðu samband við

lækni.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Krampar. Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu e.t.v. í 112.

Tíðni ekki þekkt

Almennur slappleiki, tilhneiging til bólgu (sýkinga), einkum hálsbólgu og hita vegna breytinga

á blóðmynd (of fá hvít blóðkorn). Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku.

Lifrarbólga, gula. Hafðu samband við lækni eða bráðamóttöku.

Höfuðverkur, ógleði, sjónskerðing og regnbogasjón vegna aukins þrýstings í auga (gláku).

Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar:

Mjög algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10 sjúklingum):

Þunglyndi. Hjá sumum getur þessi aukaverkun orðið alvarleg. Ráðfærðu þig við lækninn.

Þreyta og pirringur.

Syfja, sljóleiki, sundl, óöryggi í hreyfingum.

Svefntruflanir.

Höfuðverkur, skert minni.

Talörðugleikar.

Munnþurrkur, sem getur aukið hættu á tannskemmdum.

Hægðatregða.

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 100 sjúklingum):

Skjálfti.

Ósjálfráðar líkamshreyfingar.

Erfiðleikar við stjórnun hreyfinga, jafnvægistruflanir.

Skortur á einbeitingu, slæving sem líkist svefni.

Náladofi eða tilfinningaleysi í húð.

Aukin matarlyst eða minnkuð matarlyst.

Aukin svefnþörf.

Hjartsláttarónot.

Bakverkur, liðverkir, vöðvaverkir.

Vöðvakippir, stífar og krampakenndar hreyfingar.

Þróttleysi og máttleysi.

Brjóstverkur.

Þokusýn.

Eyrnasuð.

Nefstífla.

Ör andardráttur.

Bólga í nefi, kinnholum, koki og hálsi með hósta, nefkvefi og hita. Efri hluti öndunarvegar er

nefhol, kok, barkakýli og barki með berkjum og endar í lungnablöðrum.

Magaverkir, magaóþægindi s.s. ógleði, uppköst, niðurgangur.

Vökvamyndun í líkamanum. Hafið samband við lækni.

Aukin svitamyndun.

Aukin eða minnkuð kynhvöt.

Skert kynvirkni eða kyngeta.

Aukin munnvatnsmyndun.

Svefnleysi.

Rugl, vistarfirring.

Taugaspenna, ótti, kvíði, geðdeyfð.

Exem eða erting/útbrot í húð, kláði.

Hætta á umferðarslysum.

Þyngdaraukning eða þyngdartap.

Hitakóf.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Yfirlið. Ef púls er eðlilegur, öndun eðlileg og ef viðkomandi vaknar fljótt, hafðu samband við

lækni. Í öllum öðrum tilfellum hringdu í 112.

Ofskynjanir. Getur verið alvarlegt. Hafðu e.t.v. samband við lækni eða bráðamóttöku.

Ógnandi eða ofbeldisfull hegðun. Getur orðið alvarlegt hjá sumum sjúklingum. Ræðið við

lækninn.

Geðhæð (alsæla/oflæti). Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn.

Geðhæð/ofvirkni og geðlægð á víxl.

Minnkuð hugsun, skortur á frumkvæði, hægar hreyfingar. Hafðu samband við lækni. Geta verið

einkenni þunglyndis (sjálfsvígshætta).

Hægur skilningur, ofsahræðsla, eirðarleysi, skert löngun, martraðir.

Reiði, óróleiki, óeðlilegir draumar, málæði, hvatvísi.

Minnisleysi. Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafðu samband við lækni.

Óeðlileg tilfinning, vímutilfinning, taugaspennu-/spennutilfinning, afslöppunartilfinning,

timburmenn.

Vöðvastjarfi.

Vöðvamáttleysi. Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafðu samband við lækni.

Tilhneiging til að falla, áverkar á handleggjum og fótleggjum, ofskömmtun.

Aukin tilhneiging til að fá marbletti.

Útbrot.

Tvísýni eða aðrar sjóntruflanir. Getur verið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn eða e.t.v.

bráðamóttöku.

Inflúensulíkur kvilli með hita, ógleði, höfuðverk og eymslum í vöðvum.

Hitamók.

Tregða.

Verkir í handleggjum og fótleggjum.

Klaufska, gangtruflanir.

Bragðtruflanir, þorsti.

Þvagleki, tíð en lítil þvaglát.

Sáðlátstruflanir, skortur á kynferðislegri fullnægingu, getuleysi.

Tíðatruflanir.

Tíðni ekki þekkt:

Útbrot (ofsakláði) og þroti. Getur verið alvarlegt. Hafðu samband við lækni. Ef um er að ræða

bólgu í andliti, vörum og tungu, getur það verið lífshættulegt. Hringdu í 112.

Hraður púls. Getur verið alvarlegt. Ef þú færð mjög hraðan og óreglulegan púls, finnur fyrir

vanlíðan eða svima, skaltu hafa samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu e.t.v. í 112.

Eirðarleysi, uppnám, pirringur, ógnandi og hugsanlega ofbeldisfull hegðun, ranghugmyndir,

bræði, martraðir, ofskynjanir, geðsjúkdómar og óviðeigandi hegðun. Getur verið eða orðið

alvarlegt. Hafðu samband við lækni.

Áhrif á lifrarstarfsemi, e.t.v. með gulu. Getur verið alvarlegt. Ef þú færð gulu skaltu hafa

samband við lækni (engin einkenni).

Erfiðleikar við þvaglát, e.t.v. þvagteppa. Getur orðið alvarleg aukaverkun hjá sumum

sjúklingum. Talið við lækninn.

Ósjálfráðar líkamshreyfingar.

Sveiflukenndar snúningshreyfingar, einkum með fótum.

Erfiðleikar með að átta sig á eða bregðast við því sem á sér stað.

Sundl, e.t.v. yfirlið þegar sest er upp eða staðið upp, vegna lágs blóðþrýstings.

Mjólkurseyting og tíðateppa vegna hækkaðs hormóns (prólaktíns) í blóði. Hjá karlmönnum

brjóstamyndun og getuleysi.

Húðroði, tilhneiging til að svitna og hraður hjartsláttur (truflun á æðastjórnun).

Þroti í fótum, ökklum og höndum, hitatilfinning.

Vöðvaspenna.

Aukið ljósnæmi í húð.

Hjartsláttarónot, skjálfti, sviti og munnþurrkur (aukaverkanir frá ósjálfráða taugakerfinu).

Fjandsamleg hegðun, óeðlilegar hugsanir, yfirdrifin árvekni.

Minnkuð munnvatnsmyndun.

Ofvirkni.

Öndunarfærakvillar.

Breytt kynlöngun.

Að auki getur Tafil Retard valdið aukaverkunum, sem þú venjulega finnur ekki fyrir. Það eru

breytingar á rannsóknarniðurstöðum, s.s. hækkað gildi bílírúbíns í blóði (blóðprufur).

Láttu alltaf vita að þú fáir meðferð með Tafil Retard ef tekin eru hjá þér blóð- eða þvagsýni til

rannsókna. Lyfið getur haft áhrif á niðurstöðurnar.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Tafil Retard

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki skal

nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Tafil Retard

forðatöflur 0,5 mg, 1 mg og 2 mg innihalda:

Virka innihaldsefnið er alprazólam.

Önnur innihaldsefni eru laktósi (mjólkursykur), hýpromellósi, vatnsfrí kísilkvoða,

magnesíumsterat.

0,5 mg og 2 mg forðatöflur innihalda að auki litarefnið indigótín (E132).

Lýsing á útliti Tafil Retard og pakkningastærðir

Útlit

Tafil Retard forðatöflur 0,5 mg

eru bláar, kringlóttar, kúptar töflur merktar „P & U 57“.

Tafil Retard forðatöflur 1 mg

eru hvítar, kringlóttar, kúptar töflur merktar „P & U 59“.

Tafil Retard forðatöflur 2 mg

eru bláar, fimmhyrningslaga töflur merktar „P & U 66“.

Pakkningastærðir

Tafil Retard

er í þynnupakkningum og er fáanlegt í eftirfarandi pakkningastærðum:

0,5 mg: 30 og 60 stk.

1 mg: 30 og 60 stk.

2 mg: 30 og 60 stk.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Pfizer ApS, Lautrupvang 8, 2750 Ballerup, Danmörk.

Framleiðandi

Pfizer Italia S.r.l., Via del Commercio, 63100 Località Marino del Tronto, Ascoli Piceno (AP), Ítalía.

Umboð á Íslandi

Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í nóvember 2017.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vefnum: www.serlyfjaskra.is.