Synarela

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Synarela Nefúði, lausn 2 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 2 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Nefúði, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

 • fyrir almenning:
 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.


  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning.

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Synarela Nefúði, lausn 2 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 3d612759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Samantekt á eiginleikum vöru: skammtar, milliverkanir, aukaverkanir

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFSINS

1

HEITI LYFS

Synarela 200 míkróg/skammt nefúði, lausn.

2.

INNIHALDSLÝSING

Nafarelinacetat, jafngilt nafarelini 200 míkróg í skammti.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Nefúði, lausn.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Legslímuvilla (endometriosis). Formeðferð fyrir glasafrjóvgun til að hemja innlæg áhrif hormóna. Til

formeðferðar á vöðvaæxlum í legi, þegar tímabundin minnkun þeirra er æskileg.

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Legslímuvilla:

200 míkróg (1 úðaskammtur) 2 sinnum á dag; í aðra nösina að morgni og í hina nösina að kvöldi.

Meðferðarlengd er 6 mánuðir. Meðferð skal hefja á 2.-4. degi blæðinga.

Formeðferð fyrir glasafrjóvgun:

200-400 míkróg (1-2 úðaskammtar) 2 sinnum á dag; 1 úðaskammtur í aðra eða báðar nasir að morgni

og 1 úðaskammtur í hina nösina eða báðar nasir að kvöldi. Meðferðarlotur skulu ekki vera fleiri en 6.

Meðferð skal hefja á 2. degi, snemma í follicular fasa eða í miðjum luteal fasa (venjulega á 21. degi

tíðahrings).

Til meðferðar fyrir aðgerð á vöðvaæxlum í legi:

200 míkróg (1 úðaskammtur) 2 sinnum á dag, í aðra nösina að morgni og í hina nösina að kvöldi.

Meðferðarlengd er 3 mánuðir.

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu, gónadótrópín losandi hormóni (gonadotropin releasing hormone, GnRH),

örvandi GnRH-hliðstæðum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Auk þess er eftirfarandi frábending fyrir notkun Synarela:

Þungun eða grunur um þungun.

Brjóstagjöf.

Blæðing frá leggöngum af óþekktum orsökum.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Í öllum upplýsingum um lyfið skal koma fram að beinþéttni rýrnar við notkun þess og að meðferðin

eigi að vera á vegum sérfræðings í kvensjúkdómalækningum.

Ef frekari meðhöndlun legslímuvillu og vöðvaæxla er íhuguð eftir að meðferð er lokið, er mælt með

að gengið sé úr skugga um að beinþéttni sé innan eðlilegra marka áður en meðferð er hafin að nýju.

Almennt er ekki mælt með endurtekinni meðferð við legslímuvillu, þar sem ekki eru fyrirliggjandi

upplýsingar um öryggi við endurtekna meðferð.

Ekki hafa verið sýnt fram á árangur meðferðar við legslímuvillu hjá börnum yngri en 18 ára.

Engin gögn liggja fyrir um breytingar á beinþéttni hjá börnum. Eftir 6 mánaða meðferð með

nafarelinacetati hjá fullorðnum, var rýrnun á steinefnainnihaldi í beinum í framhandlegg (distal radius)

og miðhandarbeini (2. metacarpal) mjög lítil ef nokkur. Minnkun á þéttni bjálkabeins í hryggjarliðum

(vertebral trabecular bone density) var að meðaltali 8,7% og minnkun á heildarbeinmassa hryggjarliða

var að meðaltali 4,3%. Beinmassi endurmyndaðist að verulegu leyti eftir meðferð. Heildarbeinmassi

hryggjarliða, mældur með tvöfaldri ljósgleypnimælingu (dual photon absorptiometry, DPA) hafði að

meðaltali minnkað um 5,9% við lok meðferðar. Við mælingu með DPA 6 mánuðum eftir lok meðferðar

var heildarbeinmassi hryggjarliða að meðaltali 1,4% minni en fyrir meðferð.

Engin klínísk gögn liggja fyrir um notkun nafarelinacetats til stýrðrar örvunar eggjastokka hjá konum

með fjölblöðrusjúkdóm í eggjastokkum (polycystic ovarian disease, PCOD), en hætta getur verið á

umfangsmikilli örvun eggbúa.

Notkun nafarelins veldur bælingu á heiladinguls-kynkirtlakerfinu. Innan 4-8 vikna eftir að meðferð er

hætt er starfsemin aftur orðin eðlileg. Greiningarpróf á starfsemi heiladinguls-kynkirtla geta þar af

leiðandi gefið rangar niðurstöður meðan á meðferð stendur og í 4-8 vikur eftir að meðferð lýkur.

Nafarelin hindrar egglos. Ef fleiri en tveir skammtar gleymast getur orðið egglos. Því er ráðlagt að

nota getnaðarvörn, þó ekki með hormónum, meðan á meðferð stendur. Ef kona verður þunguð meðan

á meðferð stendur skal stöðva Synarela meðferðina og upplýsa hana um hugsanlega hættu á

fósturskaða og/eða fósturláti. Þar sem hætta á fósturláti er fyrir hendi hjá sjúklingahópnum er

orsakasamhengi milli þess og notkunar nafarelinacetats óljóst.

Eins og við á um önnur lyf í þessum lyfjaflokki hefur verið greint frá tilfellum þar sem blöðrur á

eggjastokkum hafa komið fram á fyrstu tveimur mánuðum meðferðar með nafarelacetati. Blöðrur á

eggjastokkum komu einkum fram hjá sjúklingum með fjölblöðrusjúkdóm í eggjastokkum. Yfirleitt

hurfu þessar blöðrur af sjálfu sér eftir 4-6 vikna meðferð, en í nokkrum tilfellum var nauðsynlegt að

hætta meðferðinni og/ eða framkvæma skurðaðgerð.

Örvun eggloss verður að eiga sér stað undir nákvæmu eftirliti læknis. Samhliða notkun nafarelins og

gónadótrópína getur haft í för með sér meiri hættu á oförvun eggjastokka (ovarian hyperstimulation

syndrome) en þegar gónadótrópín eru notuð ein sér. Fylgjast skal vel með örvunarhring til þess að

finna þá sjúklinga sem eru í hættu á að verða fyrir oförvun eggjastokka. Ef nauðsyn ber til skal sleppa

notkun HCG (human chorionic gonadotropine).

Aukin hætta er á tilfallandi þunglyndi (incident depression) (sem getur verið alvarlegt) hjá sjúklingum

sem fá meðferð með GnRH-örvum svo sem nafarelini. Því ber að upplýsa sjúklinga um þetta og veita

viðeigandi meðferð ef einkenni koma fram.

Ef samhliða er notaður nefúði við nefstíflu er mælt með að sá nefúði sé notaður í fyrsta lagi

30 mínútum eftir Synarela skammtinn. (sjá kafla 4.5).

Auk þess er ráðlagt að endurtaka úðun ef hnerrað er á meðan eða skömmu eftir notkun Synarela, þar

sem það getur minnkað frásog nafarelinacetats.

Synarela inniheldur rotvarnarefnið benzalkónklóríð. Ef Synarela berst niður í öndunarveginn getur

það orsakað öndunarerfiðleika. Rotvarnarefnið benzalkónklóríð í Synarela getur valdið bjúg í

nefslímhúð, einkum við langvarandi notkun. Ef grunur er um viðvarandi bjúg í nefslímhúð á að velja lyf

án rotvarnarefna til notkunar í nef, ef þess er kostur. Ef þannig nefúði er ekki tiltækur á að íhuga önnur

lyfjaform sama lyfs.

Synarela inniheldur sorbitól (E420). Má ekki nota handa sjúklingum með arfgengt frúktósaóþol.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum. Þó er ekki gert ráð fyrir milliverkunum við

önnur lyf, þar sem nafarelinacetat er peptíð, sem einkum er brotið niður af peptíðasa en ekki af cýtókróm

P-450 ensímum, og er lyfið u.þ.b. 80% bundið plasmapróteinum við 4

Nefslímubólga hindrar ekki frásog nafarelins frá nefi. Ef sjúklingar með heilsárs nefslímubólgu nota

lyfið oxýmetazólín hýdróklóríð við nefstíflu 30 mínútum fyrir gjöf nafarelins dregur verulega úr frásogi

nafarelins frá nefi (39% minnkun á 8 klukkustunda AUC og 49% minnkun á Cmax) borið saman við

frásog hjá sjúklingum með eðlilega nefslímhúð. Samtímis notkun lyfja við nefstíflu er ekki ráðlögð hjá

sjúklingum sem fá nafarelin (sjá kafla 4.4.).

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki má nota lyfið. Áður en meðferð hefst ber að útiloka þungun.

Ekki liggur fyrir klínísk staðfesting á öryggi notkunar nafarelins á meðgöngu.

Í rannsókn á áhrifum nafarelinacetats á æxlun hjá rottum hefur verið sýnt fram á eituráhrif á fóstur við

skammta 10 sinnum stærri en þá sem gefnir eru í nef hjá mönnum. Svipuð eituráhrif sáust ekki hjá

músum eða kanínum (sjá kafla 5.3). Nafarelinacetat getur valdið fósturskemmdum ef þungaðar konur

nota það (sjá kafla 5.3). Þungaðar konur mega því ekki nota nafarelinacetat (sjá kafla 4.3).

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort nafarelinacetat skilst út í brjóstamjólk. Ekki á að gefa börnum brjóst meðan á notkun

lyfsins stendur, þar sem áhrif nafarelinacetats á barnið eru ekki þekkt (sjá kafla 4.3).

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Enginn varúðarmerking.

Engin þekkt áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8

Aukaverkanir

Í upphafi getur meðferð með nafarelini valdið tímabundinni versnun legslímuvillu og öðrum

einkennum sem tengjast ójafnvægi estrogena. Langvarandi meðferð getur komið af stað ástandi sem

líkist tíðarhvörfum.

Aukaverkanir koma fram hjá allt að 70-80% sjúklinga.

Einkenni sem benda til ofnæmis gegn lyfinu hafa komið fram, svo sem brjóstverkur, kláði, útbrot,

andnauð og ofsakláði.

Tilkynnt hefur verið um eftirtaldar aukaverkanir hjá 282 sjúklingum við meðferð með nafarelinacetati,

með eftirtalinni tíðni: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til

<1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að meta tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Ónæmiskerfi

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Ofnæmi (brjóstverkur, andnauð, kláði, útbrot,

ofsakláði).

Innkirtlar

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Estrogenskortur.

Efnaskipti og næring

Mjög algengar (

1/10)

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Þyngdaraukning.

Þyngdartap.

Geðræn vandamál

Mjög algengar (

1/10)

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Skapsveiflur, minnkuð kynhvöt.

Þunglyndi, svefnleysi, aukin kynhvöt.

Taugakerfi

Mjög algengar (

1/10)

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Höfuðverkur.

Náladofi.

Augu

Mjög sjaldgæfar- koma örsjaldan fyrir (<1/1.000)

Sjóntruflanir.

Æðar

Mjög algengar (>1/10)

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Hitakóf.

Lágþrýstingur, háþrýstingur

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Mjög algengar (

1/10)

Sjaldgæfar (>1/1000 og <1/100)

Nefslímubólga.

Andþyngsli.

Húð og undirhúð

Mjög algengar (

1/10)

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Sjaldgæfar (>1/1.000 og <1/100)

Þrymlabólur, flasa.

Ofhæring.

Hárlos, kláði, útbrot, ofsakláði.

Stoðkerfi og stoðvefur

Mjög algengar (

1/10)

Sjaldgæfar (>1/1.000 og <1/100)

Mjög sjaldgæfar- koma örsjaldan fyrir (<1/1.000)

Vöðvaverkir.

Liðverkir.

Gigtarlíkir verkir.

Æxlunarfæri og brjóst

Mjög algengar (

1/10)

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Sjaldgæfar (>1/1.000 og <1/100)

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að meta tíðni út frá

fyrirliggjandi gögnum)

Brjóstaminnkun, þurrkur í leggöngum.

Snemmkomin tíðahvörf, tímabundin versnun

legslímuvillu, blæðing frá legi.

Brjóstverkir, brjóstastækkun, blöðrur á

eggjastokkum.

Oförvun eggjastokka.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á

íkomustað

Mjög algengar (

1/10)

Bjúgur.

Rannsóknaniðurstöður

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Minnkuð beinþéttni.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að

tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9

Ofskömmtun

Ekki hafa sést aukaverkanir hjá dýrum eftir gjöf skammta undir húð sem námu allt að 60 földum

ráðlögðum skömmtum hjá mönnum (miðað við míkróg/kg). Nafarelin sem tekið er inn er brotið niður af

ensímum í meltingarvegi og er því óvirkt.

Meðferð við ofskömmtun á að vera stuðningsmeðferð, byggð á einkennum.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Gónadótrópínleysandi hormón. ATC flokkur: H 01 C A 02.

Nafarelin er öflug GnRH-hliðstæða (örvi). Stakur skammtur af nafarelini örvar losun gónadótrópína

úr heiladingli, gulbúshormóns (LH) og eggbúsörvandi hormóns (FSH), sem leiðir til aukinnar

framleiðslu sterahormóna í eggjastokkum og eistum. Við upphaf meðferðar getur komið fram

tímabundin versnun einkenna legslímuflakks. Við endurtekna skammta minnkar svörun við örvuninni

smám saman. Innan 3 til 4 vikna leiðir dagleg gjöf til minnkaðrar losunar gónadótrópína úr heiladingli

og/eða losunar gónadótrópína með minni líffræðilega virkni, sem leiðir til bælingar á myndun

sterahormóna í kynkirtlum.

Afleiðing af þessu er tíðahvarfaástand. Kynþroski stöðvast og hægir á lengdarvexti og þroskun beina.

5.2

Lyfjahvörf

Nafarelin frásogast hratt til blóðrásar eftir gjöf í nef. Hámarksplasmaþéttni næst innan 20 mínútna

eftir 400 míkrógramma skammt. Helmingunartími í plasma er u.þ.b. 4 klukkustundir hjá fullorðnum

og 2,6 klukkustundir hjá börnum. Aðgengi skammts sem gefinn er í nef er að meðaltali 2,8% (á bilinu

1,2% til 5,6%). Engin marktæk uppsöfnun lyfsins kom fram þegar 18 heilbrigðar konur fengu 200 eða

400 míkrógrömm af nafarelini tvisvar á dag í 22 daga.

Ef lyf sem draga úr bólgu í slímhúð í nefi eru notuð 30 minútum fyrir gjöf nafarelins, dregur úr frásogi

nafarelins.

In vitro

-tilraunir, þar sem notað var mannaplasma úr fullorðnum, sýndu að 78% til 84% af nafarelini

er bundið próteinum í plasma, einkum albúmínhlutanum.

Hjá 3 rannsóknarþátttakendum sem fengu

C-nafarelin undir húð endurheimtust 44% til 56% af

geislavirkninni í þvagi en 19% til 44% í hægðum. U.þ.b. 3% af skammtinum skilst út í þvagi sem

óbreytt nafarelin. Uppsöfnuð endurheimt gefins skammts var að meðaltali 83%. Borin hafa verið

kennsl á 6 umbrotsefni, en líffræðileg verkun þeirra er ekki þekkt.

Heildarúthreinsun er 0,7-1,4 ml/mín./kg og dreifingarrúmmálið er 0,2-0,5 l/kg.

5.3

Forklínískar upplýsingar

Skaðleg áhrif hafa ekki komið fram í klínískum rannsóknum, en í rannsóknum á krabbameinsvaldandi

áhrifum hjá músum og rottum sáust æxli í mismunandi innkirtlum við skammta sem námu 1,3-

63 sinnum klínískum skömmtum. Hjá öpum sem fengu meðferð með stórum skömmtum af nafarelini í

eitt ár (samsvarar skömmtum hjá mönnum (human equivalent dose, HED) sem námu 32 μg/kg/dag eða

1600 µg/dag hjá einstaklingum sem vega 50 kg), komu ekki fram nein æxli eða breytingar á

frumufjölgun. Engin merki eru um að GnRH-hliðstæður geti komið af stað æxlismyndun hjá mönnum.

Rannsóknir á bakteríuræktum og ræktuðum spendýrafrumum hafa ekki sýnt að nafarelin geti haft

stökkbreytandi áhrif.

Rannsóknir á æxlun hjá rottum af báðum kynjum hafa sýnt fram á að bæling á frjósemi gengur að öllu

leyti til baka þegar meðferð er hætt eftir samfellda gjöf í allt að 6 mánuði.

Við gjöf í vöðva hjá rottum á 6. til 15. degi meðgöngu í skömmtum sem námu 0,4, 1,6 og

6,4 míkrógrömmum/kg/dag (0,6, 2,5 og 10 sinnum skammtar sem mönnum eru gefnir í nef) voru 4 af

80 fóstrum í hópnum sem fékk stærstu skammtana með alvarlegar fósturskemmdir sem ekki sáust í

endurteknum rannsóknum hjá rottum. Ekki var heldur hægt að sýna fram á aukna tíðni fósturskaða í

rannsóknum á músum og kanínum. Hjá rottum sást skammtaháð aukning á tíðni fósturdauða og

minnkaður fósturþungi við stærstu skammtana (samsvarar skömmtum hjá mönnum sem námu

1,0 µg/kg eða 50 µg/dag hjá einstaklingum sem vega 50 kg). Áhrif á fósturdauða hjá rottum eru

rökrétt afleiðing af þeim breytingum á hormónaþéttni sem lyfið veldur hjá rottum.

6.

LYFJAGERÐAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Sorbitól (E420), ediksýra, benzalkónklóríð, saltsýra, natríumhýdroxíð, hreinsað vatn.

6.2

Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3

Geymsluþol

2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 25°C. Geymið í uppréttri stöðu.

Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum.

6.5

Gerð íláts og innihald

PVC húðuð glerflaska með dælu og pólýpropýlen smelluloki.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Pfizer ApS

Lautrupvang 8

2750 Ballerup

Danmörk.

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

MTnr 890046 (IS).

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 4. febrúar 2000.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 11. apríl 2012.

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

23. maí 2017.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is

 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.

  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning. • Skjöl á öðrum tungumálum eru tiltækar here